Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU H BLAÐIÐ Þriðjudagur 19. október 1965 Framlag Viðreisnar- sjóðsins til Vest- fjarðaáætlunar porvaldur Garðar Kristjáns- son, alþm., flutti eftirfaranði ræðu á þingi Evrópuráðsins í Strassborg 1. okt. sL, þegar tii umræðu var skýrsla Pierre Schneiters, forstöðumanais Við reisnarsjóðs ráðsins. Sem kunnugt er hefur sjóðurinn veitt 2 millj. dollara lán til framkvæmda á Vestfjörðum. „Herra forsetL Ég las með mikilli athygli ní- undu ársskýrslu hins „Sérstaka fulltrúa“ Evrópuráðsins, og ég vildi mega óska herra Pierre Schneiter til hamingju með störf hans til úrlausnar vandamálum fólksflutninga í Evrópuráðslönd- unum. Mér virðist, að það sé mjög mikilvægt fyrir samtök okkar að hafa slíkan fulltrúa til að fást við þessi máL ísland hefir meira en eina á- stæðu til að óska þess, að Ráð- gjafarþingið veiti áfram fullan stuðning við verkefni „Sérstaka fulltrúans". Að tillögu ráðgjafanefndar ,Sér staka fulltrúans* hafa íslandi verið veittir á þessu ári sex starfsfræðslustyrkir. Ég er viss um, að þeir menn, sem styrkinn hlutu og hafa tekizt á hendur hið ábyrgðarmikla * starf að þjálfa ungt fólk í starfsgreinum sínum, hafa haft hið mesta gagn af námsstyrknum, sem þeir gátu fengið fyrir sameiginlega að- stoð aðildarrikja Evrópuráðsins. Ég vona, að fyrstu þrjú árin, sem styrkir til starfsfræðslu hafa ver- ið veittir, megi líta á sem byrj- unartíma tilraunar, sem síðar verði haldið áfram í auknum mæli með tilliti til þess árangurs, sem þegar er fenginn. Af ársskýrslunni má sjá, að Viðreisnarsjóðuriim lánar til margháttaðra framkvæmda vegna fól'ksflutninga, bæði til að gera mögúlegt, að byggðarlög, sem í vök ei að verjast, geti haldið sínum íbúum. í ársskýrslu „Sérstaka full- trúans“ er sérstaklega tekið fram, að mínu landi hafi verið veitt „Forgangsaðstaða“ árið 1964. í þessu sambandi er mér mikil ánægja að segja nokkur orð í framhaldi af því, sem herra Pierre Schneiter sagði varðandi þetta mál í sinni ágætu ræðu áð- an. Island hefir fengið lán, sem sótt var um frá Viðreisnarsjóðn- um til framkvæmda á Vestfjörð- um, norðvestur hluta landsins, þar sem byggðinni var alvarlega ógnað með fólksfækkun. Eins og bent er á í árskýrslu „Sérstaka fulltrúans", er þessi brottflutn- ingur fólks ekki sökum skorts á landsgæðum, sem geti skapað góð lífsskilyrði, heldur vegna ein- angrunar, sem íbúarnir eru sér meðvitandi um. Umsókn íslenzku ríkisstjórnar- innar var byggð á framkvæmda- áætlun, sem verið er að gera í samvinnu við Efnahags- og framfarastofnunina, til þess að efla félagslegt og efnahagslegt öryggi á þessu landssvæði. Það er lögð áherzla á þörf þess að Þorvaldur Garðar Kristjánsson bæta aðstöðu á sviði skóla- og menningarmála, heilbrigðismála og samgöngumála, bæta aðstöðu til félagslegra iðkana og að koma á fót nýjum atvinnugreinum í þeim tilgangi að auka á fjöl- breytni atvinnulífisins. Það er þörf á að bæta aðstöðu til fram- haldsmenntunar, koma á fót verkstæðisskólum með sérstöku tilliti til fiskveiða og í öðrum greinum, er snerta fiskiðnað og mynda byggðakjarna og þjónustu miðstöðvar í sveitunum. Til þess að styrkja félagslega og efna- hagslega uppbyggingu þessa landshluta, er þegar ákveðið að bæta samgöngur bæði innan þessa landshluta og við aðra landsfjórðunga. Til þess að koma í framkvæmd þessum fyrirætlun- um um bættar samgöngur, hefir íslandi verið veitt lán að upp- hæð 2 millj. Bandaríkjadollara. Ég er alveg sérstaklega ánœgð- ur með hinn góða árangur af samningaviðræðunum við Við- reisnarsjóðinn, sem hefir verið mjög vel tekið af almenningi á íslandi. Nú þegar er hafin framkvæmd þessarar áætlunar og þess sjást merki, að íbúar þessa landsvæðis hafi fengið endurnýjaða trú á framtíðinni. Þannig er þess að vænta, að með aðstoð Evrópu- ráðsins verði haldið við eðlilegri byggð í þessum sérstaka lands- hluta á Islandi, — þar sem er vestasti hluti Evrópu — eins og hefir verið í nær 11 hundruð ár síðan ísland fannst og landið var numið.“ Gangnamaður brenndist ó súpu — Allir hestarnir fengu hrossasótt Geldingaholti, 18. okt.: — GANGNAMENN úr Gnúpverja- hreppi komu úr eftirleit sl. föstu dag, en þeir fara í Arnarfell og gista í afréttarkofum. Þeir voru fjórir saman og komu með 4 kind ur. Það óhapp varð á fyrsta kvöldi er gangnamenn voru í kofa í Hólaskógi við afréttargirðing- una að einn þeirra, Ólafur ísólf- ur Jónsson frá Skaftholti, hellti yfir sig heitri súpu úr potti og brénndi sig á fótum, einkum öðrum fætinum. Hann hélt þó áfram og fór alla þessa 8 daga ferð, en þegar hann kom itl byggða var byrjað að grafa í brunasárunum á öðrum fætin- um. Morguninn eftir að þetta slys varð, höfðu allir hestar gangna- manna fengið hrossasótt, að því er þeir töldú. En þeim hafði ver- ið gefið hey, sem áður hafði ver- ið flutt upp í kofann. Þetta voru 6 hestar, og voru tveir veikastir. Lyf voru með í ferðinni handa einum hesti, og fékk það sá sem iá fyrir. Komust gangnamenn með alla hestana í næsta áfanga stað, og höfðu haft þessa tvo veiku undir trússum. Náðu hest arnir sér eftir það. Gangnamenn fengu gott veður gekk ferðin að öðru leyti slysa- laust. Gangnamenn á Hrunamanna- afrétti fá verra veður. Þeir fara inn fyrir Kerlingafjöll og eru nú í eftirleit. — Jón. Tvær kindur gengu úti Geldingaholti, 18. okt.: — í FYRRAHAUST vantaði Bjarna Gíslason á Stöðulfelli á með lambhrút. í fyrstu leit í haust fannst hrúturinn fyrir innan Fjórðungssand í Tjarnarveri. En í annarri leit fannst ærin með hrútlamb í Gljúfurleit. Hafa mæðginin því gengið úti einhvers staðar inni á afréttinum sl. vet- ur. — Jón. Tónlistarskól- inn í Reykjavík EINHVER, sem kallar sig „Tónlistarunnanda“, birtir furðulega fyrirspurn í blaði yð- ar 15. október. Að jafnaði eru slíkar nafnlausar fyrirspurnir ekki svaraverðar, (í þetta skipti var um að ræða enduróm af áliti Jóns S. Jónssonar hjá Al- þýðublaðinu á Tónlistarskólan- um í Reykjavík, og skoðanir hans koma mér ekki við), en þær gefa samt tilefni til um- hugsunar. Hvað skyldu margir tónlist- arunnendur hafa sýnt Tónlistar- skólanum í Reykjavík áhuga á undanförnum árum, bæði í orði og á borði? Ekki veit ég til þess að tónlistarunnendur borgarinn- ar hafi nokkurn tímann tekið höndum saman (eins og sams- konar fólk í öðrum löndum) til að hýsa skólann, búa hann með nauðsynlegum hljóðfærakosti og nótnasafni, sameinast til að styrkja efnilega nemendur til náms hér og til framhaldsnáms erlendis, styrkt skólann með þvi að kosta hingaðkomu erlendra afburðakennara til skemmri eða lengri tíma. Flestum íslenzkum tónlistarunnendum vrðist sem sé ekki vera ljóst, að þannig er búið að hinum glæsilegu tón- listarskólum, sem víða eru er- lendis. Þá skiptir líka litlu málL hvort skólarnir eru 35 eða 350 ára gamlir. Hvernig værL að „Tónlistarunnnendur“ skriðu nú fram undan dulnöfnum til að styrkja skólann hér með ráðum og dáð? Um þröngsýni, þekkingarleysi, skilningsleysi og áhugaleysi kennaranna í Tónlistarskólanum í Reykjavík geta þeir dæmt, sem fullkomnir eru á því sviði og afkasta samkvæmt því listinni sjálfri og landi sinu í hag. Þorkell Sigurbjömsson. varnarráðunautur, sendir Vel vakanda eftirfarandi bréf: „í dálkum sínum 10. þ.m; kveðst Velvakandi „minnast“ þess, að afbrotum og umferða slysum fjölgaði stórkostlega í Stokkhólmi, þegar öl fékkst ekki vegna verkfalls bruggara, — og sama gerðist í Kaup- mannahöfn fyrir skemmstu af sömu ástæðum." Minninu er valt að treysta. Hér er staðreyndum alveg snúið við. Hið sanna er, að í Stokkhélmi breyttist ástandið í áfengismálunum mjög til hins betra í verkfalli brugg- ara þar árið 1963. Um það vitn uðu dagblöð höfuðborgarinn- ar, svo að ekki verður um villzt, einnig lögregla borgar- innar, sjúkrahús og drykkju- mannahæli. Um páskaleytið, þegar dró að lokum verkfalls ins, segir Aftonbladet 1. apríl 1963 m.a.: „Frá því kl. 7 að morgni sunnudagsins til sama tíma á mánudag tók lögreglan fasta aðeins þrjá ölvaða menn. Það er ótrúlega lág tala. Al- gengur fjöldi handtekinna drukkinna manna hvern sólar hring er um 25, en við mánaða Annað blað segir 25. apríl, nokkrum dögum eftir að verk fallinu lauk: „Afbrotum, er stafaði af ölvun, fækkaði mjög mikið. Gróf brot sömuleiðis. Umsóknum um vist í drykkju mannahælum fækkaði stór- lega. Lagabrot-, sem rekja má til ölvunar hurfu að kalla má“. Frá ölverkfallinu í Kaup- mannahöfn s.l. vor er sömu sögu að segja. Nægir í því sam bandi að benda á viðtal, sem umferðarstjóri lögreglunnar í Kaupmannahöfn átti við blaða menn og blaðið R. T. skýrir þannig frá 11. júní: „Erik Groes-Petersen umferðarstjóri lögreglu Kaupmannahafnar staðhæfir, að þær sex vikur, sem öl-verkfallið hefur varað, séu umferðaslys 33% færri en venjulega á sama tíma. Þessi niðurstaða er miðuð við slysa- fjöldann í Stór-Kaupmanna- höfn, en umferðarstjórinn tel- ur, að líkt muni þessu farið um allt landið. Hann er ekki í vafa um, að ölverkfallið sé orsök þessarar lækkunar um- ferðarslysanna". Svo mörg eru þau orð. — Velvakanda: „Þegar menn fengu ekki öl, fóru þeir að drekka brennivín með voða- legum afleiðingum". Sven Rögind háskólakenn- ari í Kaupmannahöfn ritar grein um verkfall þetta í sænska tímaritið Alkoholfrág- an. Hann kemst að þeirri nið- urstöðu, að neyzla sterkra drykkja kunni að hafa hækk- að eitthvað í verkfallinu, en þó naumast svo að nokkru nemi. — Hafa skal það, er sannara reynst. if BÍTLAR Ahyggjufullur faðir, sem las frásögn af miður fallegri fram komu bítla í einu kvikmynda- húsanna, hringdi til mín og bað mig að koma á framfæri við kvikmyndahúsin persónu- legri ósk um að þau tækju sam an höndum og neituðú bítlun- um um aðgang. Hann sagði að það væri hryllingur að horfa á ungling- ana með hárið niður á herðar eins og villimenn. Hann hefði beðið son sinn með góðu, hót- að honum illu, beiti öllum ráð um til þess að fá hann til að klippa sig, en án árangurs. Hvað á ég að gera? spurði maðurinn. Sennilega dygði ekkert annað en meina þess- um imgu herrum aðgang að kvikmyndahúsum. Það þyldu þeir ekkL Eða haldið þér það ekki? spurði maðurinn. Þvi miður gat ég ekki gef- ið Hönum nein góð ráð. Hann hefur greinilega misst tökin á syni sínum — og þá er úr vöndu að ráða. Sennilega hef- ur sá stutti þurft meiri aga frá upphafi, en úr þessu er víst lítið hægt að gera annað en - reyna samningaleiðina, ef ekki er talið borga sig að beita valdi. Fyrr á árum hefði unga fólk ið ekki verið spurt eða beðið um að gera þetta eða hitt. Það hefði verið klippt eins og for- eldramir vildu. Síðan hefði ekki verið talað meira um það. Þótt það sé í alla staði skað legt og óæskilegt að kúga ung lingana, getur of mikið frjáls- ræði verið þeim jafnhættu- legt. Ef foreldramir biðja son sinn að láta snyrta á sér koll- inn, þá verður góður sonur við þeim óskum, jafnvel þótt hinir strákarnir haldi áfranr að ganga eins og villimehn. Kaupmenn ■ Kaupfélög Nú er rétti tíminn til aS pauta ------- Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.