Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. oktðber 1965 MORCU NBLAÐIÐ 17 Sólveig Kristbjörg Magnúsdóttir — Minning FYRIR réttum þriðjungi aldar, snemma haust 1932 fluttist inn í fæðingarsveit mína, Hvamms- sveit í Dalasýslu, ung stúlka, rúmlega tvítug að aldri. Hún hét Bólveig Kristbjörg Magnúsdóttir, eettuð norðan úr Strandasýslu, en (hafði þá nýverið stundað nám lí húsmæðraskólanum á Blöndu- iósi. Þessi unga mær vakti strax á sér athygli. Hún var hávaxin og þrekin að sama skapi. Yfirlit Ihennar var svipmikið' og bar vott um góða greind. Hún var prúð í fasi og mjúk í hreyfingúm. Við- imót hennar var glaðlegt og kynn ling fljóttekin. Hún réðist fyrst rtil hauststarfa á myndarheimili í sveitinni og fékk þar strax hið Ibezta orð. Hún gerðist nemandi og starfsstúlka á fjölmennu eundnámskeiði í hinni nýbyggðu Bælingsdalslaug, þar sem tugir seskufólks blönduðu við hana igeði. Með óþrjótandi gamanyrði á vörum gekk hún um beina og stúndaði nám, og átti á þann veg stóran þátt í að mynda þarna iglaðar og heilbrigðar stundir. Hún gerðist á næstu sumrum Ikaupakona á heimili systur sinn- ar og mágs að Hvammi, þar sem ihún handlék orfið og hrífuna á þann hátt, að vinnuafköstin urðu karlmannsígildi. Hvar, sem hún fór fylgdi henni líf og fjör. Hún var vorsins barn í orðsins fyllstu merkingu. Ævisól hennar skein í heiði hátt á lofti. En fagrir ihaustdagar hafa á sér mildan alvörublæ. Þessikona er til graf- ar borin í dag. Sólveig var fædd á Hvalsá í Tungusveit 28. október 1911. For- eldrar hennar voru, þau hjónin, [Magnús Jónsson frá Litlu-Fjarð- arhorni og Guðbjörg Jónsdóttir frá Fitjum, en þau bjuggu á Hvalsá og fleii1! bæjum þar í ná- grenni. Sólveig var næst yngst 9 systkina, en sum þeirra dóu iung. Sólveig missti föður slnn, jþegar hún var fjögra ára að aldri. Heimilið tvístraðist og sum Ibörnin voru tekin í fóstur. Sól- veig fluttist þá að Gestsstöðum í Tungusveit til föðursystur sinn- ar, Guðbjargar og manns henn- ar, Jóns Þorsteinssonar. Hjá jþeim ólst hún upp fram yfir fermingaraldur. Frá Gestsstöðum lá leið Sólveigar til'systur sinn- ar, Vilborgar og manns hennar, Magnúsar Sturlaugssonar, sem bjuggu þá á Krossárbakka í Bitru. Á þeim árum, sem hún stundaði nám á Blönduósi, var Ihún kaupkona á tveim bæjum í Húnaþingi. Hún átti um árabil lögheimili hjá þeim Magnúsi og Vilborgu, þegar þau bjuggu að Hvammi i Dölum, og dvaldi hún þar oft við heyvinnu og fleiri störf, en þess á milli stundaði Ihún ýmis störf í Reykjavík og víðar. Hinn 28. janúar 1939 giftist Sól- veig eftirlifandi eiginmanni sín- um ,Eiríki Guðjónssyni, bifreiðar stjóra frá Ásgarði í Grímsnesi. SVÆátti með sanni segja, að þar færu myndarleg hjón þar sem þau voru, Eiríkur og Sólveig. Heimili þeirra hefur alltaf verið lí Reykjavík. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn. Tveir synir þeirra, Haraldur og Ásgeir, hafa etundað iðnaðarnám ,en einka- dóttirin, Guðrún Guðbjörg, hefur á landamærum bernsku og æsku sinnar, hafið nám í Tónlistar- skólanum. Guðbjörg, móðir Sólveigar, var mikilhæf kona, og þó hún ætti oft andstætt og við vanheilsu að etríða, brást aldrei trúhneigð hennar og velvild í annarra igarð. Hún var söngelsk og hafði afburða söngrödd. Hún var um skeið forsöngvari í sóknarkirkju sveitar sinnar, þegar hún bjó í Strandasýslu. Börn Guðbjargar erfðu sönghæfni hennar í ríkum mæli, og var hlutur Sólveigar þar ekki minnstur. Næmleiki Sólveigar fyrir áhrifum ljóðs og lags var mikill. Raddsvið hennar var vítt og röddin þíð, en þrung- in þrótti. Næst heimilishelginni, «r hún rækti af alúð, sem trúföst eiginkona o.g mild móðir, hygg ég að heimur sönglistarinnar hafi átt dýpstar rætur í vitund hennar. í- mörg ár var hún starf- andi í kirkjukór Laugarneskirkju undir stjórn hins hógværa, þjóð- kunna tónlistarmanns, Kristins Ingvarssonar ,sem féll frá á sl. sumri. Kristinn var góðkunningi minn og minna. Var mér kunnugt um hversu mikið hann mat þátt Sólveigar í kirkjusöngsstarfinu, bæði sönghæfni hennar og per- sónugerð. En Kristinn var vand- ur í vali þessa starfsliðs síns, enda kirkjukór hans viðurkennd- ur einn af fegurstu kirkjukórum landsins. Þessi söngunnandi kona hafði nú átt þátt í að leiða ungu dótturina sína inn í heim fag- urra tóna, og hefur hún vafa- laust átt margar fagrar óskir í sambandi við það, en ^aldurinn entist ekki til að sjá þá framtíð- ardrauma rætast nema að litlu leyti, Á þeim árum, sem Sólveig dvaldi hjá skyldfólki sínu að Hvammi oft að sumarlagi átti ég og fjölskylda mín heima á næsta bæ. Man ég vel eftir að hún kom eitt sinn á sólríkum sunnudegi til okkar með tveggja ára son sinn, myndarlegan dreng. Á breiðum grundvelli uppbyggilegra um- ræðná í léttum tón blönduðu hús- ráðendur geði við góðan gest, en frumbernskan lék sér um stofu- pall og lagði sinn fagra þátt inn í ánægju tómstundanna. En það eru aðrar stundir í sambandi við Sólveigu, sem eru mér minnis- stæðari, og ég á tæpast orð yfir til að tjá þakkir mínar fyrir. Þegar eiginkona iru'n lá langa og erfiða banalegu í Landsspítalan- um fyrir þrem árum leit Sólveig nokkrum sinnum þangað inn. Með hófstilltum gamanyrðum og björtum viðmótsþíðleika færði hún inn í sjúkrastofuna ferskan blæ, sem létti og lyfti. Mér fannst þá, sem og stundum áður, að grunntónninn í þeim iettu röddum, sem hún lét samferða- fólki í té, væri alvöruþrunginn erfðahlutur, sem opnað hefði hug og hjarta fyrir dásemdum tilver- unnar með ástvinatryggð, dul- rænni íhygli, á örmum bænar og vængjum Ijóðs og lags, og þann veg kennt að skoða jafnan hin- ar björtu hliðar, einnig í þraut- um þjáninganna. Nú hefur hún sjálf barizt við langvinnar þraut- ir, og ég efa ekki að þar hafi hetjulundin skipað öndvegið. Um leið og ég votta eiginmanni Sólveigar, börnum þeirra og öðr- um vandamönnum innilega sam- úð, vil ég enda fátækleg minn- ingarorð með því að tilfæra þess- ar sígildu ljóðlínur alþýðuskálds- ins: Við skulum geyma von og trú í vorum sálum, til fegri heima byggja brú úr bænamálum. Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum. Það geymist margt frá björtum bernskudögum, sem birtu flytur enn í huga minn, en mjög var dimmt í minning- anna högum, er myrkur dauðans féll á beðinn þinn. Nú vil ég ekki vera um neitt að kvarta, ég veit með hverjum skugga geisli skín, ég geymi um þig bernsku minn- ing bjarta, þú brostir gegnum tárin, frænka mín. Við elskum það er hrygga gjörir hugga Guðs heilagt orð, er græðir dýpstu sáf, við elskum ljós er eyðir dimmum skugga, við elskum bros er skín í gegnum tár. . ■«*<( Þig kveðja vinir, margs er nú að minnast, hver minning verður eins og geisli hlýr. Á æðri stöðum fáið þið að finnast þar friður Guðs í sálum ykkar býr. Hverf héðan sæl, þig Ijóssins engill leiði, þar Ijósin skína fegurst á þinn stíg Guð Drottinn sína náð og blessun breiði á brautir þeirra er nú kveðja þig. Drottinn blessi þig. Guðrún Guömundsdóttir frá Melgerði. S. Armann Magnússon heildverzlun Laugavegi 31. — Sími 16737. Samkonu K.F.U.M. — Á morgun: Kl. 10.30 f.h.: Sunnudaga- skólinn við Amtmannsstíg, drengjadeildin Langagerði. Barnasamkoma í samkomu- salnum Auðbrekku 50, Kópa- vogi. KJ. 10.45 f.h.: Drengjadeild- in Kirkjuleigi 33. Kl. 1.30 e.h.: V.D. og Y.D. deildirnar Amtmannsstíg. — Drengjadeildin Holtavegi. KI. 8.30 e.h.: Síðasta sam- koma æskulýðsvikunnar. — Nokkur orð, Narfi Hjörleifs- son, Svandís Pétursdóttir. — Dr. Árni Árnason. Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri, talar um efni kvöldsins. Bland aður kór syngur. Allir vel- komnir. Sveirin Kristinsson skrifar um Franska konan og ástin. Sex þættir úr lífi konunnar. ÞEIR sex þættir úr lífi kon- unnar, sem teknir eru til með- ferðar í þessari mynd eru: bernskan, æskan, trúlofunin, hjónabandið, hjúskaparbrotið, og skilnaðurinn. — Sem getur fer þarf hver og ein kona ekki að spinna sinn æfiþráð úr öll- um þessum þáttum. Allar kon- ur, sem komast á fullorðinsald- ur, nota þó a.m.k. tvo þeirra mikill meiri hluti fimm, ef orð- ið skilnaður er notað í víðtæk- ustu merkingu, (sem ekki er raunar gert í þessari mynd) og loks eru til svo efnisfrekar kon- ur, að þeim nægir ekki minna en allir þessir sex þættir. Munu enn sem komið er ekki liggja fyrir nákvæmar skýrslur um fjölda þeirra kvenna, en vænt- anlega fást innan tíðar úrbæt- ur í því efni með vaxandi þroska rafeindaheila og áuknum áhuga þeirra fyrir málefninu. Hver þáttur fyrir sig er sjálf- stæður í þessari kvikmynd og stendur sér um ieikendur, leik- stjóra og framleiðanda, en náin skyldleiki er með þáttunum öll- um. Samstæðum sem sérstæðum er þeim ætlað að bregða raun- sæju ljósi yfir lífsfyrirbrigði, sem enginn kemst hjá að hafá nokkra nasasjón af, gangi hann ekki með augnalokin aftur- klemmd á sinni jarðargöngu. Verður því ekki sagt, að við- fangsefnið sé sérstaklega nýst- árlegt, þótt framsetning þess sem kvikmyndar sé með nokkuð óvenjulegum hætti. Hér er held ur ekki seilzt til neinna af- brigðilegra dæma, eins og nú Kvikmyndosýn- ing Germuníu í dug MEÐ vetrarkomu hefjast að nýju kvikmyndasýningar félagsins Germanía ,og verður þeim vænt anlega haldið áfram fram á sum ar,~ en fyrsta sýningin er í dag. Verða þá sýndar að venju frétta- og fræðslumyndir. Fréttamyndirnar eru um helztu viðburði í Þýzkalandi síðustu vik urnar þ.á.m. frá kosningunum til sambandsþingsins og Evrópu meistarakeppninni í frjálsum íþróttum. Fræðslumyndirnar verða þrjár talsins og allar litmyndir. Er ein þeirra um hinn heimsfræga teikn ara Olaf Gulbransson, sem þrjá- tíu ára gamall fluttist til Bæjara lands og dvaldist þar síðan til æviloka. Skopteikningum hans á þriðja og fjórða tugi þessarar aldar var á sínum tíma hvar- vetna veitt athygli, enda -eru þær óviðjafnanlegar. Og nú er í kvikmyndinni margt rifjað upp, sem þá var á hvers manns vör- um. — Önnur fræðslumyndin er um stöðlun, en hin þriðja frá iðnaðarborginni Oberhausen, — myndir úr hversdagslífinu, - er sýnir, að margt fagurt getur einn ig orðið til í borgum; þar sem iðnaðurinn ræður ríkjum. Kvikmyndasýningin verður í Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. öll- um er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd fullorðinna. Hópferðab'ilar allar stærðir (SSgMSJSST"-------- ygMEr^einriinfin. Simi 32716 og 34307. er nokkuð í tízku í kvikmynda- heiminum, eiturlyfjaneytendur og ,,hinseiginmenh“ standa t.d. utan sviðsins. Almennustu hneigðir, óskir og hvatir í ásta og hjúskaparmálum eru hér ná- lega eingöngu í sviðsljósinu. Bernskumærin forvitna og spurula fær þær upplýsingar, áð ungbörnin spretti úr hvítkáls- höfðum, en ungur bróðir hennar heldur því fast fram, að börnin eigi frumheimkynni sín innan í konum. í öðrum þætti er ung stúlka vaxin til1 fyrstu ástar- hvata og kyssir piltinn sinn, og foreld<rarnir eru að sjálfsögðu í megnustu vandræðum út a£ slíkri spillingu. í þriðja þætti er höfuðvandamálið, að unnustmn vill fá að sofa hjá unnustunni, áður en gifting er á komin. Fjórði þáttur lýsir klassiskum árekstrum ungra hjóna, smá- erfiðleikum við að laga sig hvort að öðru og afbrýðisemi, sem allt jafnast við smávægi- legar fórnir af beggja hálfu. í fimmta þætti er franmjá- haldið meinsemdin. í stað þess, að ýfa J>á meinsemd með hefð- bundnu skottulækningakukli I formi skamma eða kjaftshögga sker eiginmaðurinn fyrir rætur hennar með því snillibragði að bjóða eljara sínum konuna til fullrar eignar og afnota. Eljar- inn fær næstum taugaáfall af ótta og skelfingu og hjónaást- inni er bjargað. — í sjötta þætti spilar tengdamóðirin einna ör- lagaríkasta þáttinn í skilnaðar- máli hjóna, sem upphaflega ætl- uðu sér að skilja ,,í góðu.“ Allir eru þættirnir ofnir öðr- um þræði úr léttri gamansemi, þeirri tegund gamansemi, sem Frökkum er svo lagin a.m.k. í kvikmyndagerð. Hún sprettur eins og átakalaust upp úr leik- sviðinu, virðist ekki eiga sér neinar stoðir í almennum skil- greiningum húmors, helzt gæti maður sagt að hún ætti rætur í hinum skopræna þætti. sem lífið sjálft er undið úr í sinni innstu veru, hvort sem það still- ir sér upp í stöðu, sem er sorg- in uppmáluð eða brosir við á- horfendum. Hinum skoplega þætti harms og gleði er gefinn jafn gaumur. Líklega er þetta eins konar ósjálfrátt andóf gegn tilfinn- ingasemi og væmni, en á sér þó vafalaust fleiri orsakir, sem liggja ef til vill í þjóðarkarakt- er Frakka. — Hvað sem um það er, þá virðast fáar þjóðir fram- leiða kvikmyndahúmor úr jafn- fjölbreytilegum efnivið og vera jafn ókvalráðar við kaldhömrun jafnvel ástríðufyllstu tilfinninga í gamansamt form. „Franska konan og ástin“ er raunar ekkert „ídeal“ dæmi þess arar sérstæðu skoplegu túlkun- ar, þar sem hún verður fremur að teljast gamanmynd að efni en hið gagnstæða. Hún dregur upp raunsæjar mannlífsmyndir á gamansaman hátt, vegur með skopi sínu nokkuð að hleypi- dómum fólks í ástamálum og gef ur mynd af fáfengileik þeirra „ástarævintýra“, sem margir sjá í svo glitríkum hillingum. Ekki er þó hægt að telja þetta ádeilumynd, nema að því leyti sem ýmsar mannlífsmyndir eru ádeila í sjálfu sér, þótt' beint sé ekki til þess ætlazt af höfund- um. Varla flytur hún heldur neinn ákveðinn, samfelldan boðskap, til þess eru hinir ýmsu þættir hennar of hlutlausir að framsetningu og láta efcki falt í heildinni neitt ákveðið lífsvið- horf öðru fremur. — „Svona er lífið“, segir hún, en hreyfir lítt við því spursmáli, hvers vegna það sé svona, hvort það sé gott eða vont, hvort það standi til bóta, hvar allt þetta endi et cetera. — Og kannske er þá bættur skaðinn. Við eigum jafnan gnægð prédikara á lager, til að fræða okkur um slíkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.