Morgunblaðið - 19.10.1965, Page 10
MORCU NBLAÐIÐ
10
fftr
Þriðjudagur 19. október Í965 í
Tíu Helgafellsbæk-
ur koma út í dag
Krossinn sýnir staðinn, ]»ar sem báturinn íórst, rétt út af Grinda-
víkinni. Staðarbergið er rétt vestan við.
í DAG koma í bókaverzlanir tíu
nýjar Helgafellsbækur .
„The Supreme Life“ (Ævi
Jesú), eftir Ásmund Guðmunds-
son, fyrrverandi biskup, kemur
nú út í enskri þýðingu Kristins
K. Ólafssonar. Hafa ýmsir er-
lendir kennimenn, sem þegar
hafa átt þess kost að lesa bókina,
farið um hana miklum viður-
kenningarorðum. Bókin er 320
bls. að stærð í stóru broti. Er
bún sérstaklega ætluð þeim, sem
senda jólabók til enskumælandi
fólks.
Ásmundur Guðmundsson.
„Barbara“, hin kunna skáld-
saga Færeyingsins Jörgen-Franz
Jacobsen kemur út í 2. útgáfu í
þýðingu Aðalsteins Sigmunds-
conar. Bókin kom fyrst út fyrir
20 árum í litlu upplagi og seldist
samstundis. Höfundurinn skrif-
aði bókina í banalegunni, og lá
handritið tilbúið á náttborðinu,
þegar hann lézt. William Heine-
sen ritar formála um höfUndinn.
„Orgelsmiðjan“ nefnist ný
skáldsaga eftir Jón frá Pálm-
holti. Þetta er nútímasaga all-
nýstárleg að formi og efni. Bókin
gerist öll á einum degi meðan
aðalpersónan liggur meðvit-
Undarlaus í pyntingaklefa, en
undirmeðvitundin starfar í sam-
ræmi við þyntingarnar. Af þeim
ástæðum getur sagan gerzt á
ólíklegustu stöðum, svo sem i
helvíti jafnt og jarðríki.
4. og 5. hefti timaritsins Helga-
fell. koma út samtímis, og er
hvort hefti aðeins ein ritgerð, hin
fyrri eftir dr. Steingrím J. Þor-
■teinsson um Einar Benediktsson
og hin síðari „Hversvegna orti
Egill höfuðlausn?" eftir Pétur
Benediktsson, bankastjóra.
Þá er bók eftir Harald Jó-
hannsson, hagfræðing, „í skugga
efnahagsbandalags Evrópu'*.
Bók eftir Dag Sigurðarson er
hann kallar „Niðstöng hin meiri“,
*ögur, greinar og kvæði.
,,Ský í buxum“ nefnist litil
bók, þýdd kvæði eftir rússneska
ljóðskáldið Vladimir Majakow-
skí. Geir Kristjánsson þýðir úr
frummálinu og skrifar greinar-
korn um skáldið. Helgafell hefur
áður gefið út bók um Boris
Pasternak, Ijóðaþýðingar eftir
sama þýðanda og grein um skáld-
ið.
Þá er komin út bók eftir
Bjarna Benediktsson frá Hofteigi,
sem hann kallar ,,1 andófi". Eru
það fjögur stutt leikrit, í torf-
mýrinni, Dánarminning, Vöxtur
bæjarins og Ryk.
Loks er komið út leikrit Er-
lings Halldórssonar, „Minkarn-
ir“ en það er einungis til sölu
hjá höfundi.
Eftirtaldar bækur eru vænt-
anlegar fyrir jólin:
Ný útgáfa af Illgresi Arnar
Arnarsonar. Er þessi útgáfa K
nokkru stærri en fyrri útgáfan, |
ýmis kvæði komið 4 leitirnar,
sem bætt hefir verið við.
Endurtekningin eftir Sören
Kirkegaard. Er efni bókarinnar
sótt í ástir þeirra Sören Kirke-
gaars og Regínu Olsen, en út af
þeim samdi Kirkegaard flestar
bækur sínar fyrri hluta ævinnar.
Bókina þýddi Þorsteinn Gylfason
og skrifar hann ítarlega ritgerð
um höfundinn er birtist í bók-
inni.
GuIIna hliðið í útgáfu Matthí-
asar Johannessen. Ný útgáfa af
verkinu í litlu broti, og skrifar
Matthías ítarlega ritgerð um
verkið og höfundinn Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi.
ÖIl verk Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi, ljóð, skáldsögur
og leikrit í sex bindum, koma út
um næstú mánaðarmót.
Þá kemur „Borgarlíf“ nútíma
skáldsaga eftir Ingimar Erlend
Sigurðsson og loks önnur nútíma
saga eftir Jóhannes Helga „Svört
messa“.
Þá er í prentun bók Williams
Heinesen ,,Hin sæla von“.
Loks er jólabók ætluð íslenzku
konunni, Æskuminningar Huldu.
Þó alllangt sé liðið frá því að
Hulda skáldkona lézt, hefir eng-
inn fengið til prentunar það síð-
asta sem skáldkonan færði í let-
ur, fallega minningarbók frá
æskuárum. Lýsir hún þar æsku-
árunum og kynnum sínum af
mörgum stórmennum þess tíma
á Norðurlandi.
Tveir hrútar
biurmu inni
PATREKSFIRÐI, 18. okt. — Um
kl. 4 í nótt kviknaði í gripahús-
um við Aðalstræti 72 á Patreks-
firði. I húsunum var geymt hey
og tveir hrútar. Slökkviliðið kom
á vettvang nokkrum mínútum
eftir íkviknunina, en stúlka í
næsta húsi varð eldsins vör, og
gerði brunaliðinu þegar aðvart.
Húsið var orðið alelda er slökkvi
liðið kom á vetivang. Tókst að
slökkva í heyinu, en þá var húsið
fallið. Hrútarnir brunnu inni.
Eigandi hússins er Kristinn
Fjeldsted. Húsið er vátryggt, en
mér er ókunnugt um hvort hey-
birgðir voru það — Trausti.
EI.ZTA togaraútgerðarfélag
landsins, Fiskveiðihlutafélagið
AUiance, átti 60 ára afmæli í
gær, 18. okt. Stofendur þess
voru Thor Jensen, Halldór Kr.
Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón
Sigurðsson, Jafet Ólafsson, Magn
ús Magnússon og Kolbeinn Þor-
steinsson.
Félagið var lengi með stærstu
fiskveiðihlutafélögum landsins,
rak umfangsmikla togaraútgerð,
fiskverkunarstöðvar og síldar-
bræðslur.
Fyrsti framkvæmdastjóri þess
— Báfurinn
Framha’d af bls. 32
þeim tókst að koma henni aftur
í lag. Þannig gekk í ca. 3% tíma.
Skipstjórinn hafði samband við
skip og land um talstöðina og
dáðust menn að rósemi hans.
Síðast heyrðist í honum í tal-
stöðinni, þegar hann sagði frá
því að 7 skipverjar væru farnir
í gúmmíbátnum, en hinn bátur-
inn vildi ekki blásast upp, en
ekki væri öll nótt úti enn. Og
síðan að enski togarinn væri
nú að leggjast upp að bátnum.
Menn biðu við tæki sín. Loks
kom hann aftur, í þetta sinn í
stöð togarans, sagði að allir
væru komnir þar heilir á húfi,
þeim liði vel og togarinn mundi
halda með þá til Reykjavíkur.
Þakkaði hann öllum, sem höfðu
unnið að björgunarstarfi. Eftir
það tókst ekki að ná í brezka
togarann.
Já, þetta var tæpt.
Mbl. hringdi í Tómas Þorvalds
son, formann björgunarsveitar-
inna/ í Grindavík, en sveitin
fylgdist allan tímann með bátn-
um úr landi, tilbúin með tæki
sín, ef hann ræki upp.
Tómas sagði, að björgunar-
sveitin hefði haft fyrstu fréttir
af þvi að Strákur væri í nauð
kl. 6,15. Þá var suðvestan storm
ur, 6—7 vindstig og gekk á með
hríðaréljum. Var veltubrim,
eins og Grindvíkingar kalla það,
og alveg ófært út úr höfninni
þar.
Strákur var þá um 2 Vz mílu
út af Staðarbergi, en þar er á
nokkuð löngum kafla hátt berg.
Rak bátinn upp undir land. en
I síðan komu skipverjar upp segl
var Thor Jensen, til 1910, en þá
tók við framkvæmdastjórastörf-
um Jón Ólafsson. Síðan 1930 hef-
ur sonur Jóns heitins, Ólafur H.
Jónsson, verið framkvæmdastjóri
þess. Fyrsti togari félagsins var
Jón forseti, eldri, sem smíðaður
var í Skotlandi og kom hingað
til lands 23. janúar 1907.
í dag á félagið togarann Jón
forseta, sem kom til landsins
1948. Lengi rak félagið síldar-
verksmiðju á Djúpuvík, fisk-
verkunarstöðvar á Þormóðsstöð-
um og í Ánanaustum.
um og gátu haldið í horfinu. 3ar
þá austur með landinu, en þó
alltaf ívið nær, þangað til þeir
SÁTTASEMJARI hefur að und-
anförnu haldið sáttafundi með
útgerðarmönnum og yfirmönn-
um á togurum um kaup og kjör
þeirra síðastnefndu. Hafa samn-
í GÆR rauk veðrið skyndilega
upp með roki og rigningu í Sand
gerði. Minni bátarnir fóru þá að
slást utan í við bryggjurnar og
einn þeirra, Sævar slitnaði upp,
meðan verið var að reyna að
koma á hann böndum og rak upp
í krikann við höfnina. Þar brotn-
aði hann og er talinn ónýtur.
ÚTBOÐSFRESTUR i lagningu
vatnsveitu úr landi til Vest-
mannaeyja er útrunninn. Bárust
alls 20 tilboð, hvaðanæva að úr
heiminum, en ekkert frá íslenzk-
um verktökum. Komu tilboð frá
Noregi, Svíþjóð, Þýzkalandi,
Frakklandi, Englandi, Banda-
ríkjunum og víðar.
Mbl. leitaði fregna jaf þessum
tilboðum hjá Guðlaugi Gíslasyni,
bæjarstjóra og hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins og var sagt að
tilboðin væru mjög mismunandi,
bæði hvað snertir aðferðir við
að leggja vatnslögnina úr landi
Tapaði veski
með 12000 kr.
UNGUR maður búsettur í Kópa-
vogi var svo óheppinn að tapa
peningum á sunnudaginn í nám
unda vfð Félagsheimilið eða fyr-
irtækið Litlaskálann. Peningarn-
ir um 12.00 kr. voru í veski á-
samt ökuskírteini mannsins og
ýmsum skilríkjum félagssamtaka
sem maðurinn starfar fyrir.
Hann telur sig hafa tapað pen-
ingunum eftir hádegi á sunnu-
dag. Hugðist hann þá grípa til
peninganna, en hann á íbúð í
smíðum þar sýðra. Skilvís finn-
andi peninganna er beðinn að
gera lögreglunni viðvart, eða í
síma 40539.
voru þvert út af GrindavíkinnL
Björgunarsveitin í landi sá
þá að ljós var 1—2 mílur frá
bátnum, þó skipverjar sæju það
ekki, því þeir voru svo miklu
lægra. Hafði björgunarsveitin
samband við skipverja á Strák
og bað þá um að setja upp rak-
ettu, til að gera þessu skipi við
vart. Sýndist þeim skipið þá
breyta um stefnu. Þetta var
brezki togarinn Imperialist, sem
ekki hafði komið auga á bátinn.
Og rétt um leið náði loftskeyta
stöðin sambandi við brezka tog
arann.
Þeir náðu svo 7 mönnum 1
gúmmíbátnum, og síðan 2 aC
bátnum sjálfum. Það sást illa
úr landi, en togarinn virtist
leggjast upp að Strák, sem
brotnaði eitthvað við það, og
náði þannig tveimur síðustu
mönnunum. Aðspurður gizkaði
Tómas á að Strákur hefði ekki
verið meira en mílu frá brim-
garðinum. Og þegar hann tal-
aði við okkur var báturinn brot
inn á reki í jaðrinum á brim-
garðinum út af Hofsnesi.
— Þetta hefur verið tæptT
sögðum við.
— Já, þetta var tæpt, svaraði
hann.
ingar ekki tekizt.
í gær boðuðu yfirmenn á tog-
urum verkfall frá mánudeginum
25. október.
Sævar var 8—9 tonna dekkbát
ur, eign Hrei'ðars Sigurjónssonar,
sem hefur róið á honum í haust.
Sandgerðismenn ruku til og
fóru með litlu bátana út og ætl-
uðu að liggja þar með þá meðan
fló'ð væri, en bjuggust við að
lægði þegar fjaraði.
og eins væri efni það sem boðið
er mjög mismunandi. Væru til-
boðin því í tækniathugun hjá
verkfræðingi, til glöggvunar áð-
ur en farið er að bera tilboðin
saman.
Gífurleg aðsókn
að Kjarvalssýn-
ingu
GÍFURleg aðsókn hefur verið
að Afmælissýningu Kjarvals 1
Listamannaskálanum. Á sunnu-
dag komu nær 2000 manns, og
af þeim keyptu 1400 happdrættis-
miða og inn kom í peningum
þennan eina dag í byggingarsjóð
myndlistarmanna 141 þús. kr.
Er þá samtals komið inn á tveim
ur og hálfum degi yfir fjórðung-
ur milljónar. Það vekur athygli
hve margir láta börn sín, jafnvel
innan fermingar, votta Kjarval
vináttu sína með því að kaupa
happdrættismiða í happdrætti
harts.
Ástæða er til að vekja athygli
fól'ks að skoða sýninguna næstu
daga því um helgina verður áreið
anlega húsfyllir. Sýningin verður
til sunnudagskvölds næstkom-
andL
Fyrsti togari félagsins „Jón forseti" á siglingu út aí Axnarfirði.
AIEiance 60 ára ■ gær
Yfirmenn á togurum
boða verkfall
Bát rak upp í Sandgerði
20 tilboð í vatns-
lögnina í Eyjum