Morgunblaðið - 30.12.1965, Page 20

Morgunblaðið - 30.12.1965, Page 20
20 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 30. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne okkur hin og þessi vandræði. Það var ekki hann, sem gerði það. — í>ú ert viss um það? — Nei. — Hver gerði það, ef ekki hann? — Hef ekki hugmynd um það. — Ég vona, að þú vitir, hvað þú ert að gera. — Það vona ég líka. — Jæja, vertu þá sæll. — Bless! 14. kafli. Eftir rúma klukkustund stóð ég við hliðina á Jim Blackwell og horfði á Giuseppe, yfir ána. — Hann virðist ekkert þurfa að flýta sér? | — Kannski er þetta allt ein- tóm vitleysa hjá þér, sagði Jim, meinfýsnislega. — O, haltu þér saman! Það var ofurlitil suddarign- ing og það dimmdi óðum. Flóð- íð bar þunga öldu upp eftir ' ánni, og ég tók eftir, að Saund- ers var meinilla við, hve mjög lögreglubáturinn hjó og valt, þar sem hann lá bundinn við bakkann. — Vildirðu kannski fá að flara heim? sagði ég og var um- hyggjusamur um heilsu Saund- ers. Hann leit á mig eins og í vafa. — Ég þoli ekki vel sjóinn. — Það kemur ekki til að væsa um þig á ,,Jolly Roger", sagði KÓPAVOGUR Kópavog vantar blaðburðarfólk Hafið samband við afgreiðslu Mbl. í Kópavogi — sími 40748. Skrif stof ustúl ka eða maður óskast til skrifstofustarfa hjá útgerðar- fyrirtæki á Suðurnesjum. Tilboð sendist sem fyrst á afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofuvinna — 8141“. NYTTJ Diplomat vindill: Glæsilegur mjór vindill, sem i einu hefur fínan tóbaksilm og þægilega mildi. Lengd: 130 mm. -JDanish Whiffs smá- vindill: Sérstaklega mildur, mjór smá- vindill, sem er reyk- tur og virtur víða um lönd.Lengd: 95 mm. SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Hof 224 — Þjónn, ég bað um eitt glas af vatni og eitt af gini, en ekki tvö glös af vatni. Blackwell. — Hann haggast ekki fremur en Gibraltarklett- urinn. — Er þetta leigukoppurinn? spurði ég. Hann kinkaði kolli. — Við skulum fara og líta á hann. Þegar við komum um borð í Jolly Roger, furðiaði ég mig mest á því, að Gibraltarklettur- inn skyldi ekki vera kominn um koll fyrir löngu og ég sá, að Saunders var að hugsa ’það sama. Koppurinn valt og hjó eins og tóm tunna í fellibyl. Ég leit á Jim, þar sem hann stóð gleiður á þilfarinu og gleypti goluna, rétt eins og Nelson við Trafalgar. □---------------------------□ 63 □-------------------------—□ — Við fáum ekki sem bezt veður í nótt, mælti hann spá- mannlega. Ég leit kuldalega á hann. — Af hverju ræðurðu það? — Ég ræð það ekki af neinu, en allir eru að segja þetta. Ég er ekkert sjóhraustari en þú. Hann kynnti okkur gömlum Skota með siglingahúfu og í olíu fötum. Hann hét Barney, og snuggiaði eitthvað að okkur og gekk síðan aftur eftir. Ég lét landkrabbaaugu mín athuga bátinn. í mínum augum var hann lítill og klunnalegur og alls ekki sjófær. — Hann er ekkert sérlega ,,Jolly“, sagði ég, þegar hann ætlaði alveg að leggjast á hlið- ina. — Hann er allt að því þrjá- tíu og sex fet á lengd, svaraði Jim hreykinn. — Það lítiur hann ekki út fyr- ir, sagði ég. — Það er bana vegna þess, hvað hann er breiður. — Fyrir hverju gengur hann .......teygjubandi? — Við ætlum nú ekki kring um allan hnöttinn á honum, sagði meinleg rödd að baki mér. Þar stóð Skeljaskröltur gamli og virtist bálvondur. Hann fleygði í mig olíufötum: — Þér veitir víst ekkert af þessum, sagði hann og hvarf svo aftur. — Mér var nú að detta í hug, að ég þyrfti fremur sundfitjar, tautaði Saunders, um leið og hann þaut fram og valdi handa sjálfum sér olíuföt, skærgul að lit. En nú var suddinn orðinn að hellirigningu, svo að við flýttum okkur allir að koma okkur í olíufötin, sem við vorum svo óvanir. Svo stóðum við þarna, vandræðalegir og rennblautir, líkastir skipshöfn af belgiskum fiskibát. Ég bar mig illa. — Getum við hvergi komið okkur undan þessu andskotans veðri? — Við getum farið niður, sagði Jim, vongóður. Hann leit á Saunders. — En við verðum að hafa einhvern uppi, til að hafa auga með skarfinum. — Skipaðu honum Skeljungi gamla Skotann en við Saund- hann ætti að vera vanur því, sagði Saunders. Jim fór síðan til að tala við gamla Skotann, en við Saunders ers gengum niður tröppur, nið- ur í eitthvað, sem einhver fynd- inn maður hafði kallað káetu. Þegiar þangað kom, uppgötvuð- um við, að þarna var ekkert ljós og að hvorugur okkar gat staðið þar uppréttur, og hatt- ar okkar beggja höfðu flatzt út við loftið. Við stauluðust þarna áfram. allir í keng og vorum enn að leita að einhverju til að sitja á, þegar Jim kom eins og dettandi niður til okkar. Ég bauð hann velkominn en hann kveikti á eldspýtu og fálmaði með hana út í loftið, þangað til hann hitti loksins á einhverja stormlukt og gat kveikt á henni. Við fórum að athuga þessa vist- arveru. Það fyrsta, sem ég tók eftir var stór ljósmynd af Mari- lyn Monroe, sem var stungið undir hornið á korti yfir ána, sem var allt með hundseyrum. — Einhver lífstilvera hlýtur enn að vera í þeim gamla, sagði Jim og athugaði myndina vand- lega. Ég horfði á hann með’ ör- væntingarsvip. — Ég vona bara, að þessi bölvaður rokkur hreif- ist úr stað! — Barney hefur eytt þrjátíu árum ævi sinnar við allskonar vélar. Hvað sem að Jolly Rog- er gamla kann að vera, þá er vélin í honum góð, pví máttu bera mig fyrir. Víð kveiktum okkur í vind- lingum og Jim náði í eina flösku af Johnny Walker og við hnipr- uðum okkur kring um hana, daufir í dálkinn og rennvotir. Allt í einu stökk Saunders á fætur. — Afsakið, herrar mín- ir! tautaði hann og hvarf upp stigann. — Hvert er hann að fara? sagði Jim, með nefið niðri í glas inu. — Til að kalla okkur alla í land, ef hann er skynsamur. Við skulum fara á eftir honum. Að skömminni til vil ég held- ur drukkna en kafna. Hann tók kurteislega ofan hattinn til Marilyn og lofaði gð koma aftur. Nú var orðið al- dimmt. — Þetta e$ meiri dimman. Farið þið varlega, sagði Saund- ers, en varð heldur seinn á sér, því að ég hafði rekið mig á sigluna. Ég gat óljóst séð móta fyrir stjórnklefanum og uppi yfir hon um var ,húfa Barneys á flökti. Við gengum til hans. Hann var að rýna í kíki. — Skeður nokkuð enn? spurði Jim. T æknif ræðingur Nýkominn til landsins, með 5 ára reynslu við húsa- teikningar, óskar eftir starfi. Upplýsingar í sima 17904. Gleðilegt nýár! Innilegustu kveðjur og þakkir til allra sem styrkt hafa bazar félagsins eða aðra starfsemi þess. Félag austfirzkra kvenna. Sparklets goskanna er hentug á hverju heimili á sama hátt og ávaxtasafa- flaskan. Allt heimilisfólkið kann að meta ávaxtasafa blandaðan SPARKLETS sódavatni. KAUPIÐ SPARKLETTS sódavatnskönnu strax í dag. Fæst í eftirtöldum verzlunum: London, Austurstræti 14 Fönix, Suðurgötu 10 Hamborg, Vesturveri/ Klapparstíg Korneliusi, Skólavörðustíg B.H. Bjarnason, Aðalstræti og hjá einkaumboðinu: Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.