Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 23
Þriffjuíagur 2. nóvember 1965
MORGUNBLAÐID
23
Hallfríður Jónsdóftir frv.
yfirhjúkrunar kona
Minning
F. 20. maí 1893. D. 24. okt. 1965.
ER nokkur svo níðbundinn hvers
dagvafstri að hann ekki hrökkvi
ónotalega við ef hann heyrir að
nákominn ættingi eða þraut-
reyndur vinur hans sé látinn.
Ég leiði hjá mér að leita hinztu
raka við þeirri spurningu. En
hitt veit ég að mér hnykkti við
er mér voru sögð þau tíðindi að
Hallfríður Jónsdóttir, fyrrver-
*ndi yfirhjúkrunarkona við
ejúkrahúsið á Sauðárkróki hefði
lokið göngu sinni hér á jörðinni.
Að vísu var mér kunnugt um
vanheilsu hennar hina síðustu
mánuði og að brugðið gæti til
beggja vona um þær endalyktir.
Og það var hér sem oftar að
við vinir hennar og venzlamenn
héldum í það haldreipið að henni
yrði lengri lífdaga auðið. En nú
etöndum við ráðþrota við þrösk-
uldinn sem aðskilur líf og
dauða og skynjum ekki rök
þeirrar tilveru er við hrærumst
í. Við vinir hennar ólum í
brjósti þá einlægu von að hún
mætti öðlast endurbata enn um
nokkurt skeið, en sú von brást
fyrir nokkrum vikum er sýnt
þótti að hverju fór með heilsu-
far hennar. Hún andaðist að
cjúkrahúsinu á Sauðárkróki að
éliðnum legi þann 24. þ. m. þar
sem hún í sjúkdómslegu sinni
hafði notið hinnar beztu hjúkr-
unar sem mannlegur máttur ræð
ur yfir. Áttu þar hlut að máli
6tjórn sjúkrahússins á Sauðár-
króki ásamt hjúkrunarliði öllu,
ennfremur naut hún mikils ást-
rikis og umönnunar barna sinna
©g skylduliðs, sem reyndi á all-
«n hátt að varpa ljósi og yl yfir
gíðustu sporin hennar.
1 þessum fátæklegu línum
verður að sjálfsögðu stiklað á
stóru, aðeins gétið nokkurra á-
fanga á langri ævibraut, en að
baki þessara stóru drátta ligg-
ur löng og afdrifarík ævisaga,
sem ekki gefst tóm til að rekja
i stuttri minningargrein. Hall-
fríður Sigríður, en svo hét hún
fullu nafni, var fædd að Auðn-
um í Staðarhreppi í Skagafirði
20. maí 1893. Foreldrar hennar
voru Jón Pálmason bóndi þar og
kona hans, Guðbjörg Sölvadóttir.
Hallfríður ólst upp með for-
eldrum sinum til fermingarald-
urs en þá missti hún föður sinn.
Eftir það dvaldist hún enn um
*inn með móður sinni og systkin-
um. Tvítug að aldri giftist hún
Þórarni Sigurjónssyni og eign-
uðust þau sex börn, en skildu
samvistir. Börn þeirra urðu öll
mannvænleg og vel gefin og eru
öll á lífi að undantekinni elztu
dótturinni, Sigríði, sem látin er
fyrir þremur árum. Þegar Hall-
fríður var þrítug að aldri og
hafði gegnt umfangsmiklum hús-
móðurstörfum í áratug, leitaði
hún, við aðskilnað þeirra hjóna,
6ér að atvinnu og réðist hún þá
«em þvottakona við sjúkrahúsið
á Sauðárkróki. En er fram liðu
stundir kom svo, að gripið var
til hennar vegna forfalla annarra
að takast á hendur næturvörzlu
vegna þeirra er dauðvona lágu
á sjúkrabeði. Kom það þá fljót-
lega í ljós hvert afburða efni í
hjúkrunarkonu Hallfríður var.
Það varð því að ráði að sjúkra-
húsnefnd réði hana sem aðstoð-
ar hjúkrunarkonu, hún var þó
algjörlega ósérmenntuð í hjúkr-
unarfræði. Þetta traust sjúkra-
húsnefndar til Hallfríðar bar
þann árangur vegna mikillar
kostgæfni hennar í starfi sínu að
hún eftir nokkurn reynslutíma
var ráðin sem hjúkrunarkona að
sjúkrahúsinu. Þrem árum siðar
var hún svo eftir ábendingu hins
þjóðkunna læknis, -Jónasar
Kristjánssonar, er þá var hér-
aðslæknir í Skagafirði, ráðin yfir
hjúkrunarkona við sjúkrahúsið
við brottför þeirrar er þá sagði
starfi sínu lausu og því starfi
gegndi hún óslitið til ársloka
1962, er hið nýja sjúkrahús Skag-
firðinga tók til starfa, en frá þeim
tíma veitti hún ellideild sjúkra-
hússins forstöðu, þar til hún fyr-
ir einu ári lét af þeim
störfum sökum vanheilsu. Sýnir
það bezt með hve miklum ágæt-
um hún hefur gegnt störfum sín-
um, að henni hefur verið marg-
víslegur sómi sýndur bæði af
sjúkrdhússnefnd og samsýslung-
um.Og íslenzk hjúkrunarstétt má
vera stolt af störfum hennar, því
hún miðaði ávallt og allt sem
mest við heill og heiðbrigði með-
borgara sinna og tókst það svo
vel að lengi verður rómað um
gjörvallan Skagafjörð, enda
lagði hún drjúgan skerf til fram-
tíðarþróunar hjúkrunarmála í
héraði sníu.
Hallfríður var sérlega fríð
kona og fönguleg að vallarsýn,
prúð og hlédræg í allri fram-
komu, en þó djörf og skoðana-
föst ef á það reyndi og hélt fast
fram skoðunum sínum, skýrt og
fálmlaust, en var þó aldrei ósann
gjörn og undirréttaði ávallt það
er sannara reyndist. Hún var táp
mikil og kunni sig vel og tígin-
mannleg í samkvæmum og var
krókur alls fagnaðar í vina hópi.
Ekki gaf Hallfríður sig neitt að
opinberum málum og kom það
þó sízt til af því að hún bæri
ekki heilbrigt skyn á hvert mál,
heldur kom hlédrægni hennar til
af því að hún lagði allt kapp
á að leggja hjúkrunarmálunum
alla sína lífs og starfsorku og
kom þar fram skyldurækni henn
ar og metnaðarþrá að liggja
aldrei á liði sínu, hvarvetna þar
sem veikindi og sorg bar að
höndum, að því undanskildu, að
hún bar mjög fyrir brjósti bygg-
ingu nýs sjúkrahúss í héraði sínu
og vann hún því málefni mikið
og fórnfúst starf, þar til yfir
lauk í tryggri höfn. Löng voru
orðin kynni okkar Hallfríðar og
öll á einn og sama veg, með
ágætum. Engum ætti því að vera
hugljúfara enn mér að minnast
þessarar ágætu merkiskonu, enda
gerðu kynni mín við hana mig
auðugri að trú á hið góða í mann
inum. Þess vegna geymi ég minn
inguna um hana meðal þeirra
er ég á beztar í gullastokki minn-
inganna, því þótt okkur Hall-
fríði auðnaðist ekki að vera á
sömu skoðun um framhaldslífið,
þá flökrar ekki að mér andar-
tak að henni bæri ekki virðu-
legur sess ásamt þeim ástvinum
hennar sem á undan henni eru
farnir innan við hlið guðdóms-
ins, færi allt að vonum henn-
ar og trú. Meir þótti vért að eiga
hana að vini en aðra menn, því
að hún var heilsteypt kona, rétt-
sýn og tilfinningarik innst inni,
þótt ekki bæri hún tilfinpingar
sínar á torg. All viðlesin var
Hallfríður og minnug svo að
sjaldgæft mátti telja um konu
svo önnum kafna sem hún var
allan starfsaldur sinn í þágu
sjúkrahússins. Hallfríður var
ævinlega glaðleg og hýr í við-
móti og engu síður þótt í móti
blési og segja mátti að hún væri
hýrust á brá er henni gekk sjálfri
mest á móti, en ef að hún komst
að því að eitthvað þjakaði vini
hennar eða aðra, einkum þá er
ekki fetuðu alfaraleið, þá leitað-
ist hún við á allan hátt bæði í
orði og verki að bæta og græða.
Sjálf var hún sterk þegar á móti
blés, því hjartað var gott sem
undir sló. Æviþráður frú Hall-
fríðar var ofinn gleði og ham-
ingju, baráttu og sárra von-
brigða og þungra harma, þótt
hún ynni bug á sorg og harmi,
vegna hins óvenjulega persónu-
leika síns, jafnvel hin þyngstu
örlög gátu ekki bugað hana,
hvað þá brotið, utan hinn þungi
sjúkleiki og þau ófrávíkjanlegu
leikslok sem engin fær undan
vikizt. Ekkert annað fékk bug-
að kjark og þrek og hina vak-
andi athafnaþrá hinnar stórlund-
uðu konu. Hallfríður var með
afbrigðum trygglynd, vinaföst og
vinamörg og áttu vinir hennar
ávallt trausts að leita þar sem
hún var. Þeir sem umgengust
Hallfríði síðustu sjúkdómslegu
hennar gátu ekki annað en dáðst
að stillingu hennar og æðru-
leysi og þannig endaði hún hina
síðustu göngu sína hin umburð-
arlynda og hugprúða hetja.
Hennar er að vonum sárt sakn-
að af systkinum sínum, börnum
og barnabörnum og héraðsmönn-
um öllum.
Ég vil að lokum þakka henni
persónulega hin löngu og marg-
víslegu samskipti okkar og votta
henni virðingu mína og fjöl-
skyldu hinnar og bið alls vald-
andi guð að stýra fari hennar
heilu heim að ókunnu ströndinni.
Kristján Þorsteinsson.
- Reykjav'ikurmótið
Framhald af bls. 30
sem féll í 2. deild. Að vísu er
ÍR-liðið næstum algerlega nýtt.
Kom geta Vals ekki á óvart held
ur hversu ÍR-strákunum ótkst í
baráttunni við þá, í hálfleik stóð
6:3. Sýndu sóknarmenn lítil til-
þrif en hinn stórvaxni Finnur í
marki ÍR bjarga&i mörgum skot
um Valsmanna.
f síðari hálfleik komust Vals-
menn í 9:5 en ÍR minnkaði bilið
í 9:7 og það var eiris og liðið
þyldi ekki að eygja jafnan leik.
Fram að þessu hafði liðið spila'ð
vel, hægan leik og ekki skotið
nema í færum ef undan eru skil
in skot Þórarins í tíma og ótíma
með stórum sveiflum og vel út-
reiknanlegum. Hætti nú liðið að
leika, en skaut og sótti og vörn-
in opnaðist. Valsmenn sóttu
fast og oft fallega í þessar opnu
eyður og breyttu stöðunni úr
9:7 í 16:7 á nokkrum mínútum.
Fram — Þróttur 21:5.
Þetta var ekki barátta heldur
leikur Fram og nánast æfing.
Margt var vel útfært á þeirri
æfingu en ekki allt eins vel. Er
leikmönnum kannski nokkur
vorkunn að einbeita sér þegar
yfirburðirnir eru svo miklir.
Eini maðurinn, sem lagSi sig
fram um að „æfa“ skemmtilegar
leikfléttur var Gunnlaugur og
gerði það líka vel. Hann stjórn-
ar nú Framliðinu á velli. Þor-
steinn í markinu, sem áður lék
með Ármanni, er liðinu mikill
styrkur. Hann varði allt í síðari
hálfleik nema eitt vítakast. Þor-
geir missti fjögur skot í netið í
í fyrri hálfleik.
— Valur vann
Framhald af bls. 30
um ver en Valsmönnum, hvort
sem það var vegna þess að Akur-
nesingar æfa að vetrarlagi í
fjörusandi en Valsmenn á hörð-
um malarvelli.
* ÓEÐLILEG ÚRSLIT
Það þarf enginn að segja
undirrituðum, aðjafnvel þó Vals-
liðið sé mjög gott lið, geti það við
eðlilegar aðstæður náð, 5-1 for-
ystu gegn Akranesliðinu, eins og
það hefur verið síðari hluti sum-
ars. Að vísu réttu Skagamenn
hlut sinn með 2 mörkum á 5 síð-
ustu mínútunum. Annað var skor
að úr vítaspyrnu, hitt af stuttu
færi eftir upphlaup á kanti og
fyrirsendingu. En hvort tveggja
— þótt fallegt væri eins og flest
mörk Vals — var uppskorið meir
fyrir heppni en getu við eðlileg-
ar aðstæður, eins og svo margt
annað í þessum leik.
Úrslit Bikarkeppninnar út-
kljá ekki aðeins úrslit milli
tveggja félaga, sem áður hafa
ekki tapað leik. Þau skera úr
um hvort félaganna fer í Evr-
ópukeppni að sumri. Að keppt
sé við gerólíkar aðstæður þvi
sem félög æfa við mánuðum
saman (annað fél. í þessu til-
viki allt árið) er afleitt. Þar
ofan á bætist að kappleiksdag-
urinn er einn af fáum dögum
haustsins er héla hylur Mela-
völlinn og ekkert virðist hafa
London, 1. nóvember
— AP, NTB.
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Breta, skýrði frá því í neðri
deild brezka þingsins í dag, að
hann hafi ekki trú á því, að stjórn
Rhódesíu muni ganga svo langt.
að lýsa yfir einhliða sjálfstæði
landsins.
Wilson, sem er nýkominn úr
heimsókn til Rhódesíu sagði, að
enn ríkti mikill ágreiningur í
landinu, en unnið sé nú að því
að finna grundvöll samkomulags,
sem hindrað geti, að hvítir menn,
sem eru í miklum minnihluta,
geti framkvæmt fyrirætlanir
sinar.
Sagði Wilson, að tillaga Ian
Smith, forsætisráð'herra Rhód-es-
íu, um að tryggt verði að stjórn-
arskrá landsins, frá 1961, gildi
eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna,
komi ekki til greina.
Wilson lagði tvær tillögur fyr-
ir Smith:
• í fyrsta lagi um þjóðarat
kvæðagreiðslu, sem öll þjóðin
tæki þátt í, um það, hvort landið
skuli lýst sjálfstætt, á grundvelli
stjórnarskrárinnar frá 1961.
• í öðru lagi, að sérstök nefnd,
undir forystu forseta hæstarétt-
ar, Sir Hugh Beadle, endurskoði
stjórnarskrána, svo að hægt verði
að leggja hana til grundvallar
sjálfstæði svo skjótt, sem unnt
er.
Stjórn Smith vildi hvoruga til-
löguna samþykkja en lagði í þess
stað til, að sett yrði á laggirnar
önnur nefnd þar sem sætu tveir
fulltrúar, einn frá brezku stjórn-
inni, og annar frá stjórn Rhódes-
íu. Oddamaður yrði Sir. Hugh
Beadle. Skyldi nefndin síðan
gefa skýrslu um sjálfstæðismál-
ið.
verið gert til að lagfæra að-
stæðurnar.
♦ YFIRBURÐIR VALS
En nóg um það. — Valsmenn
reyndust „miklu sterkari á svell-
inu“, eins og Björgvin Schram
orðaði það er hann afhenti bik-
arinn. Oft brá fyrir fallegum til-
þrifum í leik þeirra og knatt-
meðferð einstaklinga var oft á
tíðum glæsileg. Á þ^ð ekki sízt
við Hermann Gunnarsson, sem
sýndi svo oft með skrokkvindu,
snöggum spretti, fallegri knatt-
meðferð (misjafnri að vísu) eða
hnitmiðaðri sendingu, að hann.er
þegar einn okkar leiknustu knatt
spyrnumanna. Þeir Bergsteinn
Magnússon og Ingvar Elísson
áttu og prýðisgóðan leik og Berg-
steinn Olafsson einnig, en hann
er nú kominn í raðir okkar beztu
innherja. Á vörn Vals reyndi
aldrei en þeir og þá ekki sízt Sig-
urður Dagsson í marki, skiluðu
sínu hlutverki vel.
Akranesliðið lék alltaf undir
venjulegri getu og því varð leik-
urinn allur til hins betra fyrir
Val. Eini maðurinn sem stóð sig
sæmilega var Kristinn miðvörð-
ur. Hann gaf sig aldrei fyrir á-
sókn hins slynga Hermanns á
miðjunni, en gat ekki stöðu sinn-
ar vegna elt hann látlaust um
kantana.
En í heild séð verður hvorugt
liðið dæmt eftir getunni á svell-
inu á Melavellinum þennan úr-
slitaleikdag.
— A. St.
Taldi Wilson þessa tillðgu
sanngjarna, og þess virði að
henni yrði fylgt eftir. Séu því
báðir aðilar sammála um, að
kveðið sé á um almenn borgara-
réttindi í stjórnarskrá en ekki
með sérstöku samkomulagi.
Sömuleiðis verði haldið áfram
viðræðum, á grundvelli nauðsyn
legra breytinga á stjórnarskrá
landsins.
— Ingstad
Framhald af bls. 2
— Flestir fræðimenn höfðu
enga trú á því, en ég hefi
alltaf litið það hýru auga. í
því er að finna ákveðin ein-
kenni, sem ekki er hægt að
rekja beint til lýsinganna á
Vínlandi, en þetta getur bent
til þess að gömul hefð standi
að baki.
— Við höfum að auki fund
ið áður óþekkt kort, sem er
nánast af sömu gerð og Skál-
holtskortið. Það er fróðlegt
að það skyldi hafa fundizt I
Ungverjalandi. Á spássíuna
eru ritaðar ungverskar rúnir.
Frú Anne Stine Ingstad,
sem er fornleifafræðingur að
mennt, ræddi einnig sérstak-
lega um sjálfan uppgröftinn.
— Hann var erfiður viður-
eignar, því húsin hafa aðeins
verið gerð úr timbri og torfi.
Það er öllu einfaldara að grafa
upp hús, sem gerð eru úr
steini, eða hafa a.m.k. undir-
stöðu úr steini.
— Já, bætir Helge Ingstad
við. — Þetta var raunar
þannig að fyrsta gruninn um
að tóftir byggju undir fengum
við er sólin féll á ákveðinn
hátt á grasið. Þá sáum við
eitthvað, sem önnu Stíne
fannst líkjast horni, og svo
reyndist einnig vera.
— Er hugsanlegt að fleiri
fundir verði gerðir?
— Við hyggjumst fara aft-
ur á þessar slóðir næsta sum-
ar, en það verður fámennur
leiðangur. Kannske förum við
aðeins tvö, kannske önnur
hjón með okkur.
— Er ekki efnið tæmandi?
— Ónei, segir Ingstad. —
Ég mun a.m.k. aldrei sieppa
af því hendinnL
fy I HRIN6VER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN
NYKOMIÐ
broderuð
ATLASK-SILKIEFNI
AUSTURSTRÆTI
S í MI 179 0
Wilson skýrir frá
Rhódesíuferö sinni