Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Fimmtudagur 12. ágúst 1965 i»!g-v.c*>>>>*c»v!<gTOOT>?>>y.!wvw»?ym;>w>>y^y.vx»)»x<<.y.y.w:y:<-:«y<c.y.v:-A-x<-w-:-:.y.y.-.y.;y. I ■ DYRBITUR getur orðið sauðfjárbændum skæður vágestur. Lambsskrokk- arnir, sem hrúgast upp við grenið, nema fljótt nokk- urri upphæð þegar hver þeirra er metinn á þúsund krónur. Það mun nú verð- gildi meðallambs. Jökul- dalsbændur telja, að fyrir fáum árum hafi dýrbítur gert um 200 unglömb höfð- inu styttri þar í sveitinni árlega. Tjón þeirra af þeim sökum er þá lauslega reikn að um 200.000,— krónur. Er því ekki að undra þó þeir reyni að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, og leyft er að lögum, til að hrinda af höndum sér vá- gesti þeim, sem dýrbítur- inn er. Björgvin Stefánsson miðar byssu sinni. Eg hef aldrei séð annað eins á greni Grenjaskytta Jökuldælinga, Björgvin Stefánsson segir frá viÖureigninni við lágfótu Síðustu þrjú ár hefur Björg vin Stefánsson, Borgum, Vopnafirði, verið grenja- Skytta Jökuldælinga. Svæði það, er hann hefur haft, er Jökuldalsheiðin frá Fossvöll- um allt suður að Þríhyrningi. Br þetta svæði mjög mikið yfirferðar og erfitt til grenja- leitar. Á þessum síðustu árum hefur þó mikið áunnizt í bar- áttunni við dýrbítinn og í síð- asta mánuði fannist og vannst m.a. greni í Jökuldalsheið- inni, þar sem lambsræflar við grenismiunna vitnuðu um tug- þúsunda tjón nú í vor. Má gera ráð fyrir, að sama saga hafi verið þar síðustu ár, en nú er lofcu fyrir það skotið, að hún endurta/ki sig. Fréttamaður Mfbl. gerði ferð sína nú í síðustu viku til að hitta Björgvin Stefánsson að máli og spyrja hann frétta af viðureigninni við lágfótu. Björgvin var þá staddur 1 Merki á Jökuldal. Þangað er vegur ekki greiður, en við beygjum af þjóðvegi skaarumt utan við Hnjúksá, ökum nið- ur á Jökulsárbakka og förum yfir ána á kiáfferju, sem Jök- uldælingar kalla dráfct, og um langt skeið var heizta farar- taöki þeirra, sem yfir ána þurftu að fara. Þessi kláf- ferja er nú önnur tvegigja, sem enn er við haldið yfir ána. Björgvin er hress í bragði, létfcur í máli og leysir vel úr spurningum. Fer viðtalið við hann hér á eftir: — Hve lengi hefur þú stund' að grenjavinnsluna? — Ég hef fengizt við þetta í þrjátíu og sjö ár. Fyrstu ár- in hafði ég ekiki stórt svæði, en ég byrjaði sem grenja- skytta í Vopnafirði. Brátt stækkaði þó það lands væði, sem ég hafði til eftirlits og vinnsiu. Bættust við útheiðar Jökuldials og hafði ég þær þrjú árin hef ég svo verið grenjaskytta Jökuldælinga og haft megnið af JökuidaUheið- — Hve mörgum tófum held urðu að þú hafir banað um ævina? — Það veit ég ekki fyrir víst, en þær munu vera eitt- hvað á annað þúsund. Á þess- um þrjátíu og sjö árum hef ég oftast drepið 35-43 tófur árlega, aðeins einu sinni farið niður í 16 og annað ár aðeins 17. í fyrravor komst ég hæst, en þá drap ég 56 dýr. Ég hefði drepið fleiri dýr árlega fyrr á árum, ef úthkitunin befði efcki verið póiitísk. — Hvernig hefur aðbúnað- ur grenjaskyttna verði í þinni tíð? — Hann hefur verið mjög lé- legur. Framan af þurfti mað- ur að vera úti hvernig sem viðraði og hve lengi, sem maður þurfi að vera á gren- inu. Ég fókk mér tjald árið 1935 og hef haft það síðan, Þeir hlógu að mér, fyrst þegar ég fór með tjaldið, en það hefur margborgað si.g að hafa það. Tófunni er efcki illa við það nema rétt fyrst í stað og hægt er að hafa það mjög nærri greninu ef með þarf. En í misjöímum veðrum get- ur alit verið undir því kom- ið að maður geti haldizt við á greninu og þá hefur tjaldið oft komið í góðar þarfir. — Hvenær byrjar þú á grenjuim á vorin? — Bezt er að byrja síðusitu dagana í maí. En nú síðustu áin hefur borið á því að tóf- ur gjóti fyrr og stumdum fyr- ir sumarmál. Bar aðeins á þessu í fyrra og enn meira í vor. Efcki veit ég hvernig á þessu stendiur, en ég hef getið mér þess til, að þetta stafi af því hve tíð hefur verið góð að vetrinum um það leyti, sem tófan tímgaðist. En að sjálf- sögðu gerir tófan því meiri usia, því fyrr sem hún gýtur á vorin. — Hvenær helur þig tekið lemgstan tíma að vinna greni? — Ég hef lengst verið ábta aólarhringa að vinna greni. Það var árið 1930. Ég var þá í Brunahvammi í Vopnafirði Og við höfðum orðið fyrir ágengni dýrbíts. Einn daginn var ég að sækja hesta og svip- aðist um leið eftir grenjum og gekik þá fram á gremi dýr- bítsins. Voru hvolparnir að leika sér úti fyrir munnanum er ég kom að, en þetta var seint í júní og hvolparnir því orðnir stálpaðir. Þetta greni var etoki á mínu svæði og til- kynnti ég því hlutaðeigandi grenjaskyttu strax um fund- inn, en hann sagði að ég mætti hafa þetta greni. La.gð- ist ég svo þarna og varð miitt fyrsta verk að má hvolpunum. Þeim náði ég þannig, að ég setti boga í munnana og gengu þeir í þá allir fimm. Svo náði ég refnum fljótlega, en refurinn kemur gjarna á grenið þegar hvolparnir eru orðnir stálpaðir, því þá hefur hann svo gaman af að leiika sér við þá. Grenlægjan fer hinsvegar síður að eftir að hvolparnir eru farnir að stálp- ast og þessi lét bíða eftir sér. Sá ég nokikrum sinnum tál hennar, en hún var mjög vör um sig og kom etoki í námd við grenið. Rjátlaði ég nú um heiðina næstu sólaribringa án þess að komast nototourn tírna í færi. Ekiki hafði ég neiitt skýli til að hvílast í eða af- drep, en kastaði mér niður í lautu eða milli þúfna til að blunda. Tíð var mjög góð þessa daga svo þetta var vel hæigt. Á áttunda degi komst ég svo loks í færi við gren- lægjuna langt frá greninu og þar Skauit ég hana. — Hvenær hefurðu svo ver ið fijótastur að vinna greni? — Ég hef unnið grení á tæpum fjóruim kliukkutímium og það var núna í vor. í júlí- byrjun fundum við Birgir Ásgeirsson greni í Þríhyrn- ingi og komum að því kluitok- an þrjú síðdegis. Voru lambs- ræflar á greninu og stálpaðir hvolpar léku sér úti fyrir munnanum. Byrjuðum við á því að skjóta hvolpana og höfðum drepið þá alla fimm eftir skaimma stund. Alkt í einu sáum við hvar annað dýr ið var að læðast þarna í móuin um og skaut ég það þegar á sæmilegu færi. Reyndist það vera grenlægjan. Biðum við nú eftir því að rebbi kæmi í ljós og á sjöunda tímanum sáum við honum bregða fyrir. En sennilega hefur hann séð skuggann af mér því hann var var um sig og kom etoki að greninu. En ég gat veitt hon- um fyrirsá't notokuð frá og skaut hann á löngu færi. Var það laust fyrir klutokan sjö. — Hvað er annað frétt- næmit af grenjum nú í vor? — Það er helzt grenið, sem fannsit í Svalbarði núna í miðjum júlí. Við vorum lengi búnir að leita að greni á þess- um slóðum, en höfðurn etokert fundið. En við vissum af dýr- bít ein/hversstaðar þarna, lambatjónið sagði til sín. Ég hafði séð slóðir eftir hvolp- ana þegar Björgvin Sigvalda- son sá í kíki heim að gren- inu, en þar var hvítit af að- burði. Lagðist ég strax á gren ið, en bílstjórinn ók leitar- mönnum heim og sótti mér vistir. Visisum við þegar, að við höfðum fuindið það sem við leituðum að, því þama hafði skæður bífcur auðsjáan- lega gegnið um. Ég hef aldrei séð annað eins á greni. Lágu þarna ræflar af milli þrjátiu og fjörutíu lömbum frá í vor. Hafði margt af lörmbunum verið frá Eiríksstöðum og Há- konarstöðum, það mátti sjá af lambamerkjum, en það færist nú mjög í vöxt að bændur merki lömb sín á vorin. Það er miikið tjón, sem þessi bít- ur heíur gert í vor, og þarma í Svalbarði hafði hann auð- sjáainlega gengið úti til fleiri ára. Nú, ég byrjaði á því að Skjóta þama einn hvolp sama kvö'ldið og við fundurn gren- ið. Morguninm eftir skaut ég svo bæði dýrin með stuttu millibili. Komu þau bæði á hvolp, þ.e. ég lotokaði þau að greninu með því að kvelja hvolp. — Er hægit að bægja tófu- gamginum frá með byssu ein- göngu? — Maður vonar að það verði minna um tófu á þessu svæði næstu árin. En alltaf er hætta á að eitthvað komist af, sem gengur úti. Hitt finnst mér hlægilega vitlaust, að banna að eitra fyrir tófuna. Finnst mér að Jötouldals- hreppur ætti að fá undan- þágu til að eitra í vetur. Það er fljótt að koma tjónið, sem refurinn veldur. T.d. vantaði einn bónda, JÓhann á Eiríks- stöðum nítján lörnb þegar smalað var til rúnings í vor. Merikin vísuðu á sum þeirra á Svalþarðsgreninu og trú- lega hafa þau flest eða öl'l farið í tófu. í vor hafa verið unnin tuttugu og átfca fullorð- in dýr í Jötouldalshreppi og sjötíu og einn hvolpur, en það er hætt við, að efcki hafi náðst allar tófurnar af þessum slóð- um. — Segðu mér að lotouim, Björgvin, hverjum eiginleik- um góð grenjaskytta þarf að vera búin? — Hann verður að vera nógu slumgimn og gæta þess að láta tófuna ekfci sjá sig á ferli. Og hann verður að vera mjög rólegur. Oig hann má aldrei skjóta nema hann sé nokkuð viss. — Hefur þú haft ánægju af að fást við þetta starf ? * — Ég hef alltaf ha ft gaman af að fást við styggar tófur. J.H.A. Björjvin Stefánasoo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.