Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. júní 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ sagðist þuría að finna hann. Það væri áríðandi. Og hann sagði: — Sjálfsagt blessuð vertu. Mig hefur líka langað til að tala við þig. Komdu beint upp. Það er íbúð 3J. Ég kem strax. Ég tek strætis- vagn, sagði hún. — Hvar ertu núna? — Á horninu á Sjöundu og 116. stræti. — Gott og vel. Ég bíð þín. Það tók hana nokkrar mínút- ur að leggja frá sér símann. Hún reyndi hvað eftir annað en hitti aldrei, því að hendurnar á henni voru svo máttlausar og létu ekki að stjórn. Hún beið óþolinmóð eftir strætisvagninum og þegar hann loks kom, fannst henni eins og hann rétt mjakaðist áfram, og við hvert rautt ljós, fékk hún krampa í alla vöðva. Hún reyndi að þagga niður þessa von og ótta, sem smugu inn í huga henn ar, en það tókst ekki. Loksins beygði vagninn við vog fór yfir brúna og þá mundi hún, að hann stanzaði ekki við Edgecombe- götu. Ef hún gætti sín ekki, færi hún alltof langt og yrði að ganga langa leið til baiia. En húsið þar sem Boots átti heima, gat ekki framhjá neinum farið. Það gnæfði upp yfir öll önnur hús í nágrenninu og sást langt að. Hún hringdi stöðvun- arbjöllunni og fór út úr vagnin um. Á leiðinni að dyraskýlinu á stóra húsinu, minntist hún sagn- anna um hina gífurlegu húsa- leigu, sem fólk greiddi í svona húsum. Hún mundi þegar pabbi hafði verið að lesa í blaðinu um fyrstu negrana, sem fluttu í ■ svona hús, að þá hafði hann sagt: — Þær hljóta að vera úr gulli, kamarsseturnar í svona * húsum. En hún var nú ekki að hugsa um annað en það, að ef Boots hefði efni á að búa þarna, þá gæti hann líka lánað henni tvö hundruð dali. . Þegar inn kom, tók við breið- ur lofthár forsalur. Og þar var lyfta með gylltum hurðum fyrir. Lyftudrengurinn fór með hana upp á þriðju hæð og sagði henni, að þetta væru fjórðu dyr niður eftir ganginum, og svo lokaði hann lyftunni. Hún þrýsti á bjölluhnappinn fastar en hún hafði ætlað og kippti snöggt að sér hendinni, því að hún bjóst við að heyra háan bjölluglym. Þess í stað heyrði hún ekki nema daufa hringingu og Boots opnaði dyrn ar. Skyrtan á honum var opin í hálsinn og ermarnár uppbrett- ar. — Gaman að sjá þig, elskan. Komdu inn. — Halló, sagði hún og gekk inn í litla ganginn. Ábreiðan á gólfinu var þykk, og gleypti skó hljóð hennar. Stofan var einn hrærigrautur af standlömpum og fyrirferðar- rniklum hægindastólum. Sams- konar þykk og loðin gólfábreiða og í ganginum var á gólfinu. Viðarbútar í gerviarni lengst burt í stofunni, gáfu sér gul- rauða birtu frá földu rafmagns- ljósi. Þetta ljós var eins og eitt- hvað illilegt auga, og hún flýtti sér að líta í hina áttina. Við arininn voru útskornir járn- stjakar. En ekki mátti hún standa þarna og virða það, sem þarna var inni. Hún varð að segja hon- um erindið. En nú þegar hún var hingað komin, var erfitt að koma orðum að því. Það var ekkert uppörvandi í útliti hans og hún hafði gleymt, hve sam- vizkulaus og illmannlegur svip- urinn á honum var. — Láttu mig taka kápuna þína, sagði hann. — Nei, þakka þér fyrir. Ég ætla ekkert að stanza. — Jæja, fáðu þér að minnsta kosti sætL Hann settist niður á bríkina á iegubekknum, lét fæt- urna dingla og krosslagði arma á brjósti, en andlitið var gjör- samlega sviplaust. — Guð minn góður! sagði hann. — Ég var næstum búinn að gleyma, hvað þú varst girnilegur kvenmaður! Hún settist á hinn endann á legubekknum og velti því fyrir sér, hverngi hún ætti að byrja. — Hvað liggur þér á hjarta, elskan sagði hann. — Það er hann sonur minn . . hann Bub . . . — Áttu krakka? greip hann fram í. — Já. Hann er átta ára. Hún bar óðan á, af því að hún óttað- ist, að ef hún þagnaði, gæti hún ekki lokið máli sínu. Hún leit ekki á hann meðan hún sagði honum alla söguna, og um tvö hundruð dalina, sem lögfræðing urinn þyrfti að fá. — Haltu áfram, sagði hann áfjáður, þegar hún þagnaðL EMNBHM 52 Svipurinn á honum hafði breytzt meðan hún var að tala. Venjulega var hann óræður, en nú var eins og hann hefði allt í einu séð eitthvað, sem hann hefði verið að bíða eftir, séð það lagt á borð fyrir framan sig, og þetta var nokkuð, sem hann þráði mjög. Hún var að brjóta heilann um þetta meðan hún sagði honum, hvað lögfræðing- urinn þyrfti að fá og fannst þá, sem svipurinn á honum bæri helzt vott um undrun. Hann hafði ekki vitað um Bub. Hún hafði sjálf gleymt, að hún hafði aldrei sagt honum, að hún ætti barn. — Geturðu látið mig fá þessa tvö hundruð dali? spurði hún. — Já, alveg sjálfsagt, elskan, sagði hann greiðlega. En ég er ekki með svo mikið á mér núna, en ef þú vilt koma annað kvöld á sama tíma, skal ég hafa það til reiðu handa þér. En komdu heldur seinna en núna. Um klukkan níu. — Ég veit ekki, hvernig ég get þakkað þér, sagði hún. — Og ég skal borga þér það aftur. Það tekur nokkurn tíma, en þú færð það aftur til síðasta eyris. — Það er allt í lagi. Mér þyk- ir vænt um að geta gert þér greiða. Hann sat enn kyrr á brík inni. . — Þú ert ekki að fara svo alveg strax? — Jú, ég þarf að fara. — En að fá eitt glas? — Nei, þakka þér fyrir. Ég verð að fara. Hann gekk með henni út að dyrunum og hélt uppi hurðinni fyrir hana. — Ég sé þig þá annað kvöld, elskan, sagði hann og lok aði dyrunum hægt. Alla leiðina heim, gat hún ekki annað en hugsað um, hve auðvelt þetta hefði verið. Henni datt það ekki í hug fyrr en hún var komin heim og var að þreifa fyrir sér í myrkrinu, að það hefði verið of auðvelt. Hún kveikti á öllum Ijósum í íbúðinni. Þessi mikla birta hjálpaði henni til að hrinda frá sér efanum, sem ásótti hana, en hinsvegar gat það ekkert gert til að eyða tómaleikanum hérna. Því að nú lá Bub ekki á bedd- anum; öll húsgögnin höfðu eins og minnkað . . bæði beddinn, stóri stóllinn og spilaborðið. Og ljósin eyddu heldur ekki þögninni, sem þarna var inni, svo að hún opnaði útvarpið. Bub var vanur að hlusta á alla elt- ingaleiki við Indíána og hvetja leikarana til dáða. — Það er vitleysa að vera að eyða svona miklu ljósi, hugsaði hún. Þú varst vön að vera að lesa yfir honum, að þá yrði reikningurinn svo hár. Hann lét þau loga af því að hann var hræddur, alveg eins og þú ert nú. Og hún tók að hugsa um, hvort hann mundi vera hræddur á þessum framandlega stað, þar sem hann var nú, og vonaði, að þar væru ljós, sem loguðu alla nóttina, svo að ef hann vaknaðb þá gæti hann séð hvar hann var. Það var auðvelt að hugsa sér hann á gangi í dimmunni og upp götva, að hann var ekki þar sem hann átti heima, og þá fyndist honum eins hann hefði villzt, eða þá, að herbergið þar sem hann var vanur að sofa, hefði breytzt meðan hann svaf. Hún settist við útvarpið og reyndi að hlusta á fréttirnar, en allar hugsanir hennar snerust um Bub 5 einni flækju. Hvað yrði af honum, þegar þessu væri lokið? Lögfræðingurinn hafði fullvissað hana um, að hann mundi geta fengið hann látinn lausan ef hún tæki ábyrgð á honum. En þá kæmist hann f svörtu bókina hjá lögreglunni, og ef hann skrópaði úr skólan- um einu sinni eða tvisvar, eða bryti rúðu með bolta, eða lenti í áflogum, kæmist hann í vand- ræðadrengjaskóla, hvort sem væri. Jafnvel kennararnir hans f skólanum mundu verða með ein- hverja fordóma gegn honum, sem glæpamannsefni, og mundu ekki 'vilja láta gott heita, ef hann gerði eitthvað fyrir sér, hversu óverulegt sem væri, af því að í huga sínum litu þeir á hann sem hugsanlégan glæpa- mann. Og að sumu leyti höfðu þeir þarna rétt fyrir sér, því að hann hafði haft svo litla mögu- leika í þessu stræti, sem var svo fullt af krökkum og tartaralýð. Og þá hafði hann ennþá minni möguleika síðar. Þau yrðu að komast burt héð- an. Hún ætlaði að fá eldabusku- starf hjá einhverri fjölskyldu, sem byggi úti í sveit. En því miður var hún ekkert hrifin af þessari hugmynd. Hún vissi alveg, hvernig þetta yrði. Hann yrði „strákurinn eldabuskunn- ar“ og af honum yrði krafizt einhverrar ósanngjarnlega vand aðrar hegðunar. Hann yrði að þegja þegar hann væri- alveg að springja af löngum til að tala eða gera hávaða, af því að frúin hefði gesti til kvöldverðar. Hún vildi ekki láta hann alast þannig upp . . þurfa að gleypa í sig matinn við eldhúsborðið, meðan „familían" borðaði í ró og næði hinumegin við þilið, og læra á unga aldri hinn sjálfsagða mun á fordyrum og bakdyrum og allri merkingu þessara tveggja orða, og láta alltaf ýta sér til hliðar, þegar hann kæmi hlaupandi úr skólanum, fullur athafnasemi og dugnaðar, en þá var hún að strita í eldhúsinu og varð að segja við hann: „Fáðu þér mjólkurglas í ísskápnum og hlauptu svo út og vertu stilltur". Og svo var það alveg til, að hann fengi ekki mikið tækifæri til að leika sér. Lil hafði dregið upp óhugnénlega mynd af því sem byggð var á reynslu einnar vinkonu hennar. — Hún Myrtie auminginn sagði, að fólkið teldi bókstaflega hvern bita, sem færi ofan 1 þennan veslings krakka hennar. Og léti hann auk þess vinna. Smáviðvik, eins og maddaman kallaði það, eins og til dæmis að hreinsa bílinn og slá blettinn. Og Lil hafði sopið vel á bjórnum áður en hún hélt áfram: — Og Myrtle veslingur- inn og krakkinn urðu að sofa saman, af því að maddaman sagði, að hún gæti ekki farið að kaupa nýtt rúm, og drengur- inn væri svo lítill, að það færi ekki mikið fyrir honum. Og svo yrði kaupið vesældar- legt, vegna Bubs og fólkið gæti alveg eins verið þannig innrætt, að það heimtaði, yfirvinnu af henni fyrir þann greiða, sem það gerði með því að lofa henni að hafa krakkann hjá sér. Kannski yrði það nú ekki svona slæmt. En hvað sem því leið, þá yrði þetta nú það skásta, sem hún gæti gert fyrir hann. Óviðkomandi eldhús var ekki heppilegur staður fyrir barn að alast upp á, en þar var þó að minnsta kosti öryggi. Þá yrði hún alltaf hjá honum, og hann þurfti ekki að koma heim í þögult og manntómt hús. Hún slökkti á útvarpinu og svo öll Ijósin nema í svefnher- berginu, og hugsaði sér, að á morgun skyldi hún ekki fara í vinnu, heldur skyldi hún fara í Barnaskýlið og finna Bub. Meðan hún var að hátta, fór hún að rifja upp fyrir sér, hvort hún hefði verið myrkfælin þegar hún var á Bubs aldri. Nei, það hafði hún ekki verið af því að amma var alltaf hjá henni, og ruggustóllinn hennar var hluti af skugganum og myrkrinu, svo að það varð viðkunnanlegt. Og hún hafði aldrei verið ein eftir skólatímann, því að amma var alltaf heima. Sama á hvaða tíma hún kom heim, þá vissi hún það með sjálfri sér, að amma var alltaf á staðnum og þetta veitti henni öryggi, sem Bub hafði aldrei haft af að segja. Þegar enginn var hjá manni í húsinu, varð það svo einkenni- lega tómt. Þetta svefnherbergi, til dæmis að taka, var undar- lega tómt. Húsgögnin tóku alltaf jafnmikið rúm, því að hún rak hnéð í hornið á rúminu. En loft- ljósið náði ekki nema svo stutt inn í stofuna. Hún starði á skuggana, sem voru utan þess- arar litlu birtu. Hún vissi ná- kvæmlega stærðina á herberg- inu, vissi stöðu hvers hlutar þar inni. . . . Þegar hún var komin upp i og hafði slökkt, hlustaði hún éftir hljóðum, og beið þess að heyra einhverja hreyfingu i skugganum, sem umlukti rúmið, og sneri höfðinu til þess að reyna að greina hlutina, sem þarna voru innL Hún vaknaði klukkan sjö og stökk fram úr rúminu og seild- ist eftir sloppnum sínum og mundi um leið, að í dag var samkoma í skólanum og hún hafði gleymt að strauja hvíta skyrtu handa Bub, og hún yrði að flýta sér, svo að hann yrði ekki of seinn. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyöarfjöröur KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður t BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. vel snyrtar konur og vandlátar velja 01 snyrtivörur ValhOll Laugavegi 25 uppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.