Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 17
Laugardagur 8. janflar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
huuert Humphrey, varaforseti Bandaríkjanna, er þarna á tali
við forseta Fiiippseyja, Ferdinand Marcos, eftir embættistöku
forsetans skömmu fyrir áramót. Við þetta tækifæri bar forset-
inn viðhafnarklæðnað þeirra Filippseyinga, hvíta skyrtu, skart-
saumaða er kallast Barong Tagalog.
Jacqueline Kennedy hélt með börn sin til Sun Valley í Idaho
um áramótin og stundaði skíðaíþróttina af kappi. Þarna sést
hún í skíðalyftu á leið upp á tindinn.
Sex sem við sögu koma í Víetnam-málini. nú: Arthur Gold-
þerg, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Hubert Humphrey,
varaforseti Bandaríkjanna, Ho Chi Minh, forseti N-Víetnam,
ráll páfi VI, U Thant, aðalritari SÞ, og Averell Harriman,
sérlegur sendimaður Bandaríkjaforseta.
MYNDIR
Nýársmynd frá S-Víetnam: Konur og börn leita skjóls í forugum skurði undan skothrið skæru-
liða Víet Kong, sem beint er að bandarískum fallhlífarhermönnum lengra burtu. Átök þessi urðu
í Ben Trai-héraðinu vestan Saigon, þar sem Víet Kong eiga mikil ítök.
Þarna sökk Sea Gem. Fremst á myndinni sér í eina af tíu stoðum þeim er héldu uppi olíuleitar-
stöðinni Sea Gem í Norðursjó, sem hvarf í hafið 27. desember og tók með sér í djúpið átta menn,
en fimm aðrir biðu einnig bana. Nítján þeirra sem við stöðina störfuðu komust lífs af, en eru
enn í sjúkrahúsi. í baksýn sést birgðaskip olíufélagsins (BP), sem hélt vörð um staðinn.
í skemmtigarði einum í Bern í Svisslandi stendur þessi fornaldarófreskja, skorin í tré, börnum og
fullorðnum til eftirtektar og ánægjuauka. Svissneskir tréskurðarmenn eru margir dverghagir og
smíðagripir þeirra afla Svisslendingum töluverðra gjaldeyristekna.