Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. október 1965 Þing A.T.A.-fél aga ■ NATO-ríkjum i Róm DAGANA '27. septem'ber til 1. október sl. vax baldið í Róxn 11. þing ATLANTIC TREATY ASSOCITATION (ATA) — en það eru samtök þeirra félaga í Atlantshafsríkjunum, sem stuðla viija að auknu samstarfi þessara ríkja m.a. á sviði stjórnmála, varnarmála, efnahagsmála og menningarmála. Að þessu sinni var einkum fjallað um framtíð Atlantshafsbandaiagsins og fram tíðarsamvinnu aðildarríkjanna yfirleitt. Hátt á 3ja hundrað manns sátu þingið, þá.m. fjórir íslendingar þeir Knútur Halisson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu (SVS), Hannes Guðmundsson, stj ómarráðsful] trúi, Lúðvík Giz- urarson ,hæstaréttar]ögmaður og Ólafur Egilsson, lögfræðingur. Árangursríkt samstarf Atlantshafsrík janna Á setningarfundi þingsins, sem haldinn var á Caipitoiium, íluttu m.a. ræður þeir Gladwyn lávarð ur, forseti Atlantic Treaty Associ ation, Manlio Brosio framkv.stj. Atlantshafsbandalagsins og Aldo Moro (forsætisráðherra ítalíu. Ræddu þeir allir m.a. um hinn margvislega ávöxt, sem samstarf Atlantshafsrikjanna hefur boa-ið á liðnum árum — og lögðu áherzlu á nauðeyn þess, að það héldi áfram og efldist á sem fleetum sviðum. f’yrir þinginu Jágu mjög at- hyglisverðar álitsgerðir undir- ,t búnar af aðildarfélögunum, þar sem lýst var viðhorfum til áfram haidandi Atlantshafssamstarfs í hinum ýmsu rikjum. í þingnefnd um var síðan fjallað sérstaklega um nokkra veigamestu þætti sam starfsins. Voru umræður í nefnd um fróðlegar og gagnlegar. Enn ótryggt ástand, sena krefst samstöðu í lok þingsins var afgreidd ályktun, þar sem raktar eru ýms ar meginniðurstöður umræðn- anna og tillögur gerðar varðandi framtíðarskipan Atlantshafssam- starfsins. Er þar m.a. lögð áherzla á, að með samstöðu sinni á und- anförnum árum hafi Atlantshafs bandalagsríkjunum tekizt að ná því meginmarkmiði sínu, að við- halda friði og vernda á þann hátt menningu sína og frelsi. Enn sé ástandið í heiminum of ótryggt til þess að veikja megi varnir Atlantshafabandalagsins. 1 stað hinnar beinu hættu á að styrjöld brjótist út hafi komið margskyns undirróðursstarfsemi, m.a. í hin- um nýju þróunarrikjum, og geri sú staðreynd nýjar kröfur til sam starfs lýðræðisþjóðanna til vernd ar friði og frelsi. Ankln samvinna utan hernaðarsviðs í hinum upphaflega sáttmála Atlantshaíbandalagsins, sem skv. ákvæðum sinum gildi til ótiltek- ins tíma, sé auk vamarsamstarfs- ins gert ráð fyrir samvinnu ríkj- anna á sviði efnahagsþjóðfélags- og menningarmála, og sé ástæða til að efla samstarfið á öllum þessum sviðum, ekki aðeins með hagsmuni Atlantshafsríkjanna fyrif augum heldur einnig ann- arra rikja heims. Til þess að slíkt geti orðið, sé ekki þörf neinna breytinga á sáttmáianum; þvert á móti séu mörg tækifæri, sem hann hafi rutt braut, enn ónotuð. Með hliðsjón af ofangreindum staðreyndum var m.a. lagt til, að sett yrði á fót sérstök nefnd, sem kannaði í nánari atriðum frekari leiðir til samstarfs. Var í því sam bandi minnt á, að senn eru 10 ár liðin síðan þeir Halvard Lange, utanrikisráðherra Noregs, Gaetano Martino ,utanríkisráð- herrra ítalíu og Lester Pearson, utanrikisráðheTra Kanada ,skil- uðu tillögum þeim, sem á sinum tíma leiddu til verulegrar efl- ingar á alhliða starfsemi Atlants hafsbandalagsins, þ.á.m. utan hernaðarsviðsins. I»ing Atlantshafsþjóðanna — með löggjafarvaldl því skyni að stuðla að lausn núverandi vandamála í sambandi við meðferð kjai-norkuvopna — án frekari útibreiðslu þeirra — ,vair lýst yfir stuðningi við þá 'leið, að a.m.k. nokkur hluti kjam orkuvopnabirgða Breta og Frakka ásamt hluta af birgðum Bandarikjanna verði settir undir sameiginlega yfirstjórn Atlants- hafsbandalagsins, þannig að öll riki bandalagsins telji öryggi sínu borgið á viðunandi hátt, ef á þau yrði ráðizt. Að því er sam- starfið á stjórnmálasviðinu snert ir var ekki talið að takmarka 'bæri það við vamaxsvæði Atiants hafdbandalagsins, einkum þar sem heimskommúnisminn hefði á siðustu áium í vaxandi mæli haslað sér völl utan þess. JÞá var talið æskilegt að sett yrði á fót þing Atlantshaísþjóðanna, sem m.a. yrði fengið ráðgjafar- vald um málefni Atlantshafs- bandalagsins. Mörg fleiri atriði voru tekin íyr ir í ályktun 11. þings Atlantic Treaty Association ,en í heild Aldo Moro foorsætisráðherra Italíu, ávarpar 11. þing At- lantic Teraty Association í Róm. Á hægri hörad honnm sitja Manlio Brosio, fram- kvæmdastjóri Atlanlshafs- bandalagsins og Gladwyn lá- varðux, forseti ATA, en vinstra megin borigarstjórinn í Róm. var höfuðáherzla lögð á mikil- vægi þess, að Atlantshafsþjóðirn- aa-, sem tengdar væru bæði sögu- legum og hugsjónalegum bönd- um, héldu áfram nánu samstarfi sínu að vaxandi framíörum og aukinni velsæld. Ávarp og viðurkenningarorð Páls páfa í*ess er vert að geta, að meðan Framh. á bls. 20 Konan mín, KATRÍN ÓLADÓTTIR lézt 29. þessa mánaðar. Árni Garðar Kristinsson. Maðurinn minn og faðir okkar, NÍELS DUNGAL prófessor, andaðist 29, þessa mánaðar. Ingibjörg Dungal, Iris Dungal, Haraldur Dungal, Leifur Dungal. Móðir okkar, RÓSA JÓNSDÓTTIR frá Yztabæ í Hrísey, andaðist aðfaranótt 28. þ. m. Þorleifur Ágústsson, Oddur Ágústsson, Svanfríður Ágústsdóttir, Gústaf Ágústsson. Móðir okkar og tengdamóðir HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, verður jarðsett frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 1. nóv. n.k. kl. 1,30 síðdegis. Blóm og kransar afþakk- aðir, en þeim sem vildu minna hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð arför, GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR Öldugötu 9, Hafnarfirði. Magnea Gísladótiir og dætur. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðaríör móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, sigríðar einarsdóttur Hliðarbraut 7, Hafnarfirði. Sigríður Friðfinnsdóttir, Gestur Árnason, Guðbjörg Friðfinnsdóttir, Sigurður Arnórsson, María Friðfinnsdóttir, Ögmundur Jónsson, og barnabörn. 1966 j. m TOYOTA - de elegante CfíOWN modeller BifreiHa- sýKiÍEtg á Toyota bifreið- um b Eiáskélabío í dag og á Bnorgun Crown Delux Crown custom. Corona valin af „Sunday Times* Ein af fimm athyglisverðustu bifreiðum arsms. Japaoislia bifreiðasalati hf. Ármúla 7. — Sími 34470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.