Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30, des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Teksf Sovét Framhald af bls. 1 ézkum ráðamönnum. Haldi Pek- ingstjórnin þessari kröfu sinni til streitu, en við því er fastiega búizt, getur svo far- ið að stjórn Ho Chi-Minh verði að velja milli stórveldisins við norðurlandamærin og Sovét- ríkjanna, sem fjær liggja. Ráða- menn í Kína hafa hins vegar enga dul á það dregið, að þeir muni krefjast þess, að styrjöldin í Vietnam verði til lykta leidd imeð sigri norðanmanna. Sovétstjórnin virðist hins veg- ar fylgjandi samningum, sem geti í senn bundið enda á átökin og leitt til bættrar sambúðar Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Það myndi m. a. hafa í för með sér, að ráðamenn Sovétríkjanna gætu einbeitt sér, meira en verið hef- ur, að innanríkisvandamálum. Hins vegar verða sovézku leið- togarnir að taka tillit til gagn- rýni Pekingstjórnarinnar, og gæta þess, að ekki komi opinber- lega fram, að þeir óski eftir frið- samlegri lausn, með samningum, þar eð þeir hafa þegar fordæmt afstöðu Bandaríkjanna til mál- efna Vietnam. Þótt margt bendi, eins og áður segir, til þess, að Sjelepin muni mæla með samningum, þá gæti för hans til N-Vietnam leitt til slíks mats sendinefndarmanna á ástandinu þar, að þeir sæju sér ekki annað fært en auka hern- aðaraðstoð sína. Loftvarnarvopn hafa. að undanförnu verið send til N-Vietnam frá Sovétríkjun- um, en Pekingstjórnin telur, að þau nægi hvergi nærri. Stjómmálafréttaritarar e r u þeirrar skoðunar, ef marka má fregnir frá Hanoi að undanförnu, að Ho Chi-Minh muni annað hvort lýsa því yfir við Sjelepin, að N-Vietnam þarfnist friðar, eða hann muni fara fram á aukna aðstoð. Hver sem afstaða hans verður, þá gefst sovézkum leiðtogum gott tækifæri til að auka áhrif sín í N-Vietnam, með því að bregðast vel við óskum stjórnar landsins. Slíkt yrði meiriháttar sigur í þeirri baráttu, sem nú stendur milli sovézkra og kínverskra kommúnista. — Mesta 'i'ramh. af bis. 1. veitt lán samtals að upphæð kr. 74.758.000. Síðari lánveiting árs- ins fór fram í október/desember og nam hún samtals kr. 208.657.- 000. í lánveitingum þessum tókst, eins og áður segir, að fulinægja með öllu eftirspurn þeirri eftir lánsfé til íbúðabygginga, er lög heimila. Eldri hámarkslán, þ. e. 100, 150 og 200 þús. króna lán, voru veitt lántakendum í einu lagi en núgildandi hámarkslán, þ. e. 280 þús. krónur, verður veitt í tveim hlutum lögum sam- kvæmt. Var fyrri hluti þess, 140 þús. krónur, greiddur nú en sækja ber um síðari hluta þess fyrir 1. marz nk. Fer sú veiting væntanlega fram í maí/júní nk. Auk veitingar hinna almennu íbúðalána annast Húsnæðismála- stjórn einnig veitingu lána til sveitarfélaga til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Á árinu var lánað til þess kr. 20.120.000. Á árinu 1965 tók ný útlána- reglugerð gildi. Eru meginatriði hennar m. a. þau, að nú skulu menn sækja um lán til stofnun- arinnar áður en þeir hefja bygg- ingu eða gera kaup á nýjum íbúð um; þá eru þar ennfremur á- kvæði um það, að hér eftir á 1—2 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 70 ferm, 3—5 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 120 ferm, 6—8 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 135 ferm. Ekki má veita lán til byggingar stærri íbúða en 150 ferm. — Allt er þetta þó jafn- framt háð öðrum atriðum út- lánareglugerðarinnar og eru væntanlegir umsækjendur því beðnir að kynna sér hana ræki- lega. . — Þakkar páfa Framhald af bls. 2- fosfórvopnum. Hafi þeir ekki skirrzt við að myrða konur og börn, eyðilagt þorp og kirkjur, sjúkrahús, skóla og akra. Lýkur Ho Chi Minh orðum sín- um með því að segja, að loftár- ásir Bandaríkjamanna hafi mis- tekizt og muni þær aldrei megna að drepa niður baráttuvilja fólks- ins í Vietnam. DJÚP lægð var í gær um 800 km fyrir suðvestan land á austurleið. Olli hún stormi sunnan lands og komst vindur á Stór höfða i 15 vindstig. Nokkuð einkum í Slcaftafellssýslu. — Mjög hafði dregið úr frosti, en ekki er gert ráð fyrir þíð- viðri, heldur muni vindur fær- ast aftur í norðaustri’ð og snjóaði á suðurströndinni, kólna. Samstarfsnefnd trygg ingafélaganna á fundinum með blaðamönnum — Arekstrar Framhald af bls. 24 þar af létust níu manneskjur, eins og fyrr getur. En endanlegar töl- ur liggja ekki fyrir það sem af er þessu ári, þó er búizt við að slysin verði ívið fleiri. Til þessa dags hafa átta manneskjur látizt í bifreiðaslysum á þessu ári. 1964 létust 27 manns á öllu landinu af völdum umferðarslysa, en það sem af er þessu ári hafa 24 látizt í bifreiðaslysum. Meðaltjón tryggingafélaga í á- rekstri er tíu til tólf þúsund krón ur. ‘— * — Fréttamenn voru upplýstir um það á fundi þessum, að hin mörgu umferðarslys hér á landi gætu ekki stafað af því að hér væru fleiri bílar á hvern íbúa en í öðr- um löndum. Var þeim bent á að hér væri 1 bíll á hverja ð íbúa, en í Bandaríkjunum væri bíll á hverja 2% íbúa og færi allt hiður í 1 bíl á lVz íbúa, eins og t.d. í Los Angeles. — ★ — Einu gleðitíðindin sem komu fram á fundinum voru þau, að ekki er annað að sjá en heldur hafi dregið úr ölvun við akstur. Gat Egill Gestsson þess að al- menningsálitið hefði tvímælalaust þokað málinu til hagstæðari þró- unar, og e.t.v. mætti einnig rekja þetta að einhverju leyti til þess, að 1. nóvember sl. voru sett að- vörunarspjöld á bifreiðar fyrir utan veitingahús, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Ymsar aðrar ástæður koma vafa- laust einnig til greina. Þá má geta þess að ölvun við akstur er aðeins talin eiga sök á 2%% bif- reiðaslysa hér á landi 1964. Árið 1964 voru 674 ökumenn teknir ölvaðir við akstur, en frá 1. nóvember það ár til áramóta voru þeir 194. Á sama tíma 1965, þ.e. til þessa dags, hafa þeir ver- ið 74. Alls hafa 527 bifreiðastjór- ar verið teknir ölvaðir við akstur það sem af er þessu ári. Virðist því vera um hagstæða þróun að ræða, sem ástæða er til að fagna. — ★ — Þá kom það einnig fram á fundinum að 13% af bifreiðaslys- unum ættu rætur að rekja til þess að of lítið bil var á milli bíla, og hefur sú prósenttala komizt upp í 17 einn mánuðinn. í haust hefði verið slegið það met að fimm bílar hefðu lent í árekstri samtímis, nú væri dæmi þess að þeir hefðu verið sjö. — ★ — Ekki virðast vera fleiri slys einn mánuð en annan, svo ekki er hægt að kenna skammdeginu um hin tíðu bifrei'ðaslys hér á Boða til ráðstefnu vegna umferðaslysa Erindi samstarfsnefndar tryggingorféL- agana vegna ráðstefnu um umferðarmál HÉB á eftir fer erindi það sem samstarfsnefnd trygginga- félaganna hefur sent frá sér í sambandi við væntanlega ráðstefnu um umferðarmálin: Undirrituð bifreiðatryggingafélög hafa, í samráði við fulltrúa Umferðarnefndar Reykjavíkur, að undanförnu gert nokkrar ráðstafanir, sem verða mættu til að hindra hin tíðu og hörmulegu umferðarslys. Sýnilegt er, að til að ná sem beztum árangri í þessum málum, er þörf á samstilitu átaki margra aðila í stað þess ástands, sem nú ríkir, að einstakir aðilar beiti sér fyrir meira og minna óskipulögðum og einangruðum aðgerðum, sem þó eru að sjálfsögðu virðingarverðar. Ennfremur teljum vér nauðsynlegí að tryggja, að slíka samstarfi verði haldið stöðugt áfram í framtíðinni, og þess vegna sé nauðsynlegt að finna því fastan grundvöH. Vér höfum því ákveðið að boða til og kosta ráðstefnu, sem haldin verði fljótlega um þetta mál, ef nægileg þátttaka og jákvæðar undirtektir fást. Auk fulltrúa undirritaðra félaga, höfum vér gert ráð fyrir, að ráðstefnuna sitji fulltrúar fyrir eftirtöld félög og stofnanir: Ansvar International Ltd (Ábyrgð hf.), Bifreiða- stjórafélagið Frama, Bindindisfélag ökumanna, Félag ísl. bifreiðaeigenda, Félag sendibílstjóra, Félag sérleyfishafa, Hagtryggingu hf., Klúbbinn „Öruggan akstur“, Landssam- bands ísl. barnakennara, Landssambands vörubifreiðastjóra, Rauða Kross íslands, Reykjavíkurborg, Samband ísl. sveitar- félaga, Slysavarnafélag íslands, Tryggingamiðstöðina hf„ Vörubílstjórafélagið Þrótt, Æskulýðssamband íslands og Ökukennarafélag Reykjavíkur. Auk þess mun ýmsum opinberum aðilum, svo sem lög- reglustjóra, bifreiðaeftirlitinu, fræðslumálastjóra, dómsmála- ráðuneytinu o. fl. boðið að senda áheyrnarfulltrúa á ráð- stefnuna. Þess er fastlega vænzt, að þér ljáið þessu máli lið með því að senda fulltrúa á ráðstefnuna, og biðjum vér yður að tilkynna það til Baldvins Þ. Kristjánssonar, félagsmálafuli- trúa í Samvinnutryggingum. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að halda ráðstefnuna í Reykjavík 22.—23. janúar nk. Fyrirhugað er, að ráðstefnunni verði skipt niður I um- ræðunefndir, sem skili tillögum og áliti, sem ráðstefnan í heild taki síðan til afgreiðslu. Er gert ráð fyrir eftirtöldum nefndum: SKIPULAGSNEFND Verkefni: Stofnun og skipulag samtaka gegn umferðarslysum. FRAMKVÆMDANEFND Verkefni: Ráðstafanir, sem að gagni mega verða í baráttunni gegn umferðarslysunum. FJÁRHAGSNEFND Verkefni: Öflun nauðsynlegs fjármagns til reksturs samtakanna. Undirrituð félög hafa allan vanda af undirbúningi ráð- stefnunnar, og hafa kosið sérstaka framkvæmdanefnd, en hana skipa Egill Gestsson (Vátryggingafélaginu hf.), Jón Rafn Guðmundsson (Samvinnutryggingum) og Ölafur B. Thors (Almennutn tryggingum hf.). Æskilegt væri, að tillögum yðar eða ábendingum, sem að notum mættu koraa, yrði komið á framfæri við einhvern nefndarmannanna, og sérstaklega, ef þér telduð, að bjóða ætti til ráðstefnunnar einhverjum þeim aðila, sem ekki hefur verið minnzt á hér, þvi vér leggjum ríka áherzlu á, að til þessa samstarfs sé stofnað á sem allra breiðustum grundvelli. Vér vonum, að þér séuð oss sammála um nauðsyn þess- arar ráðstefnu. Ef fulltrúar þeir, sem hana sækja, bera gæfu til að standa saman um að leggja grundvöU að raunhæfum, víðtækum og vel skipulögðum aðgerðum geign umferðarslys- unum. teljum vér, að með því verði stigið stórt skref í átt tU þjóðfélagslegra umbóta. V irðingarf y Ilst. Almennar tryggingar hf., Brunabótafélag íslands, Samvinnutryggingar, Sjóvátryggingafélag íslands hf„ Trygging hf., Tryggingafélagið Heimir hf., Vátryggingafélagið hf., Verzlanatryggingar hf. landi. Þó kom fram á fundinum, að líklega væru árekstrarnir ívið fleiri í skammdeginu, en slys á fólki eða banaslys, jafnvel fleiri suma aðra mánuði ársins. Á fundinum voru loks bornar fram nokkrar ábendingar um, hvað hægt væri að gera til að draga úr umferðarslysunum, og rn.a. bent á að almenningsálit gæti orðið hyað sterkasta vopn- rð, en einnig yrði áreiðanlega árangursríkt að hækka sektir og þyngja hegningar fyrir ógæti lega framkomu í umferðinni. Á ö’ðrum stað í blaðinu i dag er birt ávarp frá samstarfsnefnd tryggingarfélaganna um fyrr nefnda ráðstefnu. Þess má geta að lokum að borgarstjórinn í Reykjavík hefur skýrt nefndinni frá því, að fyrirsvarsmenn borg arinnar muni veita samtökunuua alla þá aðstoð sem. unnt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.