Morgunblaðið - 10.07.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 10.07.1965, Síða 8
8 MORGUNBLADID Laugardagur 10. júlí 1965 Landbúnaður Sveitirnar Byggjum landið allt Á héraffsmótum Sjálfstæðis- flokksins nú í sumar, hefur einn ræðumanna jafnan verið fulltrúi yngri kynslóðarinnar. 1 Borgarnesi talaði Kalman Stefánsson bóndi í Kalmans- tungu í Hvítársíðu. — Bún- aðarsíðan hefur fengið til birt- ingar niðurlagið á ræðu hans: STEPNA íslenzkra þjóðmála hlýtur að vera sú, að efla alla atvinnuvegi landsins eftir megni og stuðla að því að öllum landsins þegnum megi ætíð vegna sem bezt. Sannleikurinn er sá, ef menn virða fyrir sér framtíðar- viðfangsefni íslenzkrar þjóðar á næstu áratugum, að brýn nauð- syn ber til að íslenzkum bændum fækki ekki á -næstu áratugum. aldamót, er þjóðin mun að öllum líkindum vera um 400 þúsund manns. Takist að halda þeirri tölu bænda, sem nú er óbreyttri, en það mun nokkur bjartsýni, verð- ur það samt aðeins um 5% þjóð- arinnar, sem lífsframfæri hafa af landbúnaði. Minni þátttöku í ein- um af aðalatvinnuvegum þjóðar- innar virðist vart unnt að sætta sig við. Vissulega eru fiskveiðar og fiskiðnaður og ýmiss annar iðn- aður og orkunýting mjög mikil- vægar stoðir þjóðarbúsins og eiga vafalaust mikla framtíð fyrir sér. En það er þó skoðun mín, að landbúnaðurinn sé kjöl- festa þjóðarinnar, og það sé hafa haft uppi í þessum efnum. Þeir sem halda því fram, að á ís- landi muni eftir 35 ár aðeins rek- in nokkur stórbú, og svo búskap- ur auðmönnum til afþreyingar, þeir sýna þeim, sem til þekkja aðeins einfeldni sína með þeim málflutningi. Það má ef til vill leiða einhver rök að því, að lífs- kjör þjóðarinnar yrðu fullt svo Framh. á bls. 11 ÁRBÓK landbúnaðarins 1965 — -16. árg. — er nýlega komin út. Á útgáfu hennar hefur verið gerð sú breyting, að nú kemur bara ein bók á ári — áður komu Einar Ólafsson rit, 144 bls. á góðum pappír með allmörgum myndum. Lengsta grein bókarinnar er skýrsla um starf framleiðsluráðs landbúnað- arins 1964—1965, rituð af framkvæmdastjóranum S v e i n i Tryggvasyni, sem jafnframt er ritstjóri Árbókarinnar. Þá gera forstöðumenn helztu sölusam- taka landbúnaðarins grein fyrir starfseminni á liðnu starfsári, en þau eru Grænmetisverzlunin, Mjólkursamsalan, Osta- og smjör salan, Búvörudeild S.Í.S., Slátur- félagið og Sölufélag Garðyrkju- mánna. í uppbafi bókarinnar er greinin Landbúnaðurinn 1964 eftir Amór Sigurjónsson. í loka- kafla greinarinnar segir m. a. : „En yfirleitt láta bændur betur af hag sínum en við reikningslok næstliðinna ára..Vegna væn- leika sauðfjárins á sl. hausti og hagstæðara verði á afurðunum, jókst mörgum sauðfjárbændum hugur, og yfirleitt virðist bænda- stéttin bjartsýnni um sinn hag en verið hefur um hríð.M Þetta sést bezt, ef við virðum fyrir okkur ástandið um næstu fólgið tilræði við þjóðskipulag okkar í þeim áróðri, sem ýmsir 4 hefti. Árbókin er myndarlegt Áibók lanbbúnaðaríns Sveitin og kirkjan Brautarholt á Kjalarnesi FRA alda öðli hefur verið kirkja í Brautarholti, en þar hefur aldrei verið prestsset- ur, enda jörðin í bændaeign. Engu að síður mun Brautar- holts verða lengi minnzt í ís- lenzkri kirkjusögu, vegna þess að Brautarholtskirkju þjónaði sjálfur sr. Matthias Jochumsson. Hann vígðist til Kjalarnesþinga 1867, þar sem hann var prestur í 6 ár og sat í Móum. E.t.v. hefur honum stundum leiðst að semja pré- dikanir og lét þá boðskapinn fjúka í kviðlingum út yfir söfnuðinn eins og t.d. við kvöldsöng á jólum í Brautar- holtskirkju: Ó, Guð, minn Guð, ég gjarnan vil þér gjalda það, sem ég hef til, mitt þakklátt hjarta, hreina sál, minn huga, vilja, raust og mál. Sálmurinn með þessu er- indi, er nú í sálmabók okkar — jólasálmur nr. 94. Núver- andi kirkja I Brautanholti er rúmlega aldargömul, lítt breytt frá upphafi og vel við haldið. — Kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvaldsson, síðar bóndi á Bakka á Kjalarnesi. Hann smíðaði víðar kirkjur heldur en á Kjalarnesi, m.a. Þingvallakirkju, sem enn stendur. Brautarholtskirkja á marga góða gripi m.a. fagr an skírnarfont úr marmara — gefinn af kirkjubóndanum í tilefni af aldarafmæli • kirkjunnar 1957. Á Kjalarnesi er hann oft kaldur og hvass, þegar hann blæs á norðan, eins og Matthías kvað: Kalt er nú um Kjalarnes, Kári hátt í morgun blés. Esja horfir hélugrá, hrýtur kóf af gnýpum blá. En gott er undir bú á nes- inu, því að vitanlega hefur það sín gæði eins og aðrar sveitir landsins og mörgum hefur þar vel búnazt. Brautar holt er stórbýli mikið, metið á 98,1 hundrnð með 6 hjá- leigum, en þær hétu: Ketilsstaðir, Austurvöllur, Hjallasandur; Snússa; Lamb- hús; Flassi. Allar eru þær nú löngu horfnar. Undir, Brautarholt liggur varpeyjan Andríðsey skammt undan landi, kennd við Andríð, hinn írska, sem seg- ir frá í' Kjalnesingasögu. í eyjunni er hann heygður. Er Andríður kemur til sögunnar er hann ungur maður og ó- kvongaður, mikill og sterkur og hafði auð fjár. Þá var skógi vaxið allt Kjalarnes en braut rudd eftir holtinu frá Hofi. Þar reisti Andríður bæ í brautinni og kallaði Braut- arholt og setti þar reisulegt bú. Andríður fékk þeirrar konu er Guðríður hét úr Þor móðsdal. Hún var fríð sýnum og auðug að fé. Er hún hafði tekið yið búi • í .Brautarholti fyrir irman stokk var það brátt auðsætt, að hún var mikill skörungur. Þau höfðu margt gangandi fjár og gekk allt nær sjálfala úti í skógin um um nesið. í Brautarholti hefur jafn- an verið búið stórt og bænd- ur haft mikið umleikis. Ólafur búfræðingur Bjarna- son frá Steinnesi fluttist að Brautarholti vorið 1923. Kona hans er Ásta Ólafsdóttir prófasts í Hjarðarholti. Þau bjuggu í Brautarholti lengi við mikla rausn unz . þau seldu búið í hendur sonum sínum, sem nú hafa sett upp grasmjölsverksmiðju á staðn um. Er það djarfmannlegt fyrirtæki, sem virðist eiga mikla framtíð fyrir sér. Ólafur í Brautarholti hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir- sveit sína og sýslu og sinnt á margan hátt félagsmálum bændastéttarinn ar. Hann var einn aðalhvata- maður að Landsfundum bænda og formaður í Lands sambandi bænda, en þau sam tök eru nokkurs konar forleik ur að Stéttarsambandinu. Ásta og Ólafur í Brautarholti eru miklir höfðingjar heim að sækja. Strax og gestinn hefur borið að garði er h’ann eins og heima hjá sér, því á móti honum er tekið af góð vild þeirrar höfðingslundar, sem er öruggt einkenni.hinn ar sönnu gestrisni. Og nú er sumar um Kjalar nes og Brautarholtstúnið grænkar og grær. i Ijáfarinu í FALLEGRI og fróðlegri grein sr. Péturs biskupssonar um síð- ustu prestshjónin í Grimsey, segir frá komu þeirra til hinnar norðlægu eyjar vorið 1896. Þá var engin kýr í eynni. Töldu eyjarskeggjar það óráðlegt, að ala þar slika gripi. En prests- frúin neitaði að setjast að i Grímey nema hafa mjólk handa bömunum. Höfðu þau því kú meff sér er þau fluttust til brauðsins. Varð þetta framtak sr. Matt- híasar Grímseyingum til mikill- ar blessunar. Kýrin varð eins og apótek og fólk kom af öðrum býlum í eynni og sótti mjólk i litlum glösum eins og meðöl handa þeim, sem sjúkir eru. Slík hófsemi í mjólkurneyslu mun líklega hvergi hafa verið stunduð á landinu sem í Gríms- ey, eins og þessi frásögn ber með sér. Samt mun svo hafa verið í gamla daga, að það heimili væri talið sæmilega á vegi statt þar sem var speni á mann — fjórir menn um kúna. En þá ber að gæta þess að ásauðurinn lagðl til drjúgan hluta hvítunnar. En mikið og átakanlegt var víöa mjólkurhungrið í landinu. Um þaff þekkjum við ótal dæmi Skyldi nokkur atburður vetrar- ins hafa verið þráður heitar held ur en burður kýrinnar á mjólk- urlausu heimili? Skyldi dýrari veig nokkru sinni hafa verið borin nokkrum manni heidur en spenvolg ný- mjólk fölu barni eða brjóstsáru gamalmenni? Skyldi nokkurri skepnu lands- ins hafa verið unnaff heitara hjarta heldur en Búkollu í Sum- arhúsum? „Hún, sem er líknin okkar allra“, sagði konan full af ást og lotningu. — O — Nú er öld önnur í þessum efn- um eins og fleirum. Nú þjáist enginn af feitmetisskorti eða verður máttlaus af mjóíkur- þorsta, því nú má segja, að sann- ast hafi orð Þórólfs, að hér drjúpi smjör af hverju strái. Hér flýtur mjólk yfir alla barma. Nokkrar tölur sýna vöxt mjólk urframleiðslunnar undanfarin ár. Innvegið mjólkurmagn til mjólk urbúanna hefur verið sem hér segir: Árið 1950 — 37.77 millj. 1. Árið 1955 — 54.23 millj. 1. Árið 1960 — 75.91 millj. 1. Árið 1964 —100.50 millj. 1. Þessar tölur sýna þó ekki raun verulega aukningu framleiðslunn ar, því að mjólkurbúunum hef- ur farið ört fjölgandi á þessu tímabili. En þetta gefur þó óneit- anlega til kynna, hve vöxtur landbúnaðarframleiffslunnar er mikill, þrátt fyrir fækkun fólks- ins, sem að henni vinnur. Nú upp á siðkastið hafa heyrst raddir um, að með breyttum lifn aðar- og atvinnuháttum þjóðar- innar, sé mjólkin henni ekki eins nauðsynleg (jafnvel ekki holl) eins og áður hún var. Sjálfsagt er eitthvað hæft í því. Ber að leggja vei við hlustir, þegar lærðir menn og áhugasamir um heilsu- far, fræða okkur um nýjustu nið- urstöður vísindanna í þessum efn um og hafa það sem sannast reyn ist. En hins skulum við lika minn ast, að þótt margt hafi breytzt síðan byggð var reist geta börnin þó treyst því, að mjólkin úr henni Bú- kollu sé þeim hollur drykkur og heilsulind.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.