Morgunblaðið - 10.07.1965, Page 13
Laugardagur 10. 'júlí 1965
MORGU N BLAÐIB
13
Ansgarhátíðin í Hamborg
HEILAGU R Ansgar, postuli
Norðurlanda, var af saxnesku
foreldri kominn. Foreldrar hans
fluttust til Frakklands, og þar
fæddist Ansgar árið 801. Móðir
hans lézt, meðan hann var enn
kornungur, og var honum þá kom
ið í fóstur í Corbie-klaustur í
Frakklandi. Hann gerðist munk-
ur, þegar hann hafði aldur til, og
fluttist ungur til Þýzkalands.
Trúboðsstarf sitt hóf hann á
þeim slóðum, sem borgin Slésvík
stendur nú. Hann varð fyrstur
til að boða kristna trú á Norður-
löndum, þar sem aðstæður voru
þá hinar erfiðustu, sakir umsvifa
víkinga og mótspyrnu heiðinna
manna. Hann var vígður til
biskups yfir Hamborg og Brem-
en, og þegar þeim biskupsdæm-
um var steypt saman í eitt erki-
biskupsdæmi, varð hl. Ansgar
fyrsti erkibiskup þess. Það erki-
biskupsdæmi átti að verða grund
vallarmiðstöð trúboðsstarfseminn
ar á Norðurlöndum.
Fyrstu trúboðstilraunir AnsgA
ars á Norðurlöndum báru lítinn
árangur. Hann var rekinn brott
frá Danmörku, og víkingar
hremmdu skip hans og eigur,
þegar hann sneri sér að Svíþjóð.
Aðsetursborg biskupsstóls hans,
Hamborg, var brennd til ösku af
víkingum. Honum veittist aldrei
að snúa konungum eða stórum
hópum manna til kristinnar trú-
ar. Hann fékk aldrei að stofn-
setja sóknir eða vígja dýrlegar
kirkjur. Hann átti jafnan við ofur
efli að etja, en engu að síður er
hann heiðraður sem „postuli
Norðurlanda", sá maður, sem
fyrstur sáði sæði fagnaðarerindis-
ins á Norðurlöndum. Og á þessu
ári minnast kristnir menn um
gervöll Norðurlönd þess, að 1100
ár eru liðin frá brottför hans úr
þessum heimi.
Þegar á síðastliðnu ári var far-
ið að gera ráðstafanir til þess í
Hamborg að halda ártíð hl. Ansg-
ers hátíðlega með veglegum
hætti. Kaþólskir menn þar unnu
sleitulaust að hverskonar undir-
búningi, og skyldi minningar-
hátíð þessi bera sem mestan svip
þess ökumeniska anda, sem nú
ber hærra en nokkru sinni áður
*neð kristnum mönnum. Kaþólsk
heimili í Hamborg buðu heim
trúbræðrum og systrum frá
Norðurlöndum ti'l endurgjalds-
lausrar dvalar. Skyldu þannig
tengd vináttubönd meðal manna
í Norður-Evrópu.
Dagana fyrir hátíðina dreif að
til Hamborgar fjöldi manna af
Norðurlöndum, alls um 1000
manns, að því er talið var. Frá
Islandi reyndist ekki unnt að
íenda néma tvo fulltrúa, ekki
eízt vegna hins langa og kostn-
ítðarsama ferðalags héðan.
Segja mátti, að hátíðahöldin
hefðust á dýradag, hinn 17. júní,
6em var almennur frídagur í
Þýzkalandi til minningar um
lippreisnartilraunina í Berlín
1953. Þann dag var sungin messa
wndir beru lofti á hátíðasvæðinu
i lystigarði Hamborgar, og voru
þar staddar 4—5 þúsundir
manná, þrátt fyrir rysjótt veður.
Topptjald mikið hafði verið reist
á miðju svæðinu, allhátt frá
jörðu, og var þar undir altari, en
merki Ansgarhátíðarinnar efst
uppi, bagall með krössi. Báðum
megin blöktu fánar Þýzkalands
og Norðurlandaþjóðanna, ásamt
fánum Vatíkansins og evangel-
iskra manna. Verulegur hluti
messunnar var sunginn á þýzku,
því að sú stefna er nú mjög uppi
meðal kaþólskra að hverfa að
miklu leyti frá latínunni, en lesa
messu á móðurmálinu. Margir
kaþólskir, bæði prestar og leik-
menn hafa snúist með nokkurri
tortryggni við nýbreytni þessari,
svo sera við fleiri nýjungum í
helgisiðum, t d. því, að prestur-
inn snúi sér að fólkinu, meðan
hann les messu. Breytingar þess-
ar eiga rót sína að rekja til
þeirra ákvarðana kirkjuþingsins
í Róm, að aðhæfa kirkjuna og
helgisiði hennar sem mest nú-
tímanum. Þessvegna er nú um al'l
an heim leitað þeirra aðferða,
sem bezt megi duga til að reka
erindi Krists hér á jörðu, sem sé
að færa fagnaðarerindið öllum
þjóðum.
I þessari messu hljómuðu í
fyrsta sinn einkunnarorð Ansg-
arshátíðarinnar — mitt á meðal
vor — byggð á orðum Krists:
Hvar sem tveir eða þrír eru
saman komnir í mínu nafni, þar
er ég mitt á meðal þeirra. Að
lokinni messu hófst skrúðganga
um hátíðasvæðið, kórdrengir,
fulltrúar ýmissa kaþólskra fé-
laga með fána sína, nunnur,
munkar, prestar og biskupar.
Föstudaginn 18. júní hófst hin
eiginlega Ansgarshátíð. Prestar
og biskupar höfðu ráðstefnur
ýmsar og fundi, og var haft eftir
dr. John Taylor, Stokkhólms-
biskupi, sem gisti hjá yfirpresti
evangelisk-lútersku kirkjunnar í
Hamborg, D. Hans Heinrich
Harms, að lítill tími gæfist til
hvíldar og svefns, því að um-
ræðuefni væru óþrjótandi.
Séra Laurits Brunicardi frá
Næstved í Danmörku flutti erindi
um hl Ansgar, messur voru
sungnar og síðdegis voru flutt
fjögur framsöguerindi, hvert á
sínum stað, um hlutverk krist-
inna manna. Nefndust erindi
þessi öll: Mitt á meðal vor, en
báru undirtitlana: í fjölskyld-
unni — á vinnustaðnum — í söfn
uðinum — í heiminum. Á eftir
hverju erindi fóru fram umræð-
ur, með líkum hætti og við könn-
umst við frá síðastliðnum vetri
í Ríkisútvarpinu, þegar Sigurður
Magnússon stjórnaði umræðum
um þau mál, sem mönnum þóttu
helzt forvitnileg.
Um kvöldið kl. 8, fór fram
guðsþjónusta í lysfigarðinum,
svonefnd „þjónusta orðsins“, þar
eð altarissakramentið var þá
ekki haft um hönd. Töluðu þar
Eftir Torfa
Olafsson
dr. Bruno Heim erkibiskup, full-
trúi páfa á Norðurlöndum, sem
hér var á ferð fyrir skemmstu,
svo og prófessor Rahner,
einn af kunnustu guðfræðingum
kaþólsku kirkjunnar í Þýzka-
landi.
Laugardaginn 19. júní sungu
Norðurlandabiskupar messur í
sóknarkirkjum ýmsum í Ham-
borg. Jóhannes Gunnarsson Hóla
biskup messaði í St. Ansgar-
kirkju í Niendorf, en sú sókn
hefur tekið að sér að halda uppi
vináttu og hjálparsambandi við
kaþólska söfnuðinn á Islandi.
Aðrar sóknir í Hamborg halda
uppi slíku sambandi við söfnuði
á Norðurlöndum.
Síðdegis þann dag höfðu Norð-
urlandamenn fundi með biskup-
um sínum, og æskufólk hafði sér-
staka samkomu, þar sem glatt
var á hjalla, svo sem vera ber
meðal ungs fólks.
Um kvöldið var ökumenisk
samkoma í lystigarðinum, og töl-
uðu þar Augustin Bea kardináli,
sem unnið hefur mikið að sam-
starfsmálum kirknanna, og D.
Heinrich Harms, yfirprestur
evangelisk-lútersku kirkjunnar í
Hamborg. Kaþólskir menn og
evangeliskir höfðu unnið saman
að undirbúningi guðsþjónustu
þessarar, og einkenndist hún öll
af bróðurhug og samstarfsvilja.
Þar var lesin trúarjátningin, og
nefnd í henni „kristin" kirkja í
stað „kaþólskrar“ og Faðir vor
var lesið á hinn evangeliska hátt,
með niðurlagsorðunum: Því að
þitt er ríkið o. s. frv. Þrátt fyrir
kalsaveður voru saman komnar
við guðsþjónustu þessa um 12
þúsundir manna.
Sunnudaginn 20. júní sungu
biskuparnir sameiginlega messu,
ásamt Joseph Frings kardináli
frá Köln. Dr. Helmut Wittler
biskup frá Osnabruck predikaði.
Lesnar voru bænir á Norður-
landamálunum, svo sem einnig
hafði verið gert við guðþjónustu
á föstudagskvöldið. Talið var, að
um 25.000 manns hefðu tekið
þátt í guðþjónustu þessari. Fjöldi
presta útdeildi altarissakrament-
inu, og var mál manna, að ekki
færri en fimm þúsundir hefðu þá
neytt brauðsins.
Kl. 2.30 eftir hádegi hófst svo
lokaþáttur hátíðarinnar. Dr. Jos-
S.L. sunnudag, 4. júlí, var minnzt
við guðsþjónustu í Skarðskirkju
á Landi, aldarafmæjis sr. Ófeigs
Vigfússonar, fyrrum sóknar-
prests og prófasts í Fellsmúla. í
upphafi athafnarinnar afhenti
Grétar Fells, rithöfundUr, Skarðs
kirkju að gjöf, helgiljós, sem
hangir í kór kirkjunnar, til
minningar um bróður sinn, sr.
Ragnar Ófeigsson. Standa að
gjöf þessari auk Grétars, kona
hans frú Svava Fells og uppeldis
bróðir, Guðbrandur Guðjónsson,
múrari. Ennfremur flutti Björg-
vin Filippusson frá Hellum
kvæði, sem hann hafi ort í þessu
tilefni. 1 ræðu sinni minntist
sóknarpresturinn á hið mikla og
göfuga menningarstarf, sem sr.
Ófeigur vann meðal safnaða
sinna, bæði sem prestur og
fræðari, en um tíma rak hann
einkaskóla á heimili sinu og
undirbjó ýmsa af menntamönn-
um þjóðarinnar undir háskóla-
ef Jacobi prófessor, yfirstjórn-
andi hátíðahaldanna, setti sam-
komuna, fulltrúar Norðurlanda
fluttu ávarpsorð og kveðjur frá
landsmönnum sínum, sendifull-
trúi páfa í Þýzkalandi dr. Corr-
ado Bafile, Frings kardináli, dr.
John Taylor Stokkhólmsbiskup,
dr. H.H. Wittler biskup og fleiri
kirkjuleiðtogar töluðu, lesið var
ávarp frá Páli VI páfa, og að
lokum veittu biskuparnir móts-
gestum, um það bil 30.000 manns,
blessun sína.
Þar með var lokið Ansgarshá-
tíðinni, sem hafði að öllu leyti
tekizt vel, þrátt fyrir heldur leið-
inlegt veður flesta daga, kalsa-
veður og oft rigningu. Skipulagn-
ing mótsins var með afbrigðum
góð, svo sem vænta mátti aí
Þjóðverjum, vináttubönd höfðu
tengzt milli manna og fjöl-
skyldna, svo sem til var aétlazt,
og greiðasemi og vinarhugur
gestgjafa okkar Norðurlanda-
manna var frábær. Það sem á
skorti af hálfu veðurlagsins,
bætti hjartahlýja fólksins upp.
Og sá samhugur kaþólskra
áberandi var á móti þessu. gefur
manna og evangeliskra, sem svo
góðar vonir um, að sú stund
muni einhverntíma upp renna. að
kristnir menn um allan heim
megi sameinast í því hlutverki,
sem meistari þeirra fól þeim
fyrir tvö þúsund árum, að færa
fagnaðarerindið öllum þjóðum.
Torfi Ólafsson.
nám. Ennfremur skýrði sóknar-
presturinn frá því, að i tilefni
aldarafmælis sr. Ófeigs, hefðu
söfnuðir Skarðs- og Marteins-
tungusókna látið gera minnis-
varða á legstað hans. Daginn
áður hafi farið fram helgistund
í Hagakirkju, en sá söfnuður
kaups að minnast sr. Ófeigs með
því að láta gera skírnarfont fyrir
kirkjuna, útskorinn af Ríkarði
Jónssyni. Kór Skarðskirkju söng
við guðsþjónustuna, en ungfrú
Anna Magftúsdóttir lék á orgel.
Að guðsþjónustunní lokinni bauð
kvenfélagið Lóa kirkjugestum til
kaffidrykkju á kirkjustaðnum.
Þar tóku til máls Ófeigur Ófeigs-
son, læknir, sr. Sigurður Pálsson
frá Hraungerði og Grétar Fells.
Einnig flutti Guðni Kristinsson,
formaður sóknarnefndar nokkur
þakkarorð.
Kveðja barst frá biskupnum
yfir íslandi, herra Sigurbirni
Einarssyni.
Ansgarskir kjan að innan.
Ansgarskirkja í Niendorf.
Minningarguðs-
þjónusta í
Skarðskirkju