Morgunblaðið - 03.09.1965, Blaðsíða 31
Föstudagur 3. sept. 1965
MORCUNBIADID
31
Yilisfikadómoii
tekui við
lannsókn Long-
íökulsmóisins
RANNSÓKN í smyglmáli skip-
verja á Langjökli er enn ekki
lokið. í dag mun Þórður Björns
son, yfirsakadómari, taka við
rannsókninni, þar sem Jóhann
Níelsson, fulltrúi, lætur nú af
störfum við sakadómaraembaett-
ið. —
Jóhann mun taka við starfi
framkvæmdastjóra Æða- og
hjartaverndunarfélags íslands.
Þiíi kóiui syngjo
við messu
Kreml sendir
Ho heillaóskir
Eitt fyrsta embættisverk Emils Jónssonar sem skipaðs utan-
ríkisráðherra var að undirrita viðskiptasamning við Tékkó-
slóvakiu. Myndin er frá undirrituninni. Samtímis Emil ritar
Josef Keller forstjóri í utanríkisverzlun Tékka undir samn-
inginn.
FJÖLMENN guðsþjónusta fór
fram í Saurbæ á Hvalfjarðar-
Strönd siðastliðinn sunnúdag.
Þrír kirkjukórar, Lundar-,
Bæjar- og Leirársóknar, sungu
sameiginlega við guðsþjónustuna,
undir stjórn Björns Jakobssonar,
söngkennara frá Yarmalæk.
Sóknarprestur prédikaði og
þjónaði fyrir altari.
Endasentist í
heilon hiing
— B 52 sprengjuflugvélar
- *
gera árás á Viet Cong
22 HERMENN Viet Cong kómm
únista voru felldjr í dag er her-
svcitir stjórnarinnar i Saigon
gerðu árás á vígstöðvar Viet
Cong um 16 km. sunnan Chu Lai
svæðisins, en þár hafa Banda-
rikjamenn stóra flugstöð. Samkv.
því, sem bandariskur talsmaður
sagði í dag, voru fimm hermenn
Viet Cong teknir höndum ig 45
menr. aðrir, sem grunaðir eru um
að vera meðlimir uppreisnar-
hreyfingar kommúnista. I*að var
við Chu Lai sem bandarískir land
gönguliðar umkringdu mikið lið
Viet Cong á dögunum og ger-
eyddu því.
1 dag gerðu bandarískar B 52
sprengjuflugvélar árás á stöðvar
Viet Cong aðeins 30 km. sunnan
Saigon, og var þetta í fjórða
sinn, sem þessum risavöxnu
sprengjuflugvélum er beitt í
Vietnam.
Akranesi, 2. sept.
VOLKSWAGEN 1500 endasent-
ist á miðjum vegi, eins og fram
íhjólin hefðu bögglazt undir hon
um, og meira að segja enda-
sentist heilan hring og kom
þannig niður á hjólin aftur.
Þetta gerðist aðfaranótt sl.
sunnudags á veginum við síkis-
brýrnar norðan við Ferjukot.
Ungt fólk frá Akranesi, 5 manns,
var í bílnum, og meiddist eng-
inn, nema hvað ung stúlka fékk
taugaáfall. Talið er, að viðgerð
á bílnum kosti 70 þúsund kr.
— Oddur.
Félog gæzlu-
systia stofnað
HINN 18. maí sl. var stofnað fé-
lag gæzlusystra.
A fundinum voru mættar 12
gæzlusystur sem gerðust stofnfé-
lagar, auk þess var ákveðið að
þær gæzlusystur, sem áður voru
búnar að tilkynna þátttöku, en
ekki gátu mætt á þessum fundi,
skyldu teljast stofnfélagar. Alls
verða því stofnendur 16, eða all-
ar þær gæzlusystur sem nú eru
staddar hérlendis.
A stofnfundinum voru sam-
Þykkt lög fyrir félagið. Tvær
fyrstu greinar félagslaganna eru
þannig:
1. grein.
Félagið heitir „Félag gæzlu-
systra“. Félagið er deild i „Starfs
mannafélagi ríkisstofnana".
2. grein.
Tilgangur félagsins er að efla
stétt gæzlusystra og glæða áhuga
þeirra fyrir öllu því er að starfi
þeirra lítur. Tilgangi þessum
hyggst félagið ná m.a. með því
að stuðla að framhaldsmenntun
gæzlusyst^a, gæta félagslegra
hagsmuna þeirrá og réttinda,
efla samheldni þeirra og stéttar-
tilfinningu.
I stjórn félagsins voru kosnar:
Formaður: Margrét Bachmannl,
Skálatúni; gjaldkeri: Árný Kol-
beinsdóttir, Kópavogshæli; ritari:
Helga Birna Ounnarsdóttir, s. st.;
varaformaður: Guðrún Gunnars-
dóttir, Skaftahlíð 10; varagjald-
keri: Sigríður Eyjólfsdóttir, Ljós-
heimum 22; vararitari: Kristjana
Sigurðardóttir, Bólstaðahlíð 58.
- Endurskoðendur voru kosnar
þær Sonja Knútsdóttir og Erla
Friðleifsdóttir,
Viðuikenna
ekki Singnpoie
Djakarta. 2. sept. — NTB.
DR. Subandrio, utanríkisráð-
herra Indónesíu, lýsti því yfir í
Djakarta í dag að Indónesía
myndi ekki viðurkenna Singa-
pore sem sjálfstætt ríki á meðan
brezkar herstöðvar væru i eyrík-
inu. Hann bætti þvi við að ekki
yrði um að ræða að viðskipti
yrðu tekin upp við Singapore
fyrr en Indónesía hefði viður-
kennt landið.
Aðalfundur
Félags bryta
FÉLAG bryta hélt aðalfund sinn
föstudaginn 18. júní. Var þar
greint frá starfsemi félagsins á
liðnu ári, og gerð grein fyrir
fjárhag þess. Samþykkt var
reglugerð fyrir styrktar- og
sjúkrasjóð. Félagið minntist þess,
að í febrúar s.l. vpru liðinn 10
ár frá stofnun félagsins.
Við stjórnarkosningu var Böð-
var Steinþórsson kosinn formað-
ur í fimmta sinn, Anton Líndal
var kosinn gjaldikeri og Guðjón
Guðnasön ritari, allir endunkjörn
ir., Varastjórn Skipa Frimann
Guðjónsson og Kári Halldórsison.
í stjórn styrktarsjóð6 voru kjörn
ir Böðvar Steinþórsson, Björn
Óskarsson og Frímann Guðjóns-
son. Einnig fór frarn á fundinum
kosning fulltrúa á Faramanna-
og fiskimannasambandisíþing o.fl.
— Skeiðará
Framhald af bls. 28
eru engir þeirra í hættu af
hlaupi í Skeiðará. En oft brotna
símastaurar niðri á söndunum.
í Grimsvötnunum verða hrika
leg umbrot, þegar ísþekjan hrap
ar allt í einu 80—90 m á þessu
30—40 ferkm svæði. Eru til
hrikalegar og fallegar myndir af
umbylltum jökum og umturnuð-
um jökli eftir Grímsvatnahlaup.
T.d. eru frægar myndir Magn-
úsar Jóhannssonar af hlaupinu
1954.
Sovétleiðtogarnir sendu í dag
hjartanlegar hamingjuóskir til
Ho Chi Minh, forseta N-Vietnam
í tilefni þess að í dag voru 20 ár
liðin frá því að lýst var „sjálf-
stæði Vietnam“. í heillaóska-
skeytinu segir að Sovétríkin
muni halda áfram að veita alla
þá aðstoð, sem þau geti, og að
þau séu þess fullviss að það serp
fólkið í Vietnam berjist fyrir sé
rétt.
— Skýlishæfni
Framhald af bls. 28.
Eftir atihuganir á staðnum
voru eftirfarandi skólar útilok-
aðir sem geislunarskýli: Voga-
skólinn og Breiðagerðisskólinn.
í nánari skýringum á orsökum
þess að þessir skólar eru taldir
ónothæfir í fyrrnefndu tilliti,
ber mest á því að þar eru engir
k.jallarar, gluggaihlubfall er of
hátt húsin eru úr timbri, kjallari
stendur upp úr, og enginn not-
hæfur miðkjarni er í bygging-
unni.
í»eir slkólar sem kom tH greina.
að lokinni athugun á staðnum
voru: Melaskólinn, Hag'asikólinn,
Langiholtsskólinn, Laugalækjar-
skólinn, Háskóli íslands, Iðnskól-
inn, Barnaskóli Austurbæjar,
Gagnfræðaskóli Austurbæj ar,
Hamraihlíðarskólinn og Álfta-
mýrarskólinn. Voru skólar þess-
ir reiknaðir út og gerð grein fyr-
ir niðurstöðum, nauðsynlegum
breytingum og skýlisrými í hverri
byggingu fyrir sig.
í skýrslunni segir að allir
þesisir skólar eigi það sameigin-
legt, að í þeim séu nobhæf skýlis-
rými fyrir að minnsta kosti ein-
hvern hluta þeirra, sem þar væru
staddir. í fæstum þeirra yrði þó
nægilegt rými fyrir ailla þá, sem
þar má búast við að væru, þeg-
ar kennsla stendur yfir.
Að aflokinni þessari abhugun
komast starfsmenn Almanna-
vama að þeirri niðurstöðu, að
'heildarástandið sé heldur siæmt,
þegar tekið er tillit til þess að á
síðastliðnum vetri 1964-1965 var
tala nemenda í þeim skólum, sem
athugaðir voru, um 17000. Heild-
arskýlisrýmj í skólum þessum án
breytinga á húsakynnum þeirra
sé fyrir 3.400 manns eða 20% af
heildarfjölda nemenda. Með
þeim breytingum, sem getið sé
um fengist skýlisrými fyrir um
4.700 manns eða urn 28% heildar
fjiölda neonenda.
Annar fundur „krúnu-
rá5slns“ í Grikklandi
IWikill viðbúsiaður lögregiunnaff'
í Aþenu
Aþenu, 2. sept. — NTB.
LOFT var mjög þrungið spennu
í Aþcnu í kvöld er „krúnuráðið“
kom saman til fundar til að
reyna að finna lausn á stjórn-
málaástandinu í Grikklandi..
Lögreglan hafði í kvöld mikinn
viðbúnað ti! þess að bæla niður
óeirðir, seni óttazt var að til
kynni að draga.
í kvöld voru mótmælafundir
á a.m.k. tveimur stöðum í
Aþenu. Samtök vinstrimanna
héldu mótmælafund fyrir áhang-
endur sína, og Samtök lýðræðis-
legra lögfræðinga höfðu tekið
ieikhús eitt á leigu til mótmæla-
fundahalds. Mótmæla lögfræð-
ingarnir því, sem þeir nefna brot
Konstantíns konungs á stjórnar-
skránni.
„Krúnuráðið" hefur enn ekki
getað fundiö neina lausn á stjórn
málaöngþveitinu í Grikklandi,
en meirihluti þeirra stjórnmála-
manna og fyrrum forsætisráð-
herra, sem til þessa hafa talað
á fundum þess, hafa ekki óskað
18. spreng-
ingin
Washington, 2. sept. — NTB.
BANDARÍSKA kjarnorkumála-
nefndin tilkynnti í dag að í gær
hafi farið fram tilraun með
kjarnorkusprengingu neðanjarð-
ar. Var þetta lítil sprengja, og
jafnframt sú önnur, sem sprengd
hefur verið í vikunni, og hin
18. á þessu ári.
— Loftorusta
Framhald af bls. 1
ráðherra Indlands, Swaran Singh
gengið á fund Chester Bowles,
sendiherra Bandaríkjanna í Ind
landi, og afhent honum harðyrt
mótmæli gegn því að bandarisk-
um skriðdrekum væri beitt af
Pakistönum gegn Indlandi í
Kasmír. Sagt er að í orðsend-
ingu þessari hafi verið sagt, að
Pakistanar hefðu á að skipa
Patton-skriðdrekum og auk þess
F 86 Sverðþotum.
í Washington sagði talsmaður
utanríkisráðuneytisins að Banda
ríkjastjórn hefði til athugunar
þær fullyrðingar indversku
stjórnarinnar um að bandarísk-
um vopnum væri beitt í Kasmír.
Þá upplýsti talsmaðurinn að
Dean Rusk, utanríkisráðherra
hefði kvatt indverska sendiherr
ann í Washington á sinn fund
til þess að ræða ástandið í
Kasmír.
í Nýju Delhi er sagt, að
Shastri, forsætisráðherra hafi
verið fullvissaður um það af
stjórnarandstöðunni að indverska
þjóðin stæði einhuga að baki hon
um í Kasmirmálinu. Ennfremur
er upplýst að indverska stjórnin
hafi nú í athugun þau tilmæli
U Thant, framkvæmdastjóra
S.þ., að vopnahléi verði komið
á í Kasmír. Bretar styðja þessi
tilmæli U Thants til beggja aðila
í deilunnL
Talsmaður stjórnar Pakistans
sagði í Rawalpindi í dag, að her-
menn frá Azad Kasmir (,Hinu
frjálsa Kasmir"), sbuddir paik-
istönskum her, héldu áfram sókn
sinni inn í Chamþ-hérað. Sagði
talsmaðurinn að 150 hermenn
Indverja h-efðu verið tefcnir
höridum ag aufc þess ‘hefðu 15
indiverskir hervagnar verið tekn
ir, og væru þeir í góðu lagi.
Hinsvegar hefði lítið mannfall
eða tjón orðið í liði Pafcisitana.
eftir nýjum kosningum. Segja
þeir nýjar kosningar í landinu
óráðlegar á meðan æsingar eru
slíkar í lsndinu,- og raun ber
vitni.
Papandreou, fyrrum forsætis-
ráðherra, var eini meSi.mur
„krúnuráðsins“, sem á miðviku-
dagskvöld krafðist þess að nýjar
kosningar færu fram.
Á fundinum í kvöld mættu að-
eins 10 af 15 boðuðum meðlim-
um krúnuráðsins. Hmir fimm
voru ýmist erlendis eða sjúkir.
Á miðvikudag bað Konstantín
konungur krúnuráðið að hjálpa
til við að ieysa stjórnmálavand-
ræðin, þannig að þau skaði ekki
efnahagslíf landsins né heldur
álit þess útávið. Krúnuráðið er
aðeins ráðgefandi.
Ohlin vill látn
af stöifum
Stokkhóimi, 2. sept. — NTB.
PRÓFESSOR Bertil Ohlin hefur
látið svo um mælt að hann æski
þess að láta af störfum sem for-
maður Svíþjóðardeildar Norður-
landaráðs. „Ég hefi greint Sví-
þjóðardeildinni og forsetum ráðs
ins, svo og Tage Erlander for-
sætisráðherra, frá þessari ósk
minni“, sagði Ohlin árdegis i
dag. „Ég tel að tími sé kominn
til formannsskipta í deildinni“
bætti hann við.
Ohlin hefur verið formaður
Svíþjóðardeildarinnar siðan 1956.
Hann hefur bent á að einnig
standi fyrir dyrum formanns-
skipti bæði í Finnlands- og
Noregsdeildunum. John Lyng,
Stórþingsmaður, er ekki í fram-
boði í næstu kosningum í Noregi,
og getur því ekki verið áfram
formaður Noregsdeildarinnar, og
sömu sögu er að segja um
Fagerholm, forseta finnska þings
ins.
— ítalia
Framhald af bls. 1
ur flúið heimili sín vegan flóð-
anna.
Mesta óhappið í sambandi við
óveður þetta varð á þjóðvegi í
Romahéraði. Þar reif flóðbylgj-
an með sér 15 bíla. Fjórir menn
fórust í bílum þessum og 15
slösuðust.
Fjölmargir vegir og járnbraut-
arlínur í flóðahéruðunum voru
lokaðir í dag vegna flóða
eða skriðufalla. Talið er að lög-
regla og herlið hafi þegar
bjargað hundruðum manna frá
bana.
— Þingforseti
látinn
Framhald af bls. 1
þannig að ek)ki kæmi til kosninga
alveg á næstunni.
Sir Harry Hylton-Foster tók
ekki þátt í atkvæðagreiðsiluim í
brezika þinginu samkvæmt hefð.
„Speaker“ Neðri málstofumnar
greiðir aðeins atkvæði ef at-
kvæði falila jöfn í málstofunni.
Talið er að eftiirmaður Sir
Harry verði dr. Horace King sem
er stuðningsmaður Verkamanna-
flokksins.
Eins og nú háttar málum er
staðan í þingi þessi: Verkamanna
flokkiurinn 315 þingmenn, Ihaldis-
flokkurinn 303, Frjálslyndir 10
og tvö þingsaeti eru nú auð, sae-ti
Sir Harry og þingsæti í kjördæmi
sem jafnan er Vetikamanna-
flokiknum tryggt.