Morgunblaðið - 12.11.1965, Page 8

Morgunblaðið - 12.11.1965, Page 8
9 MORGU N BLAÐID sasæim Raunhæfar aðgerhir þarf til lækk- unar byggingarkostnaðar Nu bua hlutfallslega fleiri í eiginhúsnæði en áður Elnar Olgeirsson (K) mælti I að i sambandi við kaupdeilur gær fyrir frumvarpi um bygg- væru tekin til athugunar ýmis ingu leiguhúsnæðis er hann flyt- ur ásamt þeim Ragnari Arnalds og Inga R. Helgasyni. Flutningsmaður sagði að brýn nauðsyn væri þess að gera eitt- hvað ranuhæft í húsnæðismál- unum, því eins og sakir stæðu nú, væri ekki öryggi til handa öðrum en þeim, er ættu húsnæði sjálfir. Hinir ættu á hættu að vera einn dag- inn húsnæðislausir og yrðu þá jafnvel að segja upp atvinnu sinni og flytja úr borginni. Frumvarp þetta gerði ráð fyrir að ríkisstjórninni heimila’ðist að bygSja 500 íbúðir á árinu 1966 til þess að bæta úr skorti á leigu- húsnæði sem væri nú víða mjög tilfinnanlegur. Þá væri einnig ákvæði um það í frumvarpinu, að bjóða skyldi út byggingar þessar til þess a'ð stuðla að því að þær yrðu byggðar á sem ódýr astan máta, en staðreynd væri það, að byggingarkostnaður hér væri mun hærri en hann þyrfti að vera. Nefna mætti sem dæmi að einni byggingu stæ'ði ef til vill margir meistarar og stöðugt væri verið að breyta teikningum eftir að framkvæmdir væru hafnar. Sparnaður yrði augljóslega að því að bygga þessar íbú'ðir eftir sömu teikningu og hafa t. d. upp- gröft og lóðavinnu sameiginlega fyrir þær. Flutningsmaður kvaðst meta það sem ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir í byggingu leiguhús- næðis með samningum við verka lýðsfélögin s.L sumar, en hins- vegar væru það ekki alls kostar rétt vinnubrögð. Það væri Al- þingis að finna viðeigandi lausn húsnæðisvandamálsins og æski- legt væri, ef samvinna næðist í þinginu um lausn þessa máls, því í þeim fælist mikil kjarabót fyrir launþega, jafnframt sem þau væru veigamikill þáttur til að sporna við verðbólgunni. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, sagðist fagna því að Einar Olgeirsson kynni að meta það sem gert hefði verið s.l. lumar, en þá hefði málgagn sósialista hinsvegar greinilega verið andvígt því að mál þessi yrðu dregin inn í samninga verka’ýðsfélaganna. Eðlilegt væri Ungur vélstjóri utan af landi óskar eftir góðri atvinnu. Akstur vöruflutninga bifreiða, vélgæzla í landi, verkstæðisvinna og margt fl. kemur til greina. Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: ,,Atvinna — 2937“. Félagslíf 5. flokkur Fram Munið skemmtifundinn í fé- tagsheimilinu á morgun, laug- ardag, kL 5.30 e.h. Stjórnin. aðkallandi vandamál. Rétt væri það áð samband væri milli kaupgjalds og húsa- leigu eða húsnæðiskostnaðar, og hefði það því verið mikilsvert að nást skyldi samkomulag um tilraun til að lækka húsnæðis kostnaðinn. Vit- að væri að bygg ingarkostnaður hér í Reykjavík væri all miklu hærri en úti á landi, jafnvel 20—30% og vissulega hefði verið gerð rannsókn út af minna til- efni. Margir þyrftu að leggjast á eitt til að árangur næ’ðist í þessu máli. Til þess að árangur næðist væri ekki einungis að berjast við þá er í daglegu máli væru kallaðir braskarar, heldur einnig við samtök þeirra er við húsbyggingar fást, Skera þyrfti í gegn með allar framkvæmdir og gæfi samstarfíð er náðist í sumar grundvöll undir slíkt. Æskilegt væri að ýta sem mest undir við menn að eignast sitt eigið húsnæði en það gætí þó ekki orðið lausn vandans, þar sem alltaf væru svo og svo marg- ir sem hefðu ekki aðstæður eða möguleika til þess. Það væri ekki fremur ríkið sem ætti að leggja út í bygg- ingarframkvæmdir heldur en sjóðir ýmisskonar. sveitafélög og jafnvel einstaklingar, en athygl- isverð væri sú þróun að nú á tímum legðu menn yfirleitt ekki út í það áð byggja leiguhúsnæði og hafa sitt lifbirauð af því. Þá væri einnig varhugavert að kveða á um það að ríkið skyldi leigja sínar íbúðir út á miklu lægra verði heldur en gerðist nú. Frekar bæri að athuga það á hvaða hátt væri hægt að fá hag- kvæmt fjármagn til að styðja aðila er byggja vildu leiguhús- næðL Þáð væri almenn skoðun að verðbólga að vissu marki væri ekki aðeins æskileg, heldur nauð- synleg, en erfitt væri að setja markið og vildi hver og einn gera það eftir sínum geðþótta. Forsætisráðherra sagði að hús- næðismálin væru ekki nýtt vandamál og víst væri að nú ættu hlutfallslega miklu fleiri eigin ibúðir en áður. Allur þorri manna ætlaðist nú til þess að komast strax á sínum fyrstu bú- skaparárum inn í eigin íbúð. Hlutfallslega væri það ekki meira sem menn greiddu nú fyrir húsnæði heldur en t. d. á árun- um frá 1930 — og fram á stríð, fyrir utan það að þá hefði at- vinna verið svo stopul að al- gengt hefði verið að menn hefðu ekki haft nema helming þeirra launa sem eðlilegt var. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði að vafasamt væri að bygging leiguhúsnæðis yrði hagkvæmari ef farið yrði eftir öðrum leiðum en frumvarpið gerði ráð fyrir. Á- nægjuleg stefnubreyting hefði orð ið hjá forsætisráðh. er hann hóf samninga við verkalýðsfélögin um húsbyggingamál. Þá taldi þingmaðurinn að meginástæðan fyrir því að bygginarkostnaður í Reykjavík er meiri en úti á landi, væri að hér væri meiri þensia á vinnumarkaðinum, sem væri afleiðingar þess, að stjórnarvöldin hefðu ekki nógu gott taumhald á fjárfestingunni. Einar Olgeirsson sagði að það væri Alþingis að gera ákvarðanir I húsnæðismálum og ekki bæri að geyma slíkt þar til að tii vinnudeilu kæmi. Ekki fælist sú hugsun í frumvarpinu að ríkið réði menn til framkvæmda við byggingarnar, heldur yrði verk- ið boðið út. Ríkinu yrði hins veg ar úthlutað lóðunum og gæti það orðið til að koma í veg fyrir mismunun í lóðaveitingu. Hæfi- leg hækkun verðbólgu væri ekki hættuleg, en eins og nú stæði væri hún vandamál sem ekki yrði við ráðið nema með sam- eiginlegum átökum. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, sagði að sú staðreynd, að menn legðu ekki í það að byggja leiguhúsnæði, stæði í sam bandi við þá ainennu velmegun er væri hér ríkjandi og þesa vegna væri auðvelt að fá kaup- endur að íbúðum. Slæmum stjórn arvöldum væri ekki hægt að kenna um háa húsaleigu hérlend is þegar miðað væri við önnur lönd, þar sem kröfur sem menn gerðu hér væru ósambærilegar við þær kröfur er gerðar væru erlendis. Hús hér væru miklu dýr ari og annað það, að hérlendia væru menn miklu meira inni á sínum heimilum og gerðu þesa vegna miklar kröfur um stærð gólfflatar og herbergjafjölda. Þá sagðist forsætisráðherra vilja taka undir það að verðbólgu- vandamálin yrðu ekki leyst nema með samstarfi ríkisstjórn- ar, Alþingis og almannasamtaka. Sektir landhelgi sbrjóta verði hækka&ar f GÆR mælti Lúðvik Jósefsson en að a.m.k. mánuði liðnum og (K) fyrir lagaf rum varpi er hann flytur uim breytingu á lög- um nr. 5 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Flutningsmaður gat þess, að þetta væri í þriðja skiptið sem hann flytti frumvarp um þetta mál á AJþiingi, en hingað til hefðu þa<u ekki hlotið afgreiðslu. Með frumvarp- inu væri gert ráð fyrir þrem- ur meginibreyt- ingum fá gild- andi lögum og væru þau í aðal atriðum þau, að sektarákvæð um verði breytt og þau hækkuð að mun, að bann yrði lagt við því að afhenda upntæk veiðarfæri fyrr að heimilt vætri að bera fram ákæru á útgerðaalðila skipsins ef ekki næðist í skipstjóra þess, og gera þá þar með á allam hátt ábyrgt fyrir landihelgisbroti, Flutningsmaður sagðL að nú- gildandi ákvæði um sektir fyrir landhelgisbort væru frá árinu 1951 og því orðin úrelt og ekki í samræmi við breytingar þær er orðið hafa á verðgildi fiskiskipa og fiskafla. í gildandi lögum væru sektar ákvæðin miðuð við tvo stærðar- flokka fiskiskipa, skip sem væru undir 200 rúmlestir og skip sem væru yfir 200 rúmiestir. 1 frum- varpinu væri gert ráð íyrir, að miðað yrði við þrjá stærðar flokka: skip undir 200 rúmlest- iim, skip er væru 200-600 rúm- lestir og skip sem væru yfir 600 rúmlestir. Væri gert ráð fyrir því að sektir skipa er væru yfir 600 rúmlestir yrðu 780-1365 þús.. en sektir skipa sem væru 200- 600 rúmlestir 390-780 þús. Vitað væri að nú væri það nær orðin tóm, að afli og veið- arfæri landhelgistorjóta væru gerð upptæk, þar sem þessum aðila væri selt það aftur að loknu matL Gæti þvi landhelg- isbrjóturinn siglt aftur út á mið- in og lokið veiðiferð sinnL Gert vær ráð fyrir að koma í veg fyrir slíkt með ákvæðum frum- varpsins og gæti það orðið hin alvarlegasta refsins fyrir veiði- þjófinn, sem þá yrði að sigla til heimahafnar, hver svo sem hún væri. Að lokum sagði flutningsmað- ur að þetta mál hefði legið það lengi fyrir Alþingi að nausyn væri til að taka afstöðu til meg- inatriða þess. Frekari umræður urðu ekki um málið, að sinni og var þvl vísað til sjávarútvegsinefndar og II. umræðu. ViS setningu Iðnþings i gær. 1 ræðustóli Vigfús Sigurðsson, forseti sambandsins. Við borðið frá vinstri: Þorbergur Friðriksson, Ingólfur Finnbogason, Tómas Vigfússon, Sigurður Kristinsson og Ottó Schopka. — /ðnjb/ng Framhald af bls. 2, ar væri þörf á færra fólki til sömu eða aukinna framleiðsluaf- kasta. Óskaði hann þinginu að lokum allra heilla og kvaðst bjartsýnn á framtíð iðnaðarins. Næst tók til máls bæjarstjór- inn í Hafnarfirði, Hafsteinn Baldvinsson. Bauð hann þing- fulltrúa og gesti velkomna og kvað Hafnfirðingum það gleði- efnL að þingið skyldi háð í bæ þeirra, þar sem Hafnarfjörður væri fyrst og fremst iðnaðarbær. Síðan rakti hann nokkuð sögu iðnaðar í Hafnarfirði. Lauk svo setningarathöfninni með sameiginlegum snæðingi í boði ýmissa iðnfyrirtækja í Hafn arfirði. Fundum Iðnþings var haldið áfram eftir hádegi í fundarsal í Félagsheimili Iðnaðarmanafé- iagsins í HafnarfirðL Forseti Iðn þingsins var kosinn Sigurður Kristinsson, form. Iðnaðarmanna fél. í HafnarfirðL 1. varaforseti Eggert Ólafsson, Vestmannaeyj- um og 2. varaforseti Valgeir Sig- mundsson, Neskaupstað. Ritarar þingsins voru kjörnir þeir Gunn ar Þorleifsson, Reykjavík og Ólaf ur Pálsson, HafnarfirðL Þá flutti Otto Schopka fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna skýrslu stjórnar Landssambandsins fýrir síðasta starfsár. í skýrslunni kom fram, að starfáð hefur verið að fjöl- mörgum hagsmunamálum iðnað- armanna og árangur náðst á ýmsum sviðum. Ennfremur voru lesnir reikn- ingar Landssambandsins fyrir árið 1964 og lögð fram fjárhags- áætlun fyrir árið 1966. Reikn- ingum og fjárhagsáætluninni var vísað til fjárhagsmálanefndar. Þá voru lagðar fram upptöku- beiðnir frá 6 íélögum og einu fyrirtæki og var þeim einnig vísað til nefndar. Þá urðu miklar umræður um framtíðarskipulag Landssam- bands iðnaðarmanna, en fram- sögu um það mál hafði Tómas Vi'ðfússon. Hann ræddi nauðsyn á auknu starfi Landssambands- ins með starfi erindreka og ráðu nauta og bar það saman við starf Búnaðarfélags íslands og Fiskifé- lagsins. Hann benti á, að fram- lag ríkissjóðs til Landssambands- ins cr ekki nema lítið brot af þeim fjárveitingum, sem félags- samtök landbúnaðar og sjávar- útvegs fá á f járlögum. Taldi hann áð gera yrði Landssambandinu kleift að færa út starfsemi sína verulega og yrði framlag ríkis- sjóðs að vaxa. Aðrir ræðumenn tóku. undir með Tómasi og ræddu um það ástand, sem ríkti í ýmsum iðn- greinum og töldu áð bæði fé- lagssamtök iðnaðarins og sjálf iðnfyrirtækin þyrftu endurskipu- lagningar við. Málinu var síðan vísað til nefndar til nánari athugunar. Bragi Hannesson, bankastjóri hafði framsögu um lánamál iðn- aðarins. Hnn rakti starfsemi lánastofnana i’ðnaðarins á undan- förnum árum og kom fram, aO bæði Iðnaðarbankinn og Iðnlána- sjóður hafa eflzt verulega á sL 2 — 3 árum. Þá gerði hann grein íyrir breytingu lánadeilda iðn- fyrirtækja í föst lán, en fram- kvæmd laga um þetta mál stendur nú yfir. Loks ræddi hann um kröfur um að Se'ðlabankinn endurkeypti afurða- og hráefna- víxla iðnaðarins og kvaðst vona að það hagsmunamál næði fljót- lega fram að ganga. Ýmis önnur mál voru rædd á Tðnþinginu í gær s. s. stofnun nýrra iðngreina um garðyrkju og bifreiðaréttingar. Jón Ágústsson hafði framsögu um fræðslumál iðnaðarmanna, Otto Schopka um verðlagsmáL Ásgrimur P. Lúðvíksson um inn- flutning i’ðnaðarvara og Bjarni Einarsson um tollamál iðnaðar- ins. Ix)ks hafði Grímur Bjarna- son framsögu um tryggingarmál iðnaðarmanna. öllum þessum máium var vísað til nefnda. Störfum Iðnþingsins verður haldið áfram í dag og ver'óa þá rædd álit nefnda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.