Morgunblaðið - 28.12.1965, Page 21
Þriðjudagur 28. des. 1968
MORGUNBLADIÐ
21
Gúmmí-fiskiskip
eða plast- síldardrekar?
— Ég skal játa að hann liggur
| ekki mjög vel á vegi, en hann
eyðir líka aðeins lítra á hálfum
mánuðL
— Bílstjóri, sagði greifinn, —
ég fann þetta langa ljósa hár hér
í aftursaetinu á bílnum mínum,
en konan mín er ekki ljóshærð.
— Ég skal gefa yður skýringu,
Iherra minn . . .
— Ég kæri mig ekkert um skýr
ingu, ég vil fá kynningu.
ÞAÐ hefir stundum verið sagt í
gamni, að síldveiðiskipin okkar
þyrftu að vera gerð úr gúmmíi,
þannig að þau gætu stækkað
eftir þörfum, þegar mikil síld er
í nótinni.
Sennilega er ekki fjarri lagi að
þessi óskhyggja geti orðið að
raunveruleika, þótt það reyndar
séu ekki skipin sjálf, sem verði
þanin út eftir þörfum, heldur
flot-slöngur, sem nefndar hafa
verið „Dracone".
Þessar aflöngu pylsur eða drek
ar hafa verið notaðir til flutn-
ings á olíu, en nú er í Noregi
verið að gera tilraunir með flutn-
ing á síld í þannig drekum úr
plast-efni. Samanþrotinn tekur
plast-drekinn ekki mikið meira
pláss um borð í skipunum en
stór gúmmíbátur. Ef meira er í
nótinni eftir gott kast en skipið
getur borið, þá er hugmyndin að
sjósetja þennan dreka og fylla
hann af síld. Honum er haldið á
floti með því að blása inn í hann
samanþjöppuðu lofti, og hann er
síðan dreginn að landi, annað-
hvort af veiðiskipinu sjálfu, eða
sérstökum dráttarbátum. Ef slík-
ar tilraunir tækjust vel, þá gæti
jafnvel verið hagkvæmara að
veiðiskipin héldu áfram veiðum,
en dráttarbátar flyttu veiðina í
landi í belgjunum.
Sagt er að tilraunir hafi þegar
tekizt vel í Noregi með dreka,
sem tók 500 hektólítra (um 46,2
tonn) af síld, og hugmyndin er
að reyna þar stærri gerð, sem
tekur 2000 hektólítra (um 182
tonn).
Að sjálfsögðu getur verið
vandamál að draga slíkan dreka
á eftir hlöðnu síldveiðiskipi í
sjó. Drekinn þyrfti að vera búinn
ljósum og radar-endurskins-
merkjum og/eða radíó-sendistöð
(radíóvita), bæði til að finna
drekann, ef hann slitnar aftan
úr, og til að forðast árekstur.
JAMES BOND — —
Það er að sjálfsögðu sárt fyrir
sjómenn að verða að sleppa síld
úr nótinni, þegar skipið er orðið
hlaðið, — og gildir þá einu hvort
um er að ræða takmarkaða
vetrarhleðslu, eða sumar-síldar-
hleðslu eins og hún tíðkast á ís-
lenzkum skipum. öll hleðsla
veiðiskipa hefir sín takmörk,
miðuð við stærð og burðarhæfni,
en vegna mikillar síldveiði undan
farið er mikill hugur í eigendum
að lengja skip sín, til að auka
burðarhæfni, þótt skipin annars
Happdrætti
Styrktarfélags
vangefinna
DREGIÐ vaí á Þorláksmessu í
happdrætti Styrktarfélags van-
Vinningsnúmerin eru innsigluð
gefinna á skrifstofu borgarfógeta.
hjá borgarfógeta og verða ekki
birt fyrr en skilagrein er komin
frá öllum umboðsmönnum happ
drættisins úti á landi. Má bú.ast
við að það verði um mi'ðjan jan-
úar.
séu nógu stór til veiðanna og
hlutföll þeirra góð án lengingar.
Án efa verður fylgzt af áhuga
hér með þessum tilraunum Norð-
manna, en hvernig væri annars
að gera tilraunir með þessa að-
ferð við íslenzkar aðstæður? Ef
þær tækjust vel, myndu ger-
breytast möguleikar við flutning
síldar og við veiðar. Veiðiskipin
mætti hlaða í hófi og þar með
auka öryggi þeirra, og spara
mætti kostnað við lengingu
skipa, sem að öðru leyti eru góð
fyrir.
22. desember 1965,
Hjálfar R. Bárðarson.
Trúlofunarhringar
HALLDÓR
Skólavörðustig 2.
-Æ- Eftir IAN FLEMING
— Hvað ætlar þú að gefa mann
inum þínum í jólagjöf?
— Hundrað stykki af uppá-
halds vindiunum hans.
— En eru þeir ekki ægilega
dýrir?
— Nei, þeir kostuðu mig ekk-
ert. Undanfarna mánuði hef ég
tekið svona við og við einn vindil
úr kassanum hans, og geymt þá.
Þeir eru núna orðnir hundrað og
ég veit að hann verður voðalega
glaður þegar ég færi honum
uppáhalds vindlana sína.
Konan kom til lögfræðins og
vildi fá skilnað frá manni sínum.
— Og hver er ástæðan? spurði
lögfræðingurinn.
— Ég held að hann sé mér ekki
trúr.
— Og hvaða ástæðu hafið þér
til að halda það?
— Ég held að hann só ekki
faðir barnsins míns.
— Heyrið þér þjónn, það er
fluga í súpunni minni.
— Afsakið herra, get ég nokk-
uð gert tiil þess að bæta úr þeim
mistökum?
— Já, næst þegar þetta gerist,
skulið þér annað hvort vera bú-
inn að kenna henni að synda,
eða láta björgunarhring á bakið
á henni.
Skotinn Sahdy hafði legið fyr-
ir dauðanum í nokkra daga og
Ikonan hans haifði ekki vikið frá
dánarbeði hans. En þegar hinar
vanræktu skyWur hennar köll-
uðu svo ákaft á hana, að hún
varð að yfirgefa manminn sinn
augmablik, sagði bún við hann
éður en hún fór:
— Sandy minn. Ef þú skyldir
deyja meðan ég er í burtu, bless-
aður reyndu þá að blása á kertið
áður en þú skilur við.
Eiginikonan æpti öskuvond á
manninn sinn: — Hvað ertu
eiginlega — maður eða mús?
Eiginmaðurinn: — Maður, því
miður. Ef ég væri mús, miyndir
þú hafa stokkið upp á borð og
hrópað af hræðslu.
THE UUNT BEG/NS TO
MOVE DOWN-P/VER
BY IAN FIEMING
ORAWINC BY JOHN McLUSKY
BET VA PAT LIMEY'S
LYING UP IKJ TUE
MANGROVE. MIND US
PON'T GIVE US NO
. AMBUSH/ >
Eltingarleikurinn færist niður eftir ánni.
— Ég þori að veðja að þessi Bretablók
liggur einhversstaðar í sefinu. Gættu að,
að hann liggi ekki í leyni fyrir okkur. Og
undir yfirborði vatnsins . . .
— Skyldi þessi fjárans byssa vera not-
hæf, ef hún blotnar? ...
— Áfram hundur — farðu og þefaður
þarna inni!
J Ú M B Ö —-K—• — -K—• —-X— —TeiknarL J. M O R A
En glæpamönnunum tókst aldrei að
gera alvöru úr ógnunum sínum, því að
skyndilega fóru sprengjur að springa allt
í kringum þá. Reykský stigu til lofts og
smásteinum rigndi niður. Glæpamennirn-
ir urðu svo hræddir, að þeir hugsuðu að-
eins um það eitt að forða sér.
— Þetta hlýtur að vera strandgæzlan,
stamaði einn mannanna. — Vitleysa, þrum
aði Álfur, — það er ekki sálu að sjá úti
á hafinu. Nei, það hefur verið ráðizt á
okkur aftan frá og það er skotið á okkur
hér á eynni.
Álfur var nú ekki nándar nærri eins
borubrattur og hann hafði verið, er hann
var að yfirheyra Júmbó. Hann var sá
fyrsti sem tók til fótanna, þegar spreng-
ingarnar upphófust, og hinir glæpamenn-
irnir fylgdu hinum „hugrakka" foringja
sínum dyggilega á eftir.
KVIKSJÁ ~K-
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
AÐ GRÆÐA Á FERÐA-
MÖNNUM
Það er álitið, að íbúar jarðar-
innar verzli sín á milli fyrir um
4800—5200 milljarða króna ár-
lega — og vex sú fjárupphæð
um 9—10% á hverju ári. Af
þessari upphæð koma 360 mill-
jarðar beinlínis af ferðamanna-
straum, en þessi upphæð þre-
faldast, sé reiknað með hinum
óbeinu tekjum af ferðamanna-
straumnum (launum, innkaup-
um, sköttum o. s. frv.). — I
nokkrum löndum (Ítalíu, Spáni,
írlandi og Austurríki) er engin
útflutningsgrein, sem gefur eins
mikið í aðra hönd og „túrismi".
Er því ekkert að furða þótt
þjóðir veraldar byggi æ meira
á ferðamönnum og peningum
þeirra. Grikkir hafa á síðustu
10 árum byggt 60 hótel. írland
gerir ráð fyrir 1200 millj. kr.
til hótelbygginga. Egyptaland,
sem hefur næstum því eins
miklar tekjur af ferðamönnum
og Súez-skurðinum (6.600 millj.
árlega), gerir ráð fyrir 2400
miilj. króna í ný hótel og Nílar-
báta. Þar að auki hefur Sfinx-
inn og pýramídarnir verið lýst-
ir upp með rafmagnsljósum og
ferðamenn fræddir um landið
og sögu Faróanna af segulbönd-
um á fjórum málum. Járntjalds
löndin hafa fyrir löngu dregizt
inn i kapphlaupið um ferða-
mennina og jafnvel í Rauða-
Kína eru sumir veitingastaðir
byrjaðir að hafa matseðla sina
á ensku.