Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 2. nóvember 19<H Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsmgar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. UPPBYGGING A TVINNUVEGANNA ¥jegar Viðreisnarstjórnin * hafði treyst fjárhag þjóð- arinnar, afnumið höftin og komið á frjálsræði í viðskipta háttum, sneri hún sér strax að því að byggja upp atvinnu vegina. Fyrst var hafizt handa um endurnýjun fiski- skipaflotans og ný og glæsi- leg fiskiskip streymdu til - landsins. Þessi fríði floti hefur nú fært á land gífurlegan afla, og þótt þær raddir heyrðust að of hratt væri farið í skipa- kaup eru nú allir sammála um að rétt var stefnt og bjart- sýnin og stórhugurinn borg- aði sig. * í öðrum greinum atvinnu- lífsins hefur einnig verið stórstíg framþróun, og nú síð- ustu árin hefur talsvert ver- ið byggt af fullkomnu iðnað- arhúsnæði, vörugeymslum og skrifstofum. Fyrirtækin hafa leitazt við að bæta rekstur sinn með hagkvæmum vinnu- brögðum og tækninýjung- um. Það ætti að vera auðskilið mál, að undirstaða efnahags- Iégra framfara og bættra lífs- kjara er sú, að fyrirtækin séu vel rekin og skili miklum af- rakstri. Menn ættu þá líka að geta skilið að til þess 'að svo verði þarf atvinnurekst- urinn að fara fram í hag- kvæmum húsakynnum. Lengi var það svo, eins og kunnugt er, að bannað var að byggja atvinnuhúsnæði, og afleiðing- in varð sú, að framleiðslan varð dýrari en ella hefði orð- ið, enda margháttaðir erfið- leikar í rekstri fyrirtækja, sem e.t.v. þurftu að hafa starfsemi sína á mörgum stöð um og í ófullkomnum vistar- verum. Samt bregður svo kynlega við, að stjórnarandstæðingar ráðast að ríkisstjórninni fyrir það, að vegna stefnu hennar hafa ýms fyrirtæki nú getað endurskipulagt rekstur sinn og tekið upp hagkvæm vinnu- brögð. Slíkt ætti þó sízt að vera árásarefni, enda skilur almenningur örugglega þá augljósu staðreynd, að það er hagur alls landslýðs að hag- kvæm og nýtízkuleg vinnu- brögð séu viðhöfð í atvinnu- Tekstrinum, hvort heldur er á sviði iðnaðar og verzlunar, eða annarra atvinnugreina. Víst er það rétt að nú og um langa framtíð verða verk- efnin mörg sem leysa þarf. En fjár til þess að 'byggja íbúð- ir skóla o.s.frv. verður því að- eins aflað, að atvinnuvegirnir skili miklum afrakstri. Þeir eru undirstaðan, sem undir öllu stendur, og þes.s vegna á einmitt að leggja áherzlu á að búa sem bezt í haginn fyrir hverskyns rekstur borg- aranna. AÐBÚNAÐUR Á VINNUSTAÐ i meðan bannið við bygg- ingu atvinnuhúsnæðis var í gildi, fór margháttuð at- vinnustarfsemi fram í óhæfu húsnæði, skúrum og kumb- öldum, og vinnuaðstaða fólks ins var óhæfileg. Það fólk, sem allt vinnur innan dyra, þarf vissulega á að halda góðum vistarver- um heilsu sinnar og lífsham- ingju vegna. Þetta skilja at- vinnurekendur almennt og leggja þess vegna á það á- herzlu að búa starfsfólki sínu sem bezta vinnuaðstöðu. Sem betur fer er nú verið að vinna mikið og merkilegt starf á þessu sviði, og starfs- aðstaða iðnverka- og verzlun- arfólks fer mjög batnandi. En það er kaldhæðni ör- laganna að þeir menn, sem þykjast bera hag launastétt- anna sérstaklega fyrir brjósti, fjargviðrast yfir því að þeim starfstéttum sem mesta þörf hafa fyrir gott atvinnuhús- næði, skuli nú veitast betri aðbúnaður en áður. Væri vissulega fullt tilefni til þess fyrir iðnverkafólk og verzlunarfólk að svara á við- eigandi hátt þessari nýju „umhyggju“ fyrir hag þess. SKATTASEKTIR FMns og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu hefur verið gerð veruleg skattahækkun hjá allmörgum gjaldendum og er það árangur af starfi rannsóknardeildar ríkisskatt- stjóra. Eftir er síðan að á- kveða skattsektir þeirra sem brotlegir hafa gerzt. En þá vaknar spurningin um það, hvort ekki sé rétt að birta nöfn þeirra manna sem brotlegir gerast í þessu efni. Nafnbirting mun nú ekki vera heimil, og má vera að það sé eðlilegur háttur á meðan verið er að herða skattaeftirlitið og gera mönn- um ljóst, að alvara er á ferð- um. En að því hlýtur þó að koma áður en langt um líð- ur, að háværar raddir vakua um það að birta verði nófn þeirra manna, sem gerast brotlegir um stórfelld skatt- svik. Minniháttar yfirsjón, Lýst til orrustu. Blys lýsa upp orrustuvöllinn við Plei Me, útvarðarstöðina bandarísku, sem skæruliðar gerðu hríð að alla fyrri viku. Vikulangir bardagar við Plei Me í fyrri viku hófu skæruliðar Viet Cong sókn' gegn útvarð- arstöð Bandaríkjamanna við Plei Me, 215 mílum norðaust- an við Saigon. Sótut þeir eink um að stöðinni að næturþeli, snemma nætur og stundum undir dögun og stóð svo í fimm nætur samfellt. Sendur var liðsauki frá Saigon, en skæruli'ðar gerðu því fyrir sát og kom liðið ekki fram. Miklu harðastir urðu bard- agarnir um Plei Me aðfara- nótt föstudags og beittu skæru liðar þá fosfórsprengjum, en þær hafa þá náttúru að log- andi sprengiefnið festist við hváð sem fyrir er og eldur- inn verður ekki slökktur með neinum venjulegum og tiltæk um ráðum. Töluvert mannfall hefur orðið í bardögum þessum, einkum í liði Viet Cong, en hermenn S-Vietnamstjórnar og Bandaríkjamenn segja að ekki sjái högg á vatni og skæruliðar eigi eins margt manna ef ekki fleiri á vígvell inum nú og í fyrra, þó af þeim hafi fallið þáð sem af er þessu ári 8000 fleiri en allt árið í fyrra. 47 flugvélar eyðilagðar Sl. föstudag eyðilögðu Viet Cong 47 bandarískar flugvél- ar, þyrlur og sprengjuvélar á flugvellinum við Chou Lai, um 100 km sunnan Da Nang og við Marmarafjall, þar sem staðsettar voru 60 þyrlur. Þar varö tjónið mest og eru nú aðeins 20 þyrhjr nothæfar af þeim sem fyrir voru. Sprengjuvélar voru á Chou Lai flugvellinum og er það hald manna. að skæruliðar hafi haft í hyggju að ráðast til atlögu við flugvöllinn í Da Nang, en orðið frá áð hverfa er vart varð við ferðir þeirra og þá tekið til höndum á Chou Lai í staðinn. Nokkurt mann- fall varð í li'ði skæruliða en þeir er undan komust leituðu til skógar. Árásir þessar eru hinar mestu sem gerðar hafa verið á bandarískar flugbækistöðv- ar í S-Vietnam til þessa, og tjón af þeim gífurlegt. 20 öldum á undan Kólumbusi Fluttust Etrúskar búferlum til S-Ameríku Róm, 31. október, AP. LEIFUR heppni og Kólumbus hafa eignazt nýjan keppinaut um frægðina af fyrsta fundi Ameríku. ítalskur prófessor Dr. Mario Gattoni Celli telur sig hafa fyrir því nokkrar sönnur, að djarfhuga sæfarar af þjóð- flokki Etrúska hafi siglt yfir Atlantshaf og komið til Ameríku tuttugu öldum fyrir daga Kól- umbusar og Leifs. sem e.t.v. stafar af óvarkárni eða mistökum, er sjálfsagt að leysa með samkomulagi eða sektum, en þegar um stór- felld skattsvik er að ræða J sýnist ekki ástæða til annars j en gera fólki kunnugt, hverj- ir það eru sem afbrotin I fremja. Dr. Gattoni Celli, sem er mál- vísindamaður og hefur lengi rannsakað tungu Etrúska, sem enn er óráðin gáta, skýrði frá því á laugardag, að hann hefði sent skýrslu um niðurstöður rannsókna sinna til stofnunar þeirrar í Flórens, sem fjallar um etrúsk fræði. „Við getum ekki gengið fram hjá þeim mögu- ieika“, segir prófessoirinn, „að Etrúskar hafi flutzt vestur um haf frá ítalíu forðum daga. Þeir voru sjómenn góðir og skip þeirra tæplega verri hafskip en skip Kólumbusar“. Þessa kenningu sína dregur Dr. Celli af því, sem hann kveðst hafa fundið líkt með bæði tungu og trúartáknum hinna dular- fullu Etrúska, sem eitt sinn áttu heima á Ítalíuskaga og frum- stæðra þjóðflokka í S-Ameríku norðanverðri, þar sem heitir Guiana. Sagði prófessorinn, að ýmis trúartákn, sem notuð væru við helgiathafnir með Akawayo- indíánum í Guiana væru mjög áþekk og sem beinlinis nákvæm- lega eins og þau sem fundizt hefðu við uppgröft í gröfum Etrúska í Tarquinia norðan Rómaborgar. Það er annars af Etrús'kum að segja í stuttu máli, að sögur fara af þeim á ítalíu löngu fyrir daga Rómaveldis, en enginn veit enn hvaðan þeir komu, þó til- gátuir séu uppi um að þeir hafi komið að austan og verið skyldir Fönikíumönnum. Þeir voru far- menn og kaupahéðnar og rauð seglin á skipum þeirra bar við bláan himininn yfir Miðjarðar- hafinu þegar á sjöundu og átt- undu öld fyrir Krists burð. Þeir unnu brons betur en nokkur þjóð önnur um þeirra daga og lista- verk þeirra, einkum veggmál- verk, bera blæ af myndlist Forn- Egypta. Bygglingarlist þeirra stóð á háu stigi og þeir kunnu að gera steinboga og kenndu það Rómverjum. En eftir stofnun Rómaveldis hurfu Etrúskar, rétt eins og jörðin hefði gleypt þá vel- flesta, og hvarf þeirra var svip- legra en skrifað yrði á reikning yfirþynmandi þjóðveidis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.