Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. október 196/ Valur og Akranes mætast á morgun Síðasti knattspyrnukappReikurinn ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni KSÍ fer fram á morgun, sunnu- dag, og hefst kl. 2 e.h. Þá mæt- ast Valur og Akurnesingar, en þessi lið ein eru enn ósigruð í Bikarkeppninni. Nafn anuars hvors þeirra verður letrað á bikarinn, sem Tryggingamið- stöðin gaf á sínum tíma og hef- ur KR unnið hann 5 sinnum, eða öll skiptin sem um hann hefur verið keppt. ir Til mikils að vinna Ef að líkum lsetur verður horð baráttan um þennan nsest íeðsta grip íslenzkrar knatt- spyrnu. í>að liðið, er bikarinn vinnur, öðlast og rétt til þess að taka þátt í Evrópukeppni bikar- liða, svo að eftir mörgu er að seilast með sigri í keppninni. ★ Liðin Akurnesingar *hafa þurft að berjast harðri baráttu til að komast í úrslitin. Tveir fram- lengdir leikir þeirra við Kefl- víkinga hafa væntanlega haldið liðsmönnum í aefingu. Valsliðið komst létt og leik- andi gegnum sína leiki, en liafa nú ekki fengið leik í 3 vikur Aðalfundur Sundráðsins AÐALFUNDUR SRR verður haldinn föstudaginn 19. nóv. n.k. kl. 24 e.h. á skrifstofu SRR íþróttamiðstöðinni i Laugardal. Venuleg aðal^ndarstörf. — SRR. vegna Maraþonkeppni ÍBK og ÍA. — Um úrslit skal engu spáð. AHt getur -skeð í knattspyrnu og þá ekki sízt þegar um bikarkeppni er að ræða. •k „Lokadansleikur" Um kvöldið hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að gangast fyrir lokadansleik knattspyrnu- manna. Verður hann í Súlnasal Sögu um kvöldið og eru all- ir knattspyrnumenn og gestir þeirra velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. Þetta er „framtíðarland“ og óskadraumur handknattleiks- körfuk nattleiksfólks og annarra er inná- íþróttir stunda. I dag hefst vinna viS lagningu gólfsins. Það eru kunnir handknattleiksmenn sem starfa að því verkL Handknattleiksmenn byrja í dag á gólfi íþróttahallarinnar Viiuna um helgar og á kvöldin og flýta fyrir að húsið verði tekið í notkun f DAG mætir allstór hópur hand krattleiksmanna í íþrótta- og sýningarhöllinni * Laugardal. Margir þeirra eiga vafalaust eftir að mæta þar með íþróttaútbúnað sinn til landsleikja og annarra leikja. En í dag skilja þeir slíkt dót eftir heima, en mæta með hamra sina og sagir og annað er til trésmiíðaviimu þartf. Þessi hópur handknattleiksmanna hef- ur tekið að sér að leggja undir- lag gólfsins í höllinni. Vonir menn — og sérfróðir. Mbl. átti í gærkvölli tal við Gísla Halldórsson arkitekt húss- ins og forseta ÍSÍ og sagði hann að hópur handknattleiksmanna hafi tekið að sér í ákvæðisvirmu að leggja undirlag gólfsins. Myndu þeir vinna verkifj aðal- lega um helgar og eftir venjuleg an éinnutíma á daginn. Fyrirlið- ar hópsins eru Karl G. Benedikts son landsliðsþjálfari og Sigurður Jónsson fyrrum landsliðsnef-ndar maður. Báðir starfa þeir nú hjá byggingavérktökum Og eru því vel heima í slíkum framkvæmd- um er þeir nú taka að sér við ilþróttahöllina ásamt öðrum handknattleiksmönnum. • f röðum handknattleiksmanna eru margir smiðir. Má t.d. nefna Gunnlaug Hjálmarsson, Karl Jó- hannsson, Guðjón Jónsson o.fl. Smiðirnir stjórna verkinu en með þeim í ákvæðisvinnunni verða og aðrir handknattleiks- menn sem verða aðstoðarmenn Iþeirra. ir Flýta fyrir húsinu. Gísli Halldórsson sagði að haiidknattleiksmennirnir leggðu grind og undirlag gólfsins en síð an kæmu sérfræðingar frá fram- leiðendum efsta lags gólfsins og legðu það. Verk það er hand- knattleiksmennirnir hafa tekið að sér tekur um mánuð að vinna, en um miðjan nóvember geta dönsku sérfræðingamir hafið sitt verk við lokalagið. Gólfið ætti því að vera fullgert snemma í desember. Gísli sagði ennfremur að fram tak handknattleiksmannanna væri mikilsvert til að. flýta því að íþróttahöllin yrði tekin í notk Svona glaðir geta menn orðið. Þetta er Dick Tiger frá Nigeríu sem stekkur í loft upp og fagnar sigri og endurheimtun heims meistaratitils er hann vann J. Giardello í Madison Sq. Garden 21. okt. Keppni þeirra stóð í 15 lotur og var úrskurður þriggja dómara samhljóða m sigur Tigers. Þeir keppa í milliþunga- vigt Æfingar í blaki fyrir kvenfólk FRJÁLSÍÞRÓTTADETLD ÍR ætl ar að efna til leikfimi og blak- æfinga fyrir stúlkur tvisvar í viku í vetur. Helmingur æfinga- tímans fer í styrktaræfingar og hinn helmingurinn fer í blak, sem er lítt þekktur knattleikur hér á landi, en mjög skemmtileg „Verð ekki í vnndræðum" „É G verð ekki í neinum erfiðleikum með að sigra Floyd Patterson. Hann er talsvert veikari mótherji en Sonny Liston“, sagði heims- meistarinn Cassius Clay á dögunum. En gagnstætt því sem hans er vani fyrir keppni, vildi hann ekki full- yrða neitt um það í hvaða lotu hann mundi veita Patt- erson rothöggið. ,,Þið verðið bara að bíða og sjá til“. Meistarinn vegur nú 96.5 kg, en búizt er við að^hann vegi 93 kg er hann mætir til leiks í Las Vegas 22. nóv. nk. ur. Blak sást m.a. í hinni frá- bæru Olympíukvikmynd, sem sýnd var í Laugarásbíói nýlega, en þar léku japanskar og rúss- neskar stúlkur til úrslita. Þjálfari verður Jóhannes Sæm undsson hinn nýi og vinsæli þjálfari ÍR. Æfingarnar eru á mánudögum kl. 10 til 10,30 og á föstudögum kl. 6,20 til 7,10. (Frá Frjálsíþróttadeild ÍR) EINS og fram hefur komið í fréttum á Frám von á erlendu handknattleiksliði, sem keppir hér fyrri hluta desembermán- aðar. Leituðu Framarar fyrst fyrir sér á Norðurlöndum en af heimsókn góðs liðs þaðan gat ekki orðið. Nú hefur svo um samizt, að tékkneskt lið kemur hingað í boði Fram. Er það lið- un. Mjög erfitt væri að fá iðnað- armenn og því mundi framtak handknattleiksmannanna • með helgarvinnu og eftirvinnu flýta mjög fyrir. M0LAR ÍTékkóslóvakia hefur tryggt 1 sér rétt til lokakeppniiuiar j um heimsmeistaratitil í i handknattleik kvenna. Hafa ; Tékkar tvívegis sigrað lið 1! Japans. Báðir leikirnir fóru fram í Prag. Fyrri leikinn 7 unnu Tékkar með 17-9 og J hinn síðari með 17-5. \ ið Karvena frá Tékkóslóvakíu. Karvena er í röð beztu liða þar í landi. Er það nú sem stend ur 1 4. sæti í 1. deildarkeppninni í Tékkóslóvakíu. Efst nú er Dukla Prag og Spartak Plizen er í 3. sæti og síðan Karvena. Handknattleikur stendur óvíða með meiri blóma en í Tékkóslóv akíu, svo að öruggt má telja að hér sé um gott lið að ræða. Karvena kemur á vegum Fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.