Morgunblaðið - 12.11.1965, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.11.1965, Qupperneq 5
FSstucIagur 12. nóv. 1965 MORGUNBLADIÐ 5 MENN 06 = malefni= í októbeiihefti hins fræga listatímarits í París La revue moderne des arts et de la vie, birtist nýlega gagnrýni á verk um Sveins Björnssonar, en þau voru þá á sýningu þar. Einnig var birt mynd af einu verka hans, og birtist hún bér á síðunni. Gagnrýnin er á þessa leið: „Smáatriði sögumannsins hafa litla þýðingu fyrir Björnsson. Fyrir honum tákn ar málverkið (málaralistin) ofsafenginn expressionisma,' skapara myndformanna, og útskýrir þetta vel skapgerð -ians. í áhrifamestu málverkum sínum skapar Björnsson „massa“ á hreyfingu, dum- bungsbirtu, ólgandi rythma, en þótt áherzla sé ekki lögð á smáatriði, útilokar slíkt ekki einskonar kvíðaþrungna róm- antík, en skin hennar er endur minning um veröld Goya. Björnsson er islenzkur að þjóðerni og hefur verið sjó- maður. Á hinni tómlegu og drungalegu víðáttu hafsins, þar sem dagarnir renna út í eitt, hefur hann vafalaust skynjað sinfoniskar hreyfing ar sjávarins, hvítfyssandi, drynjandi löðrið og sorann í höfnunum. — Fernand Tra- mier.“ Þess má geta að lokum, að Sveinn Björnsson hefur um þessar mundir sýningu í Charlottenborg í'Kaupmanna- höfn og sýnir þar 18 myndir. Olíubrennari Thatcher, til sölu. Sími 34086. Bandaríkjamaður kvæntur íslenzkri konu, óskar eftir 2—3 herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvik, sem fyrst. Reglusemi. — Uppl. í síma 1471, Keflav. Vísukorn Eftir lestur danskra skrita um bandritamálið. Nú er eins og allir Danir islenzkuna skilji og virði. Hrúgast samt upp lygalanir lastmælgi og köpuryrði. Sveinn Jónsson að hann hefði hér á dögunum lagt leið sína austur í Grímsnes. Veðrið var ákjósanlegt, vegirnir 6æmilegir, og það er sennilega ofaníburðinum mikið að þakka, hvað vegirnir í Grímsnesinu eru oftast góðir. Auðvitað hafa vega kapparnir þurft að leggja veginn í eintómum beygjum og hlykkj- ima, sérstaklega hjá Svínhólum, enda hestvagnar aðalfarartæki, þegar hann var lagður. Litirnir í rauðamölinni þarna eru afar fallegir, og það heyrir undir nátt úruvernd að spilla þessum hólum ekki meira en orðið er. Daemin frá Rauðhólum ættu að hræða. Rétt austan við Minni-Borg liggur barnaheimilið á Sólheim- um. Það liggur niðri í kvos eða litlum dal, eins og heill heimur útaf fyrir sig. Þarna er mikið um byggingar og þarft verk unnið. Forstöðukonan, Sesselja Sig- mundsdóttir, hefur unnið sér alþjóðarþökk fyrir þjóðþrifa- starf sitt þarna. Hin vangefnu börn og unglingar í þjóðfélaginu eiga þarna athvarf. Þetta er heim ili þeirra, það er lærdómsríkt að heimsaekja Sólheima. Það er á svona stöðum, sem við sjáum réttlætingu allra safnana og happdrætta fyrir stuðning við vangefin börn. Þarna við eitt gróðurhúsið hitti storkurinn mann, sem var í góðu skapi, og það var tilbreyt ing að hitta slíkan mann. Storkurinn: Eitthvað kætir þig góði? Maðurinn í sólskinsskapinu: Og er ástæða til, storkur minn. Líttu á allt það starf, sem hér er unnið. Sjáðu öll þessi böm, sem hér fá gott atlæti og ástúð, og kennslu í mörgum greinum, eins og hver hefur greind til og þroska. Það er stundum verið að hafa horn í síðu þessa starfs, en við sem þekkjum það, vitum, að það er nauðsynjastarf, og það er unnið af kærleika og í trúnni á eitthvað háleitt markmið í líf- inu. Storkurinn var mannimun al- veg sammála og með það flaug hann upp á turninn á Mosfells- kirkju, sem er þarna í nágrenn- inu, og hugsaði mikið, meðal annars um Messuna á Mosfelli, í MosfellssVeit — þá frægu, og óskaði eftir fleiri slíkum mess- um, sem gætu hrist upp í þjóð- lífinu. GAMALT og con Ólafur Pétursson smíðaði bát fyrir Ólaf stiftamtmann, áður en hann fór frá honum, og er lokið var smiðinni, gerði stift- amtmaður upp reikning þeirra og taldi þá svo til, að Ólafur ætti hjá honum tískilding. Stiftamtmaður spurði þá Ólaf, hvað bátur sá skyldi heita. Ólafur kvaðst fyrst mundu ganga að bátnum, og er stiftamt- maður kom og leit yfir smíðið, hafði Ólafur rekið nagla gegn- um stafnlokið, haft tískildinginn fyrir ró og hnoðað. Stiftamtmaður spurði, hvað það skyldi merkja. Ólafur mælti: „Það merkir það, að báturinn heitir Tískildingur“. f RÉTTIR Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur fund mánudaginn 16. nóv. kl: 8.30 í Iðnó uppi. Kristileg samkoma verður í sam- komusalnum Mjóuhlíð 16, sunnudags- kvöldið 14. nóv. kl. 8. Allt fólk hjart- anlega velkomið. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verð- ur í stúkunni SEPTÍMU í kvöld kl. 8.30 í húsi félagsins Ingólfstræti 22. Fundarefni: Indverjinn Jay Dinshah mun flytja erindi, sem nefnist: Hin austræna kenning um meinleysið. Ólafur Jóhannsson þýðir. Hljóm'list. Kaffiveitingar. Skaftfellingafélagið í Reykjavík og nágrenni heldur skemmtifund í Lindar bæ föstudaginn 12. nóvember, er hefst kl. 9 stundvíslega. Skemmti- nefndin. Kvenfélag Ásprestakalls heldur Basar 1. desember kl. 2 e.h. í Lang- holtsskóla þeir sem vildu gefa muni snúi sér til: Guðrúnar S. Jónsdóttur, Hjallaveg 35 sími 32195, Oddnyjar Waage, Skipasundi 37 sími 35824, I>or- bjargar Sigurðardóttur, Selvogsgrunni 7 simi 37855 og Stefaníu Önundardótt- ur, Kleppsveg 52 4. hæð. h. Kvennadeild Slysavarnafélags, Kefla víkur heldur hlutaveltu mánudaginn 15. nóv. kl. 8.00 síðdegis í umgmenna- félagshúsinu. Margir góðir mvmir. Styðjið gott málefni. Basar kvenfélagsins Fjólu, Vatns- leysuströnd verður í Barnaskólanum sunnudaginn 28. nóv. kl. 4 síðdegis. Nemendasamband Kvennaskólans í Reykjavík, heldur bazar miðvikudag- innn 17. nóv. kl. 2 í Góðtemplara- húsinu. Vinsamlegast komið munum til Reginu Birkis, Barmahlíð 45, Mangrétar Sveinsdóttur, Hvassaleiti 101, Körlu Kristjánsdóttur, Hjallavegi 60 og Ástu Björnsdóttur Bergstaðar- stræti 22. KVENFÉLAG KEFLAVÍKUR heldur bazar sunnudaginn 14. nóv. kl. 4 í Tjarnarlundi. Félagskonur eru beðnar að koma munum á basarinn til: Lovísu Þorgilsd., Sóltúni 8, Sóleyj- ar Sigurjónsdóttur, Sólvallag. 4, Guð- rúnar Ármannsd., Vallartúni 1, Sigríð ar Guðmundsd., Smáratúni 6, Katrínar Ólafsd., Sóltúni 18, Sigríðar Vilhelmsd. Smáratúni 7, Drótheu Friðriksd., Sóltúni 6. • Kvenfélag Grensássóknar heldur basar í Víkingsheimilinu við Breiða- gerðisskóla sunnudaginn 14. nóv. Fé- lagskonur vinsamlegast minntar á að skila munum til nefndarkvenna sem fyrst. Nánari uppl. gefnar í síma 35846. Nefndin. Áheit og gjafir Handritastofnun íslands hefur borizt áheitafé, kr. 1200.—, frá góðviljuðum manni, sem ekki ósk ax að láta nafns síns getið. E.Ó.S. Til lamaða íþróttamannsins M.E. kr. 500. Spakmœli dagsins Gagnvart vorum ágætu for- feðrum væri óneitanega miklu heiðarlegra að lofa þá minna í orði, en líkja þeim mun betur eftir þeim á borði. .— Th. Mann. • • Okumenn! Cœtið varkárni gagnvart gangandi fólki. — Gerið ráð fyrir gangandi fólki allsstaðar og akið samkvœmt því. — Það, sem ekki hefur komið fyrir þig í 10 ár getur gerxt á 10 sekúndum. Xil sölu mjög vönduð brún kápa með skinni, stærð 44—46. Upplýsingar í síma 38022. Takið eftir Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkum strax. Tilboð sendist Mbl., merkt: „2041“. Eggert Isaksson HÁDEGISVERÐARFIINDUR verður haldinn laugardaginn 13. þessa mánaðar. Eggert ísaksson bæjarfulltrúi flytur erindi um HAFNARMÁL. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Alifuglaeigendur! Samband eggjaframleiðenda heldur fræðslufund að Aðalsrtæti 12, sunnudaginn 14. nóvember kl. 2 e.h. Framsöguerindi: Gunnar Bjarnason, ráðunautur. Kvikmyndasýning. Allir eggjaframleiðendur velkomnir. STJÓRNIN. Berklavörn, Reykjavík, heldur félagsvist í Skátaheimilinu við Snorrabraut laugardaginn 13. nóvember kl. 8,30 e.h. Góð verðlaun. — Mætið vel og stundvíslega. Heslamonnafélagið FÁKUR Skemmtifundur verður haldinn í félagsheimili Fáks laugardaginn 13. nóvember kl. 8,30 síðdegis. Skemmtiatriði: Sýndar verða litskuggamyndir, sem teknar voru á Kjóavöllum sL sumar af hestum og félagsmönnum Fáks. — Dans. Félagar fjölmennið. NEFNDIN. Borgfirðingafélagið hefur skemmtun fyrir eldri Borgfirðinga sunnudaginn 21. þ.m. kl. 14 í Tjarnarbúð. Upplýsingar í síma 15552. Borgfirðingafélagið. Góð fiskverzlun um 60 ferm. á jarðhæð við Hólmgarð til sölu. Öll tæki og áhöld fylgja. — Verzlunin er nú í full- um gangi og getur orðið laus strax ef óskað er. Ný]a fasfeignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.