Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 30. oktðber 196!
Stúlka óskast
til starfa í mötuneyti. — Góð vinnuskilyrði.
Upplýsingar í síma 22393 kl. 9—18 daglega.
IMauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauð-
ungaruppboð á ýmsum vörum vegna ógreiddra
aðflutningsgjalda af innfluttum vörum o. fl. frá
árunum 1962 og 1963, 'svo og lögteknum munum.
Auk þess verða og seldir fjárnumdir munir eftir
beiðni ýmsra lögfræðinga. — Uppboðið fer fram
í pakkhúsi Eimskipafélags íslands h.f. við Skúla
götu, (áður Kveldúlfshús), fimmtudaginn 11. nóv-
ember 1965 og hefst uppboðið kl. 1,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Járniðnaðarmenn
— nemar
Viljum ráða nokkra vélvirkja og rennismiði.
Einnig getum við bætt við nokkrum nemum í
vélvirkjun.
VélsmiHjan Dynjandi
Dodge Weapon
árgerð 1953 til sölu. — Bifreiðin er í góðu standi
með Trader dieselvél og 14 sætum. — Þeir, sem
kynnu að hafa áhuga sendi tilboð á afgr. Mbl. fyrir
6. nóvember, merkt: „Góð bifreið — 2770“.
Barnanáttföt '
úr baðmull, fallega áprentuð.
Verð nr. 2 — 4 — 6
kr. 56
Verð nr. 8 — 10 — 12
kr. 85
Miklatorgi — Lækjargötu 4.
Framkvæmdamenn
Brpyt X 2
Vanir vélamenn.
Reynið viðskiptin.
Uppl. í síma 20065.
LEIGI ÚT í smærri og
stærri verk norsku
gröfu- og ámoksturs-
vélina BR0YT X 2 og
lyftarann og ámokst-
ursvélina
BOLINDER LM-218.
Bolinder LM-218
Tómas Grétar Ófiascm
- Þing ATA
þing stóð yfir veitti Páll páfi VI
fulltrúum áheym — og var það
fáum dögum fyrir för páfa vest-
ur um haf, til þess að ávarpa alls
herjarþing Sameinuðu þjóðanna.
í stuttu ávarpi páfa við móttöku
hans í Vatikaninu fór hann við-
uxkenningarorðum um það átak,
sem samtök áhugamanna um
samstarf Atlantshafsríkjanna
ynnu að til þess að styrkja ein-
ingu þjóðanna. Nauðsynlegra
væri nú en nokkru sinni fyrr að
efla samvinnu yfir öll landamæri
— og draga úr hverju því sem
sundrungu ylli. Sjálfur kvaðst
Pál páfi telja það skyldu sína
að láta einskis ófreistað, sem eflt
gæti friðinn í sundruðum og
spenntum heimi; frið, sem byggð
ur væxi á réttlæti, sannleika,
frelsi og kærleika, þeim grund-
vallaratriðum, sem hinn virti
fyrirrennari sinn Jóhannes
XXIII hefði lagt svo ríka áherzlu
á- Það væri í þessari viðleitni.
sagði Páll páfi, sem hann hefði
tekið hinu vinsamlega boði fram
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna um að ávarpa allsherjar-
þing þeirra.
ATA fundur í Reykjavík
næsta sumar
Að þingi Atlantic Treaty Associ
ation loknu fóru fulltrúar í kynn
isferð til Napoli — og kynntu
sér m.a. varnir ríkjanna við Mið-
jarðarhaf .
í stjórn Atlantie Treaty Associ
ation fyrir næsta kjörtímabil
voru endurkosnir Gladwyn lá-
varð, forseti og varaforsetar þeir
Paul van Zeeland, Hollandi, Dr.
Rishard Jaeger Þýzkalandi, Ivan
Matteo Lombardo, ítalíu og W.
Randolph Burgess, Bandaríkjun-
um. Framkvæmdastjóri samtak-
anna er Frakkinn Pirre Mahias.
Atlantic Treaty Association
mun halda stjórnarfund í Reykja
vík á sumri komanda.
Mý tnnnu-
geymsln
ó Sigluíirði
Siglufirði, 28. okt.
NÝL.EGA er lokið byggingu
stórs geymsluhúss við hina nýju
tunnuverksmiðju hér á staðnum.
Er þetta stálgrindarhús klætt
bárujárni ca. 2400 ferm. að stærð
og áætlað að rúmi um 80 þús.
tunnur, en það er aðeins ríflega
það magn, sem hefir verið smíð-
að undanfarna vetur.
Nýlega komu til tunnuverk-
smiðjunnar 300 stdr. af tunnu-
efni og áætlað er að skipa hér á
land á morgun 85 stdr. til við-
bótar.
Stjórn tunnuverksmiðjunnar
hefir enn ekki tekið ákvörðun
um hvehær vinna hefst þar, en
það verður gert næstu daga.
— Stefán.
Til sölu
er Mercedes Benz 180, árgerð 1960. — Bifreiðin er
mjög vel með farin og vel útlítandi. — Nánari
upplýsingar í síma 37460 eftir kl. 8 nk. mánudags-
og þriðjudagskvöld.
Sendisveinn öskast
á ritstjórnarskrifstofur blaðsins.
Vinnutími kl. 6—11 e.h.
IMær 1000 fél-
agar í Náttúru-
fræðifélagínu
FÉLAGAR í hinu íslenzka nátt-
úrufræðifélagi voru 924 um síð-
ustu áramót. A sl. sumri voru
farnar fjórar fræðsluferðir á
vegum félagsins. Sú fyrsta var
jarðfræðiferð um Krísuvík, Sel-
vog og Þrengslaveg og tók hún
heilan dag. Önnur ferðin var
hálfsdagsferð til alhliða náttúru
skoðunar að Búrfelli fyrir ofan
Hafnarfjörð og í Löngubrekk-
ur og Hjalla. Þriðja ferðin var
grasafræðiferð í Esjuhlíðar og
tók hún heilan dag. Fjórða ferð-
in var þriggja daga ferð um
Hreppa og Þjórsárdal til alhliða
náttúruskoðunar. Þátttakendur
í þessum ferðum voru alls 238
eða 60 í ferð að meðaltali.
f 'ií •
illÉÍSRilÉl
Herferð gegn hungri safnar fé fil að kosfa verkefni, sem Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hrindir í
framkvæmd.
Herferðin vinnur sigra. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin
hefur þegar framkvæmt mörg hundruð aðgerðir til að auka
matvælaframleiðslu þurfandi þjóða, fyrir það fé, sem herferðin
hefur aflað. úl