Morgunblaðið - 08.01.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 08.01.1966, Síða 11
Laugarffagur 8. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Stórgjafir í Heimildarsjóð taugaveiklaðra barna Þórður Guðmundsson Minningarorð HEIMILISSJÓÐI taugaveilklaSra barna hafa borizt höfðinglegar gjafir. Gefnar voru kr. 20.342,10 til minningar um Guðrúnu Björns dóttur ljósmóður frá Dýrafirði. Gefandinn óskar, að nafn hans ver'ði ekki getið. Rétt fyirr jól barst Heimilis- sjóði önnur gjöf, 60 þúsund kr., sem gefin var til minningar um hjónin Þorstein Jóhannesson og Lovísu Loftsdóttur og son þeirra Svavar. Gefandinn óskar, að nafn hans verði ekki getið. Stjórn Heimilissjóðs þakkar þessar stórmannlegu gjafir. í Heimilissjóði eru nú nálega 11 hundruð þúsund krónur, sem safnazt hafa af gjöfum einstakl inga og framlögum Barnavernd arfélags Reykjavíkur. Þess má geta, að gjafir í Heimilissjóð taugaveikláðra barna eru undan þegnar skatti. Gjaldkeri Heimilissjóðs er séra Ingólfur Ástmarsson, biskupsrit- ari. (Frá stjórn Heimilissjóðs) ÞANN 18. þ.m. andaðist í Hvíta- bandinu Þórður Guðmundsson, afgreiðslumaður, Hofsvallagötu 15 og fór útför hans fram frá kapellunni 28. þ.m. Þórður var fæddur 14. ágúst 1902 og voru foreldrar hans Guð- mundur Guðmundsson, trésmið- ur og Siguriaug Þórðardóttir, Bjargarstíg 14. Þórður var frá barnmörgu heimili og fór því snemma að vinna og um 9 ára fór hann sem léttadrengur að Laufási til Þórhalls biskups og mun hafa verið þar að mestu leyti til 16 ára aldurs að hann fór að Hvanneyri til Svövu Þór- hallsdóttur og Halldórs Vilhjálms sonar skólastjóra og þar var hann til vorsins 1922, en það vor útskrifast hann úr Bændaskólan- um á Hvanneyri með mikilli hlýju og þakklæti. Um haustið 1922 fór Þórður til Noregs og dvaldist þar við búnaðarstörf í tvö ár. Oft minnt- ist Þórður á veru sína í Noregi og var mjög hlýtt til Norð- manna. Eftir heimkomuna var Þórður við ýms störf hér í Reykjavík og búnaðarstörf í Borgarfirði, Kjós- inni og Kjalarnesinu og á Keld- um í Mosfellssveit var hann í nokkur ár, en þaðan fluttist hann hingað 1931 og fór þá að vinna hjá móðurbróður sínum, Valdi- mar Jónssyni, sem þá var verk- stjóri hjá Olíuverzlun Islands og þar vann hann til hinztu stund- ar, fyrst sem. verkamaður, en nú um langt skeið sem afgreiðslu- maður á olíustöðinni. 1933 kvæntist Þórður Stefaníu Kristjánsdóttur frá Seli í Mikla- holtshreppi á Snæjéllsnesi. Um vorið 1940 varð Þórður fyrir þeirri sorg að missa konu sína snögglega frá tveim börnum, Sigurlaugu kjördóttur 4 ára og Kristjáni syni þeirra 2 ára. Það var erfitt hjá Þórði fyrst eftir að hann missti konuna að halda heimilinu saman með stúlkum í Bréfaskóli S.I.S. veröur nú sameignarstofnun S.I.S. og A.S.I. UM næstu áramót verður breyting á rekstri Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Hefur reglugerð fyrir sameignarstofnunni verið lögð fyrir stjórnarfundi sam- bandanna beggja, og hlotið samþykki á báðum fundunum. Á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu, þar sem viðstadd ir voru forráðamenn Bréfaskól- ans ásamt Hannibal Valdimars- syni forseta ASÍ, skýrði Guð- mundur Sveinsson skólastjóra jBrófaskóIans frá því, að fyrr- greind breyting væri í samræmi við þá þróun sem orðið hefði í nágrannalöndum okkar. Nefndi hann sem dæmi Bréfa- ckóla samvinnuhreyfingarinnar í Svíþjóð, sem varð fyrst Norð- urlanda til þess að stofna bréfa- ekóla, eða strax um aldamótin, er hefði verið mjög öflug stofn- un. Árið 1919 hefði Samvinnu- hreyfingin hvatt til þess að fleiri alþýðuhreyfingar tækju þátt f skólanum. Nokkru síðar hefði tillaga þessi verið sam- þykkt á alþýðuþingi, og sú skoð un verði ríkjandi að auka ætti og efla alþýðumenntun. í því skyni hefði verið komið á sam- tökum er stuðla skyldu að þessu og væri Bréfaskólinn nú áhrifa- mikil stofnun í Sviþjóð, sem reyndi að gefa nemendum eínum kost á sem fjölbreyttustu elmennri menntun. Nokkru síð- ar hefði þessi sama þróun orðið á Noregi. Þá gerði Erlendur Einarsson að starfrækja menntastofnun, sem orðið gæti áhrifamikill að- ili að íslenzkri alþýðumenntun, sem styðja ætti samböndin bæði í sameiginlegri baráttu þeirra fyrir aukinni þjóðmenningu. í reglugerð segði, að Bréfa- skóli SÍS og ASÍ ætti að veita aðstöðu til menntunar og fræðslu með bréfakennslu eða á annan hátt, sem æskilegur þætti. Aðaláherzla hvíldi á fé- lagslegri og hagrænni fræðslu um atvinnulíf Islendinga og hag nýtri menntun í tengslum við það, og á almennri menntun. Skyldi öll kennsla skólans vera Ihlutlaus, hvað snertir trúmál og stjórnmál. Ennfremur segið í reglugerðinni, að enda þótt forstjóri SÍS, grein fyrir tilgangi skólans með myndun sameign- arstofnunarinnar. Væri hann sá skólinn væri nú sameignarstofn- un verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar, væri heimilt að veita öðrum samtök- um á íslandi aðild að rekstri skólans, en þau samtök skyldu vera lýðræðisleg og í þágu al- mennings. Samkvæmt reglugerð inni væri bréfaskólanum nú stjórnað af þriggja manna fram kvæmdanefnd og ættu í henni sæti, þeir Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, Hannibal Valdi- marsson forseti ASÍ og loks Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri. Erlendur sagði ennfremur, að í samræmi við Bréfaskóla SÍS og ASf svo og yfirlýstan vilja forráðamanna menntastofnunar- innar hefði verið hafizt handa um útgáfu nýrra kennslubréfa- flokka. Yrði aukningin fyrst og fremst fólgin í þrennu, þ.e.a.s. framlagi verkalýðshreyfingarinn ar, framlagi samvinnuhreyfing- arinnar, og almennt fræðslu- og námsefni yrði samið og kennt, í samstarfi við ýmsa aðila, sam- tök og einstaklinga. Hvað varð- aði framlag verkalýðshreyfing- arinnar, þá myndi ASÍ hið fyrsta láta semja kennslubréfa- flokka í fjórum greinum: Hag- ræðingu, bókhaldi verkalýðsfé- laga, vinnulöggjöfinni og sögu verkalýðshreyfingarinnar, þá sagði Erlendur, að SÍS undir- byggi nú námskeið fyrir starfs- fólk samvinnusamtakanna, og er snertu starfsemi þess. Yrði skól- inn látinn gefa út kennslubréfa- ffokka, er hagnýta mætti á þeim námskeiðum. Væru eftir- farandi flokkar áformaðir: kjör- búðin, búðarstörf í samvinnu- verzlunum, deildarstjórn, vanda mál vörurýrnunar, og verk- stjórn í frystihúsum. Auk þess myndu samvinnusamtökin láta semja hið fyrsta kennslubréfa- flokka um sögu samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi og mann- leg samskipti. Þá skýrði Erlendur frá því, að til viðbótar við hið sérstaka framlag samvinnuhreyfingar- innar og verkalýðshreyfingar- innar, hefði verið brotið upp á ýmsum nýmælum öðrum í starf- og kona nokkur, ritstjóri „II semi skólans og mætti þar sér- staklega nefna: aðstoð við fjöl- menn heildarsamtök, aðstoð við fræðslumálastjórnina, aðstoð við starfshópa og loks gripið á þjóð- félagsvandamálum og boðinn fram stuðningur til úrbóta. Tveimur fjölmennum heildar samtökum, U.M.S.Í. og Kven- félagasambandi íslands, hefði verið gefinn kostur á að fá gefna út kennslubréfaflokka, er gæti orðið þeim til ávinnings, og fræðslumálastjóra, Helga Elíassyni, hefði verið greint frá vilja forráðamanna bréfaskól- ans, að hann yrði felldur að nokkru inn í hið almenna fræðslukerfi, líkt og tíðkaðist er lendis, til uppfyllings og aðstoð- ar. Hefði orðið að samkomulagi að athuga þetta fyrirkomulag gaumgæfilega í þeim löndum þar sem reynsla væri fengin af slíku. Varðandi aðstoð við á- kveðna starfshópa, kvað Erlend- ur forráðamenn skólans hafa tekið vel beiðnum, sem borizt hefðu, og t.d. væru bankamenn meðal þeirra, er hefðu komið slíkri beiðni á framfæri. Um síðastnefnda nýmælið í starf- semi skólans, eða hvað varðaði þjóðfélagsvandamál og sköpun samstöðu til úrbóta, sagði Er- lendur, að forráðamenn bréfa skólans litu á það sem mikil- vægan þátt í starfsemi mennta- stofnunarinnar að ljá lið til úr- lausnar aðkallandi þjóðfélags- vandamálum, og hefði athyglin fyrst og fremst beinzt að tveim- ur verkefnum, sem væru: bif- reiðin og samskipti manna við hana, og öryggis og tryggingar- mál, en áformað væri að gefa út sem fyrst kennslubréfaflokk, sem þeim væru tengdir. Loks gat Erlendur þess, að Bréfaskóli SÍS hefði nú verið starfræktur í 25 ár, en hann hefði tekið til starfa í október- mánuði 1940. Á þessum 25 árum hefðu nemendur skólans alls 15.040, en skólastjórastörfum við skólann á þessum árum hefði gengt fjórir menn, þeir Ragnar Ólafsson lögfræðingur, Jón Magnússon, fréttastjóri útvarps ins. Vilhjálmur Árnason, lög- fræðingur, og Guðmundur Sveinsson. Nemendur skólans nú væru sem næst 1150, en kenn arar 18 að tölu. Kennslubréfa- flokkarnir eru 30 að tölu. Um- sjón og daglegan rekstur skól- ans annast Jóhann Bjarnason. stuttan tíma í einu, en eftir rúmt ár var hann svo heppinn, að til hans réðst ágæt stúlka, Unn- ur Oddsdóttir og tók við heim- ilinu og reyndist hún börnum hans sem bezta móðir og ekki sízt dótturinni, sem þurft hefur mikla nærgætni. Síðan hafa þau búið saman og eiga 19 ára son, Odd að nafni. Unnur hefur reynzt Þórði góð- ur förnunautur og ekki sízt nú í hans löngu og erfiðu veikind- um og miklu þjáningum, sem hann hefur orðið að þola. Fyrir það allt þakka systkini Þórðar Unni nú af alhug. Það var mikil gleði fyrir Þórð að sjá syni sína kvænast góðum konum og eignast góð heimili og hafa þá ánægju að njóta litlu sonarbarnanna, því hann var barngóður og hafði gaman af börnum. Nú þegar Þórður er horfinn af sjónarsviðinu minnist ég margra ánægjulegra stunda, sem ég hef átt með honum í um 35 ár og allan þann tíma hefur aldrei fall- ið skuggi á þann kunningsskap. Þórður var ákaflega vandaður maður í orði og verki og allt sem hann sagði og gerði stóð eins og stafur á bók, og svo hjálpsam- ur að hann vildi öllum gott gera. Svo góður sonur var Þórður að meðan foreldrar hans voru á lífi fór hann aldrei heim frá vinnu án þess að koma við heima hjá þeim. Systkinum sínum var hann mikill og góður bróðir og börnum þeirra góður frændi. Nú þegar Þórður er allur færi ég og fjölskylda mín honum hugheilar þakkir fyrir allar sam verustundirnar. Unni, börnum og tengdadætr- um Þórðar sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Cuðjón E. Long. 12 mílna land- helgi við IM-Sjáland Auckland, 29. desember — AP Flugher Nýja-Sjálands og sjóher mun framvegis gæta þess, að haldin verði lög um nýja, 12 mílna fiskveiðilög- sögu við strendur landsins. Ganga þau í gildi um áramót- in. Flotamálaráðherra landsins, William Scott, sagði í dag, að brátt yrðu birtar niður- stöður samningaviðræðna, sem nú standa yfir í Well- ington, við fulltrúa japönsku stjórnarinnar. Hún hefur lát- ið að því liggja, að leitað verði til Alþjóðadómstólsins, vegna nýju löggjafarinnar í Nýja -Sjálandi. i IHarcos boðar breytingar á utanrikisstefnii Manila, 30. desember - NTB. FERDINANT E. Marcos sór í dng eið sinn sem forseti Filippseyja. í ræðu, sem hann flutti við það tækifæri, boðaði hann að ýmsar breytingar væru í vændum. á stefnu landsinis í utanrikismálum, einkum að því er varðaði Mala- ysíu og Vietnam. Marcos, sem er 48 ára lög- fræðingur, áður kunnur sem stríðshetja á Filippseyjum, sagði meðal annars, að Filippseyingar yrðu að horfast í augu við heim, þar sem ríki Asíu og Afríku yrðu æ áhrifaríkari. „í dag verðum við að beina augum okkar að Asíu í meiri mæli en áður“ sagði hann og bætti því við, að ógnun við friðinn í einhverjum hluta SA- Asíu væri ógnun við líf hvers einasta íbúa þess hluta heimsins. IMinning: • • Ossur Sigurvinsson F.: 23. 8. 1929. — D.: 23. 6. 1965. Það hljóðnuðu allir við harmafregn. Helköld er dauðans mund. Náfingra milli þó glitti í gegn glæta vonar um stund. Er blómin og grösin blíðlega strauk, blærinn um hásumartið, hann barðist af alefli unz yfir lauk. Það var ellefu daga stríð. Honum, sem mitt í starfi stóð var steypt inn í dauðans vé. Því finnst okkur missa fámenn þjóð, er fellur svo mikið tré. Hver á að búa að börnum hans, sem bæði eru mörg og smá? Hver getur konu huggað þessa manns sem hverfur svo snögglega frá? Þögnuð er röddin hressileg hér. Hrein var hans glaða lund. Hljóðnaður bjarti hláturinn er, horfin vinnufús mund. Hann, sem ímynd hreystinnar var og hýr eins og morgunskin. Mér finnst líkt og missti ég þar mætan bróður og vin. Þeir, sem hann nú harma mest og héldu um deyjandi mund. Finnst nú hafi sólin sezt við síðasta ástvinafund. Víst eru margir vinir hans, sem vilja ei trúa því, að lokið sé ævi hins mæta manns miðju lífsstarfi í. Drottinn gaf og Drottinn tók að dæma er lika hans. Letruð stendur í lífsins bók lífssaga göfugs manns. Því eins og sólin aftur skín að endurfundurinn er vís. Nú byggir hann fyrir börnin si» og brúði í Paradís. G. J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.