Morgunblaðið - 30.10.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 30.10.1965, Síða 14
14 MOHGU N BLAÐIÐ / Laugardagur 30. október 1965 Ötgefandii Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. P'tstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. - Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. STYRKUR VIÐ SÆNSKA STJÓRN- MÁLAMENN ¥Tm nokkurt árabil hafa sænskir sósíaldemókratar verið að gæla við þá hugmynd að taka fé af skattborgurun- um til að greiða útgáfukostn- að flokksblaða. Blöð þau, sem flokkarnir hafa gefið út í Sví- þjóð hafa gengið illa, þar eins og annars staðar, enda hefur folkið fremur viljað kaupa og lesa frjálslyndari blöð, sem ekki telja sér skylt að styðja allt það,sem einstakir stjórn- málamenn og stjórnmálaflokk ar gera, heldur reyna að mynda sér sjálfstæða og heil- brigða skoðun á viðfangsefn- unum. En sænskum sósíaldemó- krötum hefur sýnilega líkað það stórilla að hafa ekki ofur- vald á sviði blaðaútgáfunnar eins og á svo mörgum svið- um öðrum. Úr því að fólkið ekki vildi með góðu kaupa blöð þeirra, þá skyldu aðrar leiðir fundnar til að láta það greiða fyrir þau, og úrræðin voru nærtæk, bara að taka féð með sköttum í gegnum fjárlög ríkisins. *Þessar fyrirætlanir mættu að vonum harðri mótstöðu, og bent var á að það væri ekki líklegt til að bæta þjóðfélags- ástandið og treysta lýðræðið, að mismuna svo flokksblöðum og frjálsum blöðum. Eitthvað virðast sænskir sósíaldemókratar hafa óttazt knýja fram beinar fjár- sinn, því að nú hafa þeir breytt um stefnu, að nafninu til a.m.k. Nú á ekki lengur að styrkja beint flokksblöðin, en hinsvegar er áformað að að knýja fram beinan fjár- stuðning ríkisins við stjórn- nTálaflokkana. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða, því að gert er ráð fyrir að fé það, sem heimt verður af skattborgurunum í þessum tilgangi nemi á fimmta hundr að þúsund ísl. kr. á hvern þingmann, eða í heild nokkuð á þriðja hundrað milljónir kr. árlega. Auðvitað munu flokkarnir nota fé þetta að verulegu leyti til blaðaútgáfu, en ann- ars til almennrar flokksstarf- semi. JEf þessar fyrirætlanir ná fram að ganga, hefur sósíal- isminn í Svíþjóð komizt á nýtt stig. Þá eru áhrif ríkis- valdsins orðin svo rík. að þar er talið leyfilegt að neyða borgarana til beinna fjárút- láta í þágu stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka, hvað sem borgararnir sjálfir hugsa og segja í því efni. í lýðræðislöndum hefur stefnan fram að þessu verið sú, að menn væru frjálsir að því að stofna stjórnmálasam- tök og vinna að framgangi hugðarefna sinna. En þeim hefur verið gert að leggja á sig þá fyrirhöfn sem þessu væri samfara, þar á meðal að útvega þá fjármuni sem til þessa þyrfti. Sums staðar hef- ur meira að segja verið tak- markað, hve mikið fé flokk- ar og stjórnmálamenn mættu ásælast í þessum tilgangi. En í Svíþjóð á að snúa blað- inu við. Nú er það ríkið sjálft og skattþegnarnir sem eiga að standa undir stjórnmálastarf- seminni. Þar með telja leið- togar sósíaldemókrata sjálf- sagt að áhrif stjórnmálamann anna séu orðin eins rík eins og þau eigi að vera, þ.e.a.s. að þeir geti skammtað sér framlög af almannafé til þeirr ar stjórnmálastarfsemi sem þeim sjálfum sýnist. Víða um lönd er það að vísu svo, að flestir eða allir stjórn- málaflokkar eiga í fjárhags- erfiðleikum, og starfsemi þeirra takmarkast af því. Þó virðast áhrif stjórnmála- mannanna vera nægilega rík í þessum löndum og fordæm- anlegt að reyna að efla þau á þann hátt sem nú er fyrir- hugað í Svíþjóð. Vonandi eflist svo mögnuð andstaða gegn þessum fyrir- ætlunum, að þeir sem þær hafa á prjónunum láti af þeim, en ef þær verða fram- kvæmdar, verða þær ekki einungis til vansæmdar sænsk um sósíaldemókrötum, heldur sænsku þjóðinni í heild. Af þeim getur ekkert gott leitt. Einstaklingarnir hljóta að eiga að ráða því sjálfir, hvort þeir vilja láta fé af hendi rakna til starfsemi stjórnmála flokka eða ekki. Ef þessi rétt- ur borgaranna er af þeim tek- inn, er lýðræðið alvarlega skert. INNFLUTT HÚS /~|ft hefur verið um það rætt, ^ að verulegar umbætur yrði að gera í byggingarmáí- um okkar íslendinga, enda eru hús hér sannast sagna allt of dýr og miklu dýrari en víðast annars staðar. í þessu sambandi hefur ver- ið á það bent, að tilraunir ætti að gera til að flytja inn verksmiðjubyggð hús frá út- löndum, og virðist sannarlega tímabært að gera þá tilraun. Ætti það að vera verkefni Á UNDANRÖRNUM mánuð- um hafa átt sér stað athyglis- verðar breytingar á alþjóða- sviðinu, þar sem bæði Banda- ríkin og Sovétríkin virðast hafa hagnazt, þó hvorugt á kostnað hins. SAMRÆMD SJÓNARMIÐ i Engum dylst, að Alþýðulýð- veldið Kína hefur ekki náð eins langt í valdabaráttu sinni, og ráðamenn þess munu hafa gert sér vonir um, fyrr á ár- inu. Þá gætir upplausnar í röðum hlutlausra ríkja. Þessir atburðir eru í raun og veru nátengdir, því að um leið og dró úr samstöðu ráðamanna hlutlausu ríkjanna, dró úr á- hrifum Pekingstjórnarinnar á þá. Segja má, að meginorsök þessarar þróunar sé stefna kínversku ráðamannanna sjálfra, en þó hefur þar ráðið miklu afstaða Sovétríkjanna og aukin hervæðing Banda- ríkjanna í Víetnam. Hún hef- ur meðal annars leitt í ljós, að skæruhernaður sá, sem Peking stjórnin hefur talið óbrigðul- an, hefur ekki reynzt eins á- hrifaríkur, og hún hefur vilj- að vera láta. Hvarvetna eru kenningar kínverskra kommúnista á und ( anhaldi. Meginstuðningsmaður i þeirra á Kúbu, Che Guevara, ( er horfinn af sjónarsviðinu. í Ben Bella, sem stuðlaði að ? auknum áhrifum Kínverja í J Alsír, hefur verið vikið frá, i og Alsírstjórn gætir nú hlut- l leysis á flestum sviðum utan- ? ríkismála. I Viðleitni Pekingstjórnarinnar | til að tryggja sér fótfestu í i Afríku: Zanzibar, Burundi og ( fyrrum frönsku Kongó, hefur í ekki borið tilætlaðan árangur. J Kenya hefur hneigzt til vest- i rænni stefnu en áður, og í L Tanganyika gætir ekki sömu ? vinsemdar í garð Kínverja og : áóur. í Kongó (áður belgísku) i hefur að mestu verið bæld nið i ur uppreisnartilraun, sem [ stjórnað var af útsendurum ! Pekingstjórnarinnar. Áhrifa hennar gætti víðs- vegar um Asíu. Reynt var að vingast við Pakistan, Indland var niðurlægt, stjórn Norður- Víetnam studd, N-Kórea kúg- uð og seilzt til algerra yfir- ráða í Indónesíu. Vald Kín- verja, og vísir þeirra að kjarn orkuvopnabúri, hreif hugi manna í Asiu. ÁVINNINGUR SOVÉTSTJÓRNARINNAR Nú hefur sá hluti kommún- istaflokks Indónesíu, sem hlynntur er Kínverjum, beðið lægri hlut, og herinn reynir nú að ganga á milli bols og höf- uðs á þeim ,sem ætluðu að tryggja samstöðu Indónesa og Kínverja. Nú er jafnvel svo komið, að stjórn N-Kóreu reynir að treysta vináttubönd- in við Sovétstjórnina. Þessi heildarþróun er sum- part ávinningur fyrir Banda- ríkin og sumpart fyrir Sovét- ríkin. Það eru ráðamenn Sov- étríkjanna, sem njóta nú meiri vinsælda en áður í N- Kóreu og á Kúbu. Þá virðast heildaráhrif Soyétríkjanna hafa aukizt til muna í herbúð- um kommúnista, á kostnað Kína. ÁVINNINGUR BANDARÍKJASTJÓRNAR Samtímis er það greinilegt, að Bandaríkjastjórn nýtur nú meira tillits, bæði á sviði her- og stjórnmála. Hún hefur sýnt, að hún styður banda- menn sína, og getur gert það á áhrifaríkan hátt. Þótt ráðamenn Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hafi ekki mátt til, eða vilji, ráða stefnu allra ríkja meginbanda laganna tveggja, þá njóta þeir nú meira álits en áður. Ráðamenn stórveldanna tveggja tóku höndum saman, og kröfðust þess, að endi yrði bundinn á styrjöld Ind- lands og Pakistan. Það varð ekki til að styðja málstað Kína, en tók þess í stað jnátt Sameinuðu þjóðanna. Sundurlausn samtaka hlut- lausu ríkjanna hófst 1964, er Nehru lézt. Ekki hefur dreg- ið úr henni síðan. Shastri, núverandi forsætisráðherra Indlands, hefur lítið gert til að breyta þeirri þróun, Ben Bella er úr sögunni, Sukarno hefur sett niður og Nasser, sem sífellt glímir við innan- landsvandamál, hefir orðið að beita sér að því að stöðva átökin í Jemen. Tító, Júgó- slavíuforseti, er sá eini, sem enn blæs byrlega fyrir, af ráðamönnum hlutlausu ríkj- anna. Hann hefur á undan- förnum mánuðum lagt á- herzlu á að treysta böndin við A-Evrópulöndin, en lítt sinnt hlutlausum 'þjóðum. Fundur Afríku- og Asíu- ríkja, sem halda átti í Algeirs borg, fyrr á árinu, fór út um þúfur, vegna byltingarinnar. Pekingstjórnin hefur nú lýst því yfir, eftir að henni mis-^ tókst að koma í veg fyrir aðild Sovétríkjanna að ráð- stefnunni, að hún muni ekki senda til hennar fulltrúa. Þrátt fyrir þróunina und- anfarið, leikur enginn vafi á því, að Pekingstjórnin á eftir að semja sig að breytt- um aðstæðum, og láta á ný mikið til sín taka á alþjóða- sviðinu. Bandarikin og Sovétríkin hafa þó hagnazt á þessu ári, og flestum mun ljóst, að þau mega sín mest í heiminum í dag. HVERS KONAR FRIÐUR? Þau eru þó ósammála um flest, að því undanteknu, að þau telja allt betra en styrj- öld. Því er það ekki til um- ræðu, hvort friður skuli ríkja eða ekki, heldur hvaða skil- yrði skuli uppfyllt, svo að hann haldist. (Stytt úr „The New York Times"). húsnæðismálastjórnar að i flytja inn allmörg mismun- andi hús frá ýmsum löndum, e.t.v. tíu til tuttugu mismun- andi gerðir og reisa þau á sinn kostnað, en selja þau síðan, eftir að byggingarmönnum hefði verið gefinn kostur á að fylgjast með framkvæmdum og kynna sér hvað helzt kæmi til greina í þessu efni hér á landi. Slíka tilraun ber hiklaust að gera, þótt fyrirfram megi gera ráð fyrir að einhver þess ara húsa yrðu misheppnuð. Ef aðeins ein gerð þeirra hent aði svo vel, að unnt væri að flytja slík hús til landsins í i stórum stíl, og bæta þannig í senn úr húsnæðisskortinum og fá einhverjar úrbætur á því ástandi sem ríkjandi er á vinnumarkaðnum í byggingar iðnaði, hefði mikið og happa- idrjúgt spor verið stigið. Þess vegna ber réttum yfirvöldum að hafa frumkvæðið í þessu efni og samvinnu við bygg- ingarmenn og innflutnings- aðila. BRÆÐSLUSÍLD VERÐI VEGIN Tjhns og kunnugt er hefur ^ ríkisstjórnin lýst því yfir, að hún muni beita sér fyrir því að öll bræðslusíld sem lögð verður inn í síldarverk- smiðjur á Norður- og Austur- landi verði vigtuð frá upp- hafi síldveiða 1966. Útvegsmenn hafa barizt fyrir því um árabil að bræðslu síld verði vegin en ekki mæld,t og á Alþingi í fyrra fluttu fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins þingsályktunartil- lögu um að skipuð yrði nefnd til að kanna þetta mál og koma því áleiðis. Nú er þetta áhugamál útvegsins að kom- ast í framkvæmd og er það V'’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.