Morgunblaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 2. nóvember 1965
MORCUNBLAÐIÐ
25
Fólk úr víðri veröld
• Spegill sálarinnar
í Memphis var maður nokkur
Robert Malone að nafni, stöðv-
aður af lögregluþjóni, sakaður
um að aka undir annaregum
áhrifum. Malone neitaði ákær-
unni og var dreginn fyrir rétt.
Lögregluþjónninn skýrði þar
frá því, að Malone hefði, er
hann var stöðvaður, verið mjög
glaseygður, og þessvegna hlytu
menn að draga þá ályktun að
hann hefði verið ölvaður við
akstur. Malone lét sé ekki
bregða við þessa ásökun, held-
ur sté rólega úr sæti og tók úr
augnatóftinni gerfiauga. Hann
var dæmdur sýkn saka-
• Skilningur yfirvaldanna.
í Hong Kong var Ng Kin-
Cheung dreginn fyrir rétt, vegna
ákæru konu sinnar, þess efnis
' að hann borgaði ekki þessar
900 krónur á mánuði, sem þau
hefðu í upphafi samið um. Ng
Kin-Cheung skýrði dómaranum
frá því, að það væri honum lífs-
ins ómögulegt, einfaldlega vegna
þess, að hann hefði tvær ást-
meyjar og átta börn með þeim
til þess að sjá fyrir. Það sem
væri þá eftir af kaupinu hans
færi í að kaupa vindlinga. Dóm-
arinn sýknaði Ng Kin-Cheung,
að því undanskildu, að skyldi
hætta vindlingakaupum.
• Bítlapabbi.
Einn af bítlúnum frægu, Ge-
org Harrison, lét fyrir skömmu
hafa það eftir sér, að Andrés
Segovia, gítarleikarinn heims-
frægi, væri faðir þeirra allra.
Þegar Segovia kom svo fyrir
skömmu til Lundúna, þar sem
í hann átti að halda tónleika, not
uðu fréttamenn tækifærið, og)
spuiöi hinn siola íuour, nvaö
hann vildi segja um þessi um-
mæli.
Hann svarai: — Bítlarnir eru
ákaflega aðlaðandi ungir menn,
en tónlistin, sem þeir leika, er
hræðileg. Rafmagnsgítarinn er
hjóm. Hafið þið nokkurn tímann
heyrt um rafmagnsfiðlu, já, eða
til dæmis rafmagssöngvara?
• Luci í giftingarhugleiðing-
um.
Luci Baines Johnson, yngsta
dóttir Johnson forseta, hélt á
laugardag sl. til búgarðs fjöl-
skyldunar til þess að fá. sam-
þykki foreldra sinna fyrir því,
að hún giftist Pat Nugent, sem
hún sést með hér á myndinnL
Nánir vinir fjölskyldunneir segja
að Frú Johnson hafi þegar sam-
þykkt ráðahaginn, en aftur á
móti standi eitthvað á samiþykki
forsetans. Pat Nugent hefur að
undanförnu oft sést 1 fylgd með
Luci, og því kom þessi fregn
ekki svo mjög á óvart. Hann er
kaþólskur eins og forsetadóttir-
i in.
JAMES BOND ~>f~ ~>f~ ->f Eftir IAN FLEMING
— Þú heldur því fram, að pró-
fessorinn sé ekki utan við sig.
Veiztu hvað hann gerði í gær-
morgun. Hann kyssti eggið sitt
og lamdi konuna sína með te-
skeiðinni í höfuðið.
Maður nokkur var kallaður
fyrir rétt í Lundúnum á dögun-
um vegna misklíðs við konuna
sína. Er hann var að lýsa sam-
búðinni við konu sína, sagði
hann m.a.:
— Háæruverðugi dómari. Kon
an mín er eins og segulmagnað
tundurdufl. Hún hefur mikið
aí<'’ráttarafl en er stórhættuleg.
Læknir nokkur skrifaði lyfseð-
11. Sjúklingurinn fór með lyf-
seðilinn í lyfjabúð og fékk með-
alið. Síðan hefur hann notað lyf-
seðilinn í mörg ár, sem inngangs
kort í leikhús og tvisvar sinnum
sem boðskort í opinberar veizl-
ur. Einu sinni sem aðgangskort
að leynilegum fundi-og einu sinni
sem skipun frá forstjóranum til
gjaldkerans, um kauphækkun sér
til handa. Þar að auki leikur
dóttirin á hverju kvöldi á píanó
eftir lyfseðlinum.
— En þú sagðir að hún syngi
fallega.
— Nei, það sagði ég ekki.
— Hvað sagðirðu þú þá?
— Ég sagði að hún væri falleg
ur söngvari.
— Konan mín er mjög vand-
lát og vill ekki nema það allra
bezta.
— Ekki hefur hún verið það á
sínum yngri árum.
—‘ Nú, hvers vegna segirðu
það?
— Hún giftist þér, ekki satt?
Bond kemur aftur til hótelsins eftir
að hafa synt snemma morguns, annan
daginn sem hann er I sumarfríi með
Vesper.
— Er eitthvað að, elskan?
— Ó, mér brá svo Ég var einmitt
að hringja í Mathis. Mig langaði til þess
að fá númerið hjá sýningarstúlkunni, sem
ég þekki í París, og fá hana til þess að
senda mér föt. Ég hef bókstaflega ekkert
til þess að klæðast.
Bond hugsar með sér: Hún lýgur, en
ég veit ekki hvers vegna.
J Ú M B Ö
~K-
Teiknari: J. M O R A
Ég hafði ekki hugmynd um að við Júmbó.
værum svona nálægt landi, sagði Júmbó.
— Hefurðu nokkuð hugsað út í það,
hvernig við komumst í land, spurði pró-
fessor Mökkur. — Já, já, ef bátarnir eru
farnir, þá syndum við bara, svaraði
— Ég mæli eindregið á móti því, sagði
Spori, sjáið þið ekki öll skerin og þessa
oddhvössu kletta þarna við merjumst
til bana, ef straumurinn ber ^kkur þang-
að. En við skulum á land, sagði prófess-
orinn, og kom um leið með nýja tillögu.
— Þegar það fer að falla út, getum
við gengið á þurrum fótum í land. Það
sem ég hef mestar áhyggjur af er ásig-
komulag skipsins. Það hefur ekki verið
sjófært síðastliðin 300 ár.
KVIKSJÁ
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
Atkvæðamesti umboðsmaður
fjölleikahúss er án efa Búlg-
arinn Alexander Dobritche, en
langalangafi hans dansaði á
linu fyrir Tyrkjasoldána. Dob-
ritche, sem bæði hefur skrif-
stofur i New York og París,
þénar um C milljónir króna á
ari fyrir að koma í kring dýra-
sýningum í öllum helztu fjöl-
leikahúsum veraldar — allt frá
dansandi filum til mannapa og
hunda, sem dansa á linu. „Mað-
ur getur ekki kennt þeim allt
með blíðunni einni saman, hef-
ur hann einhverntíma sagt, —
maður er bókstaflega neyddur
til þess að sýna þeim klærnar
stundum. Ég hafði t.d. fyrir
skömmu sýningu með ketti og
mús, sem komu gangandi á
móti hvort öðru eftir kaðli, en
siðan átti kötturinn að hoppa
yfir músina, og halda göngunni
síðan áfram. Hann át að
minnsta kosti hundrað mýs og
fékk óteljandi ráðningar áður
en honum lærðist, að hann áttf
að hoppa yfir músina.