Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
tawgardagur 8. Janúar 1960
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri:
Skrúðgarðar Reykjavíkur
og Garðyrkjuskó! i ríkisins
Hið þekkta leikrit Ibsens, Af íurgöngur, hefur nú verið sýnt
16 sinnum í Þjóðleikhúsinu við góða aðsókn. Nú eru aðeins
eftir þrjár sýningar á leiknum og verður sú næsta á sunnu-
lagskvöld. Myndin er af Val Gíslasyni og Gunnari Eyjólfs-
syni í hlutverkum sínum.
NÚ í VETUR hafa orðið all-
mikil skrif um garðyrkjuskóla
ríkisins í einu af dagblöðunum.
Hófust þau með frétt á forsíðu
Þjóðviljans og átti einn af blaða
mönnum blaðsins viðtal við mig
í síma daginn áður og byggði á
því samtali nokkra viðbót við
hina upprunalegu frétt blaðsins.
Þetta viðtal taldi ég þó ástæðu
til að gera mínar athugasemdir
við, og skrifaði þar af leiðandi
smá grein, sem birt var í Þjóð-
viljanum. Unnsteinn Ólafsson,
skólastjóri garðyrkjuskólans sá
þar ástæðu til andsvara og lét ég
það þar með gott heita -að hann
hefði síðastur orðið í þeim mikla
skoðanamun, sem við höfum á
málefnum garðyrkjuskólans. En
fleiri urðu til, að halda áfram
gagnrýni á rekstur og stjórn
garðyrkjuskóla ríkisins. Hef ég
ekki blandað mér í þau skrif, en
hinsvegar hefur Unnsteinn skóla
stjóri, ekki getað stillt sig um
að senda mér persónulegar glós-
ur í þeim svargreinum og blaða-
viðtali, sem hann hefur sent frá
sér. Með grein, sem hann til-
einkar Jóni H. Björnssyni, garð-
arkitekt og birtir í Þjóðviljanum
15. des. s.l. þykir mér hann þó,
ganga feti lengra en jafnvel ég
gat átt von á, og virðist mér
engu líkara, en að skólastjórinn
sé að egna til samjöfnunarskrifa
á garðyrkjuskólastjórn rikisins
og skrúðgarðastjórn Reykjavikur
borgar. Að sjálfsögðu skorast ég
ekki undan slikum skrifum ef
það er vilji Unnsteins Ólafssonar,
að koma þeim af stað.
En það mun Unnsteinn Ólafs-
son, skólastjóri hafa farið nærri
um, að ég hefði ekki skap til, að
láta Jón H. Björnsson, einan um
að svara þeirri fyrirspurn, er
hann leggur fyrir hann, að því
er ég fæ bezt séð, án nokkurs
tilefnis og hljóða orðrétt á þessa
leið:
„Virðist honum lystigarðar
Reykjavíkurborgar vera á
nokkurn hátt sambærilegir
við ræktunarfjölbreytni og
smekkvísi við það, sem sézt
hjá fjölda einstaklinga, að
ekki sé talað um samanburð
við aðra bæi landsins . . . .“
Og ennfremur:
„— Þyrfti ekki tafarlaust að
taka öll lystigarðamál Reykja
víkur til rækilegrar endur-
skoðunar: Hætta hinu lákúru-
lega föndri síðari ára og taka
upp stefnu markaða af stór-4
hug, sem borginni er samboð-
in. Heita vatnið til upphitun-
ar í görðum og stórkostlegum
inniplasthöllum skapa tpögu-
leika, sem aðeins verða leyst-
ir af hugkvæmum hugsjóna
mönnum . . .“
Nú mættu ókunnugir vissulega
ætla, að æðsti emibættismaður
ríkisins í garðyrkjumálum, léti
ekki opinfoerlega í ljós slíkar
skoðanir, nema því aðeins, að
hann sæi ærið tilefni til, en
jafnframt að undrast það, að
skólastjóri garðyrkjuskólans
skuli ekki telja það heiðarlega
embættisskyldu sína, að færa ein
hver frambærileg rök fyrir svo
óbilgjörnum ákúrum á stjórn
minni í garðyrkjumálum. höfuð-
borgarinnar. Að vísu bendir hann
á tvennt, sem hann telur að mig
skorti bæði hugkvæmni og smekk
vísi til að koma í framkvæmd,
en það er að nota heita vatnið
„til upphitunar í görðum“ og að
gangast fyrir byggingu á „inni-
plasthöllum." Og vissulega er
nokkuð til í því hjá skólastjóran
um, að ég hef ekki hugkvæmni
til að byggja margar óraunhæfar
„æfintýrahallir.“ Hinu skal ég þó
ekki bera á móti, að ég hef hug-
leitt eitt og annað í sambandi við
notkun heita vatnsins, en ekki
Iátið neinar draumsýnir af slíku
tagi, breyta þeirri stefnu minni,
að láta auka sem mest mátti
verða, grænu svæðin í borginnl.
Ég efast ekkert um það, að skóla
stjóri garðyrkjuskólans, geri sér
fullt far um, að fylgjast með nýt
ingu þess jarðhita, sem þegar
hefur verið virkjaður á íslandi,
og viti þar af leiðandi eins vel
og við Reykvíkingar, að hita-
veitan okkar mætti gjarnan hafa
yfir meiri jarðhita að ráða en nú
er, og hefur þess orðið áþreyfan-
lega vart í kuldanum nú undan
farnar vikur. Standa nú yfir um-
fangsmiklar jarðboranir í leit að
heitu vatni í Nesjavallalandi í
Grafningi, og ef árangur þeirrar
leitar verður sá, sem vonir eru
bundnar við, þá tel ég mig geta
átt það í vændum, að sjá sýning-
argróðurhús rísa upp í Grasa-
garðinum í Laugardal, en bygg-
ing slíks húss hefur vissulega
komið til athugunar, en ekki
ennþá verið sent til umsagnar
skólastjóra garðyrkjuskólans, og
tel ég þó líklegt að svo verði gert
þegar timabært þykir.
Það hvarflar heldur ekki að
mér, að efast um það, að skóla-
stjóri garðyrkjuskólans telji sér
á sama hátt skylt, starfs síns
vegna, að fylgjast með þróun
skrúðgarðyrkju í hinum ýmsu
bæjum landsins og að hann geti
þar af leiðandi leyft sér að gera
þann samanburð, sem hann tel-
ur ástæðu til, á þeim og Reykja-
vík, um „ræktunarfjölbreytni og
smekkvísi.“ Nú þykist ég einnig
hafa reynt, að fylgjast með því
sem framkvæmt er í þessum verk
um hér á landi og hef til þessa tal
ið Reykjavíkurgarðana, eftir at-
vikum, Sæmilega á vegi stadda
í snyrtilegri umfoirðu og gróður-
fjölbreytni þéirra yfirleitt meiri,
en á öðrum stöðum hérlendis.
Meira að segja, höfum við talið
okkur þess umkomna, að bjóða
garðyrkjuskóla ríkisins, undan-
farin þrjú ár, að auka við plöntu-
safn það sem skrúðgarðar Reykja
víkur gáfu til skólans, fyrir til-
mæli skólastjórans sumarið 1961.
Og enn munum við senda til skól-
ans, þessa dagana skrá yfir það
fræ, sem safnað var í Grasagarði
Reykjavíkur, sumarið 1965, sem
er af rúmlega ■C00 tegundum, en
slíkur frælisti er- árlega sendur
til bótaniskra garða víðsvegar
um heim, til að gera fræskipta-
verzlun við slíkar menningar-
stofnanir mögulegar. Ef skóla-
stjóri garðyrkjuskólans kærir sig
um, þá stendur honum ávalt til
boða, að kanna spjaldskrá Grasa-
garðsins, ef hann vill kynna sér
allan þann mikla fjölda plantna,
sem þegar hefur vetið gerð til-
raun til að rækta í þágu skrúð-
garða Reykjavíkurborgar, og
komast að raun um hver árang-
urinn hefur orðið. Hann þarf
ekki að efast um það, að okkur,
sem störfum hér við skrúðgarð-
ana, væri það sönn gleði, ef garð
yrkjuskólinn sæi sér fært, að
þiggja nokkurn viðauka við það
jurtasafn, sem ég hygg, að nú sé
þegar til við skólann og hagnýtt
í þágu kennslunnar, en ég hef
því miður ekki rekizt á, þegar
ég hef komið í heimsókn þangað
austur í garðyrkjuskóla.
Um smekkvísi í ræktun og
gerð skrúðgarða, má að sjálf-
sögðu lengi deila, enda getur
fegurðarskyn manna verið ærið
mismunandi. Þrátt fyrir það,
hefði ég orðið Unnsteini skóla-
stjóra þakklátur, ef hann hefði,
þótt ekki hefði verið nema í eitt
einasta skipti, viljað gefa mér
kost á því að vera samferða sér,
í kynnisferðum þeim, sem ætla
má af skrifum hans, að hann hafi
farið um skrúðgarða borgarinnar.
Tæplega hefði hann þurft að efa
það, að ég hefði þegið hjá hon-
um, góð ráð og virt mikils hollar
ráðleggingar, sem hann hefði
viljað veita mér. En jafnframt
hefðum við þá getað rætt um
verklega þjálfun þeirra nemenda,
sem störf stunda að sumrinu við
skrúðgarða borgarinnar, en eru
við bóklegt nám austur á garð-
yrkjuskóla að vetrinum. Væri
það alls ekki ólíklegt, að skóla-
stjóri þeirra, hefði nokkurn á-
huga á því, að vilja um það vita,
hvernig þessum nemendum hans
væri skipað til verka og hverju
þeir fengju að kynnast af hinum
vandasamari skrúðgarða störf-
um. En því miður, hefur skóla-
stjóri garðyrkjuskólans, aldrei
talið ástæðu til, að óska eftir
neinum samskiptum við mig, um
þessi mál né önnur, sem skrúð-
garðyrkju varða. Samt lætur
hann sér sæma, að senda mér
harðan dóm um stjórn mína á
skrúðgarðamálum Reykjavíkur-
borgar og álítur að þau séu ekk-
ert annað en „lákúrulegt föndur‘.‘
Kann nú einhvern að furða á
því, þótt ég láti slíkum staðhæf-
ingum ríkisskipaðs garðyrkju-
leiðtoga með öllu ósvarað? Ég
ber ekki á móti því, að ég hef
oft og mörgum sinnum gagnrýnt
það, sem ég hef talið að betur
mætti fara á stjórn garðyrkju-
skóla ríkisins. En mér verður
ekki borið það á brýn, að ég hafi
ekki stutt gagnrýni mína með
fullum rökum. Ég hef haldið því
fram, að snyrtileg umgengni ætti
að vera eitt af höfuð einkennum
menntastofnunar eins og garð-
yrkjuskólans, með því að þar er
verið að búa unga menn undir
það starf, að prýða og fegra, en
jafnframt að framleiða matvörur
fyrir þjóðina og innprenta þeim
hreinlæti í meðferð matvæla. Þó
mun vandfundið óhrjálegra skóla
setur á íslandi að mínum dómi.
Ég hef gagnrýnt það harðlega að
við garðyrkjuskólann skuli ekki
fara fram nein verkleg kennsla
í skrúðgarðyrkju, þegar það er
staðreynd, sem jafnvel skóla-
stjórinn mun ekki treysta sér til
að véfengja, að meiri hluti þeirra
nemenda sem skólinn hefur út-
skrifað, hafa farið til starfa við
skrúðgarðyrkju. Hér hef ég vissu
lega nokkurn rétt til að gagn-
rýna og mun óefað eiga eftir, að
fylgja þeirri gagnrýni betur eft-
ir síðar. Og fleira hef ég leyft
mér að gagnrýna með fullum rök
um, í stjórn og rekstri garðyrkju
skóla rikisins. En hver hafa svo
orðið viðbrögð skólastjórans.
Hann hefur allt til þessa, litið á
alla slíka gagnrýni sem
pers ónuleg ar árásir.
Nú virðist hann hinsvegar ætla
að reyna ný svör, eða þau að
setja út á verk gagnrýnandans,
án þess að færa fram rök, benda
á dæmi um það sem að er, né
færa fram nokkur sannindi fyrir
málflutningi sínum.
Víst vildi ég gjarnan vera laus
undan því vonlausa verki að
reyna rökræður um vandamál
garðyrkjustéttarinnar við Unn-
stein Ólafsson, skólastjóra, og tel
mig þegar hafa fengið nægilega
langa reynslu af því, að það
muni lítinn árangur bera. Er mér
ekki grunlaust um að svo muni
einnig um flesta stéttarbræður
mína og jafnvel einnig þá aðila
líka, sem um málefni skólans
fjalla af hálfu ríkisvaldsins.
En meðan Unnsteinn Ólafsson
situr í öndvegi á menntasetri
garðyrkjustéttarinnar, verður
ekki undan því skotizt að hlusta
eftir því, sem hann lætur frá
sér heyra á opinberum vettvangi,
en þar með er ekki hægt að
krefjast þess af nokkrum manni,
að hann líti á stóryrði hans sem
hvern annan sjálfsagðan hlut,
sem ekki megi hrista af sér.
Garðyrkjuskólinn og menntun
garðyrkjustéttarinnar, er ekkert
einkamál Unnsteins Ólafssonar,
skólastjóra og þessvegna verður
að gera þá kröfu til rikisvalds-
ins, að það hlutist til um það, að
skólinn sé rekinn í samræmi við
þarfir þjóðfélagsins og gegni
skyldu sinni við þá nemendur,
sem þar eru að búa sig undir
það, að verða sem hæfastir til
að takast á hendur þau verkefni,
sem þeir hafa valið sér að ævi-
starfi. Það er ekki lengur hægt
að ganga framhjá þeirri kröfu,
sem garðyrkjustéttin hefur nú
um áratugi leyft sér að bera
fram um aukna verklega kennslu
við garðyrkjuskólann og fjöl-
breyttari ræktun í garðyrkjustöð
stofnunarinnar. Það er að vísu
ánægjulegt, að nú skuli hafnar
byggingarframkvæmdir að nýj-
um vistarverum fyrir nemendur,
en húsakynnin ein, hversu íburð
armikil sem þau kunna að verða,
skapa aldrei skóla. Þar þarf fleira
að koma til, sem bent geti á
menntun og sanna menningu.
Garðyrkjustéttin hefur svo sann-
arlega furðað sig á þeim mikla
dugnaði, sem Unnsteinn skóla-
stjóri, hefur á margan hátt sýnt
í aldarfjórðungs skólastjórnartíð
sinni og meira að segja, hefur
hann lofað mig fyrir það hrein-
lyndi mitt, að honum það til verð
ugs hróss, að hann hafi alla tíð
sýnt þrotlausa elju við það að
baslast áfram með nemendahóp-
ana sina á fljótandi forinni. Sjálf
ur hef ég staðið í því erfiði „síð-
ari ár“ með samstarfsmönnum
mínum við skrúðgarða Rvík-foorg
ar, að breyta sem mestu af þeirri
for, sem ég hef séð fljóta hér í
borginni, í græna grasigróna
velli. En skólastjóri garðyrkju-
skólans, gagnrýnir mig fyrir og
kallar það mikla nauðsyn að:
„Hætta hinu lákúrulega föndri
síðari ára.“ Með tilliti til þessa,
er tæpast mikil von á því, að
garðyrkjustéttin, geri sér bjartar
vonir um miklar breytingar á
foræði því, sem skólastjórinn hef
ur búið við í eljusömu starfi,
jafnvel þótt hann geti boðið nem
endum sínum inn í skóla, sem
með rétti geti kallast „inniplast-
höll“. En garðyrkjustéttin mun
trúlega, eftir sem áður háfa jafn
þungar raunir af menningará-
standi garðyrkjuskóla ríkisins, og
óefað þurfa að horfast í augu við
áframhaldandi blaðadeilur og
karp við skólastjórann Unnstein
Ólafsson, meðan hann ræður þar
ríkjum.
Að lokum vildi ég mega biðj-
ast undan því, að þurfa að'svara
fleiri órökstuddum greinarsmíð-
um í líkingu við þær sem skóla-
stjóri garðyrkjuskólans, hefur
látið sér sæma að senda frá sér
að undanförnu. Hinu skorast ég
ekki undan, að skrúðgarðar
Reykjavíkurborgar og stjórn mín
á umhirðu þeirra og ræktun, sé
gagnrýnd ef ástæða þykir til,
enda geri ég mér þá jafnframt
vonir um, að slíkri gagnrýni
fylgi ábending um það, sem talið
er að betur megi fara. Og ekki
mun ég siður taka mark á því,
sem Unnsteinn Ólafsson, skóla-
stjóri kann að benda mér á til
fegurðarauka í ræktun borgar-
innar, en aðrir, sem ég hefði á-
stæðu til að ætla, að minni þekk-
ingu hefðu til að bera í garð-
yrkjumálum.
Skrifstofustarf
Stúlka óskar eftir starfi á skrifstofu, — er vön öllum
almennum skrifstofustörfum, m.a. verð- og launa-
útreikningi, tollskýrslugerð og gjaldkerastörfum.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 13. jan. nk., merkt:
„Gott starf — 8203“.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags
Garða- og Bessastaðahrepps verður haldinn að
Garðaholti sunnudaginn 9. janúar 1966 kl. 3 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Inntaka nýrra félaga fer fram á fundinum.
Kaffiveitingar.
STJÓRNIN.