Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30 des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
9
Skrifstofustarf
Stúlka óskast til skrifstofustarfa, aðallega
vélritun og símavarzla. Umsóknir merktar:
„Skrifstofustúlka — 8139“ sendist Morg-
unblaðinu.
Vélbáfur til sölu
Af sérstökum ástæðum er Mb. Stafnes G.K. 274 56
smálestir til sölu. Bátur og vél í mjög góðu ástandi.
Báturinn liggur við bryggju í Sandgerði, tilbúinn til
línuveiða. Ennfremur getur fylgt netaútbúnaður,
humar og fiskitroll. Óskað er eftir tilboðum í bátinn
með eða án veiðarfæra. Réttur er áskilnn til að taka
eða hafna hvaða tilboði sem er. Allar nánari uppl.
gefnar í síma 7059, Gerðum.
Skrifstofustarf
Viljum ráða mann til starfa á skrif-
stofu vorri.
Sjóvátryggingafélag íslands hf.
ÁRMÚLI
IMI 38500
Viljum ráða
ungan og reglusaman pilt til sendi- og
innheimtustarfa.
Þarf helzt að hafa próf á bifhjól.
Upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón.
SAMVIN N UTRYGGINGAR
DAVID
BROWN
Tækninýjungar, aflmeiri, fullkominn útbúnaður, nýtízku stílhreint útlit
1 SELECTAMATIC fjórvirka vökvakerfið Mesta framför í gerð vökvakerfa. síðan þau voru fyrst tekin í notkun í dróttarvélum. SELECTAMATIC er óviðjafdanlega einfalt í notkun - aðeins með því að snúa hnopp þó stillið þér inn á ákveðið kerfi: Sjálfvirka dýptar- eða hæðarstillingu, stillingar fyrir þungaflutning á afturhjól eða vökvaknúin hjálpartæki. Ekkert vökvakerfi jafnast á við SELECTAMATIC - fjölhæft, einfalt í notkun. hö. 90% af vélaraflinu nýtist á aflúrtaksás. Meira dráttarafl — aukið afl á vökvalyftu. 9
3 Fullkomínn fastur útbúnaður Auk fleiri mikilvægra nýjunga og breytinga, er fastur útbúnaður vélanna nú meiri og full- komnari en áður hefur þekkzt. Þar sem sér- ástæður krefjast, er fjölbreytilegur aukaút- búnaður fáanlegur.
4 Glæsiíegt og stílhreint útlit Auk hinna miklu tæknilegu og hagnýtu end- urbóta, hafa David Brown dráttarvélarnar fengið stórglæsilegt nýtt útlit, Litur vélanna er nú beinhvítur, brúnn og rauður.
2 Meira afl - meiri afköst Afl allra þriggja gerðanna hefur verið aukið: gerð 770 er 36 hö.: 880 er 46 hö.: 990 er 55
Áður en þér festið kaup á dráttaryél, þá kynnið yður kosti hinna nýju Dayid Brown gerða. Tæknilegir og hagnýtir yfirburðir, ásamt nýtízku útliti, gerir Dayid Brown glæsilegustu dráttaryélina á markaðnum í dag. Ein hinna þriggja gerða er yélin, sem hentar yður bezt. Sýningar- vélar fyrirliggjandi.
GLÖBUS H.F. Vatnsstíg 3. Sími 11555
SVÖRT MESSA
Hvað segja ritdómendurnir
um nýju bækumar. Hvað
segja þeir um þær sem mesta
athygli hafa vakið. Hvað um
„Svarta messu“ Jóhannesar
Helga.
Hér verða birt nokkur lof-
samleg ummæli um bókina.
Ólafur Jónsson, Alþýðu-
blaðið 19. des.:
„Bók hans (Svört messa) er
skrifuð með sjaldgæfum eld-
n.óði, skapríki, tilfinningahita;
hún Ijómar öll og skín af
skáldlegum hæfileik . . . . “
„Ég veit ekki til að ungur
höfundur hafi hafist handa
með öðrum eins tilþrifum
síðan Vefarinn mikli var
skrifaður fyrir 40 árum.“
Bjami Benediktsson frá
Hofteigi, Frjáls þjóð 23. des.:
„Svört messa er óneitanlega
stórglæsilegt ritverk með
köflum . ... u
„ ... . Jóhannes Helgi hef-
ur ákaflega næmt auga fyrir
lífi hinnar dauðu náttúru,
einkum hinu stórkostlega í
fari hennar; geisandi storm-
um, þjótandi skýjum, hvít-
fextu hafi — og fyrir smæð
mannsins undir himninum. í
slíkum lýsingum er höfundur
inn verulega í essinu sínu,
ritar af seiðmögnuðum þrótti
og rammri kyngi. Hann virð-
ist yfirleitt standa í nánu
sambandi við höfuðskepnurn-
ar.“
„ . . . . En þess skyldi jafn-
framt getið, að Jóhannes
Helgi kann einnig vandasamari
og skáldlegri íþrótt: að gefa
í skyn, tala í gátum og hálf-
kveðnum visum, segja ó-
skráða sögu milli línanna. Ég
nefni sem dæmi þáttinn af
rúmförum Murts og sýslu-
mannsfrúarinnar. Mér virðist
su erótík að vísu þarflítil. En
frásögnin er fjarska vandlega
gerð, rituð af ísmeygilegri
kunnáttu, sannri skáldlegri
íþrótt.“
Loftur Guðmundsson,
Vísir 15. des.:
„í rauninni er skáldsaga hans
(Svört messa) tvískift, öðru
veifinu venjuleg skáldsaga,
þar sem lýst er komu Murts
í eyna og fólki þar, umhverfi
og aðstæðum. Að þeim hluta
væri skáldsagan stórvel gerð,
ef staðgengill höfundar, skáld
ið Murtur, varpaði ekki súper
mennskuskugga sínum á allt
og alla. Aðrar persónur eru
mótaðar sterkum dráttum,
sannar og lifandi — að Klæng
undanskildum — og umhverf-
inu svo snilldarlega lýst, að
þar gera ekki aðrir betur."
Andrés Kristjánsson,
Tíminn 23. des.:
„Jóhannes Helgi er afburða-
sjall rithöfundur. Stíll hans
er víða með miklum glæsi-
brag, en hann hnígur og fell-
ur á víxl, strengjaköst og
ládeiður skiftast á. Mál hans
er sterkt, lýsandi og þó blæ-
fcrigðamjúkt. Hófsemi hans og
sjálfsagi er stundum með
afbrigðum, ekki sízt í ásta-
lýsingum, þar sem örfáir tón-
ar slegnir með réttum hætti
fcirta heila hljómkviðu, alveg
eins og slitróttar myndir sög-
unnar bregða ljósi yfir stórt
þjóðsvið og lítil eyja verður
landið allt.“
„Svört messa", bókin sem
hlaut að koma. — Fæst hjá
öllum bóksölum og
HELGAFELLI,
Unuhúsi (Sími 16837)