Morgunblaðið - 15.06.1965, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.06.1965, Qupperneq 21
Þriðjudagur 15. júní 1965 MORGUNBLAÐID 21 Landakotsspítala laugardag fyr- ir hvítasunmu. Hann sagði mér þá draum, sem hann hafði dreymt kvöldið áður. Hornun virtist hann eiga í kappræðu um íslenzkan orðaforða og aðallega um óþarfaorð, sem hann vildi láta fella niður úr málinu. Kvaðst hann þá hafa verið kom- inn fram úr rúminu í óráði sínu — eða kappi. Svona var hann vakinn og sofinn í áhugaefnum sínum allt til hinztu stundar. Tveimur dögum síðar var hann Játinn. Sú hafði verið kenning hans, að öll tungumál veraldar væru runnin frá einni og sömu frum- tungu. Það má virðast eins og til staðfestingar þessari kenn- ingu, að boðandi hennar skyldi kallaður héðan á hvítasunnu, þeirri hátíð, þegar eldlegar tung- ur birtust og menn töluðu ann- arlegum tungum, svo að hver heyrði mælt á sínu máli, þótt af óskyldu þjóðerni væri, og allir skildu. Hömiur tungumálamarka máðust út. Um þetta segir í Post- ulasögunni: „Fyrir því gladdist hjarta mitt, ,og tunga mín fagn- aði, og meirá að segja mun og líkami minn hvíla í von.“ Steingrímur J. Þorsteinsson T Dr. Alexander Jóhannesson var einn af þeim mörgu íslend- ingum, sem réttu ungum fræði- mönnum hjálparhönd, þegar þeir komu til landsins í fyrsta sinn og voru ókunnugir námstilhögun við Háskóla íslands. Á þann hátt varð ég aðnjótandi hjálpar hans og ráða í svo ríkum mæli, að ég mun alla mína ævi standa í þakk arskuld við hann og þann há- skóla, sem hann veitti forstöðu um 14 ára skeið. Þó að dr. Alexander hafi skrif- að doktorsritgerð sína og allmarg ar aðrar bækur á þýzku og hefði jafnvel bezt vald á henni í ræðu og riti af öllum þeim mörgu tungumálum, sem honum voru töm, varð öllum ljóst við nánari kynni að hann var algjörlega laus við ofmat á^>ýzkri menn- ingu og vísindastarfsemi. Miklu frekar leitaði hann eingöngu uppi hið sanna og góða í vísind- um og skáldskap allra hinna mörgu þjóða, sem hann hafði kyrtni af, og notfærði sér það í sinni eigin vísindastarfsemi, sem byggðist nær eingöngu á ís- lenzkri tungu og norrænum menningararfi. Bæði fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld hafði ég náægju arið 1931 var ég kominn norður í Vatnsdal eftir margra vikna ferðalag. Dagar voni teknir að styttast og óvissa haustins kom- in í huga minn. Ég hafði gert mér vonir um stöðu fyrsta sendi- kennara í þýzku við Háskóla ís- lands, en allt var í óvissu um stofnun þessarar stöðu, þegar ég lagði af stað úr Reykjavík um miðjan júní. Nú talaði ég við dr. Alexander í landssímann og safði orð á áhyggjum mínum. Hann svaraði einfaldlega: „Þér skulu bara halda áfram ferðlag- inu um Norðurlndið og njóta þess. Síðar mun rætast úr öllu hinu.“ Það var orð að sönnu. Magnús Teitsson. t Dr. Alexander Jóhaneesson var hugsjónamaður og fram- kvæmdamaður. Hann setti svip á umhverfi sitt og á samtíð sína með glaðri trú sinni á góð mál- efni og með athafnasemi sinni og rannsóknargleði. Hann var í ýmsu á undan sínum tíma og kom í framkvæmd málum, sem öðrum þóttu illa eða ekki fram- kvæmanleg. Þetta kom fram í brautryðjendastörfum hans að flugmálum og í háskólanum. Hann átti mestan þátt í bygg- ingaframkvæmdum hans. Hann var efalaus maður og úrtölulaus, geiglaus og fylginn sér, þar sem áhugamál hans áttu í hlut, en lrávaðalaus og yfirlætislaus. Hann gat verið harður í horn að taka, þó að hann væri a.ð eðlisfari mildur maður. Starfs- gleði hans og starfsþrek greind- ist merkilega sundur, án þess að kljúfa hann. Hann gat satrf- að að flugmálum, byggingarfram kvæmdu », bókaútgáfu eða fjár- öflun öðrum þræði og þurfti þá oft að standa í stappi. I aðra röndina var . hann kyrrlátur fræðimaður og hafði yndi af fögrum bókmenntum ,einkum kveðskap. Hann var málamaður, ekki einungis margfróður mál- fræðingur, heldur hafði hann vald á lifandi máli, svo að hann gat þýtt vel úr þýzku á íslenzku og úr íslenzku á þýzku. Seinasta bók hans var fallegt kver með þýzkum þýðingum á íslenzkum kvæðum. Hann kunni einnig góð skil á norrænum og frönskum bókmenntum. Hann var vel og sköruglega máli farinn, þegar um áhugamál hans var að ræða. Dr. Alexander samdi' fjölda ritgerða og bóka, sem voru vel metnar og sumar undirstöðurit á sínum sviðum, s.s. um frumnorræna mál fræði og samanburðarmálfræði. Fræðirit hans komu út á ís- lenzku, en einkum á þýzku og síðan á ensku. Hann flutti fyrir- lestra við marga háskóla í Evr- ópu og Ameríku. Hann var við- urkenndur einn af öndvegis- mönnum þeirra fræða, er hann stundaði, og var ýmis sómi sýnd ur. M.a. var hann meðlimur er- lendra vísindafélaga og heiðurs- doktor háskólans hér og áður lengi rektor hans og forystumað- ur í mörgum málum hans. Hann var áhugasamur og góður kenn- ari, vinur nemanda sinna og lét sér annt um hag þeirra og feril. Auk háskólakennslu sinnar stundaði hann um skeið aðra kennslu, m.a. við Verzlunarskól- ann. Dr. Alexanders verður lengi minnzt sem framkvæmdamanns og fræðimanns. Hann var tillaga góður drengskaparmaður. V.Þ.G. t EKKI fyrir ýkja löngu, eða á útmánuðum, hitti ég Alexander Jóhannesson á förnum vegi. Það var heldur kalt í veðri og hrá- slagalegt. Samt tók hann mig tali. Ég spurði, hvað væri tíð- inda. Þá fór hann að tala um handritamálið. Þar var áhugi hans mestur. Síðan minntist hann á ljóðaþýðingar sinar. Þá sagði hann mér frá ritgerð, sem hann hafði. samið í framhaldi af fyrri athugunum sínum á tung- unni. Það var hressandi að heyra hann tala. Það var ekki lengur kalt að standa úti í þurri nepju hálfsólardagsins. Að endingu sagði ég: Ég sé að þú ert við góða heilsu, dr. Alexander. Hann svaraði engu, en mér sýndist hann brosa. Ég skildi það svo, að hann ætlaði sér að vera a.m.k. við sæmilega heilsu, þangað til handritamálið væri komið í höfn í danska þinginu. Við það sem annað í lífi sínu stóð Alexander Jóhannesson. Dr. Alexander var góður vin- ur og kennari. Þegar ég kynnt- ist honum fyrst ungur stúdent, þótti mér heldur en ekki standa gustur af þessum yfirbragðs- mikla kennara, sem lifði sig svo inn í kennslustundir sinar, að okkur þótti á stundum nóg um. En við nánari kynni var það hlýj an í viðmóti hans og góðvildin, sem mest mótuðu samstarf kenn- arans og nemandans. Hann vissi vegna náinna kynna af kviku líðandi stundar, að enginn fær þokað þroska sínum áleiðis af skólalærdómi einum saman, Ihversu heillandi og nauðsynlegt sem námiS annars er. Sú varð því raunin, að vinátta kennarans og nemandans stóð þá fyrst djúpum rótum, þegar hinn síð- arnefndi var laus við skræðurn- ar og lauk prófi, en þurfti að fikra sig áfram í gnipahelli þess lífs, sem bælist í gjömingaveðr- um kaldra stríða. Þá var gott að eiga dr. Alexander að vini og sterkum bakhjalli. Hann kom oft niður á Morgimblað til að spyrja frétta, og þá helzt um handrita- málið — eða gefa gömlum nem- anda holl ráð. Fyrir þessar ferð- ir er ég honum ávallt þakklátur. Vonandi hafa lesendur Morgun- blaðsins notið þeirra að ein- hverju. Dr. Alexander sá ísland fram- tíðarinnar í fallegri draumsýn, þegar hann var ungur drengur. Síðan helgaði hann líf sitt allt þeirri þrá æskunnar, að draum- sýn þessi um gott land og and- lega frjósama þjóð mætti verða að bláköldum og skilyrðislaus- um veruleika. Hann þurfti ekki á að halda að hylja sig reykskýi hátíðleikans, hörfaði ekki í vigi þeirra virðingar, sem sómdi em- bættum hans. Hann var heill og allur þar sem hann var sjálfur, éinlægur og aðsópsmikill. Og ó- sjálfrátt hlaut þetta grímulausa fas að hafa áhrif á okkur, nem- endur hans. Dr. Alexander hef- ur ekki lagt hvað minnstan skerf til þess, að nútímalegt ísland yrði skemmtileg staðreynd. Um þann þátt hans í þjóðarsögunni mun öld bregða við aðra. Hann var viljans maður, enda traustur aðdáandi Einars Benediktssonar. Ef ég ætti að hugsa mér eink- unnarorð fyrir líf hans, mundu þau vera: Vilji er allt sem þarf. Ef dr. Alexander hefði orðið pólitískur valdamaður á fslarxfl, væri öðruvísi umhorfs hér em nú er. Þá væri hann búinn aM framkvæma margt sem enn e* deilt um. Hann lét reisa stón- hýsi, sem voru að sagt var kom- in í notkun, þegar margir aðrir héldu að teikningar lægju ekkl enn fyrir. Þessi þáttur í fari dr. Alexanders kom einnig fram i kennslu hans. Hann fór, án þesa maður fylgdi honum alltaf eft- ir, hamförum milli Velleklu og Wulfila. Stundum var ferðinni heitið þangað sem fljót tungunn- ar átti að hans dómi upptök sín. Þessi ferðalög gátu að vísu ver- ið allerfið með köflum, en þó oftast eftirminnileg eins og dr. Alexander sjálfur. Hann fór ekki alfaraleið; hann var land- brotamaður og sér þess stað bæði í Vatnsmýrinni og á víð- lendum samanburðarmálfræð- innar. Stundum hvarflaði jafnvel að manni, hvort stúdentspróf væri rétt undirstaða undir slíkt nám. Dr. Alexander segir í grein sem er nýbirt í Skími og heitir „Um rannsóknir mínar í mál- fræði“: „Nú vaknaði áhugi minn að athuga önnur „óskyld" mál til þess að gá að því hvort ýmislegt, er ég hafði séð í indógermönsku sæist t.d. í hebresku, og þessu næst í frumkínversku, polynes- isku, tyrknesku og grænlenzku“. Af þessum áhuga dr. Alexanders fórum við nemendur hans ekki varhluta. Minningin um dr. Alexander er í senn aðhald og hvatning. Það er ekki ónýtt að eiga slíkar minningar, eins og ástatt er og margt fer úrhendis; eins og það góða sem maður vill.... á oft í vök að verjast. Matthías Johannessen. Fyrir 17. júni Nýkomið fallegt úrval af höttum og húf • um, telpna og drengja. j-eddy m U bCidir* Aðalstræti 9. — Sími 18860. Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu — og tómstundagaman af því að vinna við hina miklu etýmolo- gisku orðabók, sem dr. Alex- ander lauk við árið 1956. Þó að ég væri þá hættur við málfræði- legar rannsóknir vegna annara starfa, var það vinnan við þá bók, sem hélt mér í tengslum við áhugamál æskuára minna, sem á sinum tíma höfðu dregið mig til íslands. Ef mér væri leyft að segja nokkur orð um þá miklu bók dr. Alexanders, vildi ég láta í ljós þá skoðun, að vinnuaðferð hans hafði einn mikinn kost fram yfir verk ann- arra, sem létu sér nægja hugdett- ur og umdeilanlegar ályktanir: Alexander Jóhannesson byggði rannsóknir sínar á sögu og upp- runa hinna ýmsu tungumála á staðreyndum, á þeim orðum og orðasamböndum, sem sannan- lega höfðu varðveizt í mæltu máli, bundnu og óbundnu, um þúsundir ára. í þá bók lagði dr. Alexander aldarfjórðungs starf. Mér og öðrum var það óskiljan- legt, hvar og hvernig hann gat fundið þrek og einbeiting hug- ans til þessa verks meðfram öllum þeim önnum, er fylgdu em bættum hans og ótöldum nefnd- arstörfum. En þar var hann í essinu sínu. Tungumál, saga þeirra og líf, var sá heimur, sem lá opinn fyrir honum, sem hann skildi og virti framar öllu öðru. Mannsins Alexanders Jóhann- essonar munu mér færari menn minnast í ræðu og riti, en ég vil að lokum geta eins atviks, sem varpar ljósi á hann sem hug- hreystanda ráðgjafa og vin. Sum ULGARIA! Gisting í ágætum hótelum við ströndina. Kynnið yður sérlega hagstæð kjör fyrir börn. Skemmtiferðir til Aþenu, Istanbul og Odessu. í sumarleyfið 1965. 14 daga dvöl á Svartahafsströnd. 400 kílómetra óslitin baðströnd Gullinn, mjúkur sandur. Nýtízku hótel, búin öllum þægindum. Sólskin dag hvern. — Lágt loftrakastig. Notið sjóinn og sólskinið á þessari Rivieru Svartahafsins. — Gómsætir þjóðarréttir, ávextir og vín við ótrúlega vægu verði. — Ferðamenn fá 70% yfir skráð gengi er þeir skipta gjaldeyri sínum við komu til lands- ins. — Flogið með skrúfuþotum fram og til baka með viðdvöl í Kaupmannahöfn á út- og heimleið. — Allt þetta fyrir aðeins kr. 12.600.00. — Allar upplýsingar veita: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS, Lægjargötu 3. Ferðaskrifstofan LÖND & LEIÐIR, Aðalstræti. Ferðaskrifstofan LANDSÝN, Skólavörðustíg 16. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.