Morgunblaðið - 03.09.1965, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 3. sept. 1965
Innilegar kveðjur með þakklæti sendi ég öllum þeim,
sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum
á 70 ára afmælinu 29. ágúst. — Lifið Öll heil.
Jónas Magnússon. Barðavogi 38.
FYRIR 1. OKT.
Er kaupandi að íbúð innan Hringbrautar. — Þarf
að vera laus. — Útborgun 4.00—500 þús. — Má
vera gamalt.
JÓHANN KARLSSON, símar 16599 og 32633.
Til leEgu frá 1. okt.
3ja herb. íbúð. — Sér hitaveita. — Tilboð, er greini
fjölskyldustærð og greiðslugetu sendist afgr. Mbl.
fyrir 8. þ.m., merkt: „Reglusemi — 6387“.
Bifreiðaeigendur
Tökum að okkur heilsprautun og blettingar.
Rétting hf.
Síðumúla 15B — Sími 35740.
Eiginkona, móðir og amma,
JENNST HANSEN
andaðist 1. september sl. að heimili sínu Njarðargötu 9.
William Hansen,
Arnfinn Hansen.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN STEINDÓRSDÓTTIR BRIEM
fyrrum húsfreyja Oddgeirshólum,
andaðist 30. ágúst sl.
Jarðsett verður frá Hraungerðiskirkju, mánudaginn 6.
september kl. 2 síðdegis. — Blóm vinsamlega afþökkuð.
Ferð verður frá B. S. í. kl. 12,15.
Börn og tengdabörn.
Móðir mín
SIGURLÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
Sikpholti 39,
sem lézt 31. ágúst verður jarðsungin frá Neskirkju
laugardaginn 4. sept. kl. 10,30 f.h.
F. h. aðstandenda.
Erla Guðjonsen.
Maðurinn minn,
JÓHANN M. KRISTJÁNSSON
frá Lágafelli Syðra,
verður jarðsunginn laugardaginn 4. þ.m. frá Fáskrúðar-
bakkakirkju kl. 2 e.h. — Ferð verður frá B. S. í. kl.
9 f.h.
Borghildur Þórðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
móður okkar og tengdamóður,
HULDU JÓNSDÓTTUR
Akranesi.
Örlygur Þorvaldsson, Erna Agnarsdóttir,
Stefán Teitsson, Fríða Lárusdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og
útför mannsins míns, föður og afa,
BOGA BRYNJÓLFSSONAR
fyrrverandi sýslumanns.
Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Haukur Bogason, Þuríður Helgadóttir og börnin.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eigirf
manns míns og föður okkar,
ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR
Ásvallagötu 53.
Guðrún Þorkelsdóttir og börn.
Örlygur Guðjón Har-
aldsson -
ÞAÐ hefir dregizt lengur en átt
hefði að vera, að minnast þessa
sómadrengs, ,en hann fórst af
slysförum aðfaranótt þriðjudags-
ins 29. júní sl. Örlygur heitinn
var fæddur þann 6. febrúar árið
1947 í Reykjavík. Foreldrar hans
voru þau Bernódía Sigurðardótt-
ir og Haraldur Guðjónsson. Ung-
ur að árum fluttist Örlygur með
móður sinni til Vestmannaeyja,
og átti þar heima síðan í ástríki
og umsjá hennar og fósturföður
síns, Sveins Ársælssonar, ásamt
tveim alsystkinum, Auði Dóru
og Hlöðveri, og þremur ungum
hálfbræðrum, Sveini, Karli og
Ársæli
Haustið eftir að Örlygur hafði
lokið tveggja vetra námi í Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja, hóf
hann nám í Iðnskóla Vestmanna-
eyja, og sat þar einn vetur í
fyrsta bekk. Að honum loknum
stóð hugur hans, sem svo margra
ungra manna, á sjóinn, og var
hann að mestu við þau störf fram
til hinztu stundar, bæði á bátum
og á togara. En fljótt kom í ljós,
að hverju hugur hans stefndi í
frámtíðinni, því að sautján ára
gamall innritar hann sig á vél-
stjóranámskeið, er haldið var í
Vestmannaeyjum, og lauk þaðan
prófi með góða einkunn. Þess
má einnig geta, að jafnframt
námi, þá lék hann í hljómsveit
Samkomuhúss Vestmannaeyja,
því hann var framúrskarandi
■ Minning
músíkalskur, og má næstum
segja, að allt hafi leikið í hönd-
um hans. Um skeið var hann
annar vélstjóri á bátum og
smyrjari á togara, en sl. vetur
réðist hann sem fyrsti vélstjóri
á mb. Gísla J. Johnsen VE 100,
og var á honum fram á sl. sum-
ar, en þá var honum boðin staða
fyrsta vélstjóra á mb. Hannesi
lóðs VE 15. En stutt var vera
hans þar um borð, því að hann
drukknaði á leið til skips aðfara-
nótt 29. 6. sl.
Örlygur heitinn var geðþekkur
og góður félagi. Hann var vinur
vina sinna, og gott uppeldi leyndi
sér ekki í fari hans. Hann var
greindur vel, og orðheppinn, og
kom sér allsstaðar vel. Til vinnu
var hann hörkuduglegur og kapp
samur, enda var hann hraustur
vel, og harðger. Fyrir hugskots-
sjónum okkar, er þekktum hann
í þessu lífi, svífa fyrir óteljandi
minningar um hann, hver annarri
fegurri. Hann var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann var, og
ávallt reiðubúinn að leysa hvers
manns vanda á þann hátt, er
bezt mátti verða. Við fráfall hans
er kveðinn mikill harmur að for-
eldrum hans, systkinum og öðr-
um ástvinum og vinum. Og við
fráfall hívers efnilegs æskuinanns,
er skaði þjóðfélagsins einnig
mikill. En einhversstaðar stendur
skrifað, að þeir sem guðirnir
Nasser enn á
fundi í Kreml
Ekkert látið uppi um „friðar-
áætlun66 hans fyrir Vietnam
Moskva 30. ágúst - NTB,
NASSER, Egyptalandsforseti, átti
í dag nýjan fund í Kreml með
þeim Kosygin, forsætisráffherra,
og Brezhnev, affalritara kommún
istaflokks Sovétríkjanna, Mikoj-
an, forseta, Sjeljepin, varafor-
sætisráffherra, og Malinovsky,
varnarmálaráðherra. En likt og
var um fund þeirra fyrir þremur
dögum, var ekkert iátið uppi um
umræffuefni fundarins í dag.
Ekki hafa neinar stafffestar fregn
ir borizt um það frá Kaíró, aff
Nasser hafi haft meðferðis til-
lögur aff friffaráætlun fyrir
Vietnam.
í Moskvu er talið ólíklegt að
nokkur opinber tilkynning verði
út gefin um slíka tillögu egypzka
forsetans fyrr en hann hafi haft
samband við upphafsmenn til-
löguruiar, og gert þeim grein fyr-
ir undirtektum ráðamanna Sovét
rikjanna. Talið er að það séu
þeir Shastri, forsætisráðherra
Indiands, Nkhumah, forseti
Ghana, og Tító, Júgóslavíufor-
seti, sem standi að baki þessari
friðaráætlun.
Talið er að Nasser hafi og gert
grein fyrir utanríkismálastefnu
Egypta, og að sovézku leiðtog-
arnir hafi fyrir sitt leyti gert
grein fyrir deilunni við Kín-
verja.
Egypzkar heimildir sögðu í
kvöld, að Nasser og Sovétleið-
togarnir hafi rætt ýmsar hug-
myndir, sem gætu orðið grund-
völlur að aðgerðum landa, sem
ekki eiga hlut að Vietnam-deil-
unni, og miðuðu að því að finna
á henni lausn. Sögðu sömu heim-
ildir að Nasser hefði þegar haft
samband við sum þeirra landa,
sem hlut eiga að deilunni i
Vietnam.
Blaðburðarfólk
Gnoðavogur
Langagerði - Grettisgata I - Sigtún
Kjartansgata - Hjarðorhagi - Fálkogata
Vesturgata II - Laugfcnrteigur -Njörvasund
Kirkjuteigur - Leifsgata - Grenimelur
elska, deyi ungir. Þetta eru fögur
og hugnæm orð, er ósjálfrátt
veita huggun og styrk við þeirri
miklu sorg, að þurfa að sjá á bak
efnilegum og góðum dreng,
löngu fyrr en ætla mætti.
Við sendum foreldrum, syst-
kinum og ástvinum Örlygs heit-
ins okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, og vonum, að minningin
um allar þær ánægjustundir er
við áttum í návist hans, muni
verða okkur öllum styrkur um
ókomna tíð. Blessuð sé minning
hans.
Vinir.
Sokkoh'ífar
og
Rest best koddar
Endurnýjum gömiu sængurn-
ar, eigum dún- og fiðurheld
ver, æðardúns- og gæsadúns-
sængur og kodda aí ymsum
stærðum.
— Póstsenduxn —
Dún- og
fidurhreinsun
Vatnsstig 3. — Simi 18740.
(Orfá skref frá Laugavegi).