Morgunblaðið - 09.09.1965, Síða 12

Morgunblaðið - 09.09.1965, Síða 12
12 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 9. sept. 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: JÞorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SAMVINNA VÍSINDA- MANNA OG STJÓRN- MÁLAMANNA ¥¥ér á landi ríkir vaxandi skilningur á gildi vís- indalegra rannsókna fyrir framfarir í atvinnuvegum landsmanna. Hinar miklu síld veiðar undanfarin ár byggjast annars vegar á stærri fiski- skipum og nýrri veiðitækni ~og hins vegar á vísindalegri rannsókn síldarganga, sem framkvæmd hefur verið af íslenzkum vísindamönnum á þessu sviði. í þessu tilviki höf um við ljóst dæmi um hag- nýtan árangur vísindalegra rannsókna og fleiri slík dæmi er hægt að nefna úr öðrum atvinnugreinum. Enginn þarf því að efast um mikilvægi vísindarannsókna og vísinda- starfsemi fyrir land okkar og þjóð. En til þess að starf hinna ágætu vísindamanna okkar nýtist sem bezt, og hagkvæm- ur árangur verði af því, er ákaflega nauðsynlegt að styrkja samband og sam- vinnu vísindamanna og stjórn málamanna. — Stjórnmála- —menn og stjórnmálaflokkar verða að gera sér þess grein, að framfarir í landinu og vax- andi velmegun þjóðarinnar byggjast á vísindum og niður- stöðum vísindarannsókna. — Stjórnmálamenn geta ekki lengur af sjálfsdáðum skapað þann málefnagrundvöll, sem þeir hyggjast byggja þjóð- málabaráttu sína á. Til þess þurfa þeir aðstoð vísinda- manna, sem hafa glögga yfirsýn yfir hin flóknu vanda mál nútímaþjóðfélags, hver á sínu sviði. Nánari samvinna stjórn- málamanna og vísindamanna er ekki aðeins stjórnmála- mönnunum hagkvæm, hún er vísindamönnunum einnig mik ilvæg, þar sem hún tryggir þeim meiri möguleika til þess að sjá árangur vísindalegra rannsókna sinna koma fram í hagnýtum efnum, landi og þjóð til góðs. Þess ber að vænta, að þessi nauðsynlega samvinna vís- indamanna og stjórnmála- manna takist á breiðum grundvelli hér á landi á næstu árum. Að undanförnu 'hafa komið heim fjöldamarg- ir ungir vísindamenn, sem lokið hafa erfiðu námi við er- lenda háskóla og er ástæða til að leggja áherzlu á að leit- ast verði við að nýta þekk- ingu þeirra og menntun, sem allra bezt í þágu þjóðarinnar og hagsmuna hennar. Traust og náin samvinna vísinda- manna og stjórnmálamanna er ein öruggasta tryggingin fyrir vaxandi framförum og velmegun hér á landi. HEYÖFLUN FYRIR AUSTURLAND ¥ gær var birt hér í blaðinu •“■ greinargerð um störf kal- nefndarinar svonefndu, sem landbúnaðarráðherra skipaði til þess að athuga hvernig við skyldi bregðast vandamál um bænda á Austurlandi vegna kalskemmda í túnum þar. í greinargerð þessari kem- ur fram að nefndarmenn hafa ferðazt víða um Aust- urland, kannað ástand mála og rætt við oddvita hrepps- nefnda til þess að fá hjá þeim upplýsingar um horf- ur á heyfeng. Þessi at- hugun leiddi í ljós, að um töluverða heyþörf yrði að ræða á þessum svæðum og gerir nefndin ákveðnar til- lögur um hversu bregðast skúli við þeim vanda. Lagt er til, að útvegað verði heymagn fyrir Austur- land eftir því sem hægt er og leitast við að veita bændum nokkur lán til heykaupanna og tryggja nokkurn fjárstuðn- ing í því sambandi. Hefur stjórn Bjargráðasjóðs íslands heitið stuðningi við þær ráð- stafanir, sem fyrirhugaðar eru í þessu sambandi. Þá legg ur nefndin einnig til, í tilefni af blaðafregnum um, að bænd ur í öðrum landshlutum hafi hug á að gefa hey til Aust- urlands, að kannað verði þeg- ar í stað hve mikið heymagn mundi fást á þennan hátt. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að það verði gert, og eiga niðurstöður þeirra at- hugana að liggja fyrir Í0. september. Landbúnaðarráðherra hef- ur falið nefnd þeirri, sem hafði þessar athuganir með höndum, að sjá um fram- kvæmdir á heyöflun til bænda á Austurlandi, en ekki eru tök á að ákveða endan- lega hvaða ráðstafanir þar verður um að ræða, fyrr en fyrir liggja niðurstöður um endanlegan heyfeng bænda eystra og er nú unnið að því að kanna það. Af þessu má ljóst vera, að af hálfu landbúnaðarráðherra hefur verið unnið að þessum málum af skynsemi og fyr- irhyggju. ítarleg athugun hef Tiliinningasemi Lee's kemur mörgum á óvart Singapore: Hví dró hann í 4^2 ár að skýra frá njósnamálum CIA og meintri mútu- tilraun USA? Eftir JOHN CANTWELL Singapore í sept. — (AP) H V í dró forsætisráðherra Singapore, Lee Kuan Yew, fyrst nú í vikunni fram úr handraðanum njósna- og mútuásakanir á hendur Bandaríkjunum, 4% ári eft ir að umræddir atburðir áttu sér stað? Tvær kenningar varð- andi þetta virðast eiga mestu fylgi að fagna með- al þeirra, sem með stjórn- málum fylgjast gerst í þessu nýsjálfstæða eyríki, Singapore. Annað sjónarmiðið er að Lee, sem mjög er annt um álit sitt, og áhyggjur hefur af því hve fáar Afríku- og Asíuþjóð- ir hafa viðurkennt sjálfstæði Singapore, hafi komið fram með þessar ásakanir á hendur Bandaríkjunum til þess að sýna fram á að hann sé ekki „handbendi nýju hýlendu- stefnunnar." Hin kenningin er sú, að Bandaríkin hafi lagt mjög hart að Lee síðan Singapore sagði skilið við Malaysíu, að hann lýsti yfir því að hann fylgdi andstæðingum komm- únista. Slík yfirlýsing af hálfu Lee myndi binda enda á þær vonir hans, að Singapore Lce Kuan Yew verði viðurkennt sem hlut- laust ríki af Afríku- og Asíu- þjóðum. Þeir, sem með málum fylgj- ast hér, telja þó fyrrnefndu kenninguna öllu líklegri en þá síðarnefndu. ANDLEG ÁREYNSLA? Sumir hafa einnig bent á, að Lee virðist hafa áhyggjur þungar af líðan einhvers, sem honum stendur nærri, og að hann eigi við mikla erfiðleika og andlega áreynslu að stríða í sambandi við endurskipu- lagningu stjórnar sinnar eft- ir viðskilnaðinn við Malaysíu. Þeir, sem viðstaddir voru, urðu forviða, hversu mjög Lee sýndi tilfinningar sínar er hann lýsti því yfir að hið litla eyríki hans hefði verið neytt af Malaysíu til að yfirgefa ríkjasambandið. Lee féll sam an og grét á meðan hann var að útskýra þetta á blaða- mannafundi. Áður hafði hann haft á sér orð fyrir að vera harður í horn að taka. Sumir urðu einnig forviða er þeir hlýddu á andbanda- rískar yfirlýsingar forsætis- ráðherrans á blaðamanna- fundi, sem var sjónvarpað sl. þri|Sjudag. Hann sagði þá að Bandaríkjastjórn hefði boðið sér 3 milljón dollara mútu til þess að halda því leyndu að starfsmaður bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA) hefði verið staðinn að verki við að reyna að kaupa ríkisleyndar- mál í Singapore. Bandaríska utanríkisráðu- neytið gaf út formlega yfir- lýsingu um þessar ásakanir Lee og neitaði þeim. En eft- ir að Lee hafði dregið fram afsökunarbréf frá Dean Rusk, utanríkisráðherra, sagði utan- ríkisráðuneytið, að þessu hefði verið neitað vegna mis- taka! Bréfið var skrifað 15. apríl 1961, og bar fram afsakanir sökum þess að „ákveðnir starfsmenn bandarísku stjórn arinnar“ hefðu verið viðriðn- Framhald á bls. 13. ur farið fram á ástandinu á Austurlandi. Áætlun hefur verið gerð um nauðsynlega heyflutninga austur, og á- kveðnar tillögur gerðar um hevrnig leysa eigi mál þetta fjárhagslega. Það liggur svo í augum uppi, að ekki er hægt að ákveða endanlega fram- kvæmdir í þessu máli fyrr en Ijóst er, hversu mikið hey bændur fyrir austan óska að kaupa, en það byggist að sjálf sögðu mikið á veðurfari og þurrkum nú næstu daga. Hins vegar er alveg ljóst, að ómerkilegt nart málgagns Framsóknarflokksins í þessu máli, hefur við engin rök að styðjast. Þótt það blað sé ekki alveg óþekkt fyrir ómerki- leg skrif gegnir þó furðu, að það skuli sjá ástæðu til að draga vandamál bænda á Austurlandi vegna kal- skemmda, inn í pólitískf orða skak í örvæntingarfullri til- raun til þess að finna ein- hvern höggstað á landbúnað- arráðherra, sem Framsóknar- mönnum hefur hingað til ekki tekizt. HEIMSÖKN FOR- STJÓRA EVRÓPU- RÁÐSINS 1 ð undanförnu hefur dvalið hér á landi forstjóri Ev- rópuráðsins, Peter Smithers. Hefur hann rætt hér við ýmsa ráðamenn um sameigin- leg vandamál Evrópuríkja. Peter Smithers á að baki viðburðaríkan feril í brezkum stjórnmálum. Hann var kjörinn á þing 1950 og varð skömmu síðar aðstoðar- ráðherra nýlendumála, en að- stoðarutanríkisráðherra varð hann 1962 og gegndi því til 1964. Frá stríðslokum hefur þró- unin í Vestur-Evrópu stefnt að stöðugt aukinni samvinnu Evrópulandanna. Til þess að auðvelda þá samvinnu og stuðla að henni, hafa ýmsar stofnanir verið settar á fót, bæði á stjórnmálasviðinu og í efnahags- og viðskiptamál- um. Evrópuráðið er ein hin fyrsta af þessum stofnunum og ef til vill voru meiri von- ir bundnar við það í upphafi en raunhæft hefði verið, en það hefur samt sem áður átt ríkan þátt í að skapa hinn sterka samvinnuanda, sem er með Evrópulöndum og þjóð- um, og sem við íslendingar skynjum ekki til fulls fyrr en við komum til þessara landa. Samstarfið innan Evrópu- ráðsins hefur fengið raun- hæfa þý^ingu fyrir okkur ís- lendinga nú, þar sem Við- reisnarsjóður Evrópuráðsins hefur lánað 86 milljónir kr. til Vestfjarðaáætlunar. Sýn- ir það, að slíkt samstarf get- ur haft hagnýta þýðingu. Heimsóknir forustumanna í málefnum Evrópu, eins og for stjóra Evrópuráðsins, hljóta að vera okkur mikið ánægju- efni og vafalaust geta þær orðið til mikils gagns. Þess vegna ber að fagna heimsókn forstjóra Evrópuráðsins hing- að og óskandi væri, að ísland kæmist í nánari snertingu við þær sterku hreyfingar, sem bærast í Evrópu fyrir aukinni samvinnu landa og þjóða í þeirri álfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.