Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 24
Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 2S8. tbl. — Fimmtudagiur 30. dcsember 1965 Vinna verður kerfisbundið að því að fækka árekstrum og bifreiðaslysum Ey|<t fæddist wíð Surtsey I>EGAR flugvél frá Eyjaflugi fór yfir nýju gosstöðvarnar við Surtsey í fvrradag kil. 11, sást að ný eyja hafði rétt skotið upp koilinum. í flugvélinni var m.a, Sigurjón Einarsson, flugmaður, sem manna mest hefur fylgst með gosinu við Surtsey. mætti rekja til gáleysis gangandi fólks og ökumanna. Hann benti á að helmingur allra slasaðra manna í bifreiðaslysum hér í Reykjavík væri undir tuttugu ára aldri, en þó má geta þess að af níii sem létust á árinu 1&64 af völdum bifreiðaslysa voru sex fæddir fyrir aldamót Fiest um- ferðarslys í Reykjavík eiga sér stað milli klukkan 1 og 2 á dag- inn eða 10—12% af öllum siysum og árekstrum. Þá má geta þess, að 1964 urðu 477 umferðarslys í Reykjavík, og Framh. á bls. 23. í gær var stórviðri á þessum slóðum og má því búast við að nýja eyjan hafi átt erfit upp- dráttar og jafnvel stungið sér aftur undir yfirborð hins úfna hafs. Ekkert fréttist af þeim slóðum í gær. Svía konungur Eieíðrar forsætis* ráðherra Um 70 brennur á gamlárskvöld — Nú er búið að sækja um 70 áramótabrennur víðs- vegar um borgina og hafa þær allar verið metnar af lögreglu og slökkviliði þann- ig að ekki á að geta stafað af þeim hætta, sagði Eriing- ur Páisson yfiriögregluþjónn við Mbl. í gær. Á Miklatúni verður stór og mikil brenna á vegum borg- arinnar, ennfremur eru stór- ai- brennur í Skjólunum. Þá verður og stór brenna inn við Sætún gegnt Klúbbnum. Á fleiri stöðum verða svo stærri og minni brennur. All- ar brennurnar hafa sína á- byrgðarmenn og umferðalög- regla og götulögregla munu annast um stjórn umferðar, sem að vanda verður eflaust mikil framhjá stærstu brenn unum, svo og mun lögregl- an hafa á hendi gæzlu við ailar brennurnar. Lögreglan biður blaðið að koma þeim tilmælum á fram færi við ábyrgðarmenn brenn anna að ekki verði kveikt í þeim fyrr en um kl. 22.00 um kvöldið. Mynd þessi er af einum bálkestinum, en þar voru unglingar að hlaða upp köss- um og öðrum eidsmat í kuid- anum og rokinu í gær. Ljósm. Ól. K. M. Borgareyrum 29. des. Hér hefir verið leiðindaveður í dag, hvassviðri með snjóburði hefir gengið yfir. Hiti er um frostmark. Nokkrir samgöngu- örðugleikar hafa skapast. Rílar frá Mjólkurbúi Fióamanna, sem sækja mjólk austur undir Eyja- fjöll, voru á austurleið milli kl. 4 og 5 í dag við Markarfljóts- brú. Þá komust þeir ekki lengra vegna veðurhæðar og dimm- viðris. Rafmagnsiaust hefir ver- ið af og til undir Austur-Eyja- fjölium í dag og simasambands laust er miili Skarðshlíðar og Víkur í Mýrdal, en austur þar hefir veðrið verið mjög siæmt í dag. Ekki er vitað um tjón á byggingum eða öðrum mann- virkjum í veðri þessu. I kvöld er veðrið að ganga niður. Vestmannaeyjum, 29. des. Hér hefir verið stólparok í nótt sem leið og allan dag og komst það upp í 15 vindstig í morg- un. Ertgin snjókoma hefir fylgt rokinu. Svo hefir veðurhæðin verið mikil að heita má að ekki hafi verið stætt á götum úti, enda hálka samfara rokinu. Það má furðu gegna að ekki skuli hafa orðið annað tjón í ofviðri þessu en að trilla laskaðist lít- illega. Isafirði, 29. des. Togarinn Júpiter fékk á síg brotsjó snemma í morgun, er harin var að véiðum út af Vest- fjörðum og slasaðist einn skip- verja illa á bandlegg og tveir aðrir hlutu smámeiðsli. Júpiter kom hingað til ísafjarðar laust Örninn, sem fannst sjúkur á Snæfelisnesi í desembermánuði og komið var með að Keldum, var þar í góðu yfirlæti til 18. desember. Ekkert fannst að hon um og ástæðan fyrir því að hann náðist þvi ekki kunn. En hann náði sér fljóitt og áit vel í fóstrinu. . Er hann þótti nægilega hress orðinn, flugu þeir dr. Finnur Guðmundsson, Birgir Kjaran og Björn Guðbrandsson með Agn- ari Kofoed Hansen með örninn vestur á Hellissand, til að sleppa honum á þeim slóðum, sem hann hafði verið tekinn. Ekki þótti rétt að skilja við hann annars staðar, þar sem hann var ókunnugur. í fyrstu virtist fuglinn léleg- ur til flugs, þegar hann hafði verið skilinn eftir. Tóku þeir félagar hann þá aftur og völdu nýjan stað fyrir hann, á nesi þarna rétt hjá. Þar gekk allt vel. Og tveimur dögum seinna sást örninn aftur og var á flugi. Síðan hefur ekkert til hans spurzt svo hann er vafalaust far inn að bjarga sér vel. Samikvæmt talningu, sem Agnar Ingólfsson, fuglafræðing ur gerði á örnum í sumar, erú nú örugglega 40 fullOrðnir fugl- ar í iandinu. í fyrra voru þeir samkvæmt talningu 41. Ung- fugla er erfitt að telja. Aldrei meiri afli Heildarafli 20% meiri en í fyrra EFTIR þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um fiskafla íslendinga á árinu 1965 má gera ráð fyrir, að heildarafl- inn hafi orðið um 1.166 þús. lestir. Á árinu 1964 varð heildaraflinn 972 þús. lestir og nemur því aukningin á ár inu 194 þús. lestum, eða tæp- iega 20%. Afli þessi skiptist þannig, að af síld komu á land 753 þús. lestir sém er 209 þús. lestum meira en á árinu 1964 eða 38% aukning en hinsvegar roinnkaði afl- inn á þorskveiðunum og nam aflinn þar í heild 361 þús. lestum, sem er 54 þús. lest- um eða 13% minna en á ár- inu 1964. Þé voru veiddar nær 50 þús. lestir af loðnu, sem er mikil aukning frá fyrra ári þegar aðeins veidd- ust rúmlega 8 þús. lestir og loks hátt á 4 þús. lestir af krabbadýrum (humar og rækju), sem var lítíð eitt meira en á fyrra ári. Aí heildaraflanum á þorsk- veiðum öfluðu togararnir 75 þús. Lestir sem er um 10 þús. lestum meira en á árinu 1964. (Frétt frá Fiskifélaginu) Átak tryggingafélaganna til oð draga úr umferbarsíysum ÖLLUM er Ijóst að gera þarf ailt sem í mannlegu valdi stendur til að fækka umferð- arslysum hér á landi, og þá ekki sízt í höfuðborginni. Sem spor í þá átt hafa átta vá- tryggingafélög tekið ákvörð- nn um að efna til ráðstefnu um umferðarmálin í því skyni að finna leiðir til úrhóta. A árinu 1965 gera tryggingafé- lögin ráð fyrir að greiða milli 120 og 130 millj. króna í bæt- ur vegna umferðarslysa, og þegar öll kurl koma til grafar má ætla að tjónið af umferð- arslysum hafi ekki numið undir 250 til 300 millj. króna. Má af því sjá hvílíkt f járhags- legt vandamál hér er við að glíma, svo ekki sé minnzt á þær hörmungar sem bifreiða- slysin hafa í för með sér. Á fundi sem samstarfsnefnd tryggingafélaganna átti með fréttamönnum í gær, skýrði Egill Gestsson m.a. frá því, að lang- mestan hluta bifreiðaslysanna Ofsaveörið í gær Bílar teppast — Ofsa hvassveður var hér um sunnan og vestanvert landið í fyrrinótt og gær, en ekki er vitað um teljandi tjón af völdum þess. Stór- viðri var á miðunum og fengu togarar áföll út af Vestfjörðum. Bílar komust ekki leiðar sinnar undir Eyja fjöllum. TriIIa laskaðist í Vestmannaeyjum og þar var vart stætt á götum í gær. Hér fara á eftir frásagnir þriggja fréttaritara, Markús- ar Jónssonar á Borgareyrum undir Eyjafjöllum, Björns Guðmundssonar í Vest- mannaeyjum og Högna Torfasonar á ísafirði. Sjómenn slasast fyrir hádegið í dag og var hinn slasaði maður lagðúr í sjúkra- hús og verður gerður uppskurð- ur á honum á morgun. Annar skipverja, sem var með lungna- bóigu var einriig lagður í sjúkra húsið. Skemmdir munu ekki hafa orðið á skipinu. Fjórir enskir togarar komu hingað í dag og voru með menn sem hlotið höfðu smámeiðsli. Togarinn Harðbakur kom hingað í dag með vélarbilun og er nú unnið að viðgerð. Stormur er hér og engir bát- ar á sjó. Konungur Svía Gustaf VI Ad- olf hefur sæmt forsætisráðherra Dr. Bjarna Benediktsson, stór- krossi hinnar konunglegu norð- stjörnuorðu. Honum var afhent heiðurs- merkið í sænska sendiráðinu þann 28. desember s.l. (Frétt frá sænska sendiráðihu) I Hafnarfirði VEXJiNA þess hve margir hafa orðið fré að hverfa á jólatrés- skemmtunum Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, hefur verið á- kveðið að efna til hinnar þriðju skemmtunnar og verður sú hald- in sunnudaginn 2 .janúar n.k. kl. 3 í Sjálfstæðishúsinu. Aðgöngu- miðar að þessum jólatrésfagnaði verða seldir í dag í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins milli klukk- an 1 og 3. Erninum sleppt heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.