Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 18. águst 1965 Almannavarnir nauðsyn- legar almennu öryggi Sagt frá víðtækari starfsemi skrifstofu almannavarna Særðum Pakistana er hjálpað inn í bifreið í Nýju Delhi. ÞangaS kom hann flugleiðis frá Kashmír, einn tiu landa sinna, sem teknir voru höndum er þar kom til átaka með indverskum her- mönnum og „skæruliðum" handan landamæranna. Undirbúningur kísilgúr- vinnslu í fullum gangi „Mikil nauðsyn er á því, að kynnt sé starfsemi almanna- varna í blöðunum. Með því að fá almenningsálitið á sveif með almannavörnum, fá fólk til að skilja nauðsyn þá, sem gerir al- mannavarnir sjálfsagðar, er hægt að koma hér á fót víðtæku öryggiskerfi, til að bjarga sem flestum mannslífum, hvort held- ur sem hættan stafar af nátt- úruhamförum eða stríði" Jóhann Jakobsson, settur for- stöðumaður Almannavarna, mælti þessi orð við blaðamenn, þegar hann kallaði þá á sinn fund í gær. Jóhann kynnti ýtarlega starf- semi almannavarna á íslandi fyr ir blaðamönnum, og kom þetta m.a. fram í máli hans: Á vegum Skrifstofu Almanna- varna sóttu á síðastliðnu vori fjórir menn námskeið á dönsk- um almannavarnaskólum í boði forstjóra dönsku almannavarna. Námskeiðin voru haldin annars vegar á Kennaraskóla almanna- varna í Tinglev á Suður-Jót- landi og hins vegar á framihalds skóla danskra almannavar;? a í Mirasol í Snekkersten á Norður- Sjálandi. Námskeið þessi fjölluðu um eftirfarandi greinir: 1. Kennaranámskeið í bruna- vömu mog brunavamatækni. Eins mánaðar námskeið, þátt- takandi var Bjami Bjarnason varðstjóri frá Slökkvistöðinni í Reykjavík. 2. Kennaranámskeið í björgun araðgerðum, eins mánaðamám- skeið. »- 3. Kennaranámskeið i slysa- hjálp, tveggja vikna námskeið. 4. Námskeið um almenna björgunartækni, skipulag björg- unarmála og áhrif (nútímahem- aðartækni, tveggja vikna nám- skeið. Þátttakendur í þessum þrem- um námskeiðum voru: Garðar Pálsson, skipherra hjá Landihelg isgæzlunni, Sigurður E. Ágústs- son, varðstjóri, og Sigurður M. Þorsteinsson, yfirvarðstjóri, báð- ir frá Lögreglunni í Reykjavík. Þessir fjórir menn hafa með námskeiðum þessum fengið rétt- indi, samkvæmt kröfum þessara skóla til að annast kennslu í nefndum greinum. Á árinu 1964 tóku eftirtaldir fimm menn þátt í þriggja Vjkna námskeiði í al- mennri björgunar- og slysahjálp við almannavarnaskóla í Sví- þjóð: Jóhannes Reykdal, Móbergi, Garðahreppi, Haraldur Friðriks- son, Guðjón Jónsson, Pétur Maak Pétursson, sem allir þrir eru úr Kópavogi, Jóhann Ólafs- son Riba, Kleppsvegi 48, Rvk. Samkvæmt lögum um al- mannavarnir frá 22. des. 1962 skal forstöðumaður almanna- varna meðal annars annast kennslu yfirmanna og leiðbein- enda. Aðstaða til slíkrar kennslu er eigi til hér á landi. Það er því skrifstofunni mikilsvert og íslenzkum almannavörnum mik- il lyftistöng að njóta þeirra sér- stöku velvildar, sem danskar og sænskar almannavamir hafa sýnt með því, að bjóða okkur að senda menn á námskeiðin. Frá öndverðu hefir Skrifstofa Al- mannavarna haft náin sambönd við almannavarnir á Norður- löndum, Dani, Svía og Norð- menn, og notið frábærrar aðstoð- ar og fyrirgreiðslu um söfnun upplýsinga og annarra gagna. Skrifstofa Almannavarna telur að með þátttöku í áðurnefndum námskeiðum sé, að loknum nauð synlegum ndirbúningi, skapaður grundvöllur til æfinga hjálpar- sveita hér á landi. Námskeið þar að lútandi myndu í fyrstu vera í því fólgin að æfa menn, er síðar tækju að sér þjálfun hjálp arsveita í sínum heimahögum. Skrifstofa Almannavarna mun í sambandi við væntanleg nám- skeið leita aðstoðar þeirra aðilja hérlendis sem mest og bezt starfa á sviði björgunar- og líknarmála, en það eru Slysavarnafélag ís- lands; Rauði kross íslands; Hjálp arsveitir skáta og Flugbjörgunar- sveitir. Lög um almannavamir gera ráð fyrir víðtæku samstarfi ríkis og sveitarfélaga, og framkvæmd almannavarna í hinum ýmsu landshlutum er háð stofnun al- mannavarnanefnda, er annast framkvæmdir hver í sínu um- dæmi. Enn hefur almannavarna- nefnd aðeins verið stofnuð í Reykjavík. Framkvæmdir á vegum Skrif- stofu Almannavarna og Almanna varnanefndar Reykjavíkur hafa á þessu ári aðallega beinzt að undirbúningi að byggingu birgða stöðvar almannavarna að Reykja hlíð og könnun húsrýmis, sem nota mætti sem öryggisskýli í ýmsm opinberum byggingum hér í borginni. Þessi athugun, sem unnið er að, hefur enn aðeins náð til skóla og sjúkrahúsa. Væntanlega verður þessu starfi haldið áfram eftir því, sem að- stæður leyfa. Frá starfstíma Loftvarnanefnd- ar Reykjavíkur eru til allmiklar birgðir björgunar- og sjúkra- gagna. Birgðir þessar eru geymd ar við ófullkomnar aðstæður á nokkrum stöðum í borginni og í nágrenni hennar. Þar sem slíkt fyrirkomulag er alls óviðunandi hefur verið ákveðið að reisa birgðastöð, er tryggi varðveizlu þessara gagna og þeirra tækja og búnaður, sem nauðsynlegt er að bæta við. Stöð þessi er að sjálf- sögðu fyrst og fremst birgðastöð Reykjavíkurborgar, enda æski- legt og elilegt, að birgðir björg- unar- og sjúkragagna verði til- tækar í öðrum landshlutum einn ig. Engar áætlanir þar að lútandi liggja þó fyrir. Starf skrifstofu Almannavarna almennt, hefur frá öndverðu beinzt að því að athuga út frá ákveðnum forsendum, hver áhrif hernaður í landinu eða nágrenni þess kynni að hafa. Auk athugunar á einstökum þátt um þessara mála hefur skrifstof an nú í undirbúningi fræðslu- bækling, sem í stuttu máli gerir grein fyrir áhrifum nútimahern aðartækni og ábendingar um hugsanlegar varnir gegn slíkum áhrifum. Ennfremur verða í þess um bæklingi leiðbeiningar um brunavarnir og sjúkrahjálp. — Fræðslustarfsemi af þessu tagi er hvarvetna talið eitt hið mikil- vægasta, og er þess vænzt, að slíkt rit hér yrði hvöt til aukinn ar þátttöku í björgunar- og sjúkrahjálparstafi um allt land. Að erindi Jóhanns Jakobsson ar loknu ræddu námskeiðsmenn irnir 4, sem þarna voru staddir um reynslu Norðurland- anna af almannavörnum. Létu þeir í ljós ánægju sína af nám- skeiðunum. Af máli þeirra gllra og for- stöðumannsins, kom það glöggt fram, að almannavarnir skipta mjög miklu máli i sambandi við náttúruhamfarir, og ljóst, að víð tækt öryggiskerfi bæði viðvör- unarkerfi og skipulagning hjálp- arsveita, er mikið nauðsynjamál fyrir þjóðina. Miklar íbúðar- húsabyggingar MIKIÐ ER nú um íbúðarhúsa- byggingar í Stykkishólmi í ár og stendur bara á vinnuafli til að fullgera mörg íbúðarhúsin. Er mikill hugur í fólki að koma sér upp húsi og ríkir hvarvetna bjartsýni í þessum efnum. Er gott til þess að vita, því húsnæð- isskortur hefir verið mikill í Stykkishólmi undanfarin ár og má gera ráð fyrir slíku ástandi eitthvað enn. Fer þar eftir hversu mikil afköst verða í hús byggingum. Þá gengur vel með byggingu pósts- og símahúss og er múrhúðun senn að ljúka. — Fréttaritari. Reynihlíð 16. ágúst. — Unnið er að fullum krafti við undir- búning fyrir kísilgúrvinnslu. Verið er að leggja dæluleiðsluna og koma fyrir vél í dæluhús- inu. Þá er einnig verið að leggja þangað rafmagn. Heyrzt hefur að byrjað verði á grunni verk- smiðjunnar í haust, þó að það sé ekki endanlega ákveðið enn- þá. Nú er jarðbor að kanna þar jarðlögin. Gert er ráð fyrir, að tilraunadæling geti hafizt um NESKAUPSTAÐ, 16. ágúst. — Aðfaranótt sl. sunnudags var lokið við að bræða þá síld, sem fyrir var, og er nu búið að bræða um 160 þús. mál. Á sama tíma hafði bræðslan tekið á móti 200 þús. málum til bræðslu. Svo til allt Vegngerð í Hraunhreppi AKRANEISI 16. ágúsit. — Og enn ber saman fundum okkar Helga bónda Gíslasonar í Tröð- um í Hraunhreppi. Ég benti Helga á, að síðasta Reykjavíkur- bréf hefjist á orðunum: „Um- bætur í gatnagerð", og það var eins og að þrýsta á hnapp. Hann var bókstaflega hlaðinn af á- huga á vegagerðarmálum Hraun hreppinga. Nýlokið er, sagði Helgi, vegagerð milli bæjanna Miklholts og Hamra í Hraun- hreppi. En sá kafli var slæm eyða í vegakerfi hreppsins. Með þessari vegarlagningu tengdust saman bílfær leið um miðbik hreppsins. En sá vegur, sem fyrir var báðum megin nýlagningarinnar, þarf þó end urbótar við, svo að gróður geti talizt. Og svo bætti Helgi við: — Enn eru mikil verk efni óleyst í vegamálum Hraun- hrepps. Má þar nefna veg um Akra að Stóra-Kálfalæk. Þegar sá vegur er kominn væri sam- felldur akvegur um vesturhluta hreppsins neðan frá sjó og upp á Stykkishólmsveg. Vegagerði í Hraunhreppi er erfiðari og dýr- ari en víðast annars staðar vegna blautlendis, víðáttu og strjálbýlis. Þar eru nú 28 jarð- ir, sem á er rekinn búskapur. — Oddur næstu mánaðamót. Enn er þó ókomið 5 tonna stykki, sérstök skilvinda, sem skilja á vatn ið frá kísilleirnum. Að undanförnu hefur verið hér vinnuflokkur við að strengja vír á raflínustaura, sem settir voru niður í fyrrasumax norðan og vestan Mývatns frá Reykja- hlíð í Helluvað. Á næsta ári er svo áætlað að ljúka raflögn á alla bæi í Mývatnssveit. Fréttaritari. lýsi og mjöl er selt og farið. Undanfarið hefur verið unnið við smíði lýsisgeyma við verk- smiðjuna og er annar tilbúinn, en hinn verður tilbúinn til notk unar eftir nokkra daga. Annar geymirinn mun verða notaður undir síld og verður þá geymslu- rými fyrir um 33 þús. mál síldar. Hér er búið að salta í 16 þus. tunnur og er hæsta söltunarstöð- in með rúmar 4 þús. tunnur. f dag var saltað hér úx einum bát um 250 tunnur. Undanfarið hafa trillubátar héðan aflað mjög vel og hefur fengizt upp í tvö skippund af þorski yfir daginn. — Ásgeir. Umíerðorbonn nð Grjótagjú? Ferðamenn rífa upp kartöflugrös í nágrenninu REYNIHLÉÐ 16. ágúst — MJÓG mikil aðsóikn ferðafálika hefur veri'ð að Grjótagjá í sum- ar og hagar svo til, að skammt frá gjánni eru kartöflugarðar. f gær voru eigendur eins garðsins, sem næstur er gjánni, að kanna þar uppskeruhorfur. Kom þá 1 ljós, að fólik hefur la@t leið sína inn í garðinn og rifið upp á 2. hundrað kartöflugrös og haft burt með sér undirvöxtinn. Hér er um alvarlegt mál að ræða og að sjálfsögðu ógerningur að hafa hendur í hári sökudólga. Má því búast við, að landeigendur neyð- ist til að loka algjörlega fyrir um flerð ferðafólks að himum vin- sæla ag fjölsótta baðstað. — Fréttaritari. RáÖstefna um guðfrœði í Rvík Haldin á vegum lútherska heimssambandsins Biskupinn yfir fsladi, herra Sigurbjörn Einarsson, og sam- starfsnefnd hans, kölluðu blaða- menn á sinn fund í gær, og sögðu frá ráðstefnu um guð- fræði, sem haldin verður hér í Reykjavík dagana 30. ágúst til 3. september (báðir dagar meðtald ir) með þátttöku innlendra og erlendra manna. Ráðstefna þessi er haldin a vegum lúth- erska heimssamhandsins, en til hennar efnt af islenzku kirkj- unni. Sr. Ólafur Skúlason hefur annast undirbúning að þessari ráðstefnu fyrir hönd biskups og | samstarfsnefndarinnar, sem skip uð er eftirtöldum mönnum: sr. Ingólfur Ástmarsson, biskups- ritari, formaður, sr. Ólafur Skúlason, ritari, sr. Jón Auðuns, dómprófastur, sr. Jóhann Hann- esson, prófessor og sr. Jakob Jónsson. Ráðstefnan hefst 30. ágúst með guðsþjónustu í kapellu há- skólans. Á hverjum morgni verð "? ur bæn og biblíulestur, sem prófessor Jóhann Hannesson mun sjá um. Mörg erindi verða á ráðstefnunni, m.a. mun sr. Jak- ob Jónsson flytja fyrirlestra, sem hann nefnir „Sálgæzla mið- uð við lögmál Guðs og manns", og „Sálgæzla miðuð við lögmál Guðs og manns frá sjónarmiði Gamla testamentisins". Ennfrem ur mun dr. Þórir Þórðar- son flytja tvö erindi. Þá munu þrír erlendir menn dr. Dantini, Niels Hasselmann og Birger Gerhardsen einnig flytja erindi. Sigurbjörn Einarsson gat þess að öllum væri að sjálfsögðu heimill aðgangur meðan húsrúm leyfði, og sagðist hann vona að sem flestir hefðu tækifæri til þess að koma og hlýða á fyrir- lestrana, og þá einkum guðfræð- ingar. Þeir sem áhuga hafa á að koma á fyrirlestra þessa, eru vinsamlega beðnir að láta skrá- seitja sig á skrifstofu biskups- embættisins, Klapparstíg 27, Reykjavík. 2 nýir lýsisgeymar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.