Morgunblaðið - 12.11.1965, Page 1

Morgunblaðið - 12.11.1965, Page 1
28 síður 62. árgangnr. 259. tbl. — Föstudagnr 12. nóvember 1965 Ftentsmiðja Moi gunblaSsíns. Smith hefur lýst yfir einhliöa sjálf- stæði Ródesíu -í fyrsfa skifti síðan 1776, hefur stjórn brezkrar nýlendu tekið slíka ákvörðun — brezka stjórnin segir yfirlýsinguna jafngilda uppreisn — (AP-NTB) — JAN SMITH, forsætisráð- berra Ródesíu, lýsti í dag yfir einhliða sjálfstæði landsins. Brezka stjórnin hafði áður gert stjórn Ródesíu Ijóst, að elíkri yfirlýsingu yrði svarað með ströngum, efnahagsleg- wm gagnaðgerðum, enda jafn gilti hún uppreisn, og ætti sér enga stoð í lögum. Smith tilkynnti sjálfur ákvörðun stjórnar sinnar, í í útvarpsræðu, sem hann hélt árdegis í dag. Er því lokið tveggja ára árangurslausum eamningatilraunum brezku stjórnarinnar og stjórnar Ród esíu, um sjálfstæðismál lands ins. Hefur brezka stjórnin stað- ið fast á því, að ekki væri hægt að veita hvíta þjóðar- brotinu í Ródesíu sjálfstæði, nema tryggð væru almenn borgararéttindi þeldökkra manna í landinu, sem eru í miklum meirihluta. Þetta er í fyrsta skipti síð- an 1776, að stjórn brezkrar nýlendu hefir tekið slíka ákvörðun. Brezka stjórnin sat á fundi, er fregnin um yfirlýsingu Smith barst til London. Wílson, forsæt- isráðherra boðaði þegar, að hann myndi ræða málið á fundi neðri málstofunnar, síðdegis. • í útvarpsræðu sinni sagði Ian Smith, að stjórn Ródesíu myndi framvegis halda tryggð við brezku krúnuna, og lauk hann orðum sínum með: „God save the Queen“. • Skömmu eftir að Smitih lauk ræðu sinni, lýsti landsstjóri Breta í Ródesíu, Sir Humphrey Gibbs, því yfir, að hann hefði vikið stjórn landsins frá völdum, skv. tilskipan Elizabetar Bretadrottn- ingar. • í ræðu sinni sagði Smith m.a., að mannkynssagan hefði sýnt, að þjóðir þyrftu að losa um stjórnmáiatengsl sín við aðr- ar þjóðir, og öðlast sjálfstæði. Sagði hann það vera óumdeilan lega staðreynd, að Ródesía hefði haldið á sínum eigin málum af festu, allt frá árinu 1923, er landið fékk sjálfsstjórn. Kváð hann þær framfarir, sem síðan hefðu átt sér stað, vera innlend- um mönnum einum að þakka. Smith sagðist hafa heitið því | að haida uppi samningaviðræð- um, til síðustu stundar. Viðræð- Framhald á bls. 27. Bilunin ekki af mannavöldum segir forstjóri raforkustofnunarinnar í Washington New York, 11. nóvember — AP — NTB. R.ANNSÓKN hefur nú farið f'ram á orsök rafmagnsleysis þess, er lamaði alla umferð margra stórborga í norðaustur. hlula Bandaríkanna, í fyrra- kvöld. Bilunin náði til svæðis, þar sem tæpar 36 milljónir manna búa, og stóð í 10 klukku stundir. Formaður raforkustofnunar. innar í Washington, Joseph C. Swidler, lýsti því yfir við frétta- menn í dag, að ekkert hefði kóm ið fram, sem benti til þess, að bilunin hefði orsakazt af manna Framhald á bls. 27 Wilson og Smith, að loknum viðræðum nýverið, Bretadrottning vék Smith og stjórn hans írá í gær — Wilsort boðaði efnahagsfegar gagn- aðgerðir, í rœðu, sem hann hélt í neðri málstofunni í gœr London, 11. nóvember — AP — NTB. LANDSTJÓRI Breta í Ród- esíu, Sir Humhrey Gibbs, lýsti því í dag yfir, að hann hefði fengið fyrirmæli frá hennar hátign, Elizabetu Bretadrottningu, um að víkja frá störfum Ian Smith, forsaetisráðherra Ródesíu, og ráðherrum hans. I yfirlýsingu sinni sagði Sir Humphrey: „Stjórn Ród- esíu hefur lýst yfir einhliða sjálfstæði Ródesíu. Ég hef fengið eftirfarandi tilkynn- ingu frá samveldisráðherra hennar hátignar: ,,Mér hefur verið tjáð, af hennar hátign Elizabetu Breta- drottningu, að komi til ein- hliða sjálfstæðisyfirlýsingar stjórnar lan Smith, þá skuli honum, og ráðherrum hans, vik- ið frá störfum“. Ekki er ljóst, á hvern hátt Sir Humphrey hefur í hyggju að hrinda skipan drottningar í framkvæmd. Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, fordæmdi í dag einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu stjórnar Ródesíu. Sagði hann stjórnina hafa framið lögbrot, og hefði yfirlýsingin ekki laga- legt giidi. Wiison lýsti yfir ýmsum að- gerðum, sem brezka stjórnin myndi nú grípa til: • Ródesíu verður vikið úr sterlingsvæðinu. • Bannaður verður útflutn- ingur brezkra vara til landsins. • Forréttindi Ródesíu (sam- veldislandaréttindi) verða felld niður. • Stöðvaðar verða allar vopna sölur til Ródesíu. • Stöðvaður verður allur inn- flutningur til Bretlands á tó- baki og sykri (aðalútflutnings- vörum) frá Ródesíu. • Brezk efnahagsaðstoð við Ródesíu verður felld niður, svo og öll önnur aðstoð. há hefur brezka stjórnin gefið út tvær tilkynningar. Er önnur Framhald á bls. 27. YFIRLYSING SMITH VEKUR HEIMSATHYGLI London, Nairobi, 11. nóv. — AP — NTB. NOKKRUM klukkustund- um eftir að kunnugt varð um yfirlýsingu Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, tilkynntu stjórnir margra lánda, að þær viðurkenni ekki stjórn hans. Leiðtogi afríska þjóðar- flokksins í Ródesíu, Jam- es Chikerema, lét þau orð falla í dag, að ákvörðun stjórnar Smith „muni vafa laust leiða til blóðbaðs í Ródesíu“. Málgagn sovézku stjóm arinnar, „Izvestia“, ræddi í dag sjálfstæðisyfirlýsing una, og segir hana „mik- inn glæp“. Achieng Oneko, upplýs- ingamálaráðherra Kenya, sagði ákvörðun stjórnar Smith myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar, og ættu allar þjóðir Afríku, og frjálsar þjóðir heims, að rísa upp gegn síðustu aðgerðum hvíta þjóðar- brotsins í Ródesíu. 9 Indland, Malaysía, Dan- mörk, Svíþjóð og Japan eru meðal þeirra landa, sem lýst hafa því yfir, að þau viður- kenni ekki stjóorn Ródesíu. í tilkynningu sænsku stjómar- innar segir, að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafi hún alltaf fylgt þeirri steifnu, að komi til sjálfstæðis Ródesíu, verði stjórn landsins að setja fyrir því tryggingu, að al- menn borgararéttindi allra íbúanna verði virt. Því geti sænska stjórnin ekki viður- kennt stjórn Ian Smi.th. • Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði í dag, að bún hefði málið til athugun- ar. Enn heifði engin ákvörð- un verið tekin. Þegar, er kunnugt varð um yfirlýsingu Ian Smith, tók fólk að safnast saman fyrir utan bústað Wilsons, forsæt- isráðherra Breta, í Downing- Street 10. í kauphöllinni í London tók verðfall að gera vart við sig. # Félagsskapur sá í Bret landi, sem berst gegn aðskiln aðarstefnu í kynþáttamálum, ákvað í dag að opna skxán- Framhald á bis. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.