Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 12. ágúst 1965 MORGUNBLADID 19 — Takmarkið ' ••'ís*' ' íy>' v •> p •• • 'X'íwjk.'--" ■ '»■• ■"■»■:>'>•.'■.•<• -»'*v.>w.;-»" >í-m>v,vv w'W'"»'«a«^v«r"™'' ? ÞEIR EHU ekki margir fslend ingarnir, sem búsettir eru í Færeyjum, en einn hittum við að máli, Ólaf Guðmundsson, heildsala í Þórshöfn. Ólafur kom til Færeyja fyrir 16 ár- um og hafði þá misst allar eig ur sínar á íslandi, útgerð og verzlun. Það voru erfiðir tíra ar í Færeyjum, þegar Ólafur kom þangað, en með dugnaði og þrautseigju hefur honum tekizt að rétta svo sinn hlut, að hann er nú einn af umsvifa mestu athafnamönnum í Þórs höfn og fyrirtæki hans í örum vexti. Þegar við spurðum Ólaf, Ólafur Guðmundsson á „Skansinum“, gömlu vígi við hafnarmynnið í Þórshöfn. Korit allslaus til Færeyja fyrir 16 árum en rekur nú umsvifamikii fyrirtæki hvers vegna hann hefði tekið þá ákvörðun að fara til Fær- eyja, sagðist hann alltaf hafa haft áhuga á Færeyjum, kann ski meðfram vegna þess, að móðir hans var færeysk. — Hvernig var atvinnu- ástandið í Þórshöfn, þegar þú komst hingað fyrir 16 árum? — Útgerðin var þá aðallega stunduð með gömlum skipum, og það var afar erfitt að fá vinnu, enda gengu margir um atvinnulausir. Fyrir mig var aðeins um tímavinnu að ræða en slíka vinnu var ekki hægt að fá. Þá tók ég það til bragðs að veiða sandkola. Ég fór með áætlunarbátnum út á Kollafjörð og fiskaði sandkola með háf, sem ég gerði mér. En þetta var aðeins hægt að gera í vitlausu veðri, því að aðeins þá var sölumöguleiki fyrir þessa tegund af fiski. — Þegar sú breyting varð, að Færeyingar tóku að fá á- huga á reknetaveiðum, fór að staða mín að batna. Sjálfur hafði ég rekið reknetaveiðar á íslandi, og tók nú að mér verk stjórn á síldarplani. Þarna var ég með um 20 manns í vinnu að velta tunnum dag og nótt. Mér fannst þessi vinnubrögð ganga nokkuð seint og fór þess vegna að íhuga hvort ekki væri hægt að gera eitt- hvað til þess að bæta ástand- ið. Því var það, að ég fór sjaldan að sofa að ég tæki ekki blað og blýant til að teikna vélknúinn síldartunnu vagn. — Þegar ár var liðið, hafði ég fullgert teikningu að vagn- inum, sem var síðan smíðaöur og reyndur á þessari sildar- stöð, og gaf hann góða raun. Upp frá þessu var ég aftur farinn að snúa mér að við- skiptum. Ég smíðaði vagna fyrir færeyinga og einnig fyr ir íslenzkan markað, fyrir Keflvíkinga, Akurnesinga og Sandgerðinga. Þessi síldar- tunnuvagn gerði mér sem sagt kleift áð snúa mér að verzlunarrekstri. — Nú tók ég að höndla með olíukyndingartæki, sem voru þá lítt þekkt hér í Færeyjum. Þau flutti ég inn frá Svíþjóð og Danmörku. Og þannig hélt þetta áfram, en á sama tíma fékk ég áhuga á að selja ís- lenzkar vörur og reyndi inn- flutning á þeim hingað. Hér var einkum um að ræða kuldafatnað og matvörur. Einnig hef ég flutt irm mik- ið af beitusíld frá íslandi, og hefur sá innflutningur numið hundruð þúsunda færeyskra króna. — Reksturinn hefur vaxið ört hjá mér öll árin. íslenzku vörurnar hafa notið mikilla vinsælda. ekki kannski hvað sízt kuldaúlpurnar. Það má raunar segja, að ég sé á sífelld um þönum, en nú er ég að vinna að því að koma rekstr inum í það horf, að ég geti fengið smáhvíld svona öðru hverju! Ólafur lætur mjög vel yfir kynnum sínum af Færeying um. — Eitt af því, sem einkenn ir Færeyinga, er það traust, sem þeir bera hver til ann- ars. í því sambandi er sögð þessi saga af bandarískri konu, sem kom að heimsækja færeyska vinkonu sína. Þær ætluðu að fara út og sjá sig um, og þess vegna læsti fær- eyska konan húsinu. En lykil inn tók hún ekki með sér. Hún setti hann á nagla fyrir ofan hurðina. Þetta gerði hún að- eins til að sýna, að enginn var heima. Þessi siður hefur alltaf tíðkast hér í Færeyjum. Framhald af bls. lð. ræðin, er búizt við enn meiri fólksfjölgiun á næstu árum en hingað til hefur verið. Vanþró- uðu löndin munu fjölga fól’ki i heiminum um meira en einn milljarð á árunum 1960 til 1980. önnur lönd munu væntanlega bæta 216 mi'lljómum við þá tölu á sama tíma. Sbr. meðfylgjandi mynd. í nokkrum vanþróuðum lönd- um, svo sem Mexíkó, Brasilíu, íraik, Filippseyjum og Guate- mala er fólksfjölgun meira en 3% á ári. í þessum löndum fer ástandið áð verða óviðunandi. Nauðsym er á tafarlausum, raunhæfum aðgerðum til þess að auka ræktunarafköstin, segir í skýrslu landbúnaðarráðuneytis- ins. Hættan á fæðuskorti í heim- inum er vandamál nútímans en ekki framtíðarinnar. Búizt er við miestu tól'ksfjölgun sögunnar fram að árinu 1980 og um leið hungursneyð á stórum svæöum jarðarinnar. Jafnvel aðstoð í stór um stíl frá Bandaríkjunum og öðrum löndum, sem vel eru á veg komin, getur orðið of lítil og of sein. Merki yfiryofandi vandamála sjást alls staðar í matvælasnauð- um löndum. Það, sem loiks er viðurkennt alvarlegasta vanda- mál jarðarinnar, virðist náigast hámark sitt. Sigíríður Bjarney Thorlucíus Kveðja Sveinn Kristinsson skrifar um Útsvör ú Suuðúrkróki 5 millj. kr Háskólabíó: STÖÐ SEX t SAHARA FIMM menn .brezkir, þýzkir og spænsik-franskir að þjóðerni starfa við olíuvinnslustöð lengst inni í Saharaeyðimörkinni. Skemmtainalíf er þar eðlilega fá- pkrúðugt, helzt fólgið í hóf- drykkju víns og pókerspili. Þótit um ólíkar manngerðir sé að ræða má saimkomulagið heita stór- árekstralaust. Það er líka lengi um fátt annað að rífast en póker peninigana. Hins vegar er nokkur leiði í mannskapnum vegna hins tilbreytingialitla lífs. En þegar neyðin er stærsf er , hjálpin næst. Amerískan bíl ber þar að í miklu írafári, og er þar koniinn maður nokikuir með fyrr- verandj eiginkonu sína í slagtogi í þeim ósmekklega tilgangi að drepa hana og sjálfan sig sam- tímis. Ekur hann bílnum á stafla af fullum olíubunnum, stórslasax sjálfan sig, eyðileggur bílinn, en bezt sleppur kvenmaðurinn og reynist furðufljótt gangtfær aftur. En þóbt hinum ófcvaliráða að- komiumaani xnisheppnaðist þann ig áform sitt, þá verður þessi at- burður þeim fimmmenningunum góð tilbreyting. Þeir útvega hin- um stórslasaða manni hjúkrun og eru mjög stimamjúkir við hina ungu og glæsilegu konu, sem fyrrverandi ektamaki ætlaði að koma fyrir kattarnef í af- brýðiskasti. Og þessi unga kona er ekki bam glæsiieg, heldur kann einn- ig að meia að verðleikum og jafnvel sýna í verki þatoklæti fyrir þá aðdáun, sem hinir ein- angruðú fimmmenningar taka brátt að láta í ljós,- Þess í milli fylgist hún með líðan manns síns fyrrverandi og heimsæikir ihann að sjúkrabeði þans. í einni slíkri heimsókn gerist óveæntur atburður, sem sviptir hina fögru komu í skyndingu öllum sínum yndisþokika með meiru, og verða þá bráitt sögiulok. Mynd þessi er ekki stórbrotin af efni né boðskap, en leitour er yfirleitt góður. Þetta er sögð fyrsta myndin, þar sem hin fagra leiikitoona, Oaroll Baker kemur fram í aðalhiutverki. Sauðárkróki, 6. ágúst. NIÐURJÖFNUN útsvara og að- stöðugjalda á Sauðárkróki er nú lokið. Jafnað var niður 5.054^800.00 kr. á 359 útsvarsgreið endur, en þeir voru 389 sl. ár. Að stöðugjöld greiddu 76 aðilar eða þremur færri en sl. ár samtais kr. 1.498.400.00. Lagt var á sam- kv. gildandi útsvarsstiga að við- bættu 4,5% álagi til að ná tilskil- inni útsvarsupphæð samkv. fjár- hagsáætlun Sauðártkróks fyrir jdirstandandi ár. Eftirtaldir einstaklingar greiða yfir 60.000.00 í útsvör: Ólafur Sveinsson sjúkrahúslætonir tor. 76.000.00, Sveinn Guðmundsson, kaupfólagsstjóri, kr. 62.900, Frið- rik J. Friðriksson héraðslæknir, tor. 60.300.00 og Hautour Stefáns- son, málari, tor. 60.100.00. Þessi félög greiða útsvör: Kaupfélag Skagfirðinga tor. 250.900.00, Fiskiðja Sauðárkróks h.f. tor. 22.000.00, Trésmiðjan Borg kr. 19.100.00 og Hlynur h.f. tor 10.700.00. Hæsrt aðstöðugjöki greiða Kaupfélag Skagfirðinga kr. 851.200.00, Verzlunarfélag Skag- firðinga tor. 95.200.00, Fidkiðja Saruðánkróks h.f. kr. 71.200.00, Mimir hjf. kr. 53.000.00 og Ole Bang kr 41.400.00. F. 8. maí 1932. — D. 8. april 1965. „Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig“. Höfundur lífsins, herra Ijósanna, heyr þú mitt bænakall. Barnið þitt er brotið og þjáð. Ég bið við þinn fórnarstall. Herra lífsins, höfundur rósanna, hér er í veikleika sáð. Ég uppskerulaunin örugg legg í athvarf þitt Guðleg náð. Kveðja frá foreldrum. — Jón. „Sól fyrir alla“ (A raisin in the sun) heitir mynd sem Stjörnu- bió sýnir um þessar mundir. Þetta er úrvals bandarísk kvikm ynd sem fjallar um vandamálblökkumanna í Bandankjunum. Myndin er með islenzkum textaog með aðalhlutverk fara kvikm yndastjörnurnar Sidney Poitierog Ciaudia McNeil. Þetta er hrif andi mynd og verður öllum minnisstæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.