Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. október 1965
Fjórir fermingardrengir og félag ar þeirra á vistheimilinu ásamt
Þorhalli Háldánarsyni og konu hans frú Guðmundu Halldórs-
dóttur. \
Vistheimilið í Breiðuvík
Patrekfirði, 27. október —
FYRIR skömmu var það í frétt-
um dagblaðanna að Soroptimist
systur í Reykjavík, hefðu efnt
til stórskemmtunar í fjáröflunar
skyni fyrir veikan dreng, sem
ekki gæti fengið bót á sjúkdómi
sínum nema erlendis. Tókst
skemmtun þessi með ágætum,
enda til hennar stofnað á þann
hátt að öðruvísi gat ekki farið.
Önnur er sú góðgerðastarfsemi
sem þær systur inna af hendi og
mér er kunnugt um, og það eru
jóla og páskagjafir þær, sem
gefnar eru drengjum á Vistheim-
ili ríkisins í Breiðuvík. Hafa þær
undanfarnar hátiðir, ekki látið
undir höfuð leggjast að gleðja
drengina með gjöfum. Ennfremur
hafa þær stofnað sjóð, sem verja
skal til menntunar efnilegum
drengjum sem þar hafa dvalið.
Að vísu eru fleiri stofnanir og
félagasamtök, sem sýnt hafa
drengjum þessum og heimilinu
velvilja sinn, og má þar til nefna
Lionsklúbbana Baldur og Njörð
í Reykjavík o.fl.
Er það ánægjulegt að sam-
Kosning séra
Ingimars lög-
mæt
PRESTSKOSNING fór fram í
Víkurprestakalli í Vestur-Skafta-
fellsprófastsdæmi 24. þ.m. At-
kvæði voru talin í skrifstofu
biskup í gær.
Á kjörskrá í prestakallinu voru
alls 364, þar af kusu 239. At-
kvæði féllu þannig, að séra Ingi-
mar Ingimarsson, sem var eini
umsækjandinn, hlaut 230 at-
kvæði en 9 seðlar voru auðir.
Kosning var lögmæt.
Nejírinn fluttur
vestur um haf
BLiÁMAÐVR sá hinn bandaríski,
er vísað var af landi brott fyrir
óspektir og» líkamsárásir fyrir
skömmm var sendur til heima-
-i~úds síns, síðastliðið fimmtu-
dagskvöld með I.oftleiðaflugvél.
Með negranum, er nefnist
Bruoe Carrington, var sendur ís-
lenzkur lögreglumaður, sem átti
að gæta hans á leiðinni vestur
um haf. Blaðið hafði samband
við Jón Sigurpálsson, yfirmann
útlendingaeftirlitsins, og spurði
hann fregna af hegðun manns-
ins um borð í flugvélinni. Jón
sagði, að ekkert hefði fregnazt
af negranum eða gæzlumanni
hans, og mætti af því ráða, að
allt hefði gengið að óskum.
Aðspurður kvaðst Jón enga
hugmynd hafa um, hver eða
hverjir hefðu tekið á móti mann-
inum á Kennedyflugvelli, óvíst
væri að nokkur hefði gert það,
enda mun Carrington ekkert
eiga sökótt við lögregluna vestra.
Löggæzlumaður sá, er sendur
var méð Cárringtón er væhtaw-
legur heim eftir næstu .1 helgi.
tök sem þessi skuli minnast
drengjanna, sem örlögin hafa
slitið frá átthögum og leikbræðr-
um.
Heimilishald allt er hér með
hinurn mesta myndarbrag.
Ofanrituðum aðilum og öllum
þeim er minnst hafa vistdrengja
hér, þakkar forstöðufólk af
heilum huga. Lætur það í Ijós
hve ómetanlegt það sé, að mega
gera sér Ijóst, að ýmsir leiði hug-
ann að þeirri starfsemi, sem hér
fer fram.
— Trausti.
Perusala Lions-
manna í Keflavík
LIONSKLÚBBUR Keflavíkur
hefur hina árlegu perusolu sína
í dag, laugardag. Munu félagar
klúbbsins fara um bæinn og
bjóða ljósaperur til sölu i húsum.
Perusalan er gerð í fjölöflunar
skyni og allur ágóði af sölunni
rennur til góðgerðarstarfsemi.
Keflvíkingar hafa ætíð tekið
Lionsmönnum vel og vænta þeir
þess að svo verði einnig að þessu
sinni.
17 skip með
6.550 mál
ÓHAGSTÆTT veður var á síld-
armiðunum á fimmtudag og að-
faranótt föstudags, en þó köstuðu
nokkrir bátar í gærkvöldi og
fengu lítilsháttar veiði.
Samtals fengu 17 skip 6.550
bál og tunnur. Þau eru þessi.
Gu’ðbjörg GK 500 mál, Víðir
II GK 1000 tn., Þorbjörn II GK
200, Vonin KE 400, Helga RE 200,
Kristján Valgeir GK 500, Ól.
Friðbersson IS 250, Lómur KE
200, Guðrún GK 250, Hannes Haf
stein EA 500 mál, Sigurpáll GK
400, Guðrún Gugleifsd. IS 700,
Guðm. Péturs IS 350, Ól. Magn-
ússon EA 600, Loftur Baldvins-
son EA 300, Jón Þórðarson BA
100, Keflvíkingur KE 100.
ÍKjarnorku-
sprenging
Amchitka, Alaska, 29. okt.
—(NTB)—
BANDARÍKIN sprengdu
seint í kvöld vetnissprengju á
Amchitkaeyju í Alútaeyja-
klasanum. Var sprengjan
sprengd í jarðgöngum 700 m.
undir yfirborði jarðar, og er
tilraun þessi gerð í því skyni
að athuga hvort hægt sé að
gera greinarmun á jarð-
skjálfta og kjarnorkuspreng-
ingu með jarðskjálftamælum |
og öðrum mælitækjum. Alúta-
pyjar eru á jarðskjálftasvæði,
og því heppilegar til þessara
ranns.ókna. . ,,
Vatnslitamyndir
frá Þingvölluit:
á syningu í Asgrímssafni
Á MORGUN verður opnuð
sérstæð sýning í Ásgrímssafni.
Að þrem myndum undantekn
um eru eingöngu sýndar vatns-
litamyndir á þessari 16. sýn-
ingu safnsins og eru allar
myndirnar, sem nú eru sýnd-
ar í vinnustofu Ásgríms, frá
Þingvöllum. Sést greinilega á
þessari sýningu hve veðrabrigð-
in í náttúrunni hafa verið Ás-
grími Jónssyni hugleikið við-
fangsefni, en mest málaði Ás-
grímur Þingvelli á haustin, og
hin síðari ár oftast með vatns-
litum. Ein af myndum þeim
sem nú er sýnd hefur listamað-
urinn dagsett 2. október 1953.
Sýnir hún uppstyttu milli élja
og litskrúðuga haustliti.
Húsafell og Þingvellir voru
þeir staðir, sem Ásgrímur Jóns-
son tók mestu ástfóstri við hin
síðari ár. í fyrrahaust var sýn-
ing á Húsafellsmyndum í Ás-
grímssafni, og nú er þessi haust
sýning helguð Þingvöllum.
Fyrir rúmu ári eignaðist Ás-
grímssafn litla olíumynd, sem
kom frá Danmörku, en þar var
myndin búin að vera í rúm 60
ár. Heitir hún Jarðarför og mun
vera máluð um aldamótin. Er
þessi litla mynd sterk þjóðlífs-
lýsing, og mikill fengur fyrir
safnið að hafa eignast hana. Nú
er myndin sýnd hér í fyrsta
sinn.
Eins og áður mun koma út á
vegum safnsins nýtt jólakort.
Fyrir valinu varð mynd frá sögu
slóðum Njálu, Fljótshlíðinni,
Ásgrímur Jónsson. Ljósmyndin
tekin í Kaupmannahöfn uin
aldamótin.
máluð um 1916.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 1,30
til 4. Ókeypis aðgangur.
Stálinu stapp-
að í Indónesa
- í baráttunni gegn kommúnistum á Jövu
Jakarta, 29. okt. — NTB.
BORGARALEGIR leiðtogar og
yfirmenn hersins hafa komið
fram með tillögur og hvatningar
í þá átt að Indónesar beiti sér
enn frekra í átökunum við komm
únista á Mið-Jövu. að því er
indónesíski herinn tilkynnti í
dag. t tilkynningunni sagði að á
fundi í Surakarta hafi verið rætt
um leiðir til að efla baráttuvilja
fólksins.
Tali’ð er að leiðtogi indónes-
ískra kommúnista, D. N. Aidit,
sé enn í felum á Mið-Jövu. Segir
herinn að kommúnistar hafi á
þeim slóðum drepið a.m.k. 200
manns eftir hina misheppnuðu
uppreisn í Indónesíu 1. október
sl.
Blað hersins í Indónesíu sagði
í dag að kommúnistar reyndu áð
fá íbúa á Mið-Jövu til þess að
ráðast á fallhlífarhermenn hers-
Boumedienne til
Sovét
Algeirsborg 29. okt. — NT73
Tilkynnt var hér í borg í
dag oð Houari Boumedienne,
forseti Alsír, muni fara í opin-
bera heimsókn til Sovétríkj-
anna í nóvembermánuði n.k.
t kvöld verður söngleikur Jónasar og Jóns Múla Árnasona,
Járnhausinn, sýndur í 35. sin n í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að
leiknum hefur verið mjög góð og hefur verið uppselt á flestar
sýningar. leiksins. Myndin tr > f Þóru Friðriksdóttur og Rúrik
Haraldssyni í hlutverkum siu um.
ins, með því að segja íbúunum
að þeir séu innrásarhermenn frá
Malasíu.
Dr. Subandrio, utanríkisráð-
herra Indónesíu, hefur fullvissað
erlenda sendimenn í Indónesíu
um að utanríkisstefna landsins sé
óbreytt þrátt fyrir byltingartil-
raunina, að því er fréttastofan
Antara upplýsti í Jakarta í dag.
Útvarpið í Malasíu sagði í dag
að landsstjórinn í Surabaya á
Austur-Jövu hafi verið handtek-
inn og varpað í fangelsi af ókunii
um orsökum.
Tollverðir mót-
mæla nafngift
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá stjóm Tollvarðafélags
íslands:
Stjórn Tollvarðafélags íslands
mótmælir harðlega því rang-
nefni, sem dagblöðin hafa sett
á hinn nýja vega eða umferða-
skatt, sem nú er farið að inn-
heimta á Keflavíkurvegi, en dag-
blöðin hafa kallað þetta tol‘l, toll-
heimtu og varðskýlið tollskýli og
innheimtumennina tollverði.
Hér er ruglað saman óskyldum
hlutum, því tollgæzlunni eru
þessi mál um Keflavjkurskatt
óviðkomandi með öllu. Biðjum
vér því dagblöðin að birta mót-
mæli vor.
Steinkast braut
framrúðuna
MAÐUR kom i gær að máli við
umfcrðadeild rannsóknarlög-
reglunnar og sagði, að um kl.
16.10 þá um daginn hafi hann
verið á ferð austur Suðurlands-
veg og staddur á Sandskeiði á
bifreið sinni R-13488, sem er
Opel af árgerð 1959, er hann
mætti þarna Mercedes Benz
fólksbifreið, grárri að lit (eldra
módel).
Þegar bifreiðarnar mættust
hrökk steinn undan Benz bif-
reiðinni í framrúðu Opel-bifreið-
arinnar og braut hana.
Nú eru það vinsamleg tilmæli
rannsóknarlögreglunnar, að öku-
maður Mercedes Benz bifreiðar-
innar, gefi sig fram sem fyrst.
Hús Sir Winstons
selt
LONDON, 29. okt. — NTB —
Hús Sir Winstons Churchills í
Hyde Park Gate, Kensington,
var selt á uppboði í gær. Kaup-
andinn var Simpson’s Co7 sem
hreppti húsið fyrir um M millj.
ísl. kr. .......:í . ,