Morgunblaðið - 12.08.1965, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.08.1965, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. ágúst 1965 MORGUNBLAÐID 11 SKYNDIMYNDiR AÐ VESTAN HÚN er stórhrikalega fögur, leiðin sem ekin er til Vest- fjarða. Og ekki get ég neitað því að sums staðar verður manni svimhætt, þar sem bifreiðin þræðir örmjóa stigu framan í Iþverknýptum fjaliaveggjum en mikil eru þau mannvirki á ekki fieiri árum, það er ekki svo langt síðan að byrjað var á þeirri vegalagningu, og mikið að það skyldi ekki vaxa þjóð- inni í augum, svo fámenn sem hún er að leggja bílfæran veg yfir fjöll og fyrnindi, fyrir alia þessa Jöngu firði, sem sumir hverjir virðast endalausir við upptök þeirra. t>að kom svo óvænt að mér gafst tækifæri til þess að fara þessa ieið. Ég hefði viijað vera lengur á ieiðinni, en í dag eru fiestir að flýta sér. Annir og skyldan kaiiar. Þegar bifreiðin lagði á Bröttubrekku upp úr Norðurárdal í Borgarfirði, komst ég á leið sem ég hafði aldrei farið, en oft rennt löng- unarfuilum augum tiJ brekk- unnar við vegamótin, þegar ég hafði farið norður á bóginn — Ég hefi spurt sjálfa mig „Hvern ig skyldí landið vera handan við þessa háu brekku, hvenær skyldi ég fá tækifæri til þess aö sjá Dalina og Barðaströnd- ina“ að ég tali nú ekki um þennan einkennilagaða Vest- fjarðakjálka, sem mér fannst á bernskuárum vera höíuðið á landinu, þegar ég hugsaði mér þa ðeins og dýr er iá fram á lappir sínar. Nú var ég komin á þessar slóðir, á fleygiferð, og beindi sjónum til'ailra átta. Hvar sem litið var blasti við fegurð sem gerði mér hlýtt um hjartaræt- ur, ég átti fagurt land, það hafði ég raunar séð áður, en ekki þetta útsýni. Ég er ekkert hi.sa á því að landnámskonunni Auði hafi fundizt hún ná í feit- an bita er hún settist að í Hvammi og renndi augum yfir vítt og gróðursælt hérað, en margt átti þó eftir að drífa á daga hennar. Ég sá Breiðafjarðareyjarnar eins og í hyiiingum við sjón- deildarhring, og heitir geislar júlísólarinnar dönsuðu á hvik- um smáöldum við ströndina. Mikið öryggi veitir það veg- faranda, hve vegirnir eru vel merktir á þessum sióðum, biind hæðir og annað sem getur vaid ið slysum. í>að vakti eftirtekt iru'na. Svona þyrfti það að vera alls staðar á Jandinu, meira að segja var gefið til kynna hve löng Þingmannaheiðin er, svo ekki þurftum við að spyrja okk ur sjálf, enda nóg að gera að hossast til hægri og vinstri aft- ur -og fram þessa tuttugu kíló- metra. Þótt hún sé grett og grá má hún ekki missa sig, enda Eftir Hugrúnu skáldítCRU engin hætta á þvi að hún tín- ist, svo sterk er undirstaðan og ofanábyggingin. Þetta hefur ver ið erfið leið gangandi manni og riðandi, og hart undir fæti hesta og manna, skyldi mér þá vera vorkunn að þurfa ekkert að hafa fyrir lífinu, nema að sitja og taka dýfur eftir því hvernig vegurinn er, en ég er nú eigin- iega komin út af sporinu með efnið, komin á undan sjálfri mér. Þorskaíjörðurinn er mér reyndar oíarlega í huga, ég veit að innst í fjarðarbotninum er ’lítill grár skúr, eins og gorkúla í skrautgarði, ég segi skraut- garði. Þarna hefur frændi minn einsetumaðurinn Jochum Egg- ertsson ,hinn sérstæði maður og ágæti rithöfundur „Skuggi“ reist sér ódauðlegan minnis- varða. Þar er sannkallaður Edenslundur. Hann hefur gróð- ursett 20.000 barrplöntur fyrir utan al.lt annað. „Komið þið og sjáið hann Jochum afa minn og hana Þóru ömmu mína í Skóg- um“ sagði hann. Hvað átti hann eiginlega við? Var hann að verða eitthvað skrxtinn, voru þau heiöurshjon ekki komun til feðra sinna fyrir löngu? Hann var ekki heill heilsu, og átti erirtt um garxg, samt gekk hann upp grekkuna til þess að geta sýnt okkur hann aía sinn og hana ömmu sina. „Hérna eru þau“, sagði hann, og benti á stór og íalleg barr- tré sem stóðu þarna í brekk- unni eins og konungur og drottning. „Þetta eru fyrstu trén sem ég gróðursetti" sagði hann, og mikjð hefi ég fengið af fræum út af henni ömmu, það er ekkert smáræði sem hef ur komið út af þeim saman- lagt, öll þessi börn sem þú sérð þarna í brekkunni fyrir neðan þig. Ég sái neínilega fræum, það er svo skemmtiJegt að íylgj ast með vexti trjánna frá upp- hafi. þetta hefur gengið vel, það er mikil gróska í þessu öllu“. Hann sagði það satt. „Reit- urinn er ekki nema 15 ára“, sagði hann. „Ég keypti Skóga, óðal forfeðra minna. Mér þótti sjálfsagt að gera eitthvað fyrir staðinn. Sesselja gamla býr ennþá á jörðinni, þótt hún sé orðin níræð“. Sesselja gamla? Já, ég hafði heyrt eitthvað um þá konu, og hún mun vera ein- búi eins og þú. „Já það er hún, og heyjar og hirðir skepnur sínar“. „Það kveður í runna og kvak ar í mó“ alveg eins og á dög- um Matthíasar og bræðra hans, hér heíur þjóðskáldið andað að sér ilmi jarðar og fjarðar, hér liggja sporin hans, hér hefur bann vaxið upp eins og viðar- þvegin ull framan í klettunum. Minnismerki Jóns Sigurðssonar á Hiafnseyri þótti mér ekki nógu tilkomumikið, en samt er það fagurt sem vera ber. — Kirkjan á Mýi-um við Þingeyri blasir við augum úr órafjar- lægð í skarði á heiðinni milli A'rnarfjarðar og Dýrafjarðar. Síðan kom allt höfuðbólið í Ijós, reisulegt og búsældarlegt. Þar hefur verið ríkidæmi og rausn mikil, skammt þaðan er lítið býli, þar býr einsetukona frá Reykjavík. Það eru hennar æskustöðvar. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Maður hennar var velstjóri á vitaskipinu Hermóði, sem fórst með allri áhöfn íyrir rokkrum árum, eftir það fluttist hún vest ur. Gaman hefði verið aö heim- sækja hana, en tíminn leyfði það ekki. Ég gat stanzað á Þingeyri, þar var gott að koma, enda vinum að mæta. Þá var eftir klukkutíma keyrsla til áfanga- staðar, sem var Flateyri, svo nú var leiðin farin . að styttast.- önundarfjörður er íalleg sveit. Prestssetrið Holt stendur svo að segja miðsveitis reisu i Frá barnaheimiliiMi. Morgunstund und ir beru lofti. teinungarnir í reitnum hans bróðursonar hans. Þorskafjörð- urinn breiðir úr sér eins og stór opinn faðmur. Ég get vel skilið hann Jochum, bann kann bezt við sig í skúrnum sínum, i sinni fögru gróðurparadís, og lái honum það hver sem vill, en fátt segir af einum. Ég lít oft á vegakortið, litlu bláu -strikin á því, sem eiga að tákna firðina. sýnast svo ósköp sakleysisleg, en hamingjan góða hvað þau geta villt manni sýn. Vatnsíjörðurinn hefur sína sér- stæðu töfra. Þar gat að líia margt eftirtektarvert bæði frá Guðs og manna hendi. Vega- vinnumenn hafa reist þar sér- kennilegt minnismerki. Ég vil helzt mega kalla það „Minnis- merki óþekkta vegavmnumanns ins”. Það er brjóstmynd af breiðleitum, karlmannlegum manni á opnum stöpli, sem gæti orðið skjól köldum vegfarenda út á fjörðinn, eins og þau vænti einhvers. Þetta er sérstæð og skemmtileg uppfynding, ekki síður listaverk en margt annað sem mikið er látið með. Nokk- urn spöl frá styttunni er sölu- skúr. Hann er til fyrirmyndar, og afgreiðsla einnig. Það er eitt hvað svo notalegt að koma þarna að þessum mannvirkjum. Blætærar lækjarsprænur liggja eins og silfurþræðir í hvömm- unum, sem umvafðir eru marg- víslegum gróðri, Nokkur ferða mannatjöld voru innanum birki kjarrið, Ég gæti vel hugsað mér að dveljast þarna i sumarfríi umvafin öílu því fegursta, sem náttúran hefur að bjóða. Nú fékk ég að - líta fossinn Dynjanda í Arnarfirði í fyrsta sinn. Hanh er sérkennilegur. Það er eins ög það hahgi hvít- legt og víðsýnt er á alla vegu. Þá blasir Kirkjuból Halldórs Kristjánssonar og Guðmundar Inga skálds, við augum, þar er staðarlegt heim að líta. Vel mál uð hús og stórt slétt tún. — „Þarna hefði ég þurft að koma, „Þarna hefði ég þurft að fcoma“, sagði ég. „Ég sé ekki annað en að þú verðir að' vera eftir“, var svarið, „og ferðast heim á „puttunum". Þér nægir engin hraðferð“. Ég samsinnti í hjarta mÍBu, en varð að láta mér lynda að þeytast áfram. Það var þó aWtaf eitthvað fyrir augað, og ekki svo lítið. Flateyri er fallegt þorp, með veglegri kirkju, barnaleikvöll- um og stóru, nýlegu skólahúsi. Mér vaT sagt að nú væri verið að byggja nýtt póst- og sima- hús. Þarna starfaði hinn kunni skólamaður Snorri Sigfússon í Ester Nxlsson fjöldamörg ár við barnaskól- ann. Til hans streymir hlýhug- ur úr öllum áttum. íbúð lækn- isins er stór og nýtizkuleg. Neðri hæðin er notuð fyrir sjúkrahús. Fram að þessu hef- ur hann orðið að gegna em- bætti á Þingeyri líka, en nú er kominn þangað læknir. Enda virðist nóg verkefni fyrir hann að hafa önundarfjörðinn, með þorpinu, ásamt sjúkraskýlinu, og Suðureyri, þangað er lahgur vegur. Nóttina sem við gistum á heimili læknishjónanna, gat hann ekki farið að hátta fyrr en komið var undir morgun, Út á landi verða læknamir oft að leggja saman nótt og dag, þar sem engum öðrum er á að skipa. Ég hafði heyrt að það væri starfrækt bamaheimili á sumr in skammt frá Flateyri. Kon- an sem stjórnar því er sænsk, Ester Nilsson að nafni. Þar sem mig langaði til að kynnast starfseminni, brá ég mér fram eftir til hennar. Þegar ég nálg aðist heimilið komu nokkur börn giaðleg og brosandi á móti mér. Þau voru að leik sunnan við húsið. Stærstu böm- in sátu í rólum, að undantekn um tveim drengjum sem komu þarna heim að samtíma mér. Þeir báru mjólkurbrúsa á milli sín, og fórst það karlmannlega. „Hvaðan eru þið, drengir?" spurði ég. „Frá Reykjavík“ sagði sá stærri, en hinn kvaðst vera frá ísafirði. „Eru börnin komrn víða að?“ spurði ég forstöðukonuna, sem kom út til að heilsa mér og bjóða mig velkomna. Ég hafði hringt til hennar og beðið um leyfi að fá að koma. „Já, þau eru frá Reykjavík, ísafirði, Hafnarfirði, og svo náttxirlega héðan frá Flateyri“. „Hvernig stóð á því, Ester, að þú komst hingað?" „Það er nú dálítið einkenni- legt, og ekki víst að öllum finnist það trúlegt. Ég ex í Hvítasunnusöfnuðinum og kom íyrst til Vestmannaeyja 1962 til þess að starfa þar. Það at- vikaðist svo þannig að ég fór vestur til þess að selja blöð Og bækur. Þegar ég leit yfir þorp ið í fyrsta sinn, var bókstaf- Jega sagt við mig: „Hér er verk FraimhaA'd á bis. 18. VERZLUNARSTARF Starfsfólk í kjörbúóir Viljum ráða starfsfólk í kjörbúðir vorar strax og síðar. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.I.S., Sambandshúsinu. STARFSMANNAHALD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.