Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 28. des. 196!
Keino og CEarke í keppni
HÉR sjást Kipchonge Keino
frá Kenýa og Ástralíumaður-
inn Ron Clarke í 5000 m
hlaupi sem fram fór í Mel-
. bourne 21. des. Keino kom til
Ástralíu eftir vel heppnaða
keppnisferð til Nýja Sjálands
]>ar sem hann hafði m.a. sett
nýtt heimsmet í 5 km hlaupi
— bætt frábært met Clark-
es. Fundum þeirra var stefnt
saman á hlaupabraut en
Clarke hafði verið frá æfing-
UMFK sigraði i 5
flokkum i handbolta
HIÐ árlega jólamót Keflvík-
inga í handknattleik fór fram á
2. jóladag í Keflavík. Keppt
var alls í 7 flokkum og urðu
úrslit þessi milli Knattspyrnu-
félags Keflavíkur (KFK) og
Ungmennafélags Keflavíkur
(UMFK).
KFK UMFK
Kvennaflokkur .......... 14 5
4. fl. karla A ......... 11 9
4. fl. karla B .......... 5 9
3. fl. karla A .......... 7 10
3. fl. karla B ......... 16 17
2. flokkur karla ....... 18 20
Meist.fi. karla ........ 24 36
um og keppni um tíma vegna f|
bakmeiðsla. Og árangur J
fundar þeirra varð ekki góð- 1
ur. Keino sigraði með yfir- l'
burðum, hljóp á 13.40.6 mín t|
— eða 16,4 sek lakari en ný- /i
sett heimsmet hans. Keino V
var um 40 m á undan Clarke «
á endasprettinum en þeir t|
höfðu lengst af fylgst að í J
hlaupinu. enda hríéddir hvor 1
við annan. i
Daníel Benjamínsson dæmdi
alla leikina og var það erfitt
verk meira en 5 tíma vinna
næstum linnulaus.
Landslið Chile
til Norðurlanda
LANDSLIÐ Chile í knattspyrnu,
sem áunni'ð hefur sér rétt til
keppni í lokabaráttunni um
heimsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu, sem fram fer í Englandi
næsta sumar, fer í keppnisferð
um Norðurlönd áður en keppnin
hefst í Englandi. Mun liðið senni
lega leika landsleiki við Dani
og Svía.
maður í keppnisbann
eftir 3 áminningar i Skotlandi
l'verpool tapaðí í fyrsta
sinn síðan 23. október
Reykjavíkurmeistarar í körfuboltaleik 1965
SKÖMMU fyrir jólin lauk Körfu i með nokkrum yfirburðum —
knattleiksmóti Reykjavíkur. — vann alla sina keppinauta með
öllum á óvart sigraði lið Körfu- góðum stigamun og eftirsóttan
knattleiksfélags Reykjavíkur I titil. Lið félagsins hefur á und-
Norskur knattspyrnu
anförnum mótum verið heldur
slakt, en nú tóku höndum saman
gamlir og reyndir leikmenn og
upprennandi stjörnur og árang-
urinn varð sá að sigur vannst
m.a. yfir liðunum, sem allar
„landsliðsstjörnurnar“ telja. Hér
eru liðsmennirnir að unnum sigri.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.
Sveit skíðamanna IR vann
Mullersbikarinn í 3. sinn
Skíðmót í hörkufrosti á 2. jóladag
ÞRIÐJA minningarmót um
stofnanda Skíðafélags Reykja-
víkur L. H. Muller var haldið á
annan í jólum í brekkunni við
Skíðaskálann í Hveradölum.
Mótsstjóri var sonur L* H. Mull-
er Leifur Muller frá Skíðafélagi
Reykjavíkur. Margt vár um
manninn þar efra, verður gott
en um 20 stiga kuldi og stormur.
Fært var öllum bílum heim að
skála og veitingar allann daginn.
★ ÚRSi.rr
Keppendur ( 6 manna sveit)
mættu frá Reykjavíkurfélögun-
um Ármann, K.R., Í.R. og Vík-
ing. Brautina lagði íslandsmeist-
arinn Kristinn Benediktsson af
mikilli snilld. Kristinn ásamt for
manni Skíðasambands íslands
Stefáni Kristjánssyni voru undan
farar. Hlið voru um 30, brautar-
lengd 300 metrar. Mótsstjóri setti
! mótið klukkan 1.30 og rétt á
| eftir var fyrsti keppandinn ræst-
ur.
Sigurvegarar urðu A. sveitar-
menn Í.R. í henni voru, Sigurður
Einarsson, Þorbergur Eysteins-
son, Eysteinn Þórðarson og Guðni
Sigfússon. Samanlagður tími
280,6 sek.
Önnur varð sveit K.R. í henni
voru Leifur Gíslason, Gunnlaug-
ur Sigurðsson, Einar Þorkel-sson,
Hinrik Hermannsson tíminn var
298.1 sek.
Númer 3 var sveit Ármanns er
í henni voru: Tómas Jónsson,
Bjarni Einarsson, Arnór Guð-
bjartsson, Bergur Eiríksson tími
þeirra var 304 sek.
Númer 4 var B sveit Í.R. í
henni voru: Jakob Albertsson,
Eyþór Haraldsson, Þórður Sigur-
jónsson, Haraldur Haraldsson,
tíminn var 337.10 sek.
Á eftir keppni fór fram verð-
launaafhending og minntist mót-
stjórinn við þetta tækifæri á að
þetta er í 3 sinn að sveit Í.R.
tekur við þessum fagra silfurbik-
ar, sem ættingjar L. H. Mullers
gáfu á sínum tíma. Ennfremur
er þess að minnast að í öll 3
skiptin sem hin sigursæla sveit
Í.R. hefur unnið bikarinn hafa
Þorbergur Eysteinsson og Guðni
Sigfússon keppt með í sveitinni.
í reglugerðinni er tekið fram að
bikarinn þarf að vinnast 5 sinn-
um til að vera unninn til eignar.
Þrátt fyrir 20 stiga kulda var
skíðaskálinn við þetta tækifæri
fullskipaður keppendum, starfs-
mönnum og kaffigestum frá
Reykjavík.
★ L. H. MÚLLERS MINNST.
Áður en keppni hófst lagði
Auður Björg Sigurjónsdóttir
einn yngsti keppandi fyrir
Skíðaráð Reykjavíkur blómsveig
á minnisvarða L. H. Mullers við
Skíðaskálann.
NORSKI knattspyrnumaðurinn
Roald Jensen, sem er atvinnu-
maður hjá skozka liðinu Hearts
var í 3. sinn „skrifaður upp“ af
.dómara í leik li'ðsins gegn Kil-
marnoc í gær. Þetta þýðir að
hann verður sennilega dæmdur
i keppnisbann.
Þær reglur gilda í Skotlandi að
þegar knattspyrnumaður hefur
þrívegis verið „skrifaður upp“
verður hann að mæta til yfir-
heyrzlu hjá sérstakri dóm- og
aganefnd skozka knattspyrnu-
sambandsins. Að mæta þar í slíku
tilfelli þýðir venjulegast 1—2
vikna keppnisbann.
Roald Jensen hefur átt marga
ágæta leiki í Skotlandi, en ekki
ævinlega fallið vel inn í lið það
er keypti hann til Skotlands. —
Hollenzku meistararnir Feyen-
oord hafa gert Jensen tilboð um
að koma tíl Hollands frá Hearts.
Norðmaðurinn vill ekki yfirgefa
Edinborg að svo stöddu. Hins veg
ar er stjórn Hearts reiöubúinn til
að selja Jensen fyrir 10 þúsund
pund. Sagt er í Bergen að hol-
lenzka liðið hugsi sér að koma
me'ð annað tilboð í Jensen í lok
keppnistímabilsins i vor.
FRESTA varð allmörgum leikj-
um í 23. umferð ensku deildar-
keppninnar, sem fram áttu að að
fara í gær vegna snjókomu og
kulda. Þrátt fyrir mikinn kulda
voru 53.430 áhorfendur á heima-
velli Liverpool og sáu Leeds sigra
með einu marki gegn engu.
Markið var skorað á 14. mínútu
af Peter Lorimer og var þetta
fyrsti tapleikur Liverpool síðan
23. október. — Burnley tapaði
einnig óvænt eftir að staðan í
hálfleik var 1—0 fyrir Burnley.
Úrslit urðu þessi:
1. deild
Liverpool—Leeds 0—1
Manchester U.—W.B.A. 1—1
Northampton—Chelsea 2—3
N. Forest—Everton 1—0
Sheffield W.—Arsenal 4—0
Stoke—Burnley 3—1
Tottenham—Sheffield U. 1—0
2. deild
Cardiff—Southampton 3—5
Carlisle—Bury 4—1
Charlton—Portsmouth 2—2
Crystal Palace—Ipswich 3—1
Middlesbrough—Leyton O. 2—1
Norwich—Coventry 1—1
Wolverhampton-Bristol City i—1
Staðan er þá þessi:
1. deild
1. Liverpool 32 stig.
2. Burnley 30 stig.
3. Manchester U. 29. stig.
4. Leeds 27 stig,
5'. Tottenham 27 stig.
2. deild
1. Huddersfield 32 stig.
2. Manchester City 29 stig.
3. Coventry 28 stig.
4. Wolverhampton 27 stig.
5. Bristol City 27. stig.
6. Southampton 27 stig.