Morgunblaðið - 19.10.1965, Síða 28

Morgunblaðið - 19.10.1965, Síða 28
28 MOZIGVNZLADID Þriðjudagur 19. október 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne urina. Hún vildi ekki fara að fara neitt burt, sagði hún — vildi heldur vera kyrr heima. Hún átti bróður, sem átti heima í hinum enda Lundúnaborgar, einhversstaðar í Hampstead, en vildi ekkert fara að ónáða hann. Hann verður hvort sem er háttaður, sagði hún. Það er nógu snemmt á morgun. Og hún var eitthvað svo veikluleg og einmana, að ég var næstum far- in að æpa að henni. • Klukkan var orðin þrjú og það var hráblautur fimmtudags morgun, og mér fannst ekki allt í lagi, þegar ég opnaði hljóðlega útidyrnar heima hjá mér, lædd- ist inn í setustofuna og kom mér fyrir í hægindastólnum mínum. Ég fékk mér velútilát- ið viskíglas með ofurlítilli ögn af sódavatni í, skellti því í mig í einum teyg og féll í ólundar- legt mók. Úti fyrir buldi regnið á rúð- unum og stundum komst það meira að segja niður um reyk- háfinn og sauð í því, þegar það lenti í eldinum, sem var látinn loga alla nóttina. Ég lokaði aug- unum dreymandi, og mér fannst í draumnum ég vera kálleggur, sem yxi einhversstaðar í Belg- iska Kongo. Og ég var ekki fyrr búinn að átta mig á þessari nýju tilveru minni en Ijón, með lögregluhjálm á höfði kom til min og þefaði af mér. Ég hrökk aftur upp í raunveruleikann og fann, að ég var að glápa á stór- an, framandlegan kvenmann með pappírskrullur. Ég var hræddur sem snöggvast ,en þá mundi ég, að þetta var konan mín og hét Mildred. — Hvað í ósköpunum hefur þig verið að dreyma? spurði hún, hvasst. Ég fór að rifja upp fyrir mér. — Mig dreymdi ljón með lög- regluhjálm. Hafi hún orðið hissa, lét hún að minnsta kosti ekki á því bera. Hún tók glasið úr krepptri hendinni á mér, setti það ein- beittlega á borðið hjá mér og sagði: — Nú í rúmið! í tón, sem hefði hrætt sjálfan Napóle- on. — Ég get ekki sofnað, þó að ég færi í rúmið, sagði ég í rellu- tón. — Þú ert víst búinn að eiga nógu langan dag, sagði hún. — Viltu sjá, hvað klukkan er! Næstum fjögur! Og svo leit hún á mig, rétt eins og ég hefði ver- ið að hossa lögreglukonu á hnjánum allt kvöldið. Það sá á, að hún hafði ekki séð eintakið af stéttinni, sem var á ferli i skrifstofunni minni frá níu til sex dag hvern. Fast að því þriggja álna kvenmaður ,rödd- in eins og hún kæmi upp úr malargryfju, og lappir eins og flygill. — Hvað tafði svona fyr- ir þér? — Morð, svaraði ég stuttara- lega. Hún hengdi burstann, sem hún var með, á lítinn krók, gekk einbeittlega til mín, dró mig upp úr stólnum. — Komdu nú, sagði hún og var ekki alveg eins hvöss. — Ef þú þarft að hugsa um þetta, get- urðu alveg eins gert það í rúm- inu. Hún leiddi mig, án þess að ég hreyfði nokkrum andmæl- um, út í ganginn og slökkti í setustofunni. Hún tók regnkáp- una mína, sem ég hafði skilið eftir í einum hnút á stólnum, sem var innan við framdyrnar, og breiddi hana vandlega út á tvo snaga á veggnum, og greip [vöruUrval)’ -----V---- URVALSVORUR Ö. JOHNSON & KAABER HF. plasttöskuna hennar Úrsúlu | Twist um leið og hún datt úr vasanum. Hún sneri sér að mér með töskuna í hendinni, og deplaði augum, ofurlítið glettnislega. — Og hver á nú þessa? — Eins og er, svaraði ég dauf- lega, — er enginn eigandinn til. En í nótt átti hana tvítug stúlka að nafni Úrsúla Twist, en svo að viðhöfð séu orð meist- arans: „Guð hvíli sál hennar, hún er dauð“. Mildred stóð andartak og horfði þegjandi á töskuna, svo lagði hún hana frá sér, greip utan um mig og dró mig áleiðis í háttinn. 2. kafli. Þrátt fyrir allar hrakspár mínar, svaf ég eins og steinn, og klukkan níu sat ég, píreygð- ur og önugur, í stólnum mínum í skrifstofunni, og braut heilann □-----------------------------□ 3 □-----------------------------n yfir bolla af kolsvörtu te. Ég var að þessu, þegar lögreglu- stjórinn leit inn, snarborulegur og snyrtilegur, og nákvæmlega nógu lengi til að spyrja, hvers vegna ég væri ekki búinn að leysa Twist-málið, og svo var hann farinn, áður en ég gæti gefið honum viðeigandi svar. En þetta þýddi ekki sama sem að hann væri neitt óþolinmóð- ur, heldur var hann bara að stríða mér, og minna mig á, að hann hefði jafnan fingurinn á slagæð atburðarásarinnar. En með tiliiti til þess, að um betta leyti í gær, var stúlkan lifandi og heil þá fór ég að brjóta heil- ann um afstöðu hans til téðrar atburðarásar. Enda þótt rigningunni hefði stytt upp, gaf sá hluti himins- ins, sem ég sá gegn um glugg- ann minn, til kynna, að ekki mætti búast við fögrum sólskins degi, og ég fór að hugsa um dauflegar framtíðarhorfur Eng- lands og veðráttufars þess. Ég hafði verið niðursokkinn í hugleiðingar um veðrið, en vaknaði af þeim aftur, er lög- reglukonan, sem áður var nefnd kom inn. Hún ruddist inn án þess að berja að dyrum og bauð mér góðan daginn, rámri rödd, og skellti svo heilli blaða- 'hrúgu í „óafgreidda“ kassann hjá mér, en ég flýtti mér að flytja hrúguna yfir í þann „af- greidda'*. Hún gaf mér illt auga og ég svaraði í sama. Þetta var hræðilegur kven- maður. Lægri stéttirnar í Scot- land Yard kölluðu hana „Gömlu Skeggju“ og í harðri morgunbirtunni nú mátti skilja, hvernig nafnið var tilkomið. Ég kallaði hana „liðþjálfa", af því að sjálfur var ég yfirfulltrúi, en átti samt enn hugsanirnar min- ar sjálfur. — Ekki í dag? hvæsti hún. — Nei, ekki í dag, liðþjálfi, þakka yður fyrir. Ég hef nóg' annað að gera, þarf að fara hitt og þetta og hitta fólk. En kannski á morgun. Hún laut yfir skrifborðið mitt með trúnaðarglampa í aug- unum. — Það er kannski mál Úrsúlu Twist? Ég hrökk undan eins og fælinn hestur, kveikti í stór- um vindlingi og saug djúpt að mér. — Já, það er hennar mál, sagði ég og kinkaði kolli. Hún virtist einráðin að hanga þarna allan morguninn. — Sorglegt, sagði hún. — Svo sorglegt. Ég þekkti hana, Skiljið þér. Ég glápti á hana gegn um blátt reykjarskýið. — Nei, það vissi ég ekki. Hvernig var það? UXOfL Sjónvarp IJtvörp Ltvarpsfónar aftur fyrirliggjandi Húsgagnaverzlunin Búslóð hf. við Nóatún — Sími 18520.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.