Morgunblaðið - 30.12.1965, Side 8
8
MORCU N BLADIÐ
Fimmtudagur 30. des. 1965
Níræð í dag:
Sesselja í Skópm
UM 30 ára skeið hefir einsetu-
kona búi'ð á jörðinni Skógum í
Þorskafirði. Sú jörð var áður
frægust fyrir það, að þar leit
þjóðskáldið Matthías Jochumsson
fyrst dagsins ljós, eða þar „rak
hann á land úr Þorskafirði eilífð-
arinnar, mitt niður undan Vaðla-
fjallagreni vitleysunnar, Sand-
felli syndarinnar og Búrfelli
barnaskaparins", eins og hann
sagði sjálfur. En nú getur jörðin
líka verið fræg fyrir það, að
árið 1935 hóf sextug vinnukona
búskap þar og hefir nú búi'ð þar
í 30 ár ein síns liðs og orðið að
vinna öll bústörf sjálf. Hún hefir
borið á og unnið á vellinum, sleg
ið og rakað, borið tö'ðuna á bak-
inu heim í hlöðu, sótt heyskap
langar leiðir upp í heiði, rúið
kindurnar, þvegið ullina, hirt
allar sínar skepnur á vetrum og
borið vatn í þær langar leiðir.
Öllum þessum störfum og mörg-
um fleiri hefir hún sinnt fram
á þetta ár, nema hvað hún hefir
komið kindunum sínum í fóður
seinustu veturna. Hún sló túnið
sjálf í sumar, eftir vanda, þurk-
aði töðuna og bar hana heim
á bakinu. Og nú er hún níræð-
Þessi kona heitir Sesselja
Helgadóttir og er af hinni svo-
köllúðu Berufjarðarætt, en allt
það fólk hefir verið annálað fyrir
kjark, dugnað og ósérhlífni.
Sesselja hefir erft þá eiginleika,
og ung var hún að árum, þegar
hún byrjaði að vinna fyrir sér.
En á þeim árum var ekki verið
að dekra við vandalauSa. Um
hitt var eingöngu hugsað að
vinnufaköst yrði sem mest, og
um að gera að eta lítið, svo að
- NATO
Framhald af bls. 6
einihverjar tilslakanir gagnvart
evrópskum kröfum um einhvers
konar hlutdeild í eftirli'ti með
kjarnorkuvopnum. Vera má, að
roeð breytingum geti franska til-
lagan frá árinu 1958 um sameigin
lega yfirstjórn verið lausnin á
þessum vanda. Deilur um her-
fræðilegar kenningar verður og
að leysa. Kenning McNamaras
um stigbundna andspyrnu við
árás eða áreitni hefur valdið ótta
hjá sumum í Evrópu og orðið til
þess, að nokkurs vafa hefur gætt
um það, hvers virði hin banda-
ríska kjarnorkuvernd sé. Enginn
va.fi leikur á því, að Bc vdaríkja-
menn verða að skilgreina vernd
sína og ábyrgð að þessu leyti
mun rækilegar, ef almennt á að
falilast á hina nýju kenningu
þeirra.
Á hinn bóginn er ljóst, að ætli
Evrópuríkin að beita áhrifum sín
um í ríkara mæli í i.iálefnum
Atlantshafsbandalagsins, verða
þau að tengjast því nánar efna-
hagslega, með því að auka fram-
menn væru léttari á sér til vinnu.
En vinnuharka og lélegt matar-
æði megnaði ekki að draga þrótt
og kjark úr Sesselju. Hún varð
hraust og sterk, enda þótt hún
væri grannvaxin og nett. í henni
hefir hlotið að vera þetta „ald-
anna samsuðustál“, sem Matthi-
as talar um á einum stað. Og
henni vebður varla betur líkt
við annað en stálfjöður.
Sesselja á marga vini og þetta
er áðeins ritað til þess að minna
á níræðisafmæli hennar, svo að
þeir geti sent henni sínar beztu
kveðjur. Og góðar kveður fylgja
þessum línum frá einum, sem
lengi hefir dáðzt að dugnáði
hennar og óbilandi kjarki.
lag sitt til sameiginlegra varna
okkar. ’ Ein leiðin til þess að
Evrópuríkin stæðu Bandaríkjun-
um algerlega jafntfætis innan
NATO er sú að koma á evrópskn
e ningu með því að leysa núver-
ardi kreppu í Efnahagsibandalag-
nu og taka Bretland og önnur að-
ildarriki Fríverzlunarbandalags-
ins (EFTA) inn í UBE.
Að lokuim skal þess getið, að
vandamálin, sem við okkur blasa,
eru ekki evrópsk eða atlantísk
heldur hnattlægs eðlis. Ný vídd
i alþjóðamálum er komin til sög
unnar við pað, að kommúnista-
stjórnin í Kína hefur komizt yfir
kjarnorkuvopn. NATO er hið
eina raunverulega bandalag okk
ar, og því ættum við að svipast
um eftir nýjum leiðum, til þess
að það geti fengizt við ný við-
fangsefni utan núverandi marka
þess.
Hér hef ég aðeins drepið á
nokkur grundvallaratriði, sem
mér finnst, að toka verði tillit til,
ef endurbæta á bandalagið. Á
ræstu árum verður þetta mál
mjög til umræðu, en áður en
nokkuð er hægt að gera, verður
sð jafna ágreininginn við Frakta.
Á. Ó.
LÍDÓ — kjör ALLT í ÁRAMÓTAMATINN
u Kjúklingar «2 Kalkúnar 3 Gæsir Ul Rjúpur SÉRRÉTTIR EFTIR PÖNTUNUM
, Fyllt læri Útbeinað læri Útbeinaður frampartur Lamb chops* Fylltar lambakótilettur* London lamb Hangikjöt útbeinað Hangikjötslæri og frampartar
Roast-beef :p Beinlausir fuglar Schnitzel Gordon Bleu* Fille og mörbrad 3* Tornedos og T-bone steak* Smurt brauð og snittur Brauðtertur Heitur og kaldur matur
•q Grísakjöt. nýtt 12* Grísalæri 2 Grísahryggir Grísakótilettur V9 Hamborgarhryggur Hamborgarlæri Hamborgarkótilettur
* SÉRRÉTTIR framreiddir af fagmönnum. LÍDÓ - kjör
Skaftahlíð 24. — Símar 36374 og 36373 Kvöldsími 35935.
* >
IVIagnús A. Arnason:
Síðasti geirfuglinn
MEÐAN ég var í Colombo rakst
ég á bók, sem mér þykir líklegt
að fugla og dýravinum þyki fróð
legt áð kynnast. Hún heitir
The Cast Great Anka, Síðasti
geirfuglinn, eftir Allan Eckert
(Collins St. Jamer’s Place, Lon-
don 1964). Þetta virðist vera
fyrsta bók höfundarins, sem
annars skrifar aðallega fyrir
tímarit. En um sína daga hefur
hann aflað sér mikils fróðleiks
um fugla og lífið í náttúrunni
eins og glöggt kemur fram í þess
ari bók.
Bók sína kallar hann skáld-
sögu, og skáldsaga má það heita,
þó óvanaleg sé, því maðurinn
kemur þar mjög lítið við sögu,
nema til dráps og djöfulskapar.
Aftur á móti rekur höf. sögu
síðasta geirfuglisins frá því for-
eldrar hans koma sér saman um
áð gerast hjón og þar til hann
fellur fyrir kylfuhöggi úti í Eld-
ey.
Höfundurinn lifir sig svo inn
í efni sögunnar, að það er engu
líkara en hann hafi sjálfur verið
geirfugl, lifað lífi þeirra, kynnst
ástum þeirra og foreldrafögnuði,
tekið þátt í veiðum þeirra og
fylgst með þeim á sundferð
þeirra þvert yfir Atlantshafið,
frá Eldey til Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum, 3000 mílna
vegalengd hvora leið.
í inngangsorðum segir á þessa
leið: „Á eynni (Eldey) og á leið
farfuglsins lágu margar hættur
í leyni — stormar, beinhákarlar,
önglar, vísindamenn og verst af
öllu voru myrðandi árásir þeirra,
sem veiddu fuglinn vegna fiðurs-
ins og kjötsins“.
Það er ófögur lýsing á vei’ðiað-
ferðinni vestanhafs meðan stofn-
inn var enn nokkuð sterkur. Á
leið fuglsins meðfram ströndum
Ameríku er skotið á hópinn með
„beygðum nöglum, keðjubrotum,
blýkúlum og göddóttum járn-
bútum“. Margir fuglar voru auð-
vitað drepnir og veiddir, en fjöld
inn allur særðist og dó seinna
engum að notum.
Lýsingin á veiðiaðferðinni á
Grænlandi er engu fallegri, ef
ekki verri. — En ég vil ekki
trúa því, að mannleg fúlmennska
hafi nokkurn tíma komizt á það
stig, að menn hafi gert sér það
að leik, eftir að þeir voru búnir
að drepa alla fullorðna fugla sem
til náðist, að kasta lifandi og
hálf-daúðum ungum hver í annan
og jafnvel sparka í þá eins og
þeir væru fótboltar.
Og þegar seinasti fuglinn er
drepinn í Eldey af þeim „Jon
Brandsson og Sigourour Isleiff-
son‘- (eins og höfundur stafar
nöfn þeirra), á ég erfitt með að
trúa því, að drengjum hafi verið
leyft að kasta eggjum hver 1
annan. Þar segir einnig að „Ketil
Ketilsson“ hafi brotið egg þess-
ara síðustu geirfugla.
Þáð er ljóst að íslendingar voru
ekki þeir einu, sem áttu þátt i
drápi og eyðingu þessa merki-
lega fugls. Og langir tímar hafa
hlotið að líða áður en það sann-
aðist, að þa’ð hafi í raun og veru
verið síðustu geirfuglarnir, sem
drepnir voru í Eldey 3. júní 1844.
Magnús Á. Árnason.
Bý til 15-20 þúsund flugeldu
svo og blys í Irístundum sínum
UM ÞESSAR mundir fara fram
aðdrættir á blysum og flugeldum,
til að gamna sér við á gamlárs-
kvöld. Frétzt hafðí að mikið af
þessum „áramóta“-skotfærum
kæmu frá Ákranesi og væri inn
lend framleiðsla. Við eftirgrennsl
an reyndist framleiðandinn vera
Björn H. Björnsson, lögreglu-
þjónn og höfðum við því tal af
honum.
Björn kvaðst vera að dunda
við þessa framleiðslu í frístund-
um sínum nærri allt árið, en fara
sér hægt. Þetta hefur hann gert
undanfarin 3 ár. Hann kvaðst
vera búinn að búa til 15—18 þús.
flugeldd, en eitthvað minna magn
af blysum í ár. í fyrra var fram-
leiðslan svipuð, en nokkur birgða
afgangur varð þá. Hann kvað sam
keppnina mikla á markaðinum,
því mikið væri flutt inn af þessu,
en um einn annan íslenzkan fram
leiðanda kvaðst hann vita og væri
sá í Garðahreppi.