Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 1
32 sícliip Leynifunidur pélskra eg réssiieskra ráðamaima Moskvu, 1. nóv. — NTB. ♦ Háttsettir fulltrúar ríkis- stjórna Sovétríkjanna og / Póllands, og kommúnistaflokk J anna í þeim löndum, áttu með sér leynilegar viðraeður sl. töstudag og laugardag, að þvl er Tass-fréttastofan hefur WPÍýst. Ekki fylgir fregn- inni, hvar fundurinn hafi ver- ið haldinn ,aðeins sagt, að það hafi verið einhvers staö- ar i Hvíta-Rússlandi. Frétta- menn i Moskvu líta svo á, að viðræður þessar hafi verið lið- ur í víðtækum viðræðum sov- ézkra ráðamanna við leiðtoga A-Evrópuríkjanna, sem staðið hafi yfir frá því í byrjun september sl. Samkvæmt fregn Tass tóku m.a. þátt í viðræðunum þeir Leonid Breshnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, Kyriil Mazurov,fyrsti varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna, Wladyslav Gomulka, aðalrit- ari pólska kommúnistaflokks- ins, og forsætisráðherra Pól- lands, Josef Cyrankiewic. — Sagði Tass, að þeir hefðu skipzt á skoðunum um helztu vandamál á sviði alþjóðastjórn mála, m.a. núverandi ástand í Evrópu og Asíu. Segir, að slikar viðræður sé mjög til þess fallnar að efla vináttu „bræðraflokkanna og bræðra- þjóðanna", og efii jafnframt I eininguna innan hins komm- I úníska heims. Kaupmananahöfn I. nóv NTB. • Menningarmá 1 anefnd Norð- urlandaráðs kemur i dag sam- an til tveggja daga fundar í Heisingör. Bogota, 1. nóv. NTB. ® Um það bil hundrað manns munu hafa látið lífið í eids- voða miklum, er yarð í smá- ibæ einum á strönd Colorr)biu. Eidsvoðinn mun hafa orsakazt ei sprengingu en um nánari jnálsatvik er enn ekki kunn- ugt. 1 Bogota er haft eftir öp- iriberum aðilum, að e.t.v. hafi emn fleiri farizt. Frá forsætisráðherrafundi Norðurlanda í Imatra, A-Finnlandi. Frá vinstri: Tage Erlander, Svíþjóð; Johannes Virolainen, Finn- land; Per Borten, Noregi og Bja rni Benediktsson, íslandi. — Á myndina vantar forsætisráðherr a Dana, Jcns Otto Krag. — AP. Fundi Asíu- og Afrikuríkja í Algeirs- borg nd aflýst — deila SovétríkjiHiii.i og Mma meginorsök þess, að takki er talið fært að balda fiiiidiiin Algeirsborg, 1. nóv. — AP — NTB — HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Algeirsborg í dag, að ekki verði af fyrirhug , aðri ráðstefnu Asíu- og Afr- íkuríkja. — Upphaflega var gert ráð fyrir, að ráðstefnan hæfist 5. þ.m. Mun verða gefin út tilkynn- ing, þessa efnis, er utanríkís- ráðherrar þeirra landa, sem síaðið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar, koma sér sam- an um orðalag hennar. Haft er eftir sömu heimild- um, að í tilkynningu utan- ríkísráðherranna muni verða greint frá því, að meirihluti þeirrá sé því fylgjandi, að Sovétríkin fái að taka þátt í ráðstefnu Asíu- og Afríku- ríkja, sem síðar sé ætlunin að efna til. Eins og fvrr greinir, þá var það ætlunin, að ráðstefnan hæfist í Algeirsborg 5. nóvem' ber. Það var hins vegar í gær- kvöld, sunnudagskvöld, að frá því var fallið. Blöð í Nýju-Délhi, Ind- landi, segja í dag — þótt til- kynning utanríkisráðherr- anna hafi enn ekki verið birt — að ákvörðun þeirra verði að teljast mikil vonbrigði. — „Times of India“ segir, að það verði að teljast einstætt, að fulltrúar 46 landa skuli hafa komið til Alsír, aðeins til þess Framhald á bls. 31. Skarðsbók boðin upp í London Einkaskeyti til Morgun- blaðsins, Kaupmanna- höfn 1. nóvember -— Rytgaard. Kaupmannahafnarblaðið „Politiken“ skýrir frá því í dag, að Skarðsbók, „Codex Seardensis“, sem verið hefur í eigu brezka safnarans Sir Thomas Philipps, muni verða boðin upp hjá Sothebys í London, í lok nóvember. Önn- ur rit úr safni Sir Thomas verða einnig boðin upp. Skarðsbók var send til Kaup- mannahafnar 1959, er útgáfufyr- irtækið „Rosenkilde og Bagger“ gaf ritið út ljósprentað. Til þess, að það fengist lónað ,varð forlagið að setja d. kr. 200.000.— í tryggingu (rúml. 1.2 millj. ísl. króna). Talsmaður Sothebys, sem rætt hefur við fréttaritara „Politik- en“, segir, að ekki sé gert ráð fyrir, að Skarðsbók seljist fyrir minna en svarar til þeirrar upp- hæðar, sem þá var sett í trygg- ingu. Gert er róð fyrir, að mörg söfn og einkaaðilar bjóði í ritið. Hefur fregnazt, að bandarískir aðilar muni verða viðstaddir upp boðið. Stefnur kínverskra og rússneskra kommúnista eiga ekkert sameiginlegt — segir Dagblað alþýðunnar Peking, 1. nóv. — NTB Ó Dagblað alþýðunnar í Peking birti á sunnudag harðorða gagnrýni á leið- toga Sovétríkjanna, sakaði þá m.a. um að halda uppi samvinnu við stjórn Banda ríkjanna á öllum hugsan- legum sviðum, með það fyr ir augum að innleiða borg- aralegan hugsunarhátt og úrkynjun yfir sovézku þjóð ina. Einnig segir blaðið, að óhugsandi sé að jafna á- greining sovézkra og kín- verskra kommúnista, því að stefnur þeirra eigi ekk- ert sameiginlegt. Gagnrýnin á Rússa tekur yfir hálfa aðra síðu í blaðinu. Þar segir m.a., að Rússar og Bandaríkjamenn hafi gert með sér leynisamning um stefnuna í Vietnam, og fram- tíð landsins. Samkvæmt hon- um veiti sovézkir ráðamenn bandarískum „árásarseggjum“ lið. Þá er farið hörðum orðum um tillögur Rússa um að hindra frekari dreifingu kjarn orkuvopna, og sagt m.a., að stjórnir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna miði að því að afvopna þjóðir ýmissa landa til þess að þær geti síðan ótt auðveldan leik, og knúið þjóðirnar til undirgefni við sig. „Arftakar Nikita Krúsjeffs eru ennþá slægari og djöful- legri en hann“, segir blaðið, og bætir því við, að þá fyrst verði hægt að jafna ágreining sovézkra og kínverskra komm únista, þegar hinn sovézki kommúnismi verði kveðinn í kútinn, bæði stjórnmálalega og hugsjónalega. Málamiðlun eða samkomulag komi ekki til greina, því að þessar tvær stefnur eigi alls ekkert sam- eiginlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.