Morgunblaðið - 31.08.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 31.08.1965, Síða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 31. águst 1965 Vilhjálmur Ögmundsson frá Narfeyri - Minning ÞEGAR ég las andlátsfregn Vilhjálms frá Narfeyri í Morg- unblaðinu, á dögunum rifjuðust upp fyrir mér gamlar minning- ar. í>að var víst fyrir 18 árum, að ég var sendur um sumartíma vestur á Skógarströnd á Snæ- fellsnesi, en þar var hafin smíði brúar yfir Sefcbergsá. Á þeim tíma var sveitin afskekkt, vegir afar slæmir, aðeins færir jepp- um og litlum vörubílum. Til Stykkishlóms lá leiðin yfir leir- ur Álftafjarðar en þar þurfti að sæta sjávarföllum. Samgöngur um héraðið voru af þeim sökum strjálar. Svo atvikaðist, að ég átti erindi í landssímann og næsta símastöð við brúna var Narfeyri. Fór ég þangað heim, en símatími var ekki kominn og ég þurfti að bíða nokkra hríð. Húsfreyja bauð mér inn í her- bergið þar sem síminn var. Þeg- ar ég var orðinn einn inni lit- aðist ég um í herberginu. Við símann var borð og tveir eða þrír tréstólar, engin bókahilla, en skápúr stóð við vegg. Á borð inu lágu nokkrar bækur og til að drepa tímann fór ég að blaða 1 þeim. Mér til undrunar voru þetta stærðfræðibækur, voru bækurnar á íslenzku, dönsku, ensku, þýzku og frönsku. Hafði ég heyrt því fleygt í sveitinni að bóndinn á bænum kynni nokkuð fyrir sér í reikningslist, en á þessu átti ég ekki von. Eftir nokkra bið kom bónd- inn heim af túni, lágvaxinn mað ur, frekar grannur, hvatlegur, með greindarleg augu og ég tók eftir, að hann tók hlýlega í höndina á mér. Er við höfðum spjallað saman nokkra hríð, hafði ég orð á því að ég hefði litið í bækurnar á borðinu. Jú, hann átti þær og sagðist hafa gaman að glugga í þær, en gerði lítið af því nú orðið. Svo var eins og hann ætlaði að segja eitthvað meira en hætti við það og fór út í aðra sálma. Var mér forvitni í hug en beið átekta. Að samtalinu loknu kvaddi ég og fór. Nokkrum dögum síðar fórum við saman í .ferðalag vestur í Helgafellssveit. Af og til minnt- ist ég á stærðfræði, en hafði frekar lítið upp úr því, en ein- hvem veginn lá það þó í loftinu að margt væri ósagt enn. Svo gistum við eina nótt í gistihús- imi í Stykkishólmi. Að afloknu dagsverki gengum við niður að höfninni og horfðum á sólina skína yfir Breiðafjörðinn, bát- ana og fuglinn. Um kvöldið gengum við til náða. Hann sett- ist á rúmið og sagði mér sögu sína, sem mér finnst enn jafn furðuleg og er ég heyrði hana í fyrsta sinni. Hann var alvar- legur á svip, en yfirbragðið milt og drengilegt, einstaka íinnum brá fyrir glettni og gneistuðu þá augun af fjöri: Hann fæddist 4. jan. 1897 I Vífilsdal í Dalasýslu, sonur Ög- nvundar Hjartarsonar af Geit- eyjarætt og Málfríðar Hansdótt- ur. Uppalinn í Vífilsdal og bjó þar til 1930. Kvæntist Láru Vig- fúsdóttur úr Brokey 1929. Bjuggu þau næstum alla tíð á Narfeyri. Eignuðust þau þrjú börn. Hér er farið fljótt yfir sögu. Var í Verzlunarskólanum frá 1912-1914 og lauk þaðan prófi, síðan vann hann eitt ár í Reykja vík en eftir það snéri hann heim í átthagana. í fornsölu 1 Hafnarstræti keypti hann nokkrar stærðfræði bækur þar á meðal eina franska frá 1857 og fór með þær heim í sveitina og byrjaði fyrir al- vöru 1916 að lesa þær, þar á meðal Tölvísi Björns Gunnlaugs- sonar. Stundaði hann þessa fræðigrein að jafnaði í frístund- um sínum til 1929. Stærðfræði- bækurnar voru fáar og gamiar, og náðu ekki langt, en hugurinn var /frjór og af nauðsyn bjó hann sér til nýtt merkjakerfi og mál yfir stærðfræði til að geta haldið lengra áfram. Fjáráð til kaupa á bókum voru lítil, þeg- ar hann vantaði logarithma reiknaði hann út tölugildin sjálf ar og stöðugt bættust við nýjar sannanir og niðurstöður. Árið 1920, þegar hann hafði fengizt við stærðfræðina í fjögur ár fann hann svokallaðar Hamiltons Quaternionir af eigin rammleik seinna frétti hann að þær hefðu verið fundnar 67 árum áður. Þvílíkt afrek nægði útlendingn- um til að nafn hans gleymdist ekki. Og svo fór um fleiri upp- götvanir hans. Aðal torfæran í starfi hans var einangrunin. Hann sat við sín fræði heima og gat ekki rætt um þau við nokk- urn, hvað þá að fá lítilsháttar Skilning og uppörvun. Ferðalag til Reykjavíkur tók tvo daga. Þó brá hann sér suður einstaka sinnum á þessum árum og dvaldi dagstund hjá dr. Ólafi Daniels- syni og „þangað var gaman að koma“ sagði hann. Þar fékk hann nokkuð af því sem hann þráði. Dr. Ólafi hefur litizt vel á manninn, því hann getur hans í formála að kennslubók í homafræði: „Naut ég þar góðra bendinga frá Vilhjálmi Ög- mundssyni, ungum bóndasyni vestur í Dölum“. Ég spurði: Áttir þú ekki auð- velt með reikninginn í Verzlun- arskólanum? Svarið var jafn furðulegt og annað: „Ekki sér- staklega, — en þá vissi ég ekk- ert af þessu“. En hvernig gekk þér að lesa stærðfræðigækur á erlendum málum? „Ég hafði nægilega undirstöðu úr skólan- um i ensku og þýzku en fransk- an var erfið, ég þurfti að lesa bókina mörgum sinnum til að skilja hana, erfiðast var hug- takið Intergration partielle, þar stóð ég fasfcur lengi, en svo kom það.“ Og áfram var haldið og fund- in lausnin á margföldun stærða á n-víðu rúmi eins og stærð- fræðingar nefna það, en það er um hvernig margfalda á saman stærðir í hversu mörgum vídd- um sem vera skal. (Sem dæmi má nefna að flöturinn er tvær víddir, rúmið þrjár o.s.frv.) Og meira var að Vilhjálmur skynj- aði margar víddir og sá þær fyrir sér. En svo fór sem áður, þessi þraut hafði verið leyst alllöngu áður, en lausn Vilhjálms mun hafa verið einfaldari og glæsi- legri. Þetta er líklega bezta af- rek hérlendis manns á andlegu sviði og sambærilegt við það bezta, sem gert hefur verið á þessu sviði úti í hinum stóra heimi. En mikill munur er á aðstöðunni til slikra starfa. Er- lendis geta vísindamennirnir unnið saman með nægan bóka- kost og fjármagn við hendina, geta skipzt á skoðunuim og gan- rýnt hvem annan, en hér situr sveitamaður í frítímum sínum frá brauðstritinu einn síns liðs og engan nærstaddan órar fyr- ir, hvað hann er að gera. Þegar hann skráði lausnina fyrst, vant- aði hann stórt blað, leysti hann líminguna sundur yfir gufu af stóru brúnu umslagi frá stjórn- arráðinu og notaði það. Þegar ég bað hann um að gefa mér um- slagið, brosti hann og sagðist víst vera búinn að týna því. Ég starði á hann sitjandi á rúminu, álútann veðurbarinn, talsvert slitinn og hendurnar voru erfiðismannshendur og spurði hvenær hefurðu haft tíma til alLs þessa? Og svarið var sem fyrr: „Bezti tíminn var þegar ég vakti yfir ánum á vorin.“ Nú var fuglinn við Breiða- fjörð löngu sofnaður og við buð- um góða nótt. Á stærðfræðiiðkunum varð nokkurt lát um 1929 og fékkst hann frekar lítið við þær næstu tvo áratugina, en alltaf skutu upp einhver vandamál í kollin- um annað slagið, sem þurfti að leysa, og svo þurfti að endur- bæta fyrri lausnir. Ástæðurnar fyrir því voru að hann gat vænzt þess, að aðrir hefðu leyst þrautirnar á undan, en hann hafði ekki skilyrði til að fylgj- ast með því sem gerðist á þess- um sviðum erlendis. Þá var hann búinn að festa sitt ráð og nú þurfti að byggja upp jörðina og fjöldskyldan stækkaði og aldraðir foreldrar fluttu heim til sonarins og búið varð stærra, túnið víðlendara, ný hús voru byggð svo nóg var að gera. Ann- að var, að niú kom útvarpið til sögunnar og þá þurfti að nema allt sem því kom við, síðar beindist hugurinn að rafmagns- tækni og loks þegar jeppinn góði kom, þá þurfti að kanna hvern hlut í honum. Alltaf var at- hyglin sístarfandi. Ári síðar kom ég aftur að Narfeyri og þá störfuðum við saman við að mæla fyrir nýj- um vegarkafla í sveitinni. Mig minnir að Vilhjálmur hafi ráð- ið vegarstæðinu. Hann sagði mér frá því, að harm hefði smið að sér hallamæli og tæki til að mæla stærðina á túninu. Þeg- ar komið var að því að halla- mæla veglínuna, rétti ég honum tækið og spurði hvort hann vildi ekki mæla. Hann gekk í kring- um tækið, eins og hann þyrði ekki að snerta svona fullkomið tæki, síðan byrjaði hann og starf aði eins og hann hefði aldrei gert annað úm æfina. Þá bar það við, að gamli pósturinn í sveitinni kom ríðandi með klyfjahest í taumi og fór fram- hjá meðan Vilhjálmur var að mæla. Þegar pósturinn var horf- inn tók ég eftir því að Vilhjálm- ur varð kátur og glettinn. Hvor- ugur sagði orð, en báðir hugs- uðum við það sama: Pósturinn á eftir að fara heim á hvern bæ og segja frá hvað hann sá. Um 1950 voru synirnir farnir að létta undir við búskapinn og efnahagurinn að batna, og heim- ilið gert vistlegra og nú fór Vil- hjálmur að fá svigrúm til að sinna hugðarefnum sínum á ný. Annað var, að mikill gróandi var í öllum raunvísindum í heiminum og var öllum ljóst að askamir urðu kúffullir vegna bókvitsins. Samgöngur voru orðnar góðar suður. Vilhjálmur brá sér suður og komst í sam- band við stærðfræðinga bæjar- ins, gat skipst á skoðunum við nokkra þeirra, en það sem hon- um varð mest virði, að hann fékk lánaðar bækur bæði um stærðfræði og eðlisfræði, sem hann nú sökkti sér niður i. Einu sinni mætti ég honum er hann var að koma af fundi í fé- lagi stærðfræðinga, en þar hélt hann erindi. Hvernig gekk spurði ég, hann svaraði á þá leið, að það hefði gengið sæmi- lega, hlustendur hefðu verið á- nægðir, erindið var of langt, tók tvær stundir í stað einnar; kannske hefði hann getað verið fljótari, því hann hafði aldrei sett fram hugsmíðar sínar fyrr á þennan hátt. En varstu ekki kvíðinn áður en þú byrjaðir? Þá hló hann og sagðist vera viss með hvað hann væri að fara, taugaóstyrk þekkti hann aðeins af afspurn. Seinna um kvöldið sóttum við hljómleika hjá hljóm sveitinni. Vilhjálmur fylgdist vel með öllu. Að hljómleikunum loknum þekkti hann heiti hinna ýmsu hljóðfæra, sem ekki er í frásögu færandi, en hann var þar að auki búinn að gera sér grein fyrir myndun hljóðsins I þeim, háum tónum og lágum. tíðni hljóðbylgna og stjrrk. Hann ' hafði ánægju af þessu sagði hann, ekki sízt vegna þess að hann hafði ekki séð leikið á hljóðfæri síðan Þórarinn Guð- mundsson lék á fiðlu í Hótel ísland á skólaárum Vilhjálms. Á síðustu árum kom hann endr- um og eins í bæinn og hittumst við þá stundum. Var hann full- ur áhuga á tilverunni, var gam- an að heyra hann lýsa lifnaðar- háttum dýranna, bæði þeirra sem honum voru kærkomin og eins hinna sem hann hafði minni samúð með. Sama var um hvað var rætt í ríki náttúrunnar, alls staðar var hans skarp>a afchyglis- gáfa að verki. Eftir nokkurra daga dvöl í bænum, kom heimþráin í hann Hjá konu og börnum, sem hon- Um þótti ákaflega vænt um, vildi hann helzt vera. 1 eitt síðasta skiptið sem hann heimsótti mig talaði hann um stærðfræðina og eðlisfræðina og gat þess eins og af tilviljun að hann hefði grun um að ein af að alkenningum Alberts Einsteins Væri ekki að öllu leyti rétt. Þeg- ar hann frétti að hópar manna út um heim væru einnig að fást við þetta, sagði hann, að þetta yrði skemmtilegt viðfangsefni. En því miður entist honum ekki æfin til að glírna við það. Ég vona að ég geri engum rangt til með að halda því fram, að þessi hjartahreini, drenglyndi og óframfærni maður hafi verið mesta afburðarmenni hér á landi fyrr og síðar. En örlögin höguðu því til að hann lifði ein- angraður í einangraðri sveit í einangruðu landi og varð af þeim sökum á eftir tímanum. Hefði hann haft ækifæri til að stunda fræði sín við góð andleg og fjárhagsleg skilyrði, hefði mátt vænta þess áð nafn hans hefði borizt víða um heim. Ólafur Pálsuon. t NÚ er hann gerugiin'n Narfeyrar- bóndinn, Vilhjákniur viniur minn Ogmundsson. — Fátæktegri verð- ur Skógarströndin að honum horfnum. Við vorum af óLílku bergi brotnir, ekiki á sama reki, og leiðir iágu heldiur ekki ýkjalengi saman. Þó tóksi með ofekur kiunningsskapur, sem þróaðist í fasfca og trausta viináfcbu. Hann var veitandinn, ég só, sem þáði feginsamlega. Við átfcum marga góða stund saman í ræðum um íugl, fisk og fólkið við þann Undurfagra Álfbafjörð. Það eru ekiki nema ndtokrar vikur síðan; ég var að koma utan úr eyjum. Leit að vanda við á Narfeyri. Fannöt mér þá vini mínum mjög brugðið. — Að vísu stóð hann í heyi, en gaf sér þó fcíma til að sitja með mér góða stund í sfcofu og rabba um örn- inn, — okikiar saimeiginlega 'hugð- arefni. — Bn það var enginn 1 glampi lengur í hivössum augun- um. Hann viar þreyfctur, þó æðru- laus og með hugann við framtíð bús og barna sinma. Tveinint var það samt, sem bar á góroa, er dró slký frá sjómum hans. Það var náimsframi sonarims, sem leggur sfcund á stærðfræði: þá fræði- grein, sem Vilhjáílmiur hefur vafalítið náð lengst í allra ís- lendinga, þeirra, sem eklki hafa áfct kost á langstoólagöngu. Og 'hibt var svolítið plagg, sem Fug’laverndarfélagið hafði ný- verið sent honum sem staðfest- ingu þess, að hanm hafði verið kj'örinn heiðursfélagi þeirra fá- meninu, en ekiki ómerku samtaka. Þegar góðir vinir hverfa, rifj- ast minningarnar upp. — Þær eru margar, sem ég á um Vil- hjá'lm frá Narfeyri, og al'lar góð- ar, því að aldrei vissi ég hann vikja illu að neinum. Og á marga ólika hluti bar ihainn betra skyn- hragð en flestir aðrir. — Það var garmam að rei'ka með honum um þær _ sögufrægu slóðir, sem eru við Álfltaf jörðinn, láta hanm sýna sér valigrónar tóftir, 'horfa með honum á fflug hvítvangaðra hels- ingja, 'klöngrast í amarhreiður og ganga með honum í lifclu Narf- eyraitkirkjuna, sem hann unni svo mijög. — Mér fannst allfcaf mikiiH friður og andakt yfir þeim stað. — Vilihjálmur bar vissulega svip- mót sinna heimahaga, reisn Eyrarfjalls og þær rúnir, sem imargar hrolfkaldar vökunætur á fjöflum marka í andlit ísLenzika bóndans og þó ekiki síður þanm varrna, sem átök við ári og orf hafa Skilið efltir í harðBigguðum ’höndum. Það er ekki á mírnu færi að gera greinargóða mamnlýsingu af Viihijálmi á Narfeyri. — Ég heid, að sameigimlegur vinur okikar hafi þar farið svo nærri lagi, sem ummt er, þegar hanm sagði við mig áður en ég hitti ViflhjáLm í fyrsta simn: „Traustur gæðadrengur, bregst aldrei“. — Hann var meðalmaður á hæð, grannur, beinvaxmn, með þykkt, stálgrátt hár, kembt til hliðar fná breiðu enni. Augun blá og nöklkuð djúpsefct, augnabrún- ir ljósar, kinnbeimin há, nefið beint,. munnsvipurimn eftirtakan- lega ákveðinn, án þess að vera hörku'Legur. Hamn var hæglátur í fasd, en frjálsmammlegur þó. Enda þófct hann væri djúpíhugs- andi og ekki alltaf með hugann við heyskapimn, var hanm a'ldrei úti á þekju, eins og vitringar eiga víst að vera; þvert á móti var hamn nábfcúruglaður rnaðnr og hliátuirmi'ldiur. Hamm var atgervis- miaður í hvívetma, en mér er efs um, að hamn hafi verið aflamað- ur að sama skapi, emda sfóð hug- ur til amnars. Þó féll bonum sjialdan verk úr hendi. Enda er mim síðasfca mynd af honum, þar seim harnn stóð í hlaðvarpanum veifandi mér kveðju sinmi. Hann v-ar með orfið í hinni hemdinni. Var að slá óvéltaeka skiák við bæjarhúsin. Mér famnst harnn þá sem oftar dæmi-gerður íslenz'ki bóndinm, fliæiglátur, seigur, sí- vimnandi og síhugsandi. Víst er um það, að Viflhjálmur á Narfeyri var óvenjuiegur mað- ur, og vissulega er ísland auð- ugra en önmur lönd, meðan það ber gæfu til að ala slíka syni. Það verður trúlega seinfundinn fl>óndinn í stærri flveimspörtuiv- um, sem skrifað gebur vísindarit- gerðir um talnafræði og rætt við sprenglærða fliástoólamenn sem jafnimgja, án þess nokkurn tima að glaia sinmi eðallxnnu hógværð. Góð er minnig ViflhjáLms Ög- mumdssonar frá Narfeyri. Þeim, sem emgum vildi misgera, hljóta góðar vættir að unna mildrar 'hvíldar. — Guð blessi ástvini hans. Birgir Kjaran. 3JA TIL 4 HERB. íbúð óskost til leigu Fyrirframgreiðsla. — Upplýsingar í sima 20476.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.