Morgunblaðið - 08.01.1966, Page 3
! Laugardagur 8. jan#ar 1966
MORGUNUUÖfC
*
lega er á flóðinu sjálfu. Þess
vegna var þegar hafizt handa
um að reyna að ná skipinu á
flot og eiga sjálft flóðið til
góða ef fyrstu tilraunir mis-
tækjust.
í gær og fyrradag var unn-
ið sleitulaust að því að
styrkja undirstöðurnar undir
skipinu svo hægt væri að log-
skera burtu bitana í dráttar-
vagninum, sem gengið höfðu
niður í steinsteyptan brautar-
grunninn og ollu því að vagn-
inn var ekki hreyfanlegur.
Dráttartaug var komið fyrir
í sleðanum og lá hún yfir
höfnina og upp á pakkhús-
bryggjuna, sem gengur aust-
ur úr Grandagarði, en þar
hafði verið komið fyrir
tveimur öflugum trukkum,
öðrum, sem taugin var tengd
í, en síðan lá vír úr þeim bíl
gegnum pakkhúsið og í ann-
an dráttarvagn, sem þar
hafði verið skorðaður með
plönkum, og var sá vagn
i
í FYRRINÓTT tókst
giftusamlega að ná varð-
skipinu Þór úr slippnum,
þar sem það hafði sigið á
hliðina í dráttarvagninum.
Fréttamaður blaðsins brá
sér niður í slipp um kl. 3 í
fyrrinótt til að fylgjast með
því hvort takast myndi að ná
varðskipinu á flot þá þegar.
Stórstreymsflóð var væntan-
legt næstkomandi sunnudag,
en þar sem stöðug sunnan
og suðaustan átt hefir verið
að undanförnu var flóð, nú
tveimur dögum fyrir stór-
straum, jafn mikið og venju-
Þór kominn á flot og hefir
Þegar Þór
náðist
á flot
Guðmundur Hjaltason yfirverkstjóri stjórnar aðgerðum gegn
um rabb-labb-taekið.
sínum stað og Guðmundur
Hjaltason yfirverkstjóri með
eitt þeirra og stjórnaði hann
aðgerðum.
Þegar vatna tók undir
mokstursdrekann var allt til-
búið og sáum við; sem í
slippnum stóðum, að drekinn
tók að ýta á vagninn, en þá
var eins mikill sjór undir
varðskipinu og flóðið gat gef-
ið mest. í sama mundi tóku
dráttarvagnarnir á pakkhús-
bryggjunni í vírinn. í fyrstu
lotu gekk ekkert, mokstur-
drekinn spólaði í slippnum og
jós vatninu upp með hjólun-
um. Eftir nokkra stund var
önnur tilraun gerð, en ailt
við sama. Spenningur áhorf-
enda fór vaxandi. Þarna voru
staddir fulltrúar frá Land-
helgisgæslunni, stjórnar-
menn, verkfræðingar og ýms-
ir aðrir starfsmenn Slippsins
og fáeinir aðrir. I þriðju at-
rennu sáum við að vatnið
hækkaði á mokstursdrekan-
um og skipið tók hægt og
hægt að rétta sig við. Það
var þungu fargi létt af öllum
áhorfendum. Þór var komirm
á flot. Menn ruku til og ósk-
uðu yfirverkstjóranum til
hamingju. Þessari björgun, ef
svo má að orði kveða, var
giftusamlega lokið.
Enn er ókunnugt hvað olli
því óhappi að Þór lagðist á
hliðina í sleðanum, og enn er
ókannað að fullu hve
Skemmdir eru miklar á drátt-
arvagninum, en þær mun
mjög miklar, svo og eru ein-
hverjar skemmdir á skipinu,
þó munu þær ekki mjög alv-
arlegar.
rétt sig við í sleðanum. Þaðan tók dráttarbáturinn Magni hann
og flutti að bryggju.
Hér sést hvar dráttarvírinn er tekinn upp á pakkhúsbryggj-
una við Grandagarð og er tengdur í dráttarbílinn.
með spili. Þetta var gert
vegna þess að hinir tveir bíl-
ar ná mun meira átaki en
dráttarbáturinn Magni, sem
var á þessum slóðum, en
hann flutti dráttartaugina yf-
ir höfnina.
Á dráttarbrautinni sjálfri
hafði verið komið fyrir mikl-
um mokstursdreka, sem ýta
átti á dráttarvagninn í sama
mund og bílarnir tækju í.
Klukkan tæplega 5 í fyrri-
nótt hafði öllum útbúnaði
verið komið fyrir. Menn með
rabb-labb-tæki voru hver á
i'untruar trá Landhelgisgæzl unni horfa á björgunaraðgerðir. Frá vinstri: Pétur Sigurðsson
forstjóri, Gunnar Bergsteinss son fulltrúi, Kristján Sigurjónsson yfirvélstjóri or Gísli Einars-
son fulltrúi.
STAKSTIIIVAR
Þyrill
Emil Jónsson, ráðherra, skrif-
aði glögga grein í Alþýðublaðið
í gær upn sölu olíuskipsins Þyriís,
í tileíni af rógsherferð Tímans
og Framsóknarmanna vegna
þeirrar sölu. í grein sinni segir
Emil Jónsson:
„Vorið 1964 kom að máli við
mig Haraldur Ásgeirsson verk-
fræðingur. Tjáði hann mér, að
hann og Einar Guðfinnsson í
Bolungarvík, hefðu hug á að
reyna síldarflutninga með nýjum
hætti. Væri hugmynd þeirna að
fá tankskip til flutninganna og
dæla sáldinni úr síldveiðiskipun-
um, í stað þess, að áður höfðu
síldarflutnángar farið þannig
fram, að venjulegt flutningaskip
tók sildina úr landi. Þóttist ég
sjá, að hér væri um gagnmerka
nýjung að ræða. Hafði Haraldur
séð um hina tæknilegu hlið máls-
ins og virtist allur undirbúning-
ur í góðu lagi. Fóru þeir fram
á að fá Þyril á leigu til þess að
gera tilraunina. Með hliðsjón aJ
því, að síldveiðin var nú öll fyr-
ir Austurlandi, en verksmiðju-
kostur þar takmarkaður og hins-
vegar fjöldi verksmiðja annars
staðar á landinu hráefnislaus,
taldi ég sjálfsagt að freista þess,
hvort ekki væri hægt á þennan
hátt að leysa þennan vanda með
hinni nýju flutningaaðferð, sem
sýnilega hafði marga kosti. Sam-
þykkti ég því að leigja Þyril til
flutninganna, ríkisstjórnin og
fiskimálanefnd samþykktu einin-
ig að styðjia tilraunina. Var
ákveðið að skipið yrði leigt fyrir
25 þúsund krónur á dag. Árið
1963, eða árið áður höfðu brúttó-
tekjur skipsins verið tæpar 20
þúsund krónur á dag að meðal-
tali, og var því þessi leigumáli
talinn fullforsvaranlegur fyrir
Skipaútgerðina.“
Sala skipsins
Emil Jónsson rekur síðan að-
dragandann að sölu Þyrils til
Einars Guðfinnssonar og segir:
„Nokkru eftir að leigutímabili
skipsins Iauk, bárust um það til-
mæli frá leigutökum og fleirum,
að selja skipið til síldarflutninga.
Með hliðsjón af hinum vafasömu
afkomuhorfum skipsins til olíu-
flutninga innanlands, sem lýst er
í bréfum forstjórans hér að
framan, og ennfremur með hlið-
sjón af þvi, að verkefni fyrir
skipið við síldarflutninga virtust
miklu meiri og loks með tilliti
til þess brautryðjendastarfs, sem
unnið hafði verið af leigutökum
og kostnaði, sem þeir höfðu lagt
í við breytingar á skipinu, var
ákveðið, að þeir skyldu fá skipið
keypt. Var skipaskoðunarstjóra
falið að meta skipið til verðs, þar
sem hamn var bæði hlutlaus
kunnáttumaður á þessu sviði og
embættismaður ríkisins. Var mat
hans 5 milljónir króna og var
skipið selt fyrir það verð.
Rekstur Skipa-
útgerðarinnar
í lok greinar sinnar skýrir
Emil Jónsson frá því, að rekstr-
arhalli Skipaútgerðar hafi farið
að nálgast 100 þúsund krónur á
dag, og segir siðan:
„Allt yfirklór Tímans til þess
að verja þennan hneykslanlega
reksturshalla, svo notað sé orða-
lag blaðsinis sjálfs, blekkir eng-
ann. Mitt siðasta verk áður en
ég lét af starfi siglingarmálaráð-
herra, var að skipa nefnd til að
athuga allan rekstur Skipaút-
gerðar ríkisins og er vonandi að
henni- takizt það, sem Guðjóni
Teitssyni hefur aldrei tekizt, að
koma rekstri fyrirtækisins í skyn
samlegt horf“.
Cv