Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30 des. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
15
Halldór P. Jónsson
Króktúni — Minning
F. 14. nóv. 1903. D. 23. des. 1965
HINN 24. des. 4.965 barst mér
bú sorgarfregn að einn sveitungi
minn, Halldór í Króktúni hefði
látizt í Landsspítalanum í Reykja
vík 23. des. á Þorláksmessu, þar
sem hann lá í lyflækningadeild
spítalans til rannsóknar á hjarta-
sjúkdómi (mjög sjaldgæfum).
Mér varð strax hugsað til orð-
anna: „Líf mannlegt endar
skjótt.“ Því síðast bar fundum
okkar saman í góðra vina hópi
í fyrri hluta desember 1965, og
virtist síður en svo nokkuð ama
að honum. Ég minnist þess samt,
að hann hafði áður látið á sér
heyra í mín eyru, missmíði
nokkra á heilsu sinni, þó hánn
gengi til allra venjulegra starfa.
Halldór P. Jónsson var fædd-
ur að Þinghóli í Hvolhreppi 14.
nóv. 1903, og var því rúmlega
62 ára þegar hann lézt.
Foreldrar hans voru bænda-
hjónin Jón Jónsson og Guð-
björg Guðnadóttir. Lézt móðir
hans í hárri elli hjá syni sínum
ft^rir nokkrum árum.
Halldór ólst upp með systur
sinni Daníellu í foreldrahúsum
að Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi
og aðstoðaði foreldrana við bú-
störf alla tíð, meðan þau bjuggu,
að fráteknum vetrarvertíðum,
fyrst á tveim öðrum bændabýl-
um, síðar í Vestmannaeyjum við
fiskaðgerð, og var þar einnig á
fyrstu ventíðum í byrjun búskap-
ar sín sjálfs að Króktúni, þar
sem hann hóf sjálfstæðan bú-
rekstur árið 1931 ásamt konu
sinni Katrínu Jónínu Guðjóns-
dóttur frá Brekkum í Hvol-
hreppi. Er hún látin fyrir nokkr-
um árum. Eignuðust þau fjögur
börn, sem öll eru gift og farin
úr foreldrahúsum.
Þau eru:
Frú Guðrún, búsett að Ægis-
síðu í Djúpárhreppi, gift Gunnari
Þorgilssyni, frú Elísabet, búsett
að Selfossi, gift Hafsteini Trausta
syni.
Jón og Björgvin, einnig búsett-
ir að Selfossi. Jón er giftur
Margréti Óskarsdóttur frá Varma
dal, en Björgvin er giftur Hrönn
Viggósdóttur.
Þ'á voru fóstraðir upp á heim-
ili Halldórs stjúpsonar hans,
Óskar Karelsson, bóndi í Mið-
túni í Hvolhrepp, giftur Margréti
Guðjónsdóttur, og dóttursonur
Halldórs: Daníel Gunnarsson,
sem síðustu ár hefir verið önnur
hönd afa síns við búskapinn, þó
ungur sé, innan við fermingu.
Og ekki hefur systir hans, Guð-
björg Daníella, síður verið hans
önnur hönd, enda hefur hún ann-
azt húsmóðurstörf á heimilinu í
Króktúni af mikilli snyrti-
mennsku frá því Halldór missti
konu sína. Starf Daníellu á heim
ili Halldórs honum til blessunar,
gat ekki farið framhjá sveitung-
um Halldórs heitins.
Halldór P. Jónsson var á
marga lund óvenjulegur maður.
Greiðvikni og hjálpsemi var
áberandi þáttur í eðlisfari hans,
enda var hann tilfinningaríkur.
Halldór heitinn var vel verki
farinn. Leituðu því margir til
hans bæði í sveitinni sem úr
Hvolsvelli, hinum nýja kaupstað,
sem vart var til, þegar Halldór
byrjaði búskap fyrir 34 árum.
Munu sveitungarnir því nú að
leiðarlokum ábyggilega þakka
margvíslega aðstoð og greiða-
semi. Ég hefi raunar þekkt Hall-
dór P. Jónsson frá blautu barns-
beini, og það sem ég minnist líka
í fari hans er léttlyndið, gam-
ansemin, áreiðanleikinn og
tryggðin til alls þess er hann
hafði getað tileinkað sér.
H. P., eins og hann stundum
í gamni kallaði sjálfan sig, var
í eðli sínu sannur sveitamaður,
sem hafði mikið yndi af húsdýr-
unum, mjög glöggur á fjármörk,
og þvi manna bezt liðtækur í
öllum skilaréttum, og var einn
af sendimönnum Hvolhreppinga
til fjárkaupa vestur í Barða-
strandar- og ísafjarðarsýslur
haustið 1953, þegar hin fágætu
fjárskipti fóru fram árin 1953 og
1954.
Halldór P. Jónsson var vel á
sig kominn, með hærri mönnum
á vöxt. Ég hygg að sóknarprest-
ar og safnaðarfólk Stórólfshvols-
sóknar muni geyma minningar
um Halldór P. Jónsson frá þeim
árum sem hann var meðhjálpari
og hringjari við Stórólfshvols-
kirkju. Þau störf sem og hjálp-
semi hans við jarðarfarir leysti
hann af hendi með hinni mestu
háttprýði. Hann var kirkjuræk-
inn og trúhneigður maður sem
viðurkenndi þessi fögru orð
sálmaskáldsins:
f hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
Já, heill og heiður, Halldór
okkar góður. Þú hjartans beztu
óskum kvaddur sért.
„Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi, hafði þökk fyrir allt
og allt.
Halldóri er búinn legstaður í
Stórólfshvolskirkjugarði, og fer
jarðarför hans fram þar í dag,
hinn 30. desember 1965.
Blessuð sé minning Halldórs
P. Jónssonar.
Páli Björgvinsson.
Flugeldar
Bengalblys Jókerblys
Stjörnuljós Fallhlífarblys
Snákar Bengaleldspýtur
. o. m. fl. í úrvali. Gott verð.
Litahöllin
Langholtsvegi 128 — Sími 34300.
Aðstoðarstulka
eða kona óskast til vinnu á morgnana kl.
9—12)- Upplýsingar á stofunni í dag kl.
13—14 (ekki í síma).
NUDDSTOFA
Jóns Ásgeirssonar, Ph. Th.
Hótel Sögu.
Almennur jólatrésfagnaður
verður haldinn í LIDÓ miðvikudaginn
5. jan- kl. 3—6. — Forsala aðgöngumiða
hefst í Lídó 3. jan. k. 2—4 .
LIGELD AR
ELDFLAUGAR
HAIMDBLYS
Rauð — Græn — Blá
í JOKERBLYS
REGNBOGABLYS
RÓMÖNSKBLYS
FALLHLÍFARBLYS
BENGALBLYS
STJÖRNUGOS
TUNGLFLAUGAR
STJÖRNURAKETTUR
SKIPARAKETTUR
JÖKER STJÖRNUÞEYTIR
BENGAL ELDSPÝTUR
rauðar - grænar
STJÖRNULJÓS
SÖLIR
*
VAX-ÚTIHANDBLYS, loga % tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma
----- HENTUG FYRIR UNGLINGA -
VERZLUN 0. ELLINGSEN