Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18 ágúst 1965 MORGUNBLADIÐ 15 — Búnaðarmálastj. Framhald af bls. 10 eins skamjmt á veg komirui með það viðfangsefni, er hér var komið sögu. f>etta verkefni af- henti ég Stefáni og auðveldaði honuim aðstöðu til að Ijúka því á sem skemmstuim tíma bæði á Hesti og anna-rs staðar. Einnig tók hann að sér hvers konar ull- ar- og gærurannsóknir á Hesti og annars staðar, eftir því sem við varð komið. Hann sýndi um skeið mi'kinn áhuiga á litarann- sókniuín og leysti þar ágætt starf af höndum, með því að finna, hvernig grái liturinn erfist. Hann ritaði um það atriði grein í Frey, sem því miður var of torskilin, til þess að bændu-r hefðu not af henni, en hann hefiur eibki enn gefið sér tíma til að birta vís- indalegt uppgjör þessara rann- sókna, hvorki í ritum Búnaðar- deil-dar eða í erlendum vísinda- ritum. Afkvæmarannsóknir. Ein af mikilvæguistu breyting- um, sem gerðar voru á búfjár- ræktarlögunum 1957 að tilhlutan Búnaðarþings, var álkvæði um afkvæmarannsóknir sauðfjár, sem Búnaðarfélag fslands átti að annast framikvæmd á og hafa umsjón með eins og öðrum álkvæðum þeirra laga. Hér var um nýja og ómótaða starfsemi að ræða. Ég ræddi um fram- Ikvæmd þessara rannsókna við Stefán Aðalsteinsson eins og fleiri þæ-tti bútfjártilrauna og leitaðj tiUagna hans og álits. Með því móti vildi ég í senn nýta sem bezt hæfileika hans og vekja hjá honum sjálfstraust. Þótti sumum starfsbræðrum mínum í Tilraunaráði búfjárræktar og tflleirum nóg um, hve otft ég bar tilraunaáætlanir o.fl. undir álit hans. É-g ákvað að hefja afkvæma- rannsóknir samkvæmt búfjár- ræiktarlögum í sambandi við Hestsbúið með tviþætt markmið, í fyrsta lagi að finna úrvals kyn- 'bótahrúta í því fjárskiptabólfi, bæði hjá Hestsbúinu og bændúm, og til þess að vinna að ýmis konar víisindalegum rannsóiknum í sam bandi við afkvæmarannsóknir þessa-r. Við Stefán skipulögðum þessar rannsóknir í upphafi og ætluðum að vinna að þeim í sam- vinniu, þótt gert væri ráð fyrir, að það yrði fyrst og fremst verk- efni Stefáns að vinna að erfða- rannsóknum í sambandi við aí- bvæmarannsóknirnar, en vegna smáágreinings fékkst Stefán þó ekiki til þess að taka það við- fangsefni form-lega að sér. Rann- sóknir þessar hófust veturinn 1957-58 og unnum við Stefán að framkvæmd þeirra og gagna- eöfnun í samvimfu, hann þó meira en ég, þar til hann neitaði að vinna m-eira að þeim seint á árinu 1963, eins og hann skýrði frá í Morgunblaðinu 12. júní. Þegar vel iá á Stetfáni taldi hann rannsóknir þessar fyrst og fremst sitt verkefni og þær væru hinax merkustu og betur imdirbyggðar en hliðstæðar rannsóknir hjá öðrum þjóðum, en þegar illa lá á hion-um eða eitthvað á móti blés, tjáði hann mér, að hann hefði aldrei formlega tekið að sér að gera þessar rannsóknir upp, enda hefði hann ekki fengið að ha-ga þeim að öllu leyti eins og hann vildi. í upphafi var þó farið af stað með rannsóknir þessar í öllum aðalatriðum eftir tillögum og ósbum S'teféns, en strax haustið 1958 vili hann gera grundvallarbreytingar á fyrir- komulaginu, sem ekki var hægt að fallast á, en leiddi til þess að við komum okkur saman um að bæta við rannsóknir þessar þættinum með háfætta hrúta sam ærfeður, sem orðið hefur svo tíðrætt urn. Einnig var ákveðið að hefja aflkvæmarannsáknir á hrútum aö Skriðiukiaustri veturinn 1958- 59, þar sem Stefán var samþykk- ui fyrirkomulagi öliLu og hafði umsjón með framkvæmdum. Sama ár tók Stefán líka að sér fyrir Búnaðarsamiband Suður- landis að gera afkvæmarannsóikn- ir á hrúturn hjá bændum í stað þess að nota sérstaika stöð. Taldi Stefán slíka aðferð líkiegri fram- tíðaraðferð en rann.só(knir á sér- stökum stöðvum. Mér þótt gott að Stefán s-kyldi fá þessi gullnu tækifæri til af- kvæmarannsókna eftir sínu eigin höfði og heimilaði honum að nota tíma eftir þörfum við þessar rannsóknir, en skipti mér ekki á annan hátt af þeim. Enn hefur hann ek'kert birt um árangur þeirra, þótt hann hafi án efa sett alilar upplýsingarnar inn á vól- kort. Verkaskipting á Hesti. Ég hafði frá stofnum Hests- búsins ráðið kynbótastarfseminni þar, en notið mikilvægrar aðstoð- ar bústjóranna, sem voru snil'ld- ar fjárræktarmenn. Etftir að Stefán varð sérfræðingur við Búnaðardeild, skipti ég ánum snemma á hverjum vetri í þrjá flokka að meira og minna leyti í samráði við Stefán og bústjór- ann: 1) Stofnær, sem ég réði, hvernig skyldi hleypt til, 2) Ær í litarrannsóknir, sem Stefán réði alveg, hvernig voru hagnýtt- ar og 3) aflkvæmarannsóknaær, sem venj'ulega voru teknar frá fleiri en nota þurflti, svo hægt væri að kasta úr þeim ám, sem Stefáni líkaði ekki við. Stetfán skipti afkvæmarannsóknaám milli brúta. Hann réði þannig yfir notkun rúmlega helming Hestsifjárine. Við gagnasöfnun höfðum við nána samivinnu oig 'hjállpuðum hvor öðrum efltir beztu getu. Ég kenndi Stefláni mína tæikni við kjötmælimgar og fjárdóma, svo ihvor okikar gæti hilaupið í skarð- ið fyrir hinn ef með þyrfti. Gatakortin. Ég hafði ártlega fætrt eða látið færa inn í bækur óhemju af töl- um frá rannsóknum og tilra-un- um á Hesti, og unnið úr þeim á venjtuilegar reikningsvélar. Strax 1957, áður en IBM-vélarnar ikomu til sögunnar, stingur Stef- án upp á því að gata allar tölur irá Hesti síðan á fjárskiptum inn á kort, sem hrista mátti sundur á bandprjónium. Ég samþykkti þetta illu heiilli, því í það fór mikill tími og peningar, en var með öllu gagnslaust, því að um það bil, sem þessu starfi var lok- ið, komu IBM-vélarnar til sög- unnar. Stakk Stefán þá upp á því að gata og endurgata allar töhxrnar af bandprjónakortunum á vélkort og færa allar tölur í framtíðinni einnig inn á slík kort. Þet-ta samþykkti ég, líka í þeirri von, að með þessu væri verið að auðvelda gagnaúr- vinnslu. Því mið-ur lét ég hætta að færa tölurnar á venjiulegan hátt inn í bækur, þar sem þær voru aðgengilegar fyrir mig og f-leirL Síðan standa al-lar töl-ur frá Hesti frá þessu tímabili fastar á þessum gatakortum. Steflán virðist ekiki hafa hatft áhuga á að nota þær, og ég gat efekeri fengið úr vélunium gert upp á þann hátt, sem ég óskaði eftir. Ég hef þó nottfært mér töl- ur síðustu ára frá Hesti á þann há'tt, sem ég gerði áður en vél- kortaöldin rann upp, og því getað birt ýmsar niðurstöður. Með þessu er ég ekfei að segja, að rangt sé að nota rafeindareikna við útreikning á tilraunaniður- stöðum, beldur verður sam- vinnuiþýðari maður en Stefán Aðalsteinsson, og sem betur kann með þessar ágætu vélar að fara, að annast allt kerfið og sjá um úreikningana. Hann einn má ek'ki ráða, að hverju er spurt, og hvaða þættir eru reiknaðir út. Stefán færir sig upp á skaftið. Bftir að St-efán hafði unnið tvö til þrjú ár við Búnaðardeild fer að bera á óánægju hjá honum, sem exnikenndist af úthaldsleysi við hams eigin viðfangsefni og löngun til að fitja upp á nýju og nýjiu og sfeipta sér af því, sem aðrir voru að starfa við, en hon- um kom ekfcert við. Datt mér í huig, að hann hefði ekki þolað meðlætið. Ég hafði ekki einiungis sýnt honum mikið traust innan stotfmmarinnar og lofað honium að ráða miklu, beldur hafði ég og Tilraunaráð búfjárræktar fengið hann ti-1 að vinna að upp- gj'öri nokkurra tilrauna, sem gerðar hö-fð-u verið af öðr-um á vegum þess. Hann fékk greitt sérstakilega fyrir þá vinnu, enda vann -hann að þeim verkef-num í sinum tíma. Aulk þessa hafði ég unnið að því, að hann var ráðinn yfirullarma-tsmaður, og vonaðist til að með því notaðist -þjóðinni sérþekking hans á ull betur en eUa. „En seint fyllist sá'lin prestsins'. Strax haustið 1958 rís Stefán upp og krefs-t þess, að breytt sé um stefnu á Hestsbúinu. Það verði að hætta að nota það sem ailhliða tilra-una- bú u-m sauðfjárframleiðsl-u, þar eigi ég ekfei að ráða ræfctun fjárins, ekki að gera þar frjó- semis-, beitar- og fóðrunnartil- raunir, og hann mótmælti í nafni Atvinnudeildar, að þar yrðu gerð ar afkvæmarannsótonir, að ein- hverjiu leyti í þágu Búnaðansam- bands Borgarf jarðar. Yfirleitt ætti engar afk-væmarannsóknir að gera í landinu fyrr en hann ihefði sýnt fram á, hvernig ætti að gera þær. Hann sagði, að Hests- búið ætti að nota eingöngu til erfðarannsókna samikvæmit tillög um hans. Hann vildi einn öllu ráða, en þó fannst mér að hann gæti þegið, að ég aðstoðaði hann -við kjötrannsóknir. Ég, sem yfir- maður Búnaðardeildar, sagði ihiinigað og eklki lengra. Hann hefði áfe'veðin vertoefni á Hesti, og væri ég jafnfús og verið -hefði th sam-vinnu um þau, en ég sleppti ekfei hendinni af ræ-ktun tfjárstofnsins á Hesti, og ég hætti ekiki að g-era þar ýmsar fram- ieiðslu-tilraunir, sem gætu sam- rýmst sta-rfsemi búsins. Hins v-egar tal-di ég æski-legt, að fé é fleiri rikisbúum yrði tekið til tilra-una og þá gæti komið að því, að hæ-gt yrði að nota fjárstofn á einhverj-u slíku búi eingöngu til erfðarannsóikna. Stef-án sætti sig illa við þessi mó'lal-ak. Hann var sí og æ að nauða á því að fá einn að ráða öllu á Hes-ti, fór fram á það hvað efltir annað, að ég hætti að færa fjárbókina þar á þann hátt, sem ég var vanur að gera, held- ur y-rði tekið upp véla-bófe'hald yfir a-llt varðandi féð etftir hans tillö-gum. Ég sagði bonum, að éig æ-tlaði a.m.-k. að ráða bvernig fjárbók ég færði um Hestsféð, en hann gæti fært a-lla-r upplýs- ingarnar inn á vélabóikhald fyrir sig, ef hann vildi, sem hann líka gerði. Þetta virtist hann samt óánægður með. Hann hefur lík- lega haldið, að meðan ég færði bækurnar á þann hátt, að ég og aðrir gætu notað þær, án hans aðstoðar, þá gætfist ég eikki upp við Hestsbúið. Stefán fær aðstöðu á Hólum í Hjaltadal Strax og Gunnar Bjarnason var ráðinn skólastjóri að Hólu-m í Hjaltadal í ársbyrjun 1961 leitaði hann til Stefáns Aðalsteinssonar um, að hann yrði ráðunautur skólans við fjárbúið á Hólum og fengi þar aðstöðu til ýmiss konar rannsókna og tilrauna, sérstak- lega við feldfjárframleiðslu. Stef án mun hafa tekið þessu vel, því að þeir félagar gengu á fund landbúnaðarráðherra, auðvitað án þeirrar háttvísi að ræða mál- ið á nokkurn hátt við mig sem deildarstjóra. Ráðherra tók máli þeirra vel og tilkynnti mér sam- dægurs, að ef ég væri samþykkur því, að Stefán fengi tíma til að sinna rannsóknum þessum á Hól- um, þá samþykkti hann það fyrir sitt leyti. Ég tjáði ráðherra, að Stefán gæti fengið eins mikinn tíma og hann vildi til rannsókna á Hólum, og þætti mér gott, að hann fengi með því aukið svig- rúm, til þess að vinna fullkom- lega sjálfstætt að rannsóknum. Hið eina, sem ég tók fram var, að Búnaðardeildin tæki ekki á sig hgsanlega aukinn halla á rekstri Hólabúsins vegna starf- semi Stefáns. Ráðherra var þessu samþykkur. Síðan hefur Stefán séð u-m ræktun Hólafjárins og gert tilraunir og rannsóknir þar, sem hann hefur haft áhuga á, án minn atfsfcipta eða Tiiraunaráðs búfjárræktar. Veitt hefur verið á fjárilögum sérstök fjárveiting vegna þessarar starfsemi Stefáns. Stefán krefst fullra umráða yfir Hestsbúinu. Er ég hafði verið ráðinn bún- aðanmálastjóri frá ársbyrjun 1963, tók St-eflán Aða-lsiteinsson að vinna að því, að ég fengi ekki að vinna áfram við Búnaðar- deildina, og sízt af öllu mátti ég hafa yfirstjóm Hestsbúsins með höndium. Þetta játar Stefán í Mongunblaðsgrein sinni frá 12. júní að hafa gert. Þegar hann fétok þessu ekki ráðið, var hann öðru bvoru að kretfjast þess að fá að rtáða öllu um ræktun fjárins á Hesti, ég gæti aðstoðað hann og unnið að su-mium mínum áh-ugamálum þar fyrir því. Hann mótmælti meðal annars að ég héldi átfram að fiytja nýtt blóð í Hestsféð með sæðinguan o.sfrv. Þessu lauk eins og Stefán skýrir frá í Morg- unblaðiniu, að hann í nóvember 1963 neitaði að skipta ánum, sem nota átti í aftovæmarannsáknir, milli hrúa, og bætti því við, að -hann ynni ekiki meira að rann- sóknum og tilraunum á Hesti, meðan ég réði yfir búinu. Ég sagði honum, að mín vegna væri hann sjálfráður gerða sinna, ég væri ektoi lengiur yfirmaður hans, en óg myndi ekki bætta atffcvæma rannsóknum, þótt hann gæ-fist upp við þær, heldur myndi ég með aðstoðarmanni mínium sjá um, að þær yrðu framkvæmdar. Stefán ásakar mig fyrir að halda fyrir sér tölum. 1 Morgunblaðsgreinini marg- nefndu kvartar Stefán undan þvi, að hann hafi ekki fengið í hendur tölur frá Hestsbúinu síð- an hann hætti að starfa við bú- ið. Þetta er rétt. Það er til of mikils ætlazt, af mér og hverj- um öðrum sem væri, að ég og aðrir vinnufn r.ætur og daga, vetur, sumar, vor og haust við rannsóknir og gagnasöfnun og færum svo Stefáni Aðalsteins- syni, eftir að hann hefir neitað að koma nálægt þessari starf- semi, öll gögnin á silfurdiski, þar sem hann situr óþreyttur við ritstjórnarborð Búnaðarblaðsins, til þess eins að gefa honum tæki- færi til þess að tína þau atriði úr niðurstöðunum til birtingar, sem styðja trú hans eða von. Stefán Aðalsteinsson þarf ekki að kvarta undan því, að ég hafi haldið fyrir honum tölum frá Hests-búinu á meðan hann van-n að nannsófcnum þar. Frá því hann tók til starfa við Búnaðardeild og þar til hann neitaði að vinna lengur við Hestsbúið, lét ég hann fá allar tölur, jafnt mínar og hans, frá því fjórum árum áð- ur en hann kom til stofnunar- innar, og gaf honum kost á því að nota þær við uppgjör rann- sóknanna. Að sjálfsögðu hefði hann þurtft að hafa samráð við mig um notkun þeirra talna, sem komu úr þeim rannsóknum og tilraunum, sem ég hafði séð um eða sá enn um. Ég mang lagði áherzlu á það við Stefán, meðan ég var yfirmaður hans, að hefj- ast handa uim uppgjör verk- efna þeirra, sem hann vann sjálfur að, en hann sló öllu slíku á frest og gerir enn, eftir því sem ég bezt veit. Hann hefur á vélkortum allar tölur frá rann- sóknum sínu-m á Hesti og annars staðar og hefur fullan umráða- rétt yfir þeim og getur notað þær, þegar hann vill. Mínar töl- ur þarf hann ekki að gera upp, úr því hann neitaði ollu sa-mstarfi við mig. Stefán tekur annarra tölur. í margnefndri Morgunblaðs- grein lýsir Stefán Aðalsteinsson þ”í yfir, að hann hafi tekið sér, það bessaleyfi að vinna úr tölum, sem Búnaðarfélag íslands hafði lánað Sveini Hallgrímssyni til úrvinnslu fyrir licenciatsritgerð við landbúnaðarháskólann í Nor- egi, en sem Stefán hafði komizt yfir á óleyfilegan hátt. Stefán hafið að vísu farið þess á leit við mig sem búnaðarmálastjóra, að ég leyfði sér að vinna úr tölum þessum, en ég að sjálf- sögðu veitti ekki slíkt leyfi, þar sem Búnaðarfélag fslands hafði lánað öðrum tölurnar til úr- [ vinnslu. Margur vísindamaður hefðl hlífst við að tilkynna í víðlesnu blaði, að hann hefði tekið tölur til úrvinnslu ófrjálsri hendi, en allt bendir til, að samvizka Stefáns hafi valdið honum hug- arangri, og hann þurft að létta á henni með þessari yfirlsýingu. Það hefði verið karlmennsku- legra af Stefáni að birta niður- stöður þessa uppgjörs og sýna, hvernig hann notaði tölurnar, þótt illa væru þær fengnar, held- ur en liggja á niðurstöðunum í heild, en dylgja þó með að ein- hverjir hrútar, sem hlotið hafa góða dóma hj-á mér og öðruim, hefðu ekki allir aukið hæfni fjár- stofnsins til að gefa þunga dilka. Slíkt er engin ný speki. Búp- aðarfélag íslands og héraðsráðu- nautar vinna árlega svo mikið úr skýrslum sauðfjárræktarfé- laga þeirra, sem vel eru starf- rækt, að bæði ráðunautar og bændur í félögunum vita, hvaða hrútar gefa mjólkurlagnar dætur og hverjir ekki, hverjir gefa frjósamar dætur og hverjir ekki o.s.frv. Að vísu eru hrútarnir oft orðnir notokuð við aildiur og stundum dauðir, þegar slík vit- neskja liggur fyrir. Skipulegar afkvæmarannsókn- ir flýta fyrir því, að þessar og aðrar mikilvægar upplýsingar um kynbótagildi einstakra hrúta fáist meðan hrútarnir eru enn ungir og með eins mikilli ná- kvæmni og kostur er. Því miður er það sjaldgæft, þegar unnið er að kynbótum með tilliti til margra verðmætra eiginleika í senn, að að finna einstaklinga, sem bæta alla þá eiginléika stofnsins jafn mikið. Getur Stefán Aðalsteinsson engar aðrar ær notað til arfgengisrannsókna, en ærnar á Hesti? Það er undarleg árátta hjá Stefáni Aðalsteinssyni að heimta endilega full urnráð yfir fénu á Hesti. Ýmsum finnst, að hann ætti að geta gert þær kynbtóa- tilraunir og rannsóknir, sem hann telur nauðsynlegast að gera, á þeim 4 ríkisbúum, sem hann hefur nú orðið, ýmist um,- sjón með eða stjórnar ræktun fjárins á, en það eru hin stóru fjárbú á Hólum í Hjaltadal, Skriðuklaustri, Reykhólum og Hvanneyri. í Morgunblaðinu segist Stefán meira að segja hafa komið á fullkomnu vélabókhaldi yfir allt féð á þessum búum eða um 2000 vetrarfóðraðs fjár. Ekki ætti því skortur á vélabókhaldi að vera Þrándur í götu Stefáns við kynbótarannsóknir á þessum búum og ekki ætti ég að vera ljón á vegi hans á þessum stöð- um, því að ég hef forðazt að líta á féð á þessum búum eftir að Stefán tók að hafa afskitpi af ræktun þess. Nokkur heilræði. Að endingu vildi ég ráðleggja Stefáni Aðalsteinssyni eftirfar- andi: 1. Að vinna ótrauður og helzt óskiptur að rannsóknum sínum á þeim þáttum sa-uðfjártoynibóita, sem mikilvægastar eru fyrir framtíð sauðfjárbúsakpar hér á landi. 2. Að gera upp á vísindalegan hátt tilraunaniðurstöður sínar og birta um þær hlutlausar ritgerð- ir, en láta sér ekki nægja að grípa einstaka smáþætti úr nið- urstöðunum og leggja út af þeim í ádeilu og áróðurstón. 3. Að skipta sér sem minnst af viðfangsefnum starfsbræðra sinna, a.m.k. ekki fyrr en honum hefur verið falin yfirstjórn slíkra mála eða einhverra þátta þeirra. 4. Að afla sér sjálfur eftir fremsta megni gagna til að vinna úr vísindalegar niðúrstöð- ur, en krefjast ekki að fá ann- arra tölur til úrvinnslu og enn síður að taka þær án leyfis til ÚTvinnslu eða birtingar. Slíkt er ekki siðaðra manna háttur. Hitt er annað mál, að æskilegt væri, að Stefán aflaði sér þess álits og trausts, að einstaklingar og stofnanir vildu leita til hans með úrvinnslu gagna, einkum af því honum viriðst ljúfara að vinna úr annarra gögnum en leggja það á sig að afla þeirra sjálfur. í ágúst 1965 Halldór Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.