Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 27
Laugardagur 3ð. dktðber 1965 MORGUNBLAÐID 27 Launamál opin- berra starfsmanna Alyktun Starfsmannaíélags ríkisstofnana Bla'ð'inu barst í gær eftirfar- andi ályktun, scm samþykkt ( vair á fundi Starfsmannafélags ríkisstofnana 27. okt. 1965: MIKIÐ ófremdarástand hefur nú skapazt í málum opiniberra starfs manna. Þrátt fyrir þær hagsbæt- ur, sem fengust með Kjaradómi 1963 hefur launum starfsmanna ekki aðeins verið haldið langt fyrir neðan útreiknaðan fram- færslukostnað vísitölufjölskyldu í öllum lægri launaflokkum allt frá Kjaradómi — og er þó vitað, að þau útgjöld eru í ýmsum grein um allt of lágt áætluð — heldur hefur starfsmönnum á samnings tímabilinu verið synjað unr 15% launahækkun, sem þeir áttu rétt til samkvæmt lögum. Einnig hafa hlurtoindi þeirra verið skert með J>vi að lækka eftirvinnuálag úr 60% í 50% og með ýmsu öðru móti. Er því skiljanlegt, að opin- herir starfsmenn segja nú marg- ir upp stöðum sínum, svo að til vandræða horfir í ýmsum grein- ura, Má þar til nefna almenn skrifstofustörf, störf kennara og háskólamanna, störf á sjúkrahús- um, tollgæzlu, pósbþjónustu og lögreglustörf. Ýmsir hafa þó ekki sagt upp í þeirri von, að með inýjum kjarasamningi verði ráðin veruleg bót á launakjörum. Ein- stökum mönnum er hins vegar haldið í starfi með miklum auka greiðslum í trássi við kjarasamn- ing og skapast af því misrétti og spilling. Því meiri undrun vekur, að nú hefur samninganefnd ríkissjóðs neitað að fallast á mjög hógvær- ar kröfur Kjararáðs um launa- Ibætur, en leggur í stað þess fyrir IKjaradóm kröfur um, að hækkun á föstum launum verði ekki nema 3 af hundraði. Samkvæmt því verða 14 af 28 launaflokkum með lægri byrjunarlaun en nema hinum nauma framfærslukostn- aði vísitölufjölskyldu. Ofan á þetta er krafizt mikillar skerð- ingar á kjörum starfsmanna, aukavinnukaupi og vaktaálagi. Má sem dæmi nefna, að heildar- 'laun þeirra sem vinna 44 stunda vinnuviku og vinna á vöktum allan sólarhringinn, eiga eftir þessum kröfum ríkissjóðs að lækka um mörg hundruð krónur á mánuði. Enn meiri verður lækk tjnin hjá þeim, sem eru að jafn- aði kallaðir á aukavaktir, vegna þess að kaup á að lækka í eftir- vinnu og nætur- og helgidaga- vinnu. Er þetta óréttmætt í garð þeirra. sem taka á sig óþægind- in af því að gegna óhjákvæmi- legum störfum, meðan aðrir borg arar njóta almennt fristunda sinna eða svefns. Fundurinn lítur svo á, að kröfu gerð Kjararáðs fyrir Kjaradómi sé sízt of há. Kröfur þess um launastiga eru í rauninni miklu lægri en svo, að þær samrýmist samþykktum síðasta Bandalags- þings, sem krafðist þess, að lág- markslaun yrðu lífvænleg án aukavinnu. Ekki má því minna vera en Kjaradómur taki kröfur Kjararáðs um launakjör og vinnu tíma til greina að fullu og öllu. í samræmi við þetta álit sitt krefst fundurinn þess einnig, að Kjaradómur fallist á kröfur Kjararáðs um röðun í launa- flokka. Fundurinn leggur áherzlu á, að félagið beinir þessum krö'f- um tii Kjaradóms ekki eingöngu vegna siðferðislegs -og lagalegs réttar starfsmanna til mannsæm- andi kjara, heldur og vegna þeirrar brýnu nauðsynjar, að hið opinbera missi ekki hæfustu starfskraftana til annarra aðila. Því erfiðara er og að rísa gegn þessum kröfum sem nú rjkir í landinu hin mesta árgæzka til lands og sjávar og þjóðartekjur fara ört vaxandi með ári hverju. Jafnframt þessum kröfum til Kjaradóms brýnir fundurinn það fyrir stjórn B.S.R.B. og Kjara- ráði að hafa það fyrir grund- vallarstefnu í samningum og kröfugerð að selja aldrei af hendi áunnin hlunnindi starfsmanna. Öll þróun þessara kjaramála á undanförnum árum hefur sýnt, að óþolandi er að samningsrétti opinberra starfsmanna fylgi ekki fullur verkfallsréttur. Fundurinn skorar því á stjórnmálaflokkana að beita sér fyrir því, að það verði lögfest á Alþingi því er nú situr. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir félagsins um rekstur starfsmannamála rjkisins og skor ar á ríkisstjórnina-að hún ráði sér nú þegar starfsmálaráðunaut, sem kynnir sér, svo sem kostur er allt það, er varðar starfsmanna hald ríkisins, og komi fram sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar við samninga um launakjör ríkis- starfsmanna. Að síðustu heitir fundurinn á öll aðildarfélög B.S.R.B. að efna nú þegar til almennra funda, lysa þar hug sjnum til þessara mála og fylkja sér um kröfuna um sómasamleg kjör og fullan verkfallsrétt. HvaS skyldu vera mörg ár síðan menn almennt trúðu því, að mynd sein þessi gæti verið tekin? Maðurinn á myndinni Er Edward H. White, bandaríski geimfarinn, sem fór út úr geimskipi sínu og sveif þyngdarlaus í 100 mílna fjarlægð frá jörðu. Myndina tók James A. McDivitt úr Gemini 4 og notaði hann til þess Hasselblad 5000 myndavéL Leigubillinn eftir áreksturinn — stórskemmdur. — Ljósm.: Sveinn Þ.) Harður árekstur leiflfubíls vöru n n bíls HARDUR árekstur varð um kl. 7 i fyrrakvöld á gatnamótum Suðurlandbrautur og Holtaveg- ar. Þar lentu saman leigubíll og vörubíll. Tildrög árekstursins eru þau, að vörubillinn R-5781 var á leið austur Suðurlandsbraut og ENGIN umsókn um stöðu for- stöðumanns vinnuhælisins að Litla Hrauni hefur enn borizt, en embættið var auglýst laust fyrir nokkru, eins og kunnugt er. Um- sóknarfresturinn er nú útrunn- inn, en ætlunin er að auglýsa stöðuna aftur. Er blaðið hafði samband við Baldur Möller ráðuneytisstjóra síðdegis í gær, kom það fram, að bráðabirgðaráðstafanir hafa ver- ið gerðar í málinu, en Guðmund- ur Jónasson núverandi forstöðu- ma’ður vinnuhælisins_ lætur af störfum eftir helgina og tekur þá við nýju starfi. Baldur Möller sagði, að að- stæður allar hefðu batnað að Litla Hrauni, einkum þar sem ungir menn er afplána refsingu fyrir fyrsta brot eru nú sendir til Kvíabryggju í Grundarfirði, enda upphaflega gert rá'ð fyrir því í lögum. Á Kvíabryggju er húsrými fyrir 14 menn. Var þar Framkvæmda- stjórn Verzlunar ráðsins skipuð KOSNING formanns og varafor- manna og skipun framkvæmda- stjórnar Verzlunarráds íslands hefur farið fram. Formaður er Magnús J. Bryn- jólfsson, kaupmaður, 1. varafor- maður Kristán G. Gíslason, stór- kaupmaður og 2. varaformaður Gunnar J. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri. Auk þeirra eiga sæti í fram- kvæmdastjórn ráðsins Egill Gutt- ormsson, Gunnar Ásgeirsson, Hilmar Fenger, Othar Ellingsen og Sigurður Óli Ólafsson. Varamenn í framkvæmda- stjórninni eru Birgir Kjaran, Haraldur Sveinsson, Sigfús Bjarnason, Sigudður Helgason, Stefán G. Björnsson og Sveinn Valfeils. kveðst ökuma'ður hennar þá hafa séð leigubíl koma á talsverðri ferð norðan Holtavegar, en aka umsvifalaust inn á brautina. Lenti hann á vinstri hlið vöru- bílsins. Hvorugur ökumaðurinn slas- aðist, þrátt fyrir hinn harða árekstur, en bá'ðir bílarnir eru mikið skemmdir. Leigubílstjórinn kvaðst telja, að vörubíllinn hefði verið ljós- laus, því annars hlyti hann að hafa séð hann. Málið er í rannsókn. upphaflega ætlað til að taka við mönnum, er ekki greiddu barns- meðlög en þeir eru þar í miklum minnihluta. Á vinnuhælinu að Litla Hrauni er húsrými fyrir 20 manns, en þar er ekki fullskipað sem stendur. — Niels Dungal Framhald af bls. 28 leiddi nýja meðferð á ormaveiki í sauðfé. Hann vann og mjög merkilegt starf i sambandi við mæðiveikirannsóknir og rann- sakaði hana fyrstur manna og skilgreindi. Hann varð þó þekkt- astur fyrir krabbameinsrann- sóknir sínar ög kunnur af þeim um allan heim. Hann var for- maður og aðalhvatamaður að stofnun Krabbameinsfél. Reykja víkur, sem stofnað var 1949 og síðan formaður Krabbameinsfé- lags íslands, sem stofnað var 1951. Baráttan fyrir vexti og við- gangi krabbameinsfélaganna hef ir mest hvílt á hans herðum. Þá hefir hann framkvæmt víð- tækar rannsóknir á lungnakrabba og magakrabba. Loks er að mestu hans verk að koma af stað fjölda rannsóknum á vegum krabba- meinsfélaganna og hafa þær nú staðið í meira en ár. Segja má að prófessor Níels Dungal hafi verið brautryðjandi í meinafræðarannsóknum og sýklarannsóknum hér á landi. Níels Dungal skrifaði fjölda ritgerða um vísindaleg efni bæði í erlend og innlend tímarit. Þá ritaði hann bókina Blekking og þekking 1948, þýddi Frelsisbar- áttu mannsandans 1943, gaf út Heilsurækt og mannamein sama ár og var ritstjóri Fréttablaðs um heilbrigðismál 1950—57. Hann var stórriddari grísku Phoenix- orðunnar 1936 og heiðursfélagi í American Soc. of Clinical Pathologists. Niels Dungal lætur eftir sig konu, Ingibjörgu Alexanders- dóttur, og tvö börn þeirra, svo og barn af fyrra hjónabandi. — Wilson Framhald af bls. 1. tryggja réttindi meirihluta Afrikumanna í Rhódesíu. Eins og áður getur neitaði ríkissjónvarpið í Rhódesíu Har- old Wilson forsætisráðherra, um aðgang að sjónvarpinu til þess að ávarpa þjóðina. Eftir að hafa fengið neitunina lét Wilson í það skína að hann myndi á föstudagskvöld efna til blaða- mannafundar og skýra þar frá því, sem hann vildi sagt hafa í sjónvarpinu, ef hann hefði fengið tækifæri til þess. Ósk Wilsons um aðgang að sjónvarpinu var hafnað í yfir- lýsingu útvarps- og sjónvarps- stjóra Rhódesíu, J. M. Helli- well, en í henni sagði: ,,Wilson forsætisráðherra hefur verið boðið að fjórir fréttamenn sjón- varps okkar ættu við hann við- tal, en sumir þeirra eru hlynnt- ir stjórn Ian Smiths forsætisráð- herra. Þétta eru nákvæmlega samskonar kjör og Smith voru boðin er hann heimsótti Loo- don“. Ian Smith kvaddi ráðherra í stjórn sinni saman til fundar í kvöld. Er fundurinn hafði staðið í tvær klukkustundir, ræddi Smith stuttlega við fréttamenn, og kvað hann fundinn mundu standa í alla nótt, ef þörf gerð- ist. í Rhódesíu telja menn litl- ar líkur á að takast muni að af- stýra árekstri við Bretland, og er mælt að hinn langi fundur Rhódesuístjórnar í kvöld hafi. gert málin enn flóknari. Fyrr í dag vísaði Ian Smith á bug þeim fregnum, að samræð- unum við Wilson væri lokið án árangurs. Hann vísaði einnig á bug fregnum um að Wilson hafi hótað efnahagslegum aðgerðum gegn Rhódesíu ef landið lýsti einhliða yfir sjálfstæði sínu. plkki er búizt við að Wilson komi til London fyrr en í fyrsta lagi um miðjan dag á sunnu- dag, en á leið sinni þangað kem ur hann við í Zambíu, Ghana og Nígeríu. Brezk og bandarísk stjórnar- völd undirbúa nú í sameiningu „loftbrú'1 til Zambíu, ef svo skyldi fara að Rhódesía lýsti einhliða yfir sjálfstæði. —■ Vínlandskorf Framhald af bls. 1 þetta likist mjög islenzku korti frá árinu 1590 af sama heims- hluta. Er Vínland á ungverska kortinu staðsett þar sem nyrzti hluti Nýfundnalands er. Á ung- verska kortinu er einnig að finna rúnaletur, sem vjsindamenn hafa átt í erfiðleikum með að þýða. „í vesturveg til Vínlands" kemur einnig brátt út á sænsku,. og verður hún jafnframt þýdd á tnörg tungumál Staða forstöðumanns að Litla-Hrauni auglýst aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.