Morgunblaðið - 09.09.1965, Síða 23

Morgunblaðið - 09.09.1965, Síða 23
Fimmtudagur 9. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 — Barizt Framhald af bls. 1. mælt í Karaohi, en borg þessi er uim 350 kílómetrum fyrir austan Karachi. Segjast Indverjar sækja þarna fram í áttina ti'l Khapr- apar, 25 kílómetrum innan landa mæranna. Talið er að með inn- rásinni í Pakistan á þes-sum slóð'um vilji Indverjar neyða Pakistana til að flytja hersveitir sínar frá Kasmir suður á bóginn tii að forða því að Hyderabad og Karachi ver’öi stefnt í hættu. ELnnig er talið að Pakistanar muni flytja herlið frá Kutch- svæðinu áleiðis ti'l Gadra. Mikið flugvélatjón Talsmaður flughersins í Pak- istan sagði í dag að mjög vel hafi gengið að verjast árásum indverskra flugvéla. Benti hann á að Indverjar hafi átt öflugri flug her en Pakistanar, en ekki tekizt að ná tilgangi sínum, sem var að eyðileggja strax loftvarnir Pakistans. Sagði talsmaðurinn að Indverjar hafi átt 400 flugvélar, en fimmtíu þeirra hafi ekki ver- ið í nothæfu ástandi. Af þeim 350 flugvélum, sem tiltækar voru, sagði talsmaðurinn að 63 hafi verið skotnar niður og eyði- lagðar, en það væri nærri fimmti hluti alls flughersins. Hinsvegar hefðu Pakistanar aðeins misst fimm vélar. Talsmaðurinn sagði að þessar tölur gætu virzt ótrú- legar, en lagði áherzlu á að þær væru réttar. „Ég býzt við því að skýringin sé sú að okkar flug menn eru hæfari“, sagði hann. Óttast alheimsbál Hvórki ríkisstjórn Indlands né stjórnin í Pakistan hafa sýnt nokkra viðleitni til að koma á vopnahlésviðræðum, þrátt fyrir tilmæli margra ríkja um að reynt verði að stilla til friðar. Hinsvegar var skýrt frá því í Djakarta í dag að Pakistanir hafi beðið Indónesa aðstoðar. | Einnig hafa Pakistanir leitað aðstoðar aðildarríkja Mið-Asíu bandalagsins, sem þeir eru aðilar að. Einn af ráðherrum Pakistanstjórnar, S. M. Jaafar, er staddur í Beirut, og átti þar fund með fréttamönnum í dag. Gaf hann í skyn að Pakistan mundi segja sig úr bandalaginu verði aðstoðin ekki veitt. „Ef félagar okkar í bandalaginu koma okkur ekki til hjálpar, munum við líta þannig á að bandalagið sé úr sögunni“ sagði ráðherrann. Hann bætti því við að Pakistanar féllust aldrei á neina sáttatillögu í deilunni við Indverja, nema sú sáttatillaga fæli í sér lausn Kasmír-deilunn- ar. Ekkert hlé yrði á bardögum fyrr en Kasmír-vandamálið væri úr sögunni fyrir fullt og allt. Varðandi för U Thants, fram- kvæmdastjóra SÞ, til Indlands og Pakistans sagði ráðherrann oð samtök Sameinuðu þjóðanna væru of sein á sér. Og ef miðlun- ortilraunir færu út um þúfur mundu Pakistanar berjast áfram. De Gauíle ræðir vii$ frétlame:t ^ Örvarnar á kortinu sýna vígstö ðvarnar á landamærum Indlands og Pakistans. Á miðsvæðinu, hj á Lahore, segjast Pakistanar hafa hrakið Indvcrja út úr landi sínu. Syðst, hjá Gadra. sóttu Indverj- ar í gær um 9 km. inn í Pakistan. Hjá Chhamb er ástandið ó- Ijóst, en þar segjast Indverjar hafa hafið nýja sókn í gær. París, 8 sept. — (Richard O’Malley — AP:) CHARLES de Gaulle, forseti, heldur hinn árlega haustfund sinn með fréttamönnum á morg- un, fímndudag, og eru mikiar vangoveltur um það í París hvað þar ber heizt á góma. Fundir forsetans með frétta- i mönnum eru að mörgu frá- brugðnir því, sem tíðkast víða annarsstaðar, þar sem frétta- menn bera fram spurningar og j þeim svarnð jafnóðum. De j Gaúlle hlýðjr fyrst á allar spurn ! ingarnar, sem flestar eru fyrir- . fram ákveönar í samráði við I hann. og flytur síðan samda j ræðu Notar hann þessa aðferð ; til að segja umheiminum hvað j hann telur illa farið eða gert, j og h''ernig hann álíti bezt að bjarga málunum. Enginn nems de Gaulle veit hvað rætt verður á fundinum á morgun, en sennilegt talið að helztu má'in verði þessi: 1) Efnahagsbandalagið, sem hann á nú í deilum við. Happdrætti DAS EFTIRTALIN númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000.00 hvert: Taldi hann öruggt að Pakistanar færu með sigur af hólmi ef er- lendri hernaðaraðstoð við Ind- verja yrði hætt. En ráðherrann kvaðst óttast að ef styrjöldinni milli Indlands og Pakistans yrði haldið áfram mikið lengur mundi- hún breiðast út og verða að al- heims báli. ★ Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa sent ríkiostiórnum Indlands og Pakistans orðsendingar þar sem skorað er á þær að reyna að koma á friði. Franska stjórnin kom saman til fundar í dag til að hlýða á skýrslu Maurice Couve de Murviile, utanríkisráðherra, um ástandið. Að fundinum lokn um gaf rikisstjórnin út tilkynn- ingu þar sem hún harmar vand- ræðaástand það, sem skapazt hef ur, og lýsir yfir þeirri von sinni að stríðsaðilum takist að koma á sáttum. Stjórn Malaysíu hefur sent stjórnum Ind'ands og Pak- istans orðsendingu og skorað á þær að styðja tilraunir Samein- uðu þióðanna til að koma á friði. Ein.nig hefur Haroid Wilson, for sætisráðherra Bretlands, rætt við sendifulltrúa béggja landanna í London og skorað á þá að vinna að því að friður komist á. En Indland cg Pakistan eru bæði að ildarríki brezka Samveldisins. Þá var tilkynnt í London í dag að brezka stjórnin hafi ákveðið að banna allar vopnasendingar til Indlands fyrst um sinn. Er hér um að ræða sendingar á vopnum, sem Indverjar sömdu um kaup á í .Bretlandi löngu áður en átök hófust, og ætluð voru til að efla varnirnar á landamærum Kína. Aður höfðu Bandaríkin tilkynnt að þau mundu stöðva allar vopnasend- ingar bæði til Pakistans og Ind- lands. Enffin síld í lieila viku Reyðarfirði, 8. september. HÉR hefur verið norðanátt og suddi að undanförnu. Stöðugt er bræla á miðunum og engin sild hefur borizt hingað í um það bil viku. Bátarnir fóru út í gær og er nú enginn bátur hér inni. Alls hefur verið brætt um 100 þús. mál í verksmiðjunni í sumar. í fyrri viku kornu tveir ágætir þurrkadagar hér, og náðist þá inn talsvert af heyjum, en mikið af því var orðið hrakið. — Arnþór. Um kl. 17 30 i gær var slökkviliðið kvatt aff Vélsmiffjunni Héffni, en þar hafffi kviknaff í benzín- knúnum rafsuðumótor. Slökkvil iðsmönnuui tókst mjög fIjótlega að slökkva í mótornum, sem tal- inn er ónýtur eftir brunann. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) 324 467 625 810 899 1698 2820 2903 3198 3415 4032 4231 4782 .5602 6399 6461 6930 7022 7919 9010 9130 9377 9525 9513 9720 10187 10594 10952 10997 11023 11364 12513 12761 12777 12815 12949 13804 14294 14450 14592 15140 15475 15528 16064 16435 16481 16670 16976 17496 17624 17731 17938 18067 19162 19802 21503 21663 21928 22035 22935 23904 23951 24091 24121 24165 24927 25375 26014 26145 26887 27617 27722 27988 28316 28529 28973 29346 29797 29824 30875 31172 31430 32451 32476 32587 32698 33147 33772 34178 34376 34864 34886 34904 35132 36627 36642 37478 37494 37635 37990 38299 38536 38914 39023 39131 39166 39239 39459 39562 40226 40399 40489 40862 40956 41068 41140 41165 41700 41952 42844 43429 43534 43638 43647 43961 43978 44018 44316 44348 44404 44556 44667 45281 45329 45585 46125 46175 46177 46630 47057 47502 47850 47965 48135 48340 48979 50108 50150 50214 50322 50455 50583 51287 53177 53802 54256 55746 56252 56624 56709 57331 57410 57467 57668 58012 59238 59454 60558 60678 61173 61333 61504 61631 62201 63197 63715 63735' 64011 64164 (Birt án ábyrgðar) — Tvö hlutafélög Framhald af bls. 24 samningum um þátttöku af sinni hálfu, svo framarlega sem öll tæknileg vandamál séu þá leyst. Á vegum ríkisins hafa þegar verið keypt öll dælingartæki og sett upp við Mývatn. Eru það dæluprammi, flotleiðsla, leðju- tankur, dælustöð og 3 km löng pípuleiðsla frá daelustöðinni við Helgavog ,að fyrirhuguðu verk- smiðjustæði við Bjarnarflag og stendur tilraunadæling nú yfir til þess að reyna dælukerfið og fá úr þvi skorið, hvort hráefnið skemmist nokkuð við dælinguna. Jarðfræðingar frá Johns-Man- ville eru nú staddir hér og munu þeir taka 50 tonna sýnishorn af hráefni, sem dælt hefur verið gegnum leiðslurnar og nota það til framleiðslu á kísilgúr í til- raunaskyni í kísilgúrverksmiðju Johns-Manville í Lompoc, Kali- forníu. Þegar er hafin útboðslýsing á vélum til kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn og hefur Kaiser Engineers, Kanada, Verið falin út boðslýsing, sem miðast við af- hendingu vélanna á næsta ári, en þá er ráðgert að reisa verksmiðj- 2) Atla ntshafsbandalagið, sem de Gai.lle telur að þurfi að endurskipuleLgja. 3) Vietnam. Þar telur de Gau.le nauðsynlegt að ein- hver hlutiaus aðili taki að sér að reyna málamiðlun. Ekkj er beinlínis búizt við stórtíðindum frá fundinum á morgun, en talið að forsetnn muni aðallega ræða innaniákis- mál. Sáttafundir SATTASEMJARI ríkisins, Torfi Hjartarson, hefur boðað til sátta fundar í dag í deilu afgreiðslu- stúlkna í brauð- og mjólkur- búðum. A mánudag verður hald- inn sáttafundur í deilu bygginga manna. Fjölmenni við kveðjumessur í Y íkurprestakalli SÉRA PÁLL Pálsson í Vík í Mýr dal, sem nú lætur af prestsstörf- um þar, hélt kveðjumessur í öli- um kirkjum prestakallsins sl. sunnudag. Var mikið fjölmenni við þessar messur og méðal þess margt aðkornufólk. Sr. Páli fiutti kveðjuprédikun í kirkjunum, og sr. Sigurjón Ein arssor. á Kirkjubæjarklaustri flutti ávarp. Auk þess flutti Sig urður B. Gunnarsson, sóknar- nefndarformaður, ávarp í Skeið- flatarkirkju. — Komu mjög greiniiega í ljós þær vinsældir, sem sr. Páli hefur átt að fagnói, sem sóknarprestur. Rubistar með síld til Akraness Akranesi, 8. septemlber. VÉLBÁTURINN Skipaskagi kom inn hingað kl. 4 í fyrrinótt úr sinni síðustu sumarveiðiför á þessu ári. Þeir toguðu vestur undir Jökli og fengu 210 kg, af slitnum humri og 4 tonn af fiski. í einu toginu kom upp í vörp- una gríðarstór yfirbreiðsla báts, nýleg og lítið skemmd. Án efa hefur yfirbreiðsluna tekið út af einhverju skipi í stormi og sjó- gangi. Síldarflutningaskipið Ruibistar kom hingað í nótt með 9000 mál af síld frá miðunum við Jan Mayen til Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar. Byrjað var að landa kl. 6 í morgun. Dæla skip- verjar sildinni úr lest upp 1 gámkassa, stendur á þilfari. — Tveir kranar standa á bryggju, hvor með sínar stálkjöftur, og hífa síldina upp úr kassanum upp á bílana. Ferðafélag Islands ráðgerir eftirtaldar ferðir um r.æstu helgi: Föstudagskvöld kl. 20: Rauðfossafjöll og lítt farn ar slóðir. Laugardag kl. 14 eru þrjár ferðir: 1. Þórsmörk. 2. Landmannalaugar. 3. Hveravellir og Kerling- arfjöll. A sunnudag er gönguferð á Hengil. Farið frá Austur- velli kl. 9%. Farmiða í þá ferð seldir við bílinn. Allar nánari upplýsingar veitt ar í skrifstofu félagsins, Öldu- götu 3, síma 11798 - 19533.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.