Morgunblaðið - 03.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1965, Blaðsíða 1
32 siður Pannig litur óveður út — séð írá sjónarhóli geimfarans. Mynd- in frá tekin frá Gemini V. yfir Atlantshafi, og sýnir hún storm í fæðingu undan ströndum Marokkó. Illviöri og flóð geisa á Ítalíu 17 Kafa farizt — fólk flýr heimili Róm 2. sept. — NTB A.m.k. 17 manns fórust í dag ®g nótt í miklu óveðri, sem gekk yfir Mið-Ítalíu. Gífurleg úrkoma olli flóðum á mörgum stöðum og mörg hundruð fjölskyldur flúðu heimili sín. Flóð þessi hafa einn- ig grafið sundur vegi og járn- brautarlínur. Yfirvöldin í ftalíu hafa sent herlið til flóðasvæðanna til að aðstoða lögregluna þar við björg unaraðgerðir. Eru það einkum héruðin Roma, Ambria og suður- hluti Toskana, sem verst hafa orðið úti. Sérstakur sendimaður páfa, Luigi Traglia, kardínáli, kom í dag til norðurhluta Roma- héraðs, en þar hafa 600 fjölskyld- Framhald á bls. 31. Loftorrusta flugvéla Ind- lands og Pakistan í Kasmír Átökin harðna í landinu — Ind- verjar yfirvega tilmæli U Thants Nýju Dehlí og London, 2. sept. — NTB — AP. TII. NÝRRA loftbardaga kom milli indverskra og pakistanskra flugvéla yfir Kasmír í dag, en hins vegar voru átök á jörðu niðri í smærri stíl, að því er talsmaður indverska varnarmála ráðuneytisins sagði. Hélt tals- maðurinn þvi jafnframt fram að hermenn Pakistan hefðu goldið mikið afhroð í bardögunum á Chamb-svæðinu á miðvikudag. Kvað hann 30—40 hervagna Pakistan hafa verið eyðilagða sið degis en 13 hefðu verið eyðilagð ir fyrr um daginn. í dag kom einnig til stórskotaliðsbardaga í Janghar-héraði. Útvarpið í Pakistan segir að hermenn frá Azad Kasmír („Hinu frjálsa Kasmír“) hafi tekið 80 indverska hermenn til fanga, og sömuleiðis náð á sitt Finni forseti Alls- herjarþings SÞ? Norðurlönd styðja kjör Enckells, finnska sendiherrans í Stokkhólmi Helsingfors 2. sept. — (NTB) NORÐURLÖND hafa ákveðið að styðja sameiginlega kjör sendiherra Finnlands í Stokk- hólmi, Ralph Enckells, sem forseta Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, að því er til- kynnt var í Helsingfors í dag. Pentii Suomela, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu finnska, sagði í dag að fram- boð Enckells yrði staðfest jafn skjótt og ljóst væri að Austur- Evrópuríkin myndu ekki tefla fram marini í framboð. Hann kvað finnska utanríkisráðu- neytið hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneyti hinna Norðurlandanna, og hefðu þau „með vissum skilyrðum" fall- izt á framboð Enckells. Suomela bætti því við að framboð Enckells yrði til um- ræðu á næsta fundi fulltrúa Evrópuríkjanna hjá SÞ í New York og svo fremi að ekki komi til þess að A-Evrópu- löndin kæmu fram með eigið framboð. vald tveimur skriðdrekuru í bar- dögunum í Jammuhéra(5i. Jafn- framt hefði náðst mikið af ind- verskum vopnum og vistum í Bhimar-héraði. Útvarpið gat hinsvegar ekki um þá hermenn Pakistan, sem sagðir eru komnir 13 km. inn fyrir landamæri Kasmír. Loftbardagarnir í dag áttu sér stað yfir Cham-héraði í suður- hluta Kasmír. Það er á þessum slóðum, sem her Pakistan er sagður hafa farið inn fyrir landa mæri Kasmír á miðvikudag. Tals maður indverska hersins sagði að Indverjar hefðu enga flugvél misst í bardögunum í dag, og hann minntist ekki hldur á hvort Pakistanar hefðu misst flugvél. Shastri, forsætisráðheira Ind- lands, sagði á blaðamannafundi í dag, að innrás hermanna Pak- istan hefði gert nauðsynlega al- gjöra enduskoðun á stefnu Ind- verja og öll Kasmírdeilan verði nú að athugast á breiðari grund- velli. Samkvæmt því, sem varn- armálaráðherra Indlands, Chav- an, segir, beittu Pakistanir 70 skriðdrekum og herdeild fót- gönguliðs í innx;ás sinni ,en hann kvað ástandið hins vegar ekki svo slæmt í Chamb-héraði. Góðar heimildir í Nýju Dehli herma að í dag hafi innanrikis- Framhald á bls. 31. Schweitzer enn mjög sjúhnr Labarene, Gabon, 2. sept. — NTB. DR. Albert Schweitzer er enn mjög sjúkur og getur ekki tekið á móti heimsóknum, að því er upplýst var við sjúkrahús hins heimsfræga læknis í myrkvið- um Afríku í dag. Sagt var að Schweitzer hefði átt rólega nótt. — í gær spurðist að dr. Schweit- zer væri sjúkur, en hann er nú niræður. Bjorgunarmenn vinna að því að grafa i isruðnuigi ut aiiann skriðjöklinum, „ manudag steyptist niður í Saas-dalinn í Sviss og gróf 100 verkamenn lifandi. Það er einn kaffiskála verka- manna, sem sést í rústum ofarlega á myndinni. t gær áttu björgunarmenn fótum fjör að launa, er töluverð skriða af ís og aur féll enn úr jöklinum í átt til þeirra. Óveður og skriðuhætta úr jökl- inum hafa gert björgunarstarfið mjög erfitt. Bretland: Forseti Neöri fílál- stofunnar lát'nn Llkur aukast á kosningum i hausf London, 2. sept. — NTB-AP „SPEAKER“ eða forseti Neðri málsstofunnar brezku, Sir Harry Hylton-Foster, féll skyndilega niður á götu í London í dag og lézt hann nær samstundis. Talið er að banamein Sir Harry hafi ver- ið hjartabilun. Hann var sextugur að aldri. Búizt er við því að leiðtogar stjórn- málaflokkanna hrezku muni hittast á fundi í næstu viku til þess að reyna að hindra að stjórnmálakreppa verði í Bretlandi vegna láts Sir Harry. Lát forseta Neðri mál- stofunnar er talið auka mjög líkur á því að kosningar verði í Bretlandi í haust, og svo mikið er víst að hlutabréf hækkuðu skyndilega í verði í Kauphöllinni í London er lát þingforsetans spurðist. Hei'miildir, sem standa Wilson forsætisráðtherra nærri, sögðu hins>vegar í kvöld að þær teldiu að samikomulag miundi nást milli s tj ó rnmálafloikika nna þriggja Framhald á bðs. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.