Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1965
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
■ Þú getur vel farið að sofa, en ég verð að sitja hérna of æfa mig.
— Tvo dóma fyrir þjófnað og
einn fyrir ofbeldi, er ekki svo?
Hann er nú farinn að stillast í
seinni tíð, enda orðinn óþarf-
lega feitur — og ég mundi segja
að hann færi ekki að fremja
nein ofbeldisverk héð&n af.
Hann hélt út lófanum og lét
öskuna af vindlinum detta fim-
lega ofan í hann.
Ég var farinn að velta því fyr
ir mér, til hvers ég væri eigin-
lega að eyða tíma í þetta. Og
ég war ekki einn um slíkar hugs
anir. Saunders sat úti við glugg
ann, eins og eitthvert kínverskt
skurðgoð á svipinn, daufur, ó-
lundarlegur og þögull. Ég hafði
allt í einu fengið þá hugdettu að
líta inn í Hásetaklúbbinn, rétt
til þess að koma með þessar
spumingar, sem ég vissi, að bú-
izt var við iaf mér, og heyra
svörin, sem ég vissi fyrirfram
— en nú, þegar ég var kominn
þarna, óskaði ég mér langt í
burt. Eitt eftirtektarvert smá-
atriði hafði ég samt náð í og
stungið hjá mér: Herter bjó
þama á staðnum. Ég hefði vilj-
að snuðra um íbúðirn hans, en
hvernig sem ég braut heilann, sá
ég enga leið til þess að geta það.
Hefði ég verið einkaspsejari,
hefði ég getað keyrt vindilinn
niður í kok á honum og gefið
honum bylmingshögg í hausinn
með öskubakkanum hans. - Það
var yfirleitt hægt að gera hitt
og þetta skemmtilegt, væri mað-
ur bara einkaspæjari!
— Hve lengi hafið þér þekkt
Yvonne Lavalle? spurði ég, og
meira til að segja eitthvað held-
ur en ég byggist við nokkrum
merkum upplýsingum.
Sorgarbros færðist yfir and-
litið á Herter og hann hristi höf
uðið eins og hann væri að rifja
upp fyrir sér einhverjar endur-
minningar. — Fleiri ár en ég
kæri mig um að muna. Ég hitti
hana upphaflegia í Ríkjunum —
í New York. Og svo hittumst
við aftur hérnamegin hafsins.
— Þér emð Bandaríkjamaður,
hr. Herter?
— Ég er Bandaríkjaborgari.
— Hvað eigið þér við með
því?
— Ég á við, að enda þótt ég
sé brezkfæddur, þá sé ég nú
•amerískur borgari.
Hann var mjög þolinmóður
við mig og mér var farið að
leiðast þetta allt saman.
— Okkur ríður á að fá að vita
um ferðir ungfrú Lavalle eftir
að hún fór héðan úr klúbbnum
á föstudiagskvöldið var.
Btónn glennti út fingurna. —
Já, okkur langar víst alla til að
vita það.
— Ég var viðstaddur, munið
þér, þegar þér sögðuð ráðsmanni
yðar, Neal, að koma henni í
leigubíl. Gerði hann það raun-
verulega?
— Ég veit ekki annað. Þegar
ég gef fyrirskipanir, ætlast ég
til, að þær séu framkvæmdar.
— Er Neal hérna staddur
núna?
— Nei, ekki rétt í bili.
Ekki veit ég, hversvegna hann
var að Ijúgia, en það var hann.
En það gat nú beðið.
— Ég tala þá við hann seinna,
sagði ég.
— Ég skal taka skilaboð til
hans.
— Býr hann líka hérna á
steðnum?
Hann hristi höfuðið. — Nei,
hann hefur þægilega einhleyp-
ingsíbúð í Mayfair og hefur þar
kött, en það mætti næstum
segja, að hann byggi hérna.
Hann vinnur allan sólarhring-
inn. Klúbburinn er alveg undir
hans stjóm og ég kem hvergi
nærri rekstrinum á honum.
— Hviað gerið þér þá eigin-
lega, hr. Herter?
Hann glotti glettnislega. — Ég
lifi á ágóðanum. Það mætti
kannski kalla mig óvirkan fé-
laga.
— En þér lögðuð til pening-
ana upphaflega?
— Vissulega. Ég byrjaði með
mjólkurstofur. Það er hægt að
hafa vel upp úr því, skal ég
segja yður. Þér ættuð að reyna
það síðar meir, þegar...........
fer að draga úr atvinnu hjá yð-
ur.
í þessu bili var barið hóglega
að dyrum og áður en Herter gat
svarað, kom Neal inh. Andlitið
á Herter stirðnaði upp, rétt sem
snöggvast, en svo varð það strax
að einu brosi, og hann bað Hert-
að koma nær.
— John, tautaði hann, eins og
ekkert væri, — Þetía var
heppni. Ég hafði enga hugmynd
um, að þú værir við.
□-----------------------------□
61
□-----------------------------□
— Ég vissi ekki, að þú værir
upptekinn, svaraði Neal. — Góð
an daginn, fulltrúi, afsakið ef ég
ónáða ykkur.
Hann var sýnilega ékki með
neina afsökunarbeiðni í huga.
Það, að honum brá ekkert við
að sjá réttvísina þarna á staðn-
um, benti til þess, að hann hefði
vel vitað um nærveru mína.
Fregnin um komu okkar var
sennilega komin út um allt hús-
ið — Miguel, sem hleypti okkur
inn, hefði séð fyrir því.
— Ég kom bara með þessa
reikninga til uppóskriftar, sagði
Neal og lagði skjalabunka á
borðið. Svo stefndi hann til
dyranna, þungum skrefum.
— Afsakið andartak, hr. Neal
sagði ég.
— Fulltrúinn þarf að fá hjá
þér ofurlitlar upplýsingar, ef þú
mátt vera að, sagði Hert-
er.
Ég þóttist sjá ofurlítinn á-
nægjuglampa í augum Neals, er
hann sneri aftur við inn í stof-
una. Hann var með eitthvað á
samvizkunni og hann hafði geng
ið beint inn í ljónagryfjuna til
að losna við það. Ég taldi hann
vera laganna megin.
vantar í eftirtalin
Skerjaf. sunnan
flugvallar
Háteigsvegur
Snorrabraut
Vesturgata, 44-68
Austurbrún
Freyjugata
Lambastaðahverfi
1 —Það voru bara einfaldar
spurningar, tautaði ég vingjarn-
lega, — um dauða hennar ung-
frú Lavalle.
Hann fölnaði hægt og hægt.
— Ungfrú Lavalle? át hann
eftir. Svo leit hann á Herter. —
Er Yvonne dáin?
— Þú lest sýnilega ekki blöð-
in, gagði Herter rólega og ýtti
kvöldblaðinu að honum og benti
á smágrein, neðst á síðunni. Ne-
al starði á greinina, án þess að
lesa hana, en svo leit hann upp
og mætti augum húsbónda síns,
og augnatillitið var vandræða-
legt.
— Hún dó á föstudagskvöldið
af of stórum skammti af ein-
hverju
— Af hverju?
— Af heróíni, grunar okkur.
— Þarna sérðu, tautaði Hert-
er. — Ég sagði þér, að að þessu
mundi koma, fyrr eða síðar, var
það ekki? Ef nokkur svipur var
í augimum í honum var í þeim
hátíðleg aðvörun. Ég hefði nú
ekki getað svarið það, en hitt
veit ég, að þau voru of hreyf-
ingarlaus. Og Neal leit undan.
.— Ég þarf nauðsynlega að
vita, hr. Neal, sagði ég dræmt,
hvort þér senduð irngfrú Lavalle
raunverulega heim á föstudags-
kvöldið?
— Já. Hiann kinkaði kolli. —
Já, það gerði ég.
— Fylgduð þér henni raun-
verulega upp í leiguvagn?
Hann svaraði einbeittur. —
Nei, það lét ég Miguel gera. Ég
sagði honum heimilisfangið og
sagði honum að fylgja henni
heim, hún var í slæmu ástandi
eins og þér munið. Ég hefði ekki
viljað trúia leigubílstjóra fyrir
henni.
Ég leit á þá á víxl og slökkti
svo í vindlingnum mínnm.
— Vissuð þér um þetta, hr.
Herter?
— Já, sannast að segja, vissi
ég það.
— Má ég spyrja, hr. Neal,
hversvegna þér nefnduð þetta
ekki á nafn við lögregluna, þeg-
ar hún var að spyrjast fyrir um
hwarf hennar?
Hann starði fast á endann á
vindli Herters. — Þar fór ég
eftir skipun.
— Skipun hvers?
— Minni, tók Herter fram í.
— Mér fannst það ekki skipta
neinu máli.
— Kona hverfur og finnst síð-
ar dauð, þér liggið á mikilvæg-
um upplýsingum og segið mér
svo, kaldur og rólegur, að yð-
ur finnist þær ekki skipta máli!
Hann glennti úr fingrunum. —
Já. en hverju breytir bað, l^vort
Naal fylgir henni út í bíl, eða
Miguel gerir það? Það sem máli
skiptir er hitt, að hún fór af
staðnum í bíl.
hverfi:
Ingólfsstræti
Meðalholt
Aðalstræti
Túngata
Laufdsvegur II
Þingholtsstr.
Skipholt II
— En þar skjátlast yður ein-
mitt, hr. Herter, svaraði ég
hvasst. Hún fór ekki burt í bíl.
Það liggja engar skýrslur fyrir
um það, að neinn bílstjóri hafi
tekið hania hér á föstudagskvöld.
Hann leit fast á mig. — Þér
hafið þá spurt hvern einstakan
þeirra, eða hvað?
Ég starði fast á hann. — Ég
held, ef þér hafið ekkert við
það að athuga, að ég verði að
spyrja Miguel nokkurra spurn-
inga.
Hönd hans snerti hnappinn á
innanhússíma, en hætti svo við
og féll niður á hné hans.
— Gott og vel, fulltrúi, eins
og þér viljið. Hann dró til sín
öskubakkann og drap í vindl-
ingnum sínum — og var lengi
©ð því.
— Hr. Neal, sagði ég, — vild-
uð þér vera svo góður að biðja
Miguel að koma hingað?
— 3íddu andartak, John.
Röddin var stálhörð og Neal hik
aði.
— Bíddu andartak, John.
Röddin viar stálhörð og Neal
hikaði.
— Mér þykir fyrir því full-
trúi, að ég hef líklega gert rugl-
ing úr þessu öllu. Ég fullvissa
yður um, að þetta var aðeins
vísvitandi tilraun til að sleppa
við hneyksli fyrir klú'bbinn. Ég
er viss um, að þú skilur það,
John. Augun í honum voru
mjúk eins og í grimmum ketti.
— Sannleikurinn er sá, að Migu
el ók Yvonne heim í mínum bíl
— því að hiann er líka bílstjóri
minn. Það fékkst enginn bíll,
svo að við tókum minn. Hann
hefur mitt leyfi til að gera það,
éf á þarf að halda, og ég þarf
hans ekki sjálfur. Þér megið
vera viss um, að ég hafði enga
hugmynd um þetta fyrr en í
gær, þegar Miguel lét orð falla.
— Og honum datt auðvitað
ekki í hug að nefna það við
lögregluna?
— Hann yppti öxlum eins og
honum væri skemmt. — Það
langar nú engan að komast í
kast við lögregluna.
— Nei, líklega ekki, svaraði
ég þurrlega. — Og nú, ef þér
hafið engu við að bæta, vil ég
samt segja eitt orð við hlutað-
eigandi herra.
Hann kinkaði kolli. Já, það er
rétt að Miguel segi yður það,
sem eftir er af sögunni. Nú
studdi hann á hnappinn á inn-
anhússímanum og þegar málm-
kennd rödd svaraði, sagði hann:
— Viltu biðja Miguel að koma
hérna sem snöggvast.
Ég stóð á fætur og það sauð
niðri í mér. Ég hafði svitnað of-
urlítið og ég var búinn að fá
höfuðverk. Ég þerraði á mér
ennið með vasaklút.
— Vilduð þér láta opna
glugga, fulltrúi? spurði Herter,
fullur umhyggjusemi.
Ég horfði á hann auga, sem
var eins og soðið egg. — Mér
þætti gaman að vita, hvernig þér
munduð bregðast við, ef yður
væri gert starf yðar viljandi
eins erfitt og mér er gert.
— Mjólkurstofuatvinnan er
nú heldur enginn rósabeður,
sagði hann, — svo að ég skil
þetta vel. Það er óheppilegt, að
nærvera réttvísinnar skuli allt-
af valdla mönnum skjálfta —.
svo þeir setja sig í varnarstell-
ingu.
—Já, einkum þeir, sem hafa
einhverju að leyna.
— Nei. einkum þeir, sem hafa
engu að leyna, svaraði hann á
móti. Við það að sjá lögreglu-
mann fara sjálfir sakleysingj-
arnir að telja upp syndir sínar.
En þetta er eins og hvert annað
atvinnuböl hjá ykkur, skilst
mér. Jafnvel ég á bágt með að
horfa í augun á lögreglumianni.
— Mig furðar alls ekki neitt
á því, svaraði ég önugur.
Brosið, sem hann sendi mér
var hreint ekki neitt kæruleys-
islegt.
En þessari gamansemi okkar
var nú lokið, þegar Miguel kom
inn, sem stanzaði á miðju gólfi
og horfði á mig varkárum aug-
um. Það fyrsta, sem ég tók eftir
var að hann var með blett á
gagnauganu, og þar var ofurlítil
skinnspretta. Ég hafði ekki tek-
ið eftir þessu þegar hann opnaði
fyrir okkur, en mér hefði hæg-
lega getað sézt yfir það í hálf-
rökkrinu, sem var í dyrunum.
f fullri birtu leit hann unglegar
út og ekki eins grunsamlegur.
Og það var einhver mýkt f
augnaráðinu sem kom mér á
óvart.
— Það var þetta á föstudags-
kvöldið, Miguel, sagði Herter,
snöggt og kom beint að efninu.
— Segðu fulltrúanum sannleik-
ann.
Miguel þurfi ekki að láta
hvísla neinu að sér. Smám sam-
an kom' öll sagan í dagsljósið,
þótt slitrótt væri, og jafnvel þótt
hann hefði ekki verið svona á-
berandi feginn að segja frá
öllu, hefði hún samt látið trú-
lega í eyrum.
Viðburðir föstudagskvöldsins
höfðu haft djúp áhrif á hann
og það máttu þeir líka gera.
— Meðan Yvonne Lavalle sat
í dái á stól reyndi hann að ná
í leigubíl, með því að hringja
fyrst upp nokkrar stöðvar og
síðan með því að standa fyrir
dyrum úti og reyna að ná í ein-
hvern sem framhjá færi. Þegar
allt reyndist árangurslaust, á-
kvað hann að taka bíl Herters.
Hann skildi því Yvonne eftir
þar sem hún var komin og tók
bílinn út úr skúrnum, sem var
ein fimmtíu skref þaðan, og
þegar hann kom aftur, fann
hann, að Yvonne var fárveik
og kveinaði eins og barn ... 1
henclinni hafði hún meðala-
sprautu og reyndi árangurslaust
að sprauta einhverju inn í hand
legginn á sér. Hann hafði ver-'
ið í þann veginn að kalla á ein-
hverja hjálp, þegar hún kallaði
til hans og bað hann gefa sér
sprautuna .... það mundi
hressa hana, sagði hún . ... og
hún mundi geta sofið. — Hún
sagði líkia, að hún skyldl gefa
mér hvað, sem ég óskaði, ef ég
vildi hjálpa sér........
Hann hallaði sér í áttina að
mér, með spenntar greipar, og
augun störðu örvæntingarfull í
mín, og báðu mig að trúa sög-
unni.
Bræðraborgarstígur frá 58-79
Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum
SÍMI 22-4-80
Blaðburðarfólk