Morgunblaðið - 31.08.1965, Page 1

Morgunblaðið - 31.08.1965, Page 1
32 síður Geimferðinni lokið: 5.344.000 km. leið Guimundur f. Guðmundsson utanríkisráðh. segir af sér Emil Jónsson verður utanríkis- ráðh. en Eggert G. Þorsteinsson félags- og sjávarútvegsmálaráðh. GUÐMUNDUR í. Guðmundsson utanríkisráðherra baðst í gær lausnar frá ráðherrastörfum. en hann hefur verið utan- ríkisráðherra frá því að vinstri stjórnin var mynduð sumarið Cooper og Conrad hinir hressustu eftir nær átta solarhringa ferð Houstan, Texas, 30. ágúst, AP., NTB. Á sunnudag klukkan fimm mínútum fyrir eitt lentu geimfararnir Gordon Cooper og Charles Conrad geimfari eínu, Gemini V. á Atlantshafi 619 km. suðvestan Bermunda eyja, eftir 120 hringferðir umhverfis jörðu, einni um- ferð skemur en áætlað var í fyrstu og var það til þess að forðast storma yfir hafinu. Gekk lendingin að óskum og ■voru geimfararnir komnir um borð í þyrlu frá flugvéla- móðurskipinu „Lake Champ- lain“ 63 míntúum eftir að Gemini V. lenti. Er þá lokið lengstu geim- ferð, sem farin hefur verið fram á þennan dag og hefur staðið í sjö sólarhringa, 22 klukkustundir og 56 mínútur. Vegalengdin sem Gemini V. á að baki eftir þessar 120 ferðir umhverfis jörðu er 5.344.000 kílómetrar. Geim- ferð þessi hefur brúað bil það sem orðið var milli Rússa og Bandaríkjamanna í geimvís- indum og betur þó, því ekki einasta er þessi ferð Gemini V. lengsta geimferð sem far- ín hefur verið, heldur er nú samanlagður geimvistartími bandarískra geimfara orðinn töluvert meiri en tími sá sem sovézkir geimfarar eiga að baki á sömu slóðum og rejnsla þeirra töluvert meiri. Báðir voru geimfararnir Framhald á bls. 31. 1956 eða samtals í 9 ár. Miðstjórn Alþýðuflokksins ákvað á fundi sínum á sunnu- daginn að Emil Jónsson for- maður flokksins skyldi taka við stjórn utanríkismála en Eggert G. Þorsteinsson al- þingismaður við ráðuneytum þeim, sem Emil Jónsson hef- ur farið með í ríkisstjórn- inni. Eru það félags- og sjáv- arútvegsmál. Gert er ráð fyrir að rfkisráðs- fundur verði haldinn síðdegis í dag þar sem þessar ákvarðanir verði formlega staðfestar. Hand- hafar forsetavalds munu sitja þennan ríkisráðsfund, þar sem forseti íslands dvelst erlendis. Guðmundur í. Guðmundsson hefur verið frá störfum síðan hann kom af utanríkisráðherra- fundi Norðurlanda í Osló um daginn. Skýrði hann flokki sín- um frá því í síðustu viku að hann hyggðist segja af sér utan- ríkisráðherra starfi. Var síðan haldinn fundur í þingflokki Al- þýðuflokksins á laugardag og í miðstjórn flokksins á sunnudag. Voru þar teknar þær ákvarðánir, sem um getur hér að framan. Nýr varaformaður Alþýðuflokksins Guðmundur f. Guðmundsson hefur einnig sagt af sér sem vara formaður Alþýðuflokksins, og hefur Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra verið kosinn vara- formaður flokksins. Hann var áður ritari flokksins. Við starfi hans sem ritari hefur tekið Bene- dikt Gröndal alþingismaður. Emil Jónsson var fyrst kjörinn á þing árið 1934 og hefur átt Framhald á bls. 2 Eggerl U. Þorsteinsson Emil Jónsson Óhugnanlegt slys í Sviss: Skri&jökull fellur í Saas-dalinn Grefur hústaði TALIÐ er að nær 100 manns hafi misst lífið síð- degis í dag í óhugnanlegu og óvenjulegu slysi í Saas- — 100 farast dalnum skammt frá Zer- matt. Varð slysið þannig að stór hluti af Allalin- skriðjöklinum steyptist niður skyndilega niður í dalinn, en þar vann fjöldi verka- manna við að byggja stíflu fyrir orkuver. Heilt hverfi vinnuskúra hvarf algjör- lega undir ís, snjó og grjót- ruðning, og er talið að í vinnuskúrunum hafi verið um 100 manns. Atburður þessi varð um kl. 16,30 að ísl. tíma. ís og grjót- skriðan lenti einnig á Matt- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.