Morgunblaðið - 28.12.1965, Síða 27
í>riðjudagur 28. des. I96S
MORGUNBLAÐIÐ
27
Stöðugir samgöngu-
erfiðleikar austur
á Mýrdalssandi
r *
Aætlunar- og mjólkurbílar
í vandræðum
VÍK, 27. des. — Miklir samgöngu
erfiðleikar hafa verið hér síðan í
fyrstu snjóum og hefur næstum
daglega verið unnið með jarðýtu
og veghefii við að ryðja snjó af
vegum. Þrátt fyrir það hafa veg-
ir oft lokazt eða verið mjög sein-
færir. Nú er Mýrdalssandur tal-
inn ófær.
Áætlunarbifreið frá Austur-
leið, sem fór frá Kirkjubæjar-
klaustri kl. 1 í gærdag, varð
stopp á Mýrdalssandi, vestan við
Blautukvísl. I>ar var skafrenn-
ingsbylur. Sex farþegar voru í
bifreiðinni. Bifreiðarstjórinn gat
náð sambandi við Loranstöðina á
Reynisfjalli um talstöð og bað
um aðstoð. En þá þegar var jarð-
ýta frá Vegagerðinni lögð af stað
frá Vík í Mýrdal og gat rutt leið-
ina, svo að áætlunarbifreiðin kom
til Víkur kl. 3 í nótt. Og hélt
síðan áfram til Reykjavíkur. Var
hún þá orðin 12 tíma á eftir á-
ætiun.
— Fréttaritaro
',r«nh. af bis. 1.
sem vísað var úr landinu árið
1959.
Áður en Haliberstam ko.m
til Póllands vann hann í
Kongó og síðar í Vietnam.
Ha-nn var sæmdur Pulitzer
verðlaununum bandarísiku
fyrir greinar sínar um Viet-
nam, þar sem hann gagn-
rýndi mjdg stefnu Bandaríkja-
stjórnar. Halberstam kvæntist
pólskri leikkonu, Blzibieta
Czyzewska, fyrir u.þ.b. ári.
Etoki fylgir fregninni hvort
hún fer með honum frá Pól-
landi.
— BP-stöðin
Framhald af bls. 1.
6.500 lestir, 90 metra löng og 65
metra breið. Hún stóð á tíu súl-
um, er skorðaðar voru í sjávar-
botninum og vökvastýrðar.
Þetta var fyrsta stöðin sem BP
kom upp í Norðursjó, en starfs-
liðið hafði allt reynslu og þjálf-
un frá samskonar stöðvum ann-
ars staðar. Venjulega störfuðu í
stöðinni 46 menn, 'en 16 þeirra
voru í landi nú vegna jólahalds-
ins.
í kvöld, er síðast fréttist,
höfðu tuttugu menn fundizt, þar
af þrír alvarlega slasaðir og
einn látinn.
Engin skýring hefur fundizt á
þessu slysi og talsmenn BP segja
óskiljanlegt, að stöðin skyldi
hrynja þannig saman. Óstaðfest
ar fregnir NTB herma, að
sprenging hafi orðið í stöðinni.
Vindhraðinn var 32 km á klst.
er slysið varð um kl. 1 e.h. að
íslenzkum tíma.
Flutningaskipið „3altrover“
var næst slysstaðnum, er stöðin
hrundi. Sendi það þegar út hjálp
arbeiðini og önnur flutninga-
skip, togarar, smábátar og þyrl-
ur frá brezka flughernum tóku
þátt í leitinni í dag. Þegar
dimmdi flaug þyrla frá BP yfir
slysstaðinn og varpaði út ljós
sprengjum, s«m lýstu upp leit-
arsvæðið.
Sem fyrr segir hafði „SEA
GEM“ nýlega fundið mikið
magn af jarðgasi og var fyrir-
hugað að leggja þaðan leiðslu
til lands á árunum 1967-68. Bor-
að hafði verið 3000 metra efti»
gasinu. Til stóð að flytja stöðina
fljótlega eftir jólin.
Mjólkurbílar frá Kaupfélagi
Skaftfellinga í Vík, er ætluðu að
Kirkjubæjarklaustri í gær, voru
með trukk með ýtu á, til að ryðja
leiðina, sneru aftur á Mýrdals-
sandi og komu til Víkur í gær-
kvöldi. >
Brandur Stefánsson, verkstjóri
í Vík, taldi í viðtali ófærðina á
Mýrdalssandi vera á 20 km kafla.
Svo eru aðeins snjóadrög á veg-
um í Skaftártungu, en síðan má
heita snjólaust í austursveitum.
Hér í Mýrdal eru víða snjó-
traðir á vegum. Ef nokkuð
hvessir eða snjóar má búast við
að leiðin lokist fljótt. Á þetta
við kaflann frá Vík að Litla
Hvammi, en úr þvi er færi fyrir
hvaða bíl sem er til Reykjavík-
ur. — Sigþór.
— Viefnam
1 umferðamiðstöðinni nýju hefur verið opnuð verzlun fyrir ferða-
íólk. Þar er á boðstólum ýmiss konar smávarningur, sælgæti, gos-
drykkir og dagblöðin.
Stokklhólmi, 27. des. NTB.
• Alls ha£a 68 Svíar týnt lífi
í flugslysum á árinu 1966 og
flugslys verið tleiri og meiri
en notokru sinni fyrr. Síðasta
slysið varð á annan jóladag,
er fjórir ungir menn fórust
með sportflugvéd í Suður-
Svíþjóð.
Brezkui togori strondar d Norð-
iirði — Losnaði af egin rnmmleik
Neskaupstað, 27. desember:
UM KL. 22 á jóladag urðu bæjar-
búar í Neskaupstað varir við
skip, sem kom inn með landi a'ð
norðanverðu, og skömmu seinna
sáu þeir, að það tók niðri fyrir
utan svonefnda Neseyri. Reyndist
þetta vera brezki togarinn Lan-
cella H-29. Skipverjar báðu ekki
um aðstóð og svöruðu ekki í
talstöðina, er þeir voru kallaðir
upp.
Um það bil klukkustund síðar
losnaði svo togarinn af eigin
rammleik, og hefur það eflaust
Jólaoratoria
Bachs í
Kristskirkju
PÓLÝFÓNKÓRINN og 25 manna
kammerhljómsveit undir stjórn
Ingólfs Guðbrandssonar flutti
Jólaóratóríu Bachs annan jóladag
í Kristskirkju fyrir þéttsetnu
húsi. Einsöngvarar í verki þessu
voru Sigurður Björnsson, Guðrún
Tómasdóttir og Halldór Vilhelms
son. Flutningur verksins tókst
mjög vel og voru tónleikarnir end
urteknir í gær og var uppselt.
Þriðju og seinustu tónleikarnir
að þessu sinni verða í kvöld kl.
6, óseldir aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn og er fólki
ráðlagt að koma tímanlega, því
búast má við a'ð uppselt verði.
hjálpað honum áð það var hálf-
flæddur sjór. Kom hann síðan að
bryggjunni, en erindi hans hing-
að var að koma með þrjá veika
skipverja. Er togarinn hafði lagzt
að bryggju kafáði kafari undir
hann til að kanna skemmdir, en
þær voru engar að finna. Togar-
inn er nú kominn út á veiðar.
— Ásgeir.
Eldur í gamla
bænum á
Akureyri
Akureyri, 27. desember: —
ELDUR kom upp í geymsluher
bergi í Lækjargötu 2 hér í bæ á
þriðja tímanum í dag. Roskin
kona hafði lagt sig til svefns eftir
hádegið í öðru herbergi og vakn-
aði við snarkið. Var geymslan al-
elda, þegar slökkviliðið kom. —
Tókst því áð aftra því að eldur-
inn breiddist út, en allt sem í
geymslunni var brann til ösku.
Rjúfa varð þakið yfir geymsl
unni og vatnsskemmdir urðu ein
hverjar. Annars varð ekkert telj
andi tjón.
Tvö timburhús, sambyggð hús-
inu nr. 2, sluppu óskemmd með
öllu, en á þessu svæði er þétt
þyrping gamalla timburhúsa.
— Sv. P.
Skotinn til bana
í Austur-Berlín
Berlín, 26. des. — NTB: í bílnum voru, Vestur-Þjóð-
EINN Vestur-Þjóðverji var verjanum Heinz Schöneberger,
drepinn og annar særður, er tókst að fara út úr bifreiðinni
þeir reyndu að aka í gegnum og skrfða yfir markalínuna
vegatólmanir við eina af eftir inn í Vestur-Berlín, en hann
litsvarðstöðvunum á mörkum lézt á sjúkrahúsi nokkrum
A-Berlínar á sunnudagsmorg- klukkustundum síðar.
un. _.
Einn af monnunum féll út
um bakdyr bifreiðarinnar og
var borinn burt af landamæra
vörðunum, en maður og kona,
sem eftir sátu í bifreiðinni,
voru einnig handtekin.
Fjórir menn voru í bílnum,
sem varð að nema sta'ðar
nokkra metra frá borgarmörk
unum, eftir að austur-þýzkir
landamæraverðir höfðu skotið
á hann. Einum þeirra, sem
Couve de Mur-
ville slær met
Talleyrands
París, 27. des. NTB.
Maurice Couve de Mur-
ville, utanrikisráðherra
Frakklands, setti í dag, mánu
dag, nýtt met í langlifi í því
embætti. Murville var skip-
aður utanrikisráðherra 1.
júní 1958 og hefur gegnt því
embætti síðan. Er hann jafn-
framt eini ráðherrann í
frönsku stjórninni, sem setið
hefur óslitið frá því de
Gaulle komst til valda.
Sá sem áður hafði gegnt
embætti utanríkisráðherra
Frakklands lengst var Char-
les Maurice de Talleyrand, ut
anrikisráðherra í stjórnartíð
Napóleons. Gegndi hann em-
bættinu frá 21. nóvember
1799 til 17. júni 1807.
— Mikil ölvun
Framhald af bls. 28.
málum á Þorlálksmessu og að
fangadag.
Á Þorláksmessu höfðu hjón 5
mánaða gamalt barn sitt í óleyfi
á brott með sér af Vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins. Hafði því
verið komið þar fyrir að læknis-
ráði og fyrir forgöngu barna
verndanefndar. Er hjónin voru
að heimsækja það á Þorláks
messu, vöfðu þau utan um barn
ið sæng og fóru með það, án þess
að starfsfólk yrði vart við. Var
leitað til barnaverndarnefndar og
lögreglunnar, sem sótti barnið.
Jól við glas og tónlist
Á Þorláksmessukvöld var stol
ið 2 albúmum eða 24 hljómplöt-
um úr bíl, sem stó’ð ólæstur
bílastæði við Klapparstíg. Tók
þjófurinn einnig áfengisflösku
með sér úr bílnum og hefur vænt
anlega átt ánægjuleg jól við glas
og tónlist.
Konu bjargað
Á aðfangadagskvöld var lög
reglan kvödd að húsi við Spítala-
stíg, vegna þess að reyk lagði þar
út úr íbúð. Urðu lögregluþjónar
að brjóta hurðina til að komast
inn. Kom reykurinn frá tómri
pönnu á glóandi eldavél, en kona
lá þar í dái í stól. Var hún flutt
á Slysavarðstofuna, en þar sem
hún reyndist drukkin, þegar hún
hafði verið lífgúð úr dáinu, þótti
öruggara að geyma hana í fanga-
geymslunni í Síðumúla.
Nær engin bifreiðaslys
Engin slys urðu í umferðinni
yfir jólin. En á Þorláksmessu
gekk kona á bíl á Snorrabraut
fyrir sunnan Flókagötu. Hand-
leggsbrotnaði hún og var flutt á
Slysavarðstofun og sfðan heim.
Nær engir bifreiðaárekstrar
urðu um jólin, en fyrir jól og
fram að aðfangadag var stanz-
laus skæðadrifa af árekstrum.
Framhald af bls. 1
hvað valdi. Telja sumir, að hlé
verði á árásunum, þar til Hubert
Humphrey, varaforseti, er snúinn
heim úr sex daga Austurlanda-
ferð sinni, sem hófst í morgun.
Aðrir telja, að ?áll páfi VI hafi
hlutazt til um málið og sé að
reyna að koma á friðarviðræðum.
Mikið tjón varð í liði stjórnar-
hersins í S-Vietnam og Banda-
ríkjahers í dag af völdum tveggja
sprenginga Viet Cong-manna. —
Fyrri sprengingin varð í morgun
stöð S-Vietnam-hermanna við
Sa Dec í Mekong-óshólmunum,
um 112 km suðvestur af SaigOn.
Fórust 14 stjórnarhermenn og 42
særðust. Úr liði Bandaríkjahers
féllu síðan allmargir landgöngu-
liðar, er herflutningabíll ók á
sprengju. Ekki er þess getið,
hversu margir fórust eða særð-
ust.
Bandarískar flugvélar héldu í
dag uppi hörðum árásum á stöðv
ar Viet Cong í S-Vietnam,
en engar árásir hafa enn verið
gerðar á N-Vietnam. Talsmaður
bandaríska hersins kvað enn eng
ar fyrirskipanir hafa vérið gefn-
ar um að hefja þær árásir á ný,
en neitaði að gefa sikýringu. —
Hinsvegar upplýsti hann, að frá
því í júlímánuði sl. hefðu tíu
bandarískar flugvélar verið
skotnar niður yfir N-Vietnam
með sovézkum eldflaugum.
— ★ —
Sem fyrr segir hafa verið uppi
ýmiss toonar getgátur um hvað
valdi því, að Bandaríkjamenn
hafa ekki hafið aftur loftárásir á
N-Vietnam. Blaðið „La Stampa“
í Torínó segir í dag, að sendi-
menn páfa hafi haft samband við
leiðtoga Bandaríkjanna og N-
Vietnam og óskað eftir því, að
gert verði vopnahlé í Vietnam
aftur um áramótin. Segir blaðið,
að í Páfagarði sé að vakna von
um að innan skamms muni miða
í rétta átt um friðarviðræður.
Opinberlega hefur talsmaður
Páfagarðs ekki viljað segja neitt
um það, hvort páfi hafi leitað hóf
anna við stjórn N-Vietnam um
vopnahlé, en góðar heimildir
innan Páfagarðs herma, að mjög
sé sennilegt, að páfi fylgi eftir
margítrekuðum friðaráskorunum
sínum með því að reyna að stuðla
að vopnahléi og friðarviðræðum.
Stórblaðið „New York Times“,
hefur hvatt til þess, að Banda-
ríkjamenn geri nú langt hlé á
loftárásum á N-Vietnam og reyni
þar með enn á ný að koma á
friðarviðræðum. Blaðið segir í
ritstjórnargrein í dag, að lang-
varandi hlé yrði ekki aðeins til
þess að færa heiminum heim
sanninn um, að Bandaríkjamenn
vildu raunverulega frið, heldur
opnaði það einnig leiðir til þess
að notfæra sér ágreininginn milli
kommúnista í Moskvu og Pek-
ing. Blaðið bendir á, að ekki hafi
verið tilkynnt opinberlega að hlé
yrði gert á árásunum, fremur en
í mai sl., þegar sex daga hlé var
gert á þeim. En til þess, að hléð
geti borið tilskilinn árangur seg-
ir blaðið, að tilkynna verði það
vandtlega að hafa það jafnframt
lengra en í maí, — sex dagar
hafi ekki verið nægilegur frestur
fyrir Hanoi-stjórnina. — NTB
segir, að „New York Herald
Tribune" sé ekki eins trúað á ár-
angur af hléi þessu.
Þá birtir tímaritið „U.S. News
& World Report“ viðtöl við
nokkra bandaríska þingmenn,
sem nýlega fóru til Vietnam. —
Hvetja þeir allir nema einn til
þess að hert verði á aðgerðum
Bandaríkjamanna, bæði í S- og
N-Vietnam.
— Hungursneyð
Framh. af bls. 1
búum mikil hungursneyð —
og væri ekki annað sjáanlegt en
fjölda manns biði hungurdauð-
inn. Én nú hefur Bandaríkja-
stjórn heitið áframhaldandi að-
stoð og matargjöfum og þar með
bægt frá mestu hæbtunni. f stór-
borgunum Bombay, Calcutta og
Madras hefur þegar verið kom-
ið á strangri skömmtun og inn-
an skamms verður skömmtun
tekin upp í öðrum borgum lands
ins.