Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 3
Fostudagur 12. nóv. 1965 MORCUNB LAÐIÐ Eríiðleikar fyrir bandamenn Frakka „Endurkjör de Gaulle hcfur í för með sér mikla erfiðleika fyr- ir bandamenn Frakka. Búast má við að hann ráðist nú harkalega gegn Atlandshafsbandalaginu og Efnahagsbandalaginu. Þetta eyk- ur mikilvægi þess að Bretland verði reiðubúið — ekki til að koma í staðinn fyrir Frakkland, því að Evrópa án Frakklands er óhugsanleg — heldur til þess að verða athafnasamur þátttakandi í þeirri Evrópu, sem verður að skapa, ef Frakkland gerir alvöru úr því að draga úr samstarfi við hin Evrópuríkin“. Framboð De Gaulle Grimsby A Ð vonum hefur mikið verið rætt um þá ákvörðun de Gaulle, Frakklandsforseta, að gefa kost á sér á ný til forsetakjörs og * sýnist sitt hverjum. Hið virta brezka sunnudagsblað, „Sunday Times“, ræðir mál þetta í rit- stjórnargrein fyrir skömmu og segir þar: „Með því að lýsa því opinber- lega yfir, að hann muni gefa kost á sér til forsetakjörs í for- setakosningum þeim, sem fram eiga að fara í næsta mánuði, hef- ur de Gaulle hershöfðingi gert það, sem flestir landar hans von- uðu og sáu fyrir, en gátn ekki reitt sig á vegna tilhneigingar hershöfðingjans til þess að gera hið óvænta. Það er nú eins örnggt og nokk- „ uð getur verið, að hershöfðinginn verður endurkjörinn með eftir- tektarverðum meirihluta til næstu sjö ára, þótt enginn viti hvort hann muni vilja eða geta setið í því embætti allan þann tíma“. Gnæfir yfii aðra Og „Sunday Times“ heldur á- fram: „Allir þeir sem munu kjósa de Gaulle eru ekki samþykkir stefnu hans og störfum. En þessi einstæði maður gnæfir svo hátt yfir andstæðinga sína að i raun- inni eiga kjósendur ekki um neitt annað að velja en að kjósa hann. Það er auðvitað mál Frakka sjálfra hvern þeir kjósa tU að stjórna landi sínu. En sú áherzla, sem hershöfðinginn lagði á það í útvarpsávarpi sínu, að framtíð Frakklands byggðist á honum v sjálfum og stjórnarkerfi hans, gerir það erfiðara en nokkru sinni áður að sjá fyrir þá tima þegar hinn mikli persónuleiki hershöfðingjans er ekki lengur fyrir hendi“. Isl. skipstjórnarmenn i EINS og frá var skýrt I fréttum blaðsins í síðustu viku fóru fulltrúar ís- lenzkra útgerðarmanna og sjómanna til Grimsby á vegum Fiskifélags íslands til að skoða þar nýjan skuttogara, Ross Fortune, sem er rúm 120 fet á lengd og rúm 30 á breidd. Rúm- ar togarinn um 100 lestir farms í lestar og er yfir- byggður til fiskaðgerðar. Að lokinni ferð þessari bentu menn á, að lítt væru togarar sem þessir nothæfir sem togskip á miðum íslendinga, en hefðu kannske möguleika, sem síldveiðiskip hér. Hitt var talið líklegt að við endumýjun islenzka togaraflotans kæmu skip aí svipaðri gerð tii greina hér, og fengu þeir, sem ferðina fóru, að sjá teikn- ingar af öðrum skipum svipaðrar gerðar, en stærri, og töldu þau lík- leg fyrir okkar not. Myndir þær sem hér fylgja eru teknar um borð í Ross Fortune, er hann fór í hina fyrrgreindu veiðiför og sýna: Efst: Skipstjórarnir Bjarni Ingimarsson lengst t.h. og Wilhelm Þorsteinsson skoða nótina ásamt Kristjáni Jó- hannssyni fulltrúa Sjómanna sambandsins. í miðju eru sömu skipstjórar aftur við skutop að fylgjast með kasti vörpunnar ásamt stýrimanni togarans og skipstjóra togar- ans, (snýr baki að ljósm.). Sjá má hvar afturvindu er komið fyrir til hliðar við skutopið. Á hinni myndinni á miðri síðu sézt hvar stýri- maður er við stjórntæki tog- ■ arans og heldur hann á stýristæki, sem hann getur flutt með sér um alla yfir- bygginguna og þarf aðeins að slá til einum rofa til að skipið láti að stjóm. Fyrir framan hann eru önnur stjórntæki skipsins. Neðsta myndin sýnir þegar verið er að kasta vörpunni og sjást í vírarnir greinilega, sem í l hana eru tengdir. I Myndir tók vig. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.