Morgunblaðið - 28.12.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 28.12.1965, Síða 19
Þriðjuðagur 28. des. 1965 MORGUNBLADIÐ 19 Þýzkir og norskir héldu jól í Rey kjavíkurh öf n — innan um 130 íslenzk skip og báta BEYKJAVÍKURHÖFN var þéttsetin skipum yfir jóladag ana. I bátahöfninni voru allt upp í 6 föld röð við bryggjur, en farskipin lágu 2—3 hvert utan á öðru. Þetta kom ekki að sök, því ekki bærðist hár á höfði, né alda á sjó. Voru skip in ljósum prýdd og fallegt um að litast í höfninni. Aðfara- nótt 2. jóladags byrjuðu skip- in að tínast út og í gær voru síldarbátarnir farnir að fara, svo og togarar, sem mannskap hafa. Tvö erlend skip lágu i Reykjavíkurhöfn yfir hina ný afstöðnu jólahátíð, þýzki tog arinn Heinkendorff frá Brem- en og norskt vöruflutninga- skip Mercur frá Bergen. Fréttamenn brugðu sér nið ur á Ingólfsgarð síðdegis í gær, þar sem þýzki togarinn liggur við festar, meðal ann- ars til að forvitnast um hvern- ig skipsmönnum leið yfir jól- in og hvað þeir gerðu sér til hátfðarbrigða. í brú togarans var samankominn hópur skips manna og meðal þeirra skip- stjórinn Harry Böhler og innt um við hann eftir því hvenær togarinn hefði lagzt að bryggju hér. Böhler skipstjóri kvað þá hafa komið að fyrir hádegi á aðfangadag og haldið heilög jól me’ð 'svipuðum hætti og gerðist í Þýzkalandi, nema hvað þeir hefðu ekki haft jóla tré og væri um að kenna ófor sjálni þeirra, er þeir lögðu af stað frá Þýzkalandi fyrir nokkrum vikum. í ljós kom af samtalinu við Böhler að Þjóð verjar halda jól með áþekkum hætti og íslendingar, en Böhler kvað þá skipverja ekki hafa átt kost á að hlýða messu, og þess í stað hefði hann les- ið skipverjum sínum ritningar grein fyrir borðhald, en um kvöldið hefðu þeir spila'ð og teflt eins og þeirra væri siður, er þeir dveldu í ókunnri höfn á jólum. Böhler skipstjóri sagði, að Heikendorff mundi leggja úr höfn þá um kvöldið og verða að veiðum hér vi'ð land yfir nýári'ð, eða í 12 daga. Böhler kveðst oft hafa verið að veið- Jarle Lisöy yfirbryti. Hluti áhafnarinnar á Heikendorff. Böhler skipstjóri stendur lengst til hægri. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) um við íslandsstrendur en þetta væri í fyrsta skipti, sem hann héldi hér jól. Norska vöruflutningaskipið Mercur lá vi'ð Faxagarð og fyrsti maður af áhöfninni, sem við hittum var yfirbrytir.n Jarle Lisöy, og notuðum við tækifærið og spurðum hann hvað áhöfnin hefði haft til matar yfir jólin. Lisöy sýndi okkur matarlistann og kenndi þar ýmissa grasa og hafa skips menn auðsjáanlega ekki verið vanhaldnir um jólin. Á að- fangadagskvöld hafa skips- menn snætt þurrkaðan og salt aðan kindabóg og súpu, sem Lisöy kallaði Buljong Print- aniére. Daginn eftir, jóladag, snæddi áhöfrlin lambasteik, blómkálssúpu og Banana Split, og sagði Lisöy að steikin hefði verið mjög ljúffeng og kvað það mikinn skaða, að geta ekki gefið okkur sýnishorn af matargerðarlist þeirra Norð- manna. Lisöy yfirbryti sagði, að hinga’ð kæmi Mercur frá New castle og héðan færi skipið í átta daga hringferð umhverfis landið og héldi síðan í sólina og veðurblíðuna á Ítalíu með íslenzka skreið innanborðs. Glœsilegasta happdrœtti, sem efnt hefir verid tíl á 'lsbndi 60,000 NÖMER - 30.000 VIMNINGAR vhr 90 MILUÓNIR Goðfúslega endurnýið sem fyrst til að forðast biöraðir seinustu dagana. í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.