Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 18

Morgunblaðið - 08.01.1966, Side 18
18 MORGUNBLADIÐ taugardagur 8. janúar 1966' Um daginn og veginn úr Rauðasandshreppi ARIÐ 1965 er liðið, og nýtt ár tekið við með nýjum vonum og nýjum vonbrigðum eins og öll önnur ár. Sú von bregst þó ekki, að tímans straumur ber okkur nú mót hækkandi sól, og því heldur þjóðin áfram að fagna þrátt fyrir rafvæðingu og bættan hag, ekki sízt þeir sem búa í hinum dreifðu byggðum. Árið 1965 telst hér gott ár, samfelld veðursæld má telja að hér hafi verið allt árið. Man ég ekkert sumar, sem jafn stillt hef- ir verið til sjávarins sem síðast- liðið sumar, því varla hét að nokkurntíma snerist um stein. í>að út af fyrir sig, skipti þó ekki miklu máli fyrir þessa sveit, því varla heitir, að nokkur íbúi hennar hrindi nú lengur farkosti á flot, til að fá sér í soðið, miðað við það sem áður var, en mörg gláesileg för fúna í naustum. Hvað veldur? Sleppum því að þessu sinni. Veðrið var líka gott til lands- ins, grösin uxu, og fénaður lét fara vel um sig í góðviðrinu. Heyskapur gekk vel með aðstoð véla og tækni, en mun þó ekki hafa orðið nema vel í meðallagi. Afurðir af fénaði voru góðir, og skepnuhöld yfirleitt góð, þeg- ar á heildina er litið. Afkoma fólksins mun yfirleitt vera góð, fólk safnar að visu ekki auði, en lætur sér líða vel, að því er fjármunir fá þar um ráðið. En fólkið vill einnig að fén- aðinum líði vel, þessvegna er alltaf verið að byggja ný og betri peningshús. Til dæmis voru á Rauðasandi byggð fjárhús yfir 300 fjár, yfir 200 fjár hjá Reyni bónda á Móbergi, og yfir 100 fjár hjá ívari bónda í Kirkjuhvammi. Við þessi hús voru einnig byggð- ar hlöður fyrir heyforðann. Sláturhúsið sem verið hefir í byggingu á Gjögrum í Örlygs- höfn var einnig fullgert á árinu, og á að vera byggt eftir nútíma kröfum um sláturhús. Eitt nýtt íbúðarhús var gert fokhelt á ár- > Innilega þakka ég öllum þeim, sem sendu mér gjafir og skeyti á 90 ára afmæli mínu 27. des. 1965. Sérstak- lega þakka ég börnum mínum og börnum Guðmundar bróður míns fyrir gjafir þeirra og góðvild mér auð- sýnda og bið góðan Guð að launa þeim. Með virðingu og þakklæti. Þórarinn Snorrason. Alúðar þakkir sendi ég ölium þeim, er sýndu mér vinarhug á 70 ára afmæli mínu þann 2. þ.m. — Sér- staklega þakka ég núverandi og fyrrverandi samstarfs- fólki mínu hjá Agli Vilhjálmssyni h.f. fyrir hlýhug þeirra og rausnarskap. Jón Guðnason, Hólmgarði 10. Öllum, sem auðsýndu mér vinsemd og ógleymanlega ánægju í tilefni af sjötugsafmæli mínu 4. þ.m. færi ég mínar hjartans þakkir. Magnús Guðbrandsson. Frú STEINUNN SVEINSDÓTTIR frá Nýjabæ, Eyrarbakka, andaðist 6. þessa mánaðar. Vandamenn. Maðurinn minn, ARI JÓNSSON Skuld, Blönduósi, andaðist að heimili sínu, fimmtudaginn 6. janúar. — Fvrir hönd vandamanna. Guðlaug Nikódemusdóttir og börn. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR ÓLAFUR EINARSSON frá Skálmardal, Bröttukinn 6, Hafnarfir?H, andaðist 30. des. á Sólvangi. — Jarðarförin hefir farið fram. — Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Jóhannsdóttir og synir. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, VIGGÓ BALDVINSSON húsgagnasmíðameistari, Mávahlíð 43, andaðist að heimili sínu þann 6. þessa mánaðar. Oddbjörg Sigurðardóttir, dætur og tengdasynir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR Einnig þökkum við þeim, sem önnuðust hana og glöddu með heimsóknum. Synir og aðrir vandamenn. U inu. Á það Þórir bóndi á Hval- skeri. Þá er einnig hugsað um bless- uð börnin. í örlygshöfn hefir verið unnið að byggingu heima- vistar fyrir börn á skólaaldri, en þar er einnig félagsheimilið Fagrihvammur, sem á að vera kennslustaðurinn. Svo vel hefir gengið með þessa byggingu, sem er stór á okkar mælikvarða, því henni fylgir stór kennaraíbúð o. fl., að öruggt er talið, að hægt verði að taka hana í notkun á næsta hausti. Bygging þessi er mjög vönduð að öllum frágangi, og ekkert til hennar sparað. Ekki er ólíklegt að hún eigi eftir að verða rekin að sumrinu sem gisti- staður, þar sem hún er ekki langt frá flugvellinum. Eða þá sem barnaheimili fyrir nágrennið eða Reykjavík. Og börnin halda áfram að fæð- ast svo heimavistin verði alltaf fullskipuð í framtíðinni. Voru tvö vatni ausin um þessi jól, og ein brúðhjón gift, ungfrú María Olga Traustadóttir og Bjarni Þór- hallsson í Breiðavík. Er það fyrsta parið, sem gift er í hinni nýju Breiðavíkurkirkju. Fyrsta barnið, Guðmunda Björk, var þar einnig skírt um jólin, og í sama mánuði var fyrsta Hkið jarðsett frá þessari kirkju. Var það Ólaf- ur Halldórsson frá Látrum, aldr- aður maður. Og í mánuðinum áður var jarðsett frá Sauðlauks- dalsltirkju merkiskonan Kristín Magnúsdóttir frá Vesturbotni, sem andaðist í hárri elli. Þannig streymir lífsins elfa áfram, einn kemur þá annar fer. Þá gerðist það á þessu herrans ári, sem er að vísu ekkert nýtt, hvorki fyrir þessa sveit né aðr- ar, að tvær fjölskyldur yfirgáfu sveitina á árinu. Agnar Sigur- björnsson í Hænuvík hætti bú- skap, og fluttist til Tálknafjarð- ar með sína fjölskyldu. Ólafur Sigurvinsson í Saurbæ hætti einnig búskap, og fluttist með sína fjölskyldu til Króksfjarðar- ness. Svo enn er hið forna stór- býli Saurbær komið í tölu eyði- býla. Sveitinni bættist líka einn bú- andi á árinu. Jón Hannesson frá Núpsstað keypti jörðina Stakka á Rauðasandi og fluttist þangað. Miklar opinberar framkvæmd- ir hafa verið í þessari sveit á árinu, sem bendir eindregið til þess, að sveitin sé þannig stað- sett, að hún eigi framtíð- fyrir sér. Það verða þeir sem byggja þessa sveit á hverjum tíma að gera sér ljóst og reyna að halda í horfinu með aðstoð hins opin- bera. Fyrst er að telja stóran og góðan flugvöll, sem gerður var á Sauðlauksdalssöndum. Það er mikil og góð framkvæmd, vel af hendi leyst að allra dómi, en fór samt um hálfa milljón undir áætlun að sagt er, sem ekki mun venjulegt um opinberar fram- kvæmdir á þessum siðustu tím- um. Svo segja má, að þar hafi verið vel unnið, og vel stjórnað. Umferð um þennan völl síðan hann var tekin í notkun hefir verið mikið umfram það sem hér var gert ráð fyrir bæði með far- þega og farm. Mér er sagt að pakkaflutningur skipti stundúm tonnum með einni vél, en áætl- unarferðir eru þrisvar í viku, en oft eru margar vélar á dag. Þetta gæti þó aðeins verið upphafið að umferð um þennan völl. Látra- bjarg liggur skammt frá með marga óneitanlega staði til að laða að sér erlenda og innlenda ferða- menn. Þar á þjóðarbúið milljónir faldar hvenær sem það vill not- færa sér þær. Þeirri fullyrðingu minni til stuðnings leyfi ég mér að hafa það eftir ameríska sendi- herranum og fjölskyldu hans, að Látrabjarg væri mest aðlaðandi staðurinn fyrir ferðafólk, sem þau hefðu enn séð á íslandi, og hefðu þau þó séð flesta þá staði, sem ferðafólk sækir. En sendi- herrann skoðaði Látrabjarg meira en almennt gerist um ferðafólk, og vaidi sér náttstað á brún bjargsins. Mun ég gera möguleika bjargs- ins til að verða eftirsóttur ferða- mannastaður betri skil á öðrum vettvangi. Þá var stór bót gerð á veginum frá Patreksfirði og á flugvöllinn, svo að segja má, að á okkar mælikvarða sé hann eitt breið- stræti allaleið. Einnig var fljótt og vel brugðið við og borið ofaní alla leiðina yfir sandinn, sem er á leiðinni frá Látrum og út á bjargið. Gerði hann áður mörg- um ferðamanninum gramt í geði, en nú verður þetta greið leið hverjum sem er á næsta sumri, svo það er vel. Þá var settur radíóviti á Bjarg- tanga, og reist þar 25 m mastur í því sambandi. Sá viti er meðal annars mikið öryggi fyrir flugið vestur. Það eykur ánægjuna með þess- ar framkvæmdir, að þær eru af hendi leystar með miklum mynd arbrag og snyrtimennsku. Vil ég hér með fyrir mína hönd og sveitunga minna fyrst og fremst þakka þingmönnum kjör- dæmisins, stjórnum vega- vita- og flugmála, svo og öðrum, sem stutt hafa þessar framkvæmdir, og þar með gert þessa sveit byggilegri í nútíð og framtíð. En stór skuggi hvílir þó enn yfir flestum byggðum bólum þessarar sveitar, en hann er sá, að þessari sveit er ekki ætlað að fá rafmagn í náinni framtíð, og fullkomlega látið í veðri vaka, helzt aldrei. En það er sama og að hóta fólkinu verulegri lífs- kjaraskerðingu, ef það heldur áfram að halda sig á þessum stöðum. Hverjum landsmanni er það Ijóst í dag, að það er tómt mál, gjörsamlega tómt mál að tala um að tileinka sér nútíma Hfsþæg- indi og menningu án rafmagns. Þess vegna æpir hér allt og allir á rafvæðingu, flugvöllur og það sem honum kann að tilheyra, skóli, verzlunarstaður, vitar, og ríkisstofnunin Breiðvík, fyrir svo utan 20 byggð býU, sem ekki hafa rafmagn frá vatnsaflsstöðvum, en það hafa nokkur býli, þó fæst fullnægjandi. Það væri misþyrming á hag- fræði og sparnaðarviðleitni að ætla sér að rafvæða þessa sveit með fjölmörgum díselvélum, þegar það kostar rétt um eina milljón að fá rafmagn frá Patreksfirði og yfir á flugvöllinn. Vafalaust munu ráðandi menn um rafvæðingu og fjármál þjóð- arinnar sjá þessa staðreynd, svo ég trúi ekki öðru en verulega rofi tii í rafvæðingarmálum þess- arar sveitar á þessu nýbyrjaða ári. Með þá góðu trú efst í huga, óska ég sveitungum mínum, og öðrum árs og friðar. Látrum, 1. janúar 1966. Þórður Jónsson. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kdrastöðum, Höiðukaupstað Á NÝÁRSNÓTT sl. (1966) and- aðist í sjúkrahúsi Blönduóss Sig- urbjörg Sigurbjqrnsdóttir, Kára- stöðum, Höfðakaupstað, á 94. aldursári. Sigurbjörg var fædd á Akureyri 27. apríl 1872. Foreldrar hennar voru Sigurbjörr. Sveinsson, tré- smiður, og kona hans, Hólmfríð- ur Jóhannsdóttir. Hún ólst upp á Akureyri til 15 ára aldurs, en 14. júlí 1895 giftist hún á Húsa- vík Kristjáni Kristjánssyni frá Knútsstöðum í Þingeyjarsýslu, f. 13. júlí 1855. Þess skal getið, að það merka kvæði Guðm. Frið- jónssonar, skálds, Ekkjan við ána, er ort um móður Kristjáns, Maríu Kristjánsdóttur. — Bjuggu þau hjón í Þingeyjarsýslu til ársins 1900, er þau fluttust vest- ur að Hofi á Skagaströnd. Þau Liðna úrið var hið hogstæðosta Valdastöðum, 31/12. 65. ÞEGAR litfð er yfir liðna árið, má með sanni segja, að það hafi verið eitt hið hagstæðasta, þegar á heildina er litið. Að vísu hefir veðurfar veri’ð allmisjafnt, og þar af leiðandi afkoma manna, eins og oft áður, nokkuð skapast eftir því. Á Suður- og Vestur- landi má segja að tíðarfar hafi verið eitt hið hagstæ'ðasta, sem menn muna. í fyrravetur var ein staklega mild veðrátta og vorið gott. Heyskapartíð í sumar var með ágætum, og heyfengur með mesta móti. Fram að áramótum hefur verið einmunatíð, að frá- drengnum nokkrum votviðra- kafla í haust. Nú er hér alauð jörð, og má heita að svo hafi veri'ð það sem af er þessum vetri. Fé var tekið með seinna móti, og munu flestir hafa þa'ð við hús. Vegir eru nú eins og á sum- ardegi. Þó hafa myndast svell- bunkar á stöku stað, þar sem vegir eru óuppbyggðir, og getur stafað af því nokkur hætta eins og vitað er. Farið er að bera á vatnsleysi á sumuni bæjum hér í sveitinni. Eins og áður gengust Ung- mennafélagið og kvenfélagið fyr- ir jólatrésskemmtun, nú á milli hátíðanna. — St. G. bjuggu að Bakka í sömu sveit 1903—7, í Ásbúðum 4 ár; fluttu aftur að Bakka 1911, þar sem þau bjuggu til dauðadags Krist- jáns, manns Sigurbjargar, 17. marz 1922. Litiu síðar hætti Sigurbjörg búskap og fluttist inn í Höfða- kaupstað, byggði þar húsið Kára- staði og sá um heimyi tveggja sona sinna meðan heilsa hennar entist. Þau hjón, Sigurbjörg og Krist- ján, eignuðust 12 börn, enda fá- tæk. Var dugnaði þeirra og allri reglusemi viðbrugðið. Réri Sigur björg til fiskjar með manni sín- um á litlum pramma er þau áttu, því oft var þröngt um matvæli, en fjárhagslega aðstoð vildu þau ekki. Ég læt hugann hvarfla marga áratugi til baka, til þess tíma er ég, sem þetta rita, byrjaði bú- skap ásamt dóttur Sigurbjargar, á Vindhæli á Skagaströnd. Kom þá Sigurbjörg oft á heimili okk- ar hjóna; voru það þau fyrstu kynni okkar. Brátt varð mér Ijóst að kona þessi, sem þá var orðin tengdamóðir mín, var greind, at- hugul og góðgjörn. Hún hafði mætt margháttuðum erfiðleikum á lífsleiðinni, sem oft er samfara að annast upþeldi margra barna, í fátækt. Erfiðleikar hennar, and- vökur og áhyggjur vegna barna sinna og fósturbarna, á uppvaxt- arárum þeirra, grundvalla Guðs- trú þeirra og heiðarleik, feilur með tima í gleymsku, svo sem margt í lífi manna og kvenna, sem vitnar um mest manngildi. Á langri ævi barði sorgin oft að dyrum hennar. Er mér einkar minnisstætt þá hún missti í sjó- inn son sinn, Karl, dugmikinn og góðan dreng. Þá var Sigurbjörg niðurbeygð af sorg. En þá varð mér ljóst, hvert þessi kona ieit- aði á degi sorgarinnar, að hún leitaði til Guðs í bæn og trú, og Guð þerraði tárin af vöngum hennar og gaf henni glaðlyndi að nýju. Þá árin færðust áfram og hún fann fyrstu ellimerkin, tók hún sér slíkt mjög nærri, en síðar, þá heilsa hennar var á þrotum, virt- ist hún að nokkru sljófgast fyr- ir því. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist hún í sjúkrahúsi. Sigurbjörg eignaðist lítið af jarðneskum auðæfum, en ég held að hún hafi átt og farið með yfir síðustu landamærin hin sönnu auðæfi, Guðstrú. L. G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.